Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 16
ALLT ANNAR NIETZSCHE Það kæmi ekki á óvart þótt þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche væri enn ao gera einhvern óskunda þarna hinum megin, handan alls sem er, bæði góðs og ills. Og þó hefur hann ýmislegt á samviskunni frá dvöl sinni hérna meginn, nú síðast tilkomu póstmódernism- ans, þess ófétis. ÞRÖST HELGASON langaði hins vegar að kanna hvort Nietzsche væri bara bessi óforbetran legi æringi eða hvort heimspeki hans hefði kannski ver- ið misskilin, mynd hans toguð og teygð. Hann fór því g fund Róberts H. Haraldssonar sem varði doktorsritgerð við háskólann í Pittsburgh um Nietzsche og Ijóðaheim- spekinginn Emerson í síðustu viku. Róbert H. Haraldsson Morgunblaðið/Kristinn ÞAÐ ER með ólíkindum hvað þýski heimspekingurinn, Friedrich Nietzsche, hefur vald- ið miklu fjaðrafoki. Menn hafa ekki aðeins fárast yfir hug- myndum hans, heldur einnig skapgerð hans og lífshlaupi. Stjórnmálamenn hafa (rang)túlkað rit hans í eigin þágu, gert úr honum hálfgerða ófreskju sem suma hefur óað við. Skáld hafa fjallað um hann í ljóðum sínum og rithöfundar notað hann í persónu- "lýsingum; þannig varð Doctor Faustus Thomasar Manns til. Heimspekingar hafa ýmist gleypt hugmyndir hans í sig eins og arnarungar gómsæta orma eða afneitað hon- um og útilokað. Sumir þeirra hafa varað við kenningum hans, sagt hann geðveikan eða skrifa eins og brjálað skáld. En ekkert af þessu hefur bitið á Nietzsche, hann lifír góðu lífi í huga almennings, í skáldskap og lista- verkum af öllu tagi og í ritum fræðimanna af ýmsum sviðum - einnig heimspekinga. Tilhneiging hefur verið til þess að stilla heimspeki Nietzsches upp í andstöðu við hina bresk bandarísku rökgreiningarheim- speki, enda hafa sennilega flestir andstæð- ingar hans tilheyrt þeim skóla. Nietzsche hefur þá verið sagður teljast til meginlands- heimspekinnar sem sumir hafa kallað heim- speki orðsins til aðgreiningar frá rökgrein- ingarheimspekinni. Ekki eru allir sammála þessari skiptingu. Róbert H. Haraldsson, lektor í heimspeki við Háskóla íslands, er einn þeirra. Hann bendir á að mjög margir rökgreiningarheimsþek- ingar hafi áhuga á Nietzsche og sæki sér inn- blástur í verk hans og hugmyndir. Sjálfur sé hann dæmi um bandarísk menntaðan „rök- greiningarheimspeking" sem hafi áhuga á Nietzsche og sama gildi um marga starfs- bræður hans í Bandaríkjunum. „Önnur ástæða," heldur Róbert áfram, „er sú að þessi aðgreining er ekki mjög nákvæm eða tæmandi. Það er mjög erfitt að flokka verk Nietzsches eftir þessum línum eins og raunar fleiri heimspekinga, í hvorn hópinn i ætti til dæmis að setja Kant og Hegel? Margar hugmynda Nietzsches hafa verið teknar upp af heimspekingum á meginland- inu og þróaðar áfram. Póstmódernistar hafa til að mynda notfært sér skrif Nietzsches um upplausn sterkra andstæðna og efasemdir hans um miðlunargetu tungumálsins. En sambærilegar hugmyndir eru til í banda- rískri heimspeki, bara undir öðru nafni. Þetta er stundum bara spuming um nöfn. Og það er ótrúlegt hvað máttur orðanna er mikill. Klassísk heimspeki felst einmitt í þessu hugrekki til að sjá á bak við orðin og hafna einföldum aðgreiningum. Nietzsche skrifaði mjög sérstakan stíl. • Ólíkt mörgum samtímaheimspekingum var hann alltaf með þriðja augað á áhrifu'm text- ans. Hann ýtir við lesandanum, fær hann jafnvel til að velta því fyrir sér hvað felst í því að lesa texta, að vera góður lesandi. Ni- etzsche gerir þá kröfu að heimspekiverk séu sönn í vissum skilningi; hvorki heimurinn né mannlífið eru jafn rökleg og skipuleg eins og sumir heimspekingar hafa ímyndað sér held- ur flæða hlutirnir meira fram í allar áttir, óskiljanlega. Þessu flæði reynir Nietzsche að ná fram í stíl sínum. Hann vill að lesendur sínir endurheimti visst barnslegt skilnings- leysi. Heimspekilegt naívítet. Verði orðlaus- ir, að minnsta kosti um stund." Nietzsche fró annarri hlið Róbert segir að það skipti máli frá hvaða hlið menn nálgist Nietzsche. Sé hann skoð- aður út frá þeim textum sem hann las og vann með sjálfur verður útkoman önnur en sé hann skoðaður út frá þeim tuttugustu ald- ar mönnum sem hafa lesið hann og túlkað. „Ég held að allir geti verið sammála um að Nietzsche hefur haft mikil áhrif. Hann hefur haft áhrif á marga af helstu hugsuðum þess- arar aldar, eins og Freud, Weber, Derrida og Foucault. Það getur vissulega varpað ljósi á Nietzsche að lesa hann í túlkun þessara manna en þeir eru hins vegar allir sjálfstæð- ir hugsuðir sem hafa þróað sínar eigin hug- myndir þótt þeir hafi fengið innblástur frá Nietzsche. Það getur því verið mjög mis- vísandi að lesa Nietzsche frá þessu sjónar- horni. Ég hef til dæmis kynnt mér freudísk- ar túlkanir á Nietzsche en þar verður hann tiltölulega skýr og einfaldur sálfræðingur sem sá næstum því það sem Freud sá hvað varðar t undirmeðvitundina, göfgunina og fleira. Ég held að þetta sé villandi lestur á Nietzsche. Freud var sjálfstæður og að mörgu leyti óskyldur Nietzsche. Og ef maður les Nietzsche út frá þeim heimspekingum sem hafa orðið fyrir áhrifum frá honum á síðari hluta aldarinnar þá er auðvelt að sjá í honum spámann; Nietzsehe boðar nýja tíma, upplausn, hann brýtur niður rfkjandi gildi og boðar endalok klassískrar heimspeki. Vitaskuld má sjá sitthvað af þessu tagi í Nietzsche en við fáum aðra mynd af honum ef við skoðum hann út frá þeim höfundum sem hann las sjálfur. Fyrstan má nefna Schopenhauer en Nietzsche talar mikið um þau áhrif sem hann varð fyrir við lestur á honum. En það má nefna marga aðra. Hann var til dæmis greinilega mjög hrifinn af verkum Ralphs Waldos Emersons (1803-1882), La Rochefoucaulds (1613-1680), Montaignes (1539-1592), Petroniusar og Sókratesar. Og þegar þessir höfundar eru lesnir samhliða Nietzsche blas- ir ýmislegt við. Hjá Emerson er til að mynda mjög rík áhersla á að menn treysti á sjálfa sig. Verk hans er samfelld árás á þá áráttu samfélags- ins að steypa alla í sama mót, refsa þeim sem finna sína eigin leið. í þessu ljósi verður gagnrýni Nietzsches á kristið siðferði að mörgu leyti skiljanlegri; hann sér í kristin- dómi siðferði sem reynir að einoka allt sið- ferði og neitar að viðurkenna annars konar siðferði. Hin tvíræða afstaða Nietzsches til ^i^gk v*Bti H&;>. ¦:;'./'; ¦:*¦¦:::> • ¦ '-^ ¦;«5Œ [iflHk' ' í ' 49n B iMHH mmw Friedrich Nietzsche kristindóms verður skiljanlegri þegar maður áttar sig á því að hann er alltaf að lesa prest- inn Emerson sem hafði sérlega næmt auga fyrir því sem var rotið í kristindómi. Annað sem er ríkt í Emerson og raunar öllum þeim hugsuðum sem ég nefndi er að heimspeki eigi að tala persónulega til fólks, hún eigi að vera persónuleg í þeim skilningi að hún hafi með líf einstaklinga að gera. Heimspeki er skilin sem aðferð til að lifa líf- inu; hún á að vera jarðbundinn ekki einhver fræðiþula. Og eitt enn er mjög áberandi í hugsun Emersons, Montaigne og La Rochefoucauld en það er áherslan á að menn sjái í gegnum sitt litla sjálf; sjái í gegnum sína eigin góð- mennsku. Allir benda þeir á að ef til vill sé- um við varasömust þegar við höldum að við séum best. Of greiðvikinn húmanismi fær kjaftshögg hjá þessum höfundum. Vantrúin á samfélagið er líka mjög áber- andi hjá öllum þessum heimspekingum, van- trú á hópa, fjöldann. Það er ekki mannfyrir- litning í þessu, heldur hópfyrirlitning. Hræðsla við múgsálina er líka klassískt við- fangsefni. Allir vantreysta þeir pólitískum „lausnum" á tilvistarvandanum. Nietzsche stendur því traustum fótum í ákveðinni heimspekihefð sem hann reynir að endurnýja og verja. Hann boðar ekki enda- lok heimspekinnar, hann óttast endalok heimspekinnar, að enginn verði til að svara kalli hennar, - enda verður því ekki með orðum lýst hversu einmanalegt og erfitt það er að svara kalli hennar." Útilokunaraðferðir - Er hinn sérstaki stíll og framsetningar- máti Nietzsches, sem þú nefndir áðan, ekki líka ein ástæða þess að menn hafa viljað úti- loka hann og kalla hann frekar skáld en heimspeking? „Ég hef töluvert velt fyrir mér aðferðum sem menn hafa beitt til að útiloka Nietzsche og hef skrifað um það efni. Ein aðferðin er að vísa til heilsu hans. Menn vita að hann varð geðbilaður undir lok ævi sinnar og vera má að hann hafi verið orðinn það eitthvað fyrr. Menn segja líka: Hann þjáðist alltaf svo mikið, var með höfuðverk, einmana og komst ekki í kynni við konur. Þetta eru grátbrosleg rök, rök sem heimspekingar hafna alla jafna. Samt eru mjög virðulegir heimspekingar til- búnir til að tína þau til gegn Nietzsche. Eng- in heimspekingur myndi til dæmis nota heilablóðfall eða alsheimersjúkdóm til að sverta skáld eða vísindamann, og ómerkja verk þeirra. Önnur aðferð við að útiloka Nietzsche er að benda á einhvern þverbrest í hugsun hans eða textum. Oft er talað um hetjudýrkun í textum hans sem dæmi um slíkan þverbrest. En Nietzsche er að mínu viti einn skelegg- asti gagnrýnandinn á hetjudýrkun. Það blas- ir við þegar maður skoðar tilvistarheimspeki hans þar sem segir að hver einstaklingur eigi að leggja rækt við sig sjálfan. Að dómi Ni- etzsches er hetjudýrkun einmitt ein algeng- asta leiðin sem við förum til að þurfa ekki að horfast í augu við eigin mikilleika, eigið ágæti, eigin möguleika. Annað dæmi um þverbrest sem menn þykjast sjá í textum hans er að segja að hann hafi ekki pólitíska kenningu, hann hafi tíl dæmis ekki skýrar hugmyndir um réttlátt samfélag. En eins og ég benti á áðan hefur Nietzsche mikla vantrú á pólitískum „lausn- um" á tilvistarvandanum. Þroskabrautin liggur sjaldan í gegnum stjórnmálaflokka, og það er sjaldan sem pólitískt þref er mann- bætandi. Hins vegar er nokkuð algengt að stjórnmálamenn vilji bæta aðra og jafnvel allt samfélagið! Ein leið til að afskrifa Nietzsche er svo að setja út á stíl hans og framsetningarmáta. Til eru nokkrar útgáfur af slíkum aðfinnsl- um. Ein er sú að hann skrifi ekki eins og ein- hverjar forskriftir segi til um að heimspek- ingar eigi að skrifa. Þetta lýsir fyrst og fremst of þröngum hugmyndum um hvað það er að vera heimspekingur og setja fram heimspekilega hugsun. Svo segja menn að hann sé frekar skáld en heimspekingur. Eg hef aldrei getað sætt mig við þetta. Nietzsche er miklu klassískari heimspekingur en oft er látið í veðri vaka. Og að því leyti sem hann er líkari skáldi er það ekki vegna þess að hann sé að víkja af vegi heimspekinnar; heimspeki er ekki endi- lega andóf gegn skáldskap. Ef spurt er hvort eigi að telja heimspeking í hópi listamanna eða vísindamanna, þá er ekkert augljóst svar við því. Verk Nietzsches eru ekki skáldleg í þeim skilningi að þau falli ekki innan orð- ræðu heimspekinnar. Við þurfum ekki annað en að skoða viðfangsefni hans; sjálfsmyndin, sannleikurinn, siðferðið, gott og illt, rétt og 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.