Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 9
- Ég hef verið að fylgjast með þér í allt kvöld. Þú ert rétta stúlkan fyrir mig! Þú ert augnskuggadrottningin, augnskuggadrottn- ingin í ríki sönglagakóngsins. Og hann er ég. Augnskuggadrottningin starir á mig. Ég hef greinilega náð athygli hennar með þessum orð- um. Mér leið líka vel þegar ég sagði þau. Ég gróf djúpt inn í kviðinn þangað til ég kom að flugvelli, þar startaði ég hreyflunum og lét orð mín taka flug. Þau fundu leið sína í gegnum meltingarveginn, upp hálsinn og flugu svo greiðlega að eyrum hennar og gerðu þar árás á öll helstu skilningarvit hennar. Og beindu þeim öllum að mér. Á meðan ég bíð eftir svari henn- ar læt ég augu mín leika um verðlaunagripinn. - HA, hvað segirðu? Eru að tala við mig? Ég heyri ekki orð sem að þú segir. Það er bara of hátt héma inni. Hvað sagðirðu annars? Handartunglið rís hærra og krefst svars. Ég hef aldrei verið eins sigraður á jafn stuttum tíma. Orð mín höfðu aldrei náð að eyrum henn- ar. Þau höfðu misst flugið og hrapað til jarðar og týnst með öllum sígarettustubbunum og há- hæluðu skónum. Það sem ég hafði sagt var list. Og alvöru listamenn endurtaka sig ekki, það er eins og að ljúga. En hvað segi ég þá? - Ahh, sko ..., ég vildi bara svona athuga hvort við þekkjumst ekki. Mér finnst ég kann- ast svo rosalega við þig að ég gæti svarið að... Tja, nei, hvað eða höfum við einhvertím- ann sofið saman eða eitthvað svoleiðis áður? Þetta heyrði hún alveg örugglega. Ég held nú samt að þetta hafi nú verið eitthvað aum- ingjalegra en síðast. En það var bara eins og síðustu viðbrögð hennar hefðu lokað flugvellin- um einhvers staðar hjá maganum og flugorðin kæmust ekki lengur í gegnum tollinn. Þau eru ekki lengur nægilega innihaldsrík til að geta borgað gjaldið. Augnskuggadrottningin starir á mig. Svört augu hennar virka ekki lengur eins og svarthol. Þau eru meira eins og tram- bólín sem ég skellti mér upp á en skaust með meiri krafti til baka en ég kærði mig um. En hvað? Á ég bara að taka þessu? Bara búið? Heim að sofa? Allur bjórinn til einskis? En hún bara skilur mig ekki nóg. Hún gaf mér ekki einu sinni eina mínutu. - Ætlar þú ekki einu sinni að gefa mér séns? - Af hverju ætti ég að gera það? - Bara, þú veist aldrei hvað gæti gerst. Við gætum bæði dáið á morgun. Ég eflaust úr hjartaslagi vegna of sterkrar neitunar og þú ... ja, kannski bara í bílslysi eða kannski verður þér nauðgað og þú flegin lifandi eða eitthvað. - Ertu eitthvað að hóta mér? - Nei, neineineineinei, ég meinti þetta ekki þannig... ég... Ég svitna meira en nauðsynlegt er á slíkri aftöku. Ég elska þessa stelpu. Það er eins og ég hafi ekki áttað mig á því fyrr. Ég veit að ég hef aldrei talað við hana áður, og ég hef ekki einu sinni séð hana áður hvað þá heyrt á hana minnst en ég elska hana. Það er ekki fyrr en núna sem ég veit að ég get ekki fengið hana sem þetta rennur upp fyrir mér. Hún er týndi hlekkurinn í hjólakeðjunni minni. Hún er tann- hjólið sem ég týndi við fæðingu. Sá aukahlutur sem hélt hjarta mínu gangandi. Og það er fyrir öllu að ég nái að ná henni á mitt vald. Ég læt mig falla á kné. - Ég dey ef ég fæ þig ekki! Það verður hrika- legt, ég spái allsherjar heimsendi! Pólskiptin eða verra! Þessi jörð og allur þessi heimur er einfaldlega ekki nægilega stór fyrir okkur bæði nema að við sameinum okkur í eina heild. Ég bið þig, ef þú hefur einhverja samúð fyrir mannstofninum, að koma með mér heim í kvöld og bjarga allri veröldinni eins og við þekkjum hana. - Pólskiptin? Er það nú svo slæmt? Verður veðurfarið þá ekki miklu betra á Islandi? - Ertu frá þér?! Það munu ríða yfir svo sterkir stormar að þeir rífa upp með sér hæstu blokkir og skýjakljúfa! - Nú? Þá þurfum við ekkert að hafa neinar áhyggjur, það eru eiginlega engin háhýsi á Is- landi! ... (hlátur)... Heyrðu, gaman að tala við þig, ég hitti þig bara héma eftir pólskiptin. (hlátur.) Munnurinn sveik okkur. Hann er óvinur orð- anna. Hér eftir skulu þau bara halda sig hér inni, hjá mér. Til hvers þurfa þau að stóla á jafn óáreiðanlegan miðil og munnurinn er? Kannski læri ég bara táknmál. En ég er hætt- ur að tala. Ég neita að láta orðin mín líða fyrir það að þurfa að stóla á svona liðhlaupa. Ég sný mér við og flý út úr konungsríki augnskugga- drottningarinnar, sem skal nú ekki heita annað hér eftir en ungfrú Orðadrepir. Stúlkan sem ég elskaði í korter er sú sama og náði að drepa orð mín á mettíma. Snögg ást, snöggur dauð- dagi, fullkomið samband. Ég labba þögull með brotinn losta og brostið hjarta út af skemmti- staðnum inn í stífan og staðbundinn vetrar- kuldann. Ef svo einkennilega skyldi vilja til að pólskiptin myndu láta á sér kræla í kvöld þá yrði það ísköld staðreynd að síðasta ástin fyrir pólskiptin var óendurgoldin. Höfundur er tónlistarmaður. KVIKMYNDIR MATTHEUSAR- GUÐSPJALL PASOLINIS EFTIR BJARNA RANDVER SIGURVINSSON Ólíkt kvikmynd Scorseses, sem var fordæmd af kristnum mönnum um allan heim7 var myndinni um Mattheusar- guðspjallið nánast hvarvetna hampað. / Amyndbandaleigum geta leynst ýmsar gamlar áhugaverðar kvikmynd- ir, sem eru flestum gleymdar nema þeim mun einlægari kvik- myndaáhugamönnum. Sem dæmi um eina slíka mætti nefna ítölsku kvikmyndina II Vangelo Secondo Matteo frá árinu 1964, en hún hefur verið gefin út með enskum texta undir heitinu The Gospel According to St. Matthew. Eins og nafnið gefur til kynna, er hér um að ræða kvikmynd, sem byggð er á frásögu Matteus- arguðspjalls af ævi og boðskap Jesú Krists. Þegar myndin var frumsýnd vann hún fljótlega til fjölda verðlauna og hlaut meðal annars þrjár tilnefningar til Óskarsverð- launa, þ.e. fyrir tónlist, búninga og svart- hvíta liststjóm. Gagnrýnendur eru líka flestir sammála um ágæti myndarinnar eins og sjá má af fjölmörgum kvikmyndahand- bókum. Blockbuster, Maltin, Scheuer og Video Hound’s Golden Movie Retriever gefa henni t.d. fullt hús stiga, þ.e. ★★★★. Elliot og Martin & Porter segja hana einnig mjög góða og gefa henni ★★★. Neikvæðustu handbækurnar eru hins vegar CineBooks, sem segir hana aðeins miðlungsgóða og gef- ur henni ★★, og Halliwell, sem gefur henni ★. (Halliwell er reyndar það spar á stjömu- rnar, að það þykir gott ef hann tímir að veita þó ekki sé nema eina stjömu fyrir mynd.)1 Það hefur þótt viðkvæmt mál, hvemig eigi að túlka Jesúm Krist í kvikmyndum, enda ekki að undra í ljósi þeirrar trúar kristinna manna, að í persónu hans hafi Guð opinber- ast mönnunum til þess að leiða þá til eilífs lífs í samfélagi við sig. Þeir kvikmyndagerð- ai-menn, sem einhverra hluta vegna hafa laðast að persónu Jesú Krists en ekki viljað taka undir boðskap guðspjallanna í einu og öllu, hafa oft verið gagnrýndir harðlega af kristnum mönnum og jafnvel verið sakaðir um guðlast, þegar þeir hafa reynt að gera hann „mannlegri" með einhverjum hætti. Kvikmyndin The Last Temptation of Christ eftir Martin Scorsese er gott dæmi um það, en í henni er Jesús Kristur sýndur sem ráð- villtur einfari í mikilli tilvistarkreppu. Hann veit ekki til hvers Guð ætlast af sér og telur sig jafnvel haldinn djöflinum, enda er hann þjakaður af fjandsamlegum röddum. Sam- ferðarmenn hans fyrirlíta hann fyrir að að- stoða rómverska hemámsliðið við að kross- festa Gyðinga og sér til huggunar leitar hann til vændiskvenna. Ólíkt kvikmynd Scorseses, sem var for- dæmd af kristnum mönnum um allan heim, var myndinni um Matteusarguðspjallið nán- ast hvarvetna hampað. Án efa er ástæðan einkum sú hversu mjög leikstjórinn og handritshöfundurinn Pier Paolo Pasolini leitaðist við að vera guðspjallinu trúr. Myndin hefst á því þegar engillinn vitraðist Maríu mey og endar á upprisu Jesú Krists. Textinn er tekinn beint upp úr Matteusar- guðspjalli og atburðarásinni nokkuð vel fylgt eftir. Myndin verður þó að teljast sérstæð fyrir margt, sem á auðvitað sinn þátt í því hversu mjög henni hefur verið hampað. Pasolini notaðist ekki við atvinnuleikara, heldur valdi hann ýmist vini sína eða venjulegt alþýðu- fólk til þess að leika öll helstu hlutverkin. Háskólaneminn Enrique Irazoqui frá Kata- lóníu var þannig valinn í hlutverk Jesú og postulamir Andrés, Matteus og Símon vom leiknir af ljóðskáldinu Alfonso Gatto, tónlist- argagnrýnandanum Ferraccio Nuzzo og rit- höfundinum Enzo Siciliano. í hlutverki Júdasar var vörabflstjóri frá því héraði á Suður-ítah'u, þar sem myndin var tekin, en Pasolini fékk móður sína til að leika Maríu mey. Ástæðan fyrir þessu mun hafa verið sú, að Pasolini vildi forðast klisjur stjörnum prýddu Hollywood-myndanna og reyndi því að gefa myndinni sem mestan raunsæisblæ. Óhætt er að segja, að honum hafi tekist vel upp í þeim efnum, enda standa leikararnir sig vel. Kvikmyndatakan er einnig hrífandi, enda þótt hún verði að teljast nokkuð hrá, en það getur út af fyrir sig talist mikilvægt stflbrigði. Þar sem þessi kvikmynd er af flestum tal- in ein sú besta, sem gerð hefur verið um Jesúm Krist, hefur það þótt nokkuð mót- sagnakennt, að Pasolini var í raun yfirlýstur guðleysingi og marxisti í þokkabót. Þá stjómmálaafstöðu tók hann ungur að áram, föður sínum til mikillar skapraunar, en sá var háttsettur fasisti á valdatíma Mussolin- is. Þegar ítalir gáfust upp fyrir bandamönn- um í síðari heimsstyrjöldinni og Þjóðverjar hemámu landið, var Pasolini handtekinn og sendur í fangabúðir, en hann komst þó fljót- lega undan á flótta. Eftir stríðið starfaði hann fyrir ítalska kommúnistaflokkinn en var rekinn árið 1949, þegar upp komst að hann var samkynhneigður. Á sjötta ára- tugnum starfaði hann sem rithöfundur og skrifaði þá meðal annars fjölda handrita fyr- ir kvikmyndagerðarmenn á borð við Feder- ico Fellini. Fyrstu mynd sína, Accattone, gerði hann síðan árið 1959, en í kjölfarið fylgdi fjöldi mynda, sem allar þóttu afar marxískar í framsetningu og boðun. Sumir gagnrýnendur sögðu jafnvel, að framsetning hans á Jesú Kristi hefði fremur minnt á reiðan byltingarleiðtoga en frelsara mann- anna, en sú gagnrýni á þó vart rétt á sér því inntak boðskapar hans var tekið beint upp úr guðspjalli Matteusar. Það hefur einnig þótt nokkuð kaldhæðnis- legt, að rómversk-kaþólska kirkjan verð- launaði Pasolini sérstaklega fyrir þessa mynd, en tveim áram áður hafði hann verið dæmdur fyrir guðlast. Sagt er að ein helsta ástæða þeirrar jákvæðu myndar, sem Pasol- ini dró upp af Jesú Kristi í þessari mynd sinni og hversu trúr hann var þar boðskap kristinnar trúar, hafi verið trúarafstaða móður hans, sem var einlægur kaþólikki og hann virti mjög mikils. Örlög Pasolinis urðu hins vegar dapurleg. Hann var myrtur síðla árs 1975, þá aðeins 53 ára að aldri. Skömmu síðar var 17 ára gamall piltur handtekinn fyrir of hraðan akstur á sportbfl, sem reyndist vera í eigu Pasolinis. Við yfirheyrslur viðurkenndi pflturinn að hafa myrt kvikmyndagerðarmanninn og sagði það hafa komið til vegna þess að hann hefði áreitt sig kynferðislega. Af öllum þeim fjölda bókmennta og kvik- mynda, sem Pasolini skildi eftir sig, verður mynd hans um Jesúm Krist að teljast þekkt- ust og er hún vel að því komin. fyar sem kvikmyndahandbækumar CineBooks og Martin & Porter gefa frá einni stjörnu og upp í fimm, ólíkt hinum handbókunum, sem gefa frá 0 og upp í fjórar stjömur, er stjörnugjöfin aðlöguð með því að taka af eina stjömu hjá þeim í textanum hér að ofan. Höfundurinn stundar doktorsnóm við guðfræðideild Háskóla LIFSMYND 1 ÖRSAGA EFTIR ÓLÖFU GUÐNÝJU VALDIMARSDÓTTUR AU FLÆKTUST í líf hvors ann- ars án sjáanlegs tilgangs. Leit- andi. Þjáð. Læst í hlutverki lífs- ins. Tvær sálir bældar af djúpum sárum og brostnum vonum. Eyðieyjar. Skógi vaxnar úti í hafi þar sem enginn tekur eftir þeim. Á ferðalagi gegnum lífið. Kvalin af þorsta í uppþornaðri eyðimörk þar sem nóg er af sól. Og þau hittust. Og þau snertust. Og þau skynjuðu hvort annað. Djúpt. í þögn. I virð- ingu. Tveir daggardropar á grænu laufi. Og tíminn stöðvaðist. Og þau urðu lítil böm. Lítil börn - vinir. Og þau grétu. Grétu yfir glat- aðri æsku og vináttu sem aldrei yrði færð í veruleika. Veruleika sem var ekki til sem var ekki raunverulegur. Fyrir þeim var veraleik- inn að vera saman. Leiðast. Lítill lófi í litlum lófa. Hlýja. Raunveruleg hlýja sem færist frá hendi til handar. Fer eins og heitur straumur gegnum líkamann og nær hjartanu sem stígur taktfastan dans við einlægt augnaráð og bros. Tvö lítil börn í ofvöxnum líkömum fullorðinna. Staður og stund án boða og banna. Allt er saklaust. Allt er einlægt. Allt er hreint. Helgi- athöfn. En úti bíður ófreskjan. Bak við lokaðar dyr bíður ófreskjan. Hún er ógnandi. Hún er stór. Ofviða litlum börnum í stórum líkömum. Lífið. Veruleikinn. Ráiinveruleiki óraunveruleikans. Bak við þessar lokuðu dyr. Og þau þurfa að taka í sig kjark. Kjark til að stíga út í lífið. Brimbrot við klettaströnd. Þar sem allt er fullt af skeljum sem brimið hrífur með sér í flæðarmálinu. Stjórnlaust. Fram og til baka. Og sverfur smám saman af þeim hvössu brún- irnar. Gerir þær ávalar. Auðmjúkar. Berast með straumnum. Uppgefnar á að reyna að halda áttum í brimbrotinu. Þau eru hljóð. Og þau gráta. Þau vita að fyrir utan dyrnar eru það ekki þau. Fyrir ut- an dyrnar eru þau tveir hestar á þeysireið. Makkinn reistur. Og knapar með svipur á lofti. Höfundur er arkitekt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.