Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 8
.. ..... ............ ............. ............. ........... T- [ dag er hálf öld liðin frá stofnun Sambands tón- skálda og eigenda flutn- ingsréttar, STEFs, sem gætir hagsmuna inn- lendra og erlendra tón- skálda, textahöfunda og annarra rétthafa á sviði tónlistar. Af því tilefni kynnti ORRI PÁLL ORAAARSSON sér fæð- ingu og fyrstu spor sam- takanna og ræddi við Eirík Tómasson, núver- andi framkvæmdastjóra þeirra, en mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Jón Leifs og fé- lagar hófu baráttuna fyrir höfundarrétti tón- skálda hér á landi. ÞÚ SKALT EKKI STELA! SAMBAND tónskálda og eig- enda flutningsréttar, STEF, var stofnað hinn 31. janúar 1948 að frumkvæði Jóns Leifs tónskálds. Var þar með blað brotið í baráttusögu íslenskra höfunda fyrir rétti sínum en fram að þeim tíma var höfund- arréttur lítt í heiðri hafður hér á landi - reyndar stappaði nærri algeru réttleysi þeirra. Sjálfsagt þótti að taka verk höfunda til flutnings án vitundar þeirra eða samþykk- is og enginn lét sér í hug koma að greiða laun fyrir afnot þeirra. Stofnfundur STEFs fór fram á skrifstofu lögmanns félagsins, Gústafs A. Sveinssonar hrl. í Reykjavík. Mættir voru: Jón Leifs, Páll ísólfsson, Helgi Pálsson, Sigurður Þórðar- son, Friðrik Bjamason, Arni Thorsteinsson, Jón Nordal, Karl Runólfsson, Jón Þórarins- son og Hallgrímur Helgason en nafngiftin, STEF, mun vera frá honum komin. Fáeinum dögum áður hafði verið haldinn i almennur fundur í Tónskáldafélagi Islands, þar sem samþykktar vora tillögur til aðal- fundar um „reglugerð“ fyrir STEF. Á stofn- fundi var síðan endanlega samþykkt fram- reglugerð fyrir innheimtuskrifstofu hins nýja félags og fyrsta stjórnin kjörin. Var hún þannig skipuð: Jón Leifs, sem var óumdeild- ur forystumaður félagsins, Hallgrímur > Helgason og Helgi Pálsson, aðalmenn, og til vara Páll ísólfsson, Jón Þórarinsson og Karl > Runólfsson. Síðar vora skipaðir í stjómina j tveir fulltrúar menntamálaráðuneytis, Jó- | hannes Elíasson og Hans G. Andersen. Þátfaskil í íslensku listalífi Aðalhvatinn og grunnforsenda fyrir stofli- un STEFs sem öflugs réttargæsluaðila fyrir ■ tónskáld og textahöfunda var fuilgilding Is- lands á Bemarsáttmálanum í september 1947 i en skilyrði til aðildar að honum höfðu skapast með setningu nýrra höfundarlaga á árinu 1943. Grandvallarregla Bemarsáttmálans er I hin þegnlega meðferð eða „national treat- i ment“ sem felur í sér, að þegnar hvers aðild- j arlands skuli njóta sama réttar í hvexju sam- j bandslandi og innlendir höfundar, jafnframt ) því sem höfundum er tryggð ákveðin lág- j marksvemd, svo sem varðandi lengd vemdar- j tíma. Þannig var íslenskum höfundum með | aðildinni tryggð vemd á verkum sínum í öll- > i um löndum Bemarsambandsins og erlendum höfundum gagnkvæm vemd hér á landi. Fullgilding íslands á Bernarsáttmálanum markaði þáttaskil í íslensku listalífi en Bandalag íslenskra listamanna, sem stofnað var 1928, hafði um langt árabil barist fyrir aðild að sáttmálanum þrátt fyrir andstöðu ís- lenskra útgefenda og stjómmálamanna. Ýmsir þekktir höfundar, eins og Halldór Laxness, tóku virkan þátt í þeirri baráttu og margir kannast eflaust við umtalaða blaða- grein sem hann reit undir fyrirsögninni „Þú skalt ekki stela“. Tók skáldið þar andstæð- inga aðildar til bæna, en þeir vora margir hverjir þess sinnis að aðild myndi leggja ís- lenska bókaútgáfu í rúst og stefna þjóðarhag í voða. Þrátt fyrir fullgildinguna árið 1947 létu út- gefendur ekki deigan síga og um áratug síð- ar komu þeir því til leiðar að skipuð var nefnd til að kanna hvort ekki væri, að feng- inni reynslu, rétt að falla frá þátttöku í Bem- arsambandinu. Þrátt fyrir andóf fulltrúa bókaútgefenda var það niðurstaða nefndar- innar að ekki kæmi til álita að segja sig úr Bemarsambandinu. Fyrir slíku væri ekkert fordæmi og aðgerð af því tagi myndi stór- skaða virðingu og álit íslands meðal sið- menntaðra þjóða. Engu að síður fór því fjarri að bjöminn væri unninn. Með aðildinni að Bernarsátt- málanum hafði skapast aðstaða fyrir hið ís- lenska félag til að afla sér umboða til réttar- gæslu fyrir flesta eða alla tón- og textahöf- unda í sambandslöndunum. Félag með verk fáeinna íslenskra tónskálda að bakhjarli var hins vegar, eðli málsins samkvæmt, ekki eins öflugt og réttargæslufélög í stærri löndum og því vora uppi um það raddir í ýmsum að- ildarlöndum, meðal annars á Norðurlöndun- um, að hæpið væri að það gæti staðið á eigin fótum. Nær væri að reka hér útibú frá stærra erlendu félagi, eins og tíðkaðist í ýmsum tilvikum. Með þrautsegju Jóns Leifs, sem geystist víða um lönd til að afla umboða, og stuðningi sænska féiagsins tókst þó með tíð og tíma að kveða þessar raddir í kútinn og afla umboða frá öllum systurfélögum STEFs í aðildarlöndum Bemarsambandsins. Skiptu þessiumboð sköpum fyrir félagið. En það var ekki bara í útlöndum sem menn höfðu hom í síðu STEFs. Hér heima gekk ekki þrautalaust að koma „króganum á Teikning/Á. Elfar FRANSKT tónskáld deilir við gestgjafa sinn á veitingahúsi. Baráttan fyrir réttindum höfunda er hafin! SNJÖLL HUGDETTA ÞEGAR STEF var sett á laggimar höfðu hliðstæð félög starfað um langt árabil víðsvegar um Evrópu, lengst í Frakk- landi, þar sem Société des Auteurs, Compositeurs et Editeurs de Musique (SACEM) var stofnað tæpri öld áður, árið 1851. Bar tilurð félagsins að með afar sér- stæðum hætti. Þannig var að fáeinir franskir tónhöfundar sátu að snæðingi á einum vinsælasta veitingastað Parísar. Gerðu þeir vel við sig í mat og drykk og þegar upp var staðið skorti þá skotsilfur til að greiða fyrir veisluföngin. Tók stað- arhaldari því að vonum illa. Gestimir góðglöðu dóu þó ekki ráða- lausir og einum þeirra datt í hug að halda því fram að þeir þyrftu ekki að greiða fyr- ir veitingarnar þar sem nokkur af tón- verkum þeirra hefðu verið leikin á veit- ingastaðnum um kvöldið og þar af leið- andi lægi ljóst fyrir að tónskáldin ættu rétt á afnotagjaldi sem væri síst lægra en skuldin fyrir veitingamar. Átti þetta snjallræði eftir að valda straumhvörfum hvað flutningsrétti við- kemur þvi þegar gestgjafinn höfðaði mál á hendur félögunum til að fá skuldina greidda tapaði hann því á grundvelli höf- undarlaga sem sett höfðu verið í Frakk- landi á árunum 1791-93 en verið dauður bókstafur fram að þeim tíma. Tónskáldin þurftu ekki fleiri vitna við, þau höfðu öðlast rétt til greiðslu fyrir flutning verka sinna og hann létu þau sér ekki úr greipum ganga. SACEM, eða „móðir SACEM eins og franskir tónhöf- undar kalla félag sitt gjarnan, varð til. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.