Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 11
I- GETTY-SAFNIÐ er ekki ein bygging heldur mörg hús, mismunandi tengd, sem mynda þyrpingu. OLBREYTNI og fegurð að innan sem utan. ndin er innan úr Rannsóknarstofnun Getty- safnsins. SÝNINGARSALIR eru með hefðbundnu sniði og dagsbirtu er veitt inn ofan frá. SAFNIÐ er að hiuta klætt grófunnum flísum úr steini sem arkitektinn fann eftir mikla leit á Ítalíu. Richard Meier hlaut menntun sína í arki- tektúr í Cornell háskólanum í Bandaríkjun- um. Ferill hans sem arkitekts hefur verið margbreytilegur og verkefnin hafa spannað einbýlishús og íbúðarhús, hstasöfn, tækni- og sjúkrahússtofnanir, atvinnuhúsnæði til verkefna eins og borgarstofnana, dómshúsa og ráðhúsa í Bandaríkjunum, Evrópu og As- íu. Getty-safnið er það sem hefur tekið mest- an tíma Richards Meiers og félaga síðastlið- in fjórtán ár og er nú loks fullbúið. Þetta umfangsmikla verkefni, sem er tákn hug- sjónar, peninga og valds í þágu lista, hefur skapað atvinnu fyrir um það bil 900 verk- fræðinga og byggingarverkamenn í fjöl- mörg ár, ekki ólíkt og þegar heilar borgir voru byggðar á miðöldum. Getty-safnið er helsta menningartákn Los Angeles. Það er nefnt borgin á hæðinni og er það nafn vel við hæfi, enda fékk arkitektinn hugmyndina að þessu verkefni á ferðalagi í hæðum Toskana á Italíu þar sem byggt er utan í bröttum hlíðum og kastalar gnæfa uppi í hæðunum. f Og þetta er svo sannarlega kastali 20. aldar- innar í anda nútímabyggingarlistar og hefur verið líkt við Acropolis-hæð Aþenu og Palatin-hæð Rómar. Getty-safnið er stærsta einstaka bygging- ai*verkefni í Bandaríkjunum á þessari öld, sem hefur verið falið einum arkitekt. Bygg- ingarnar eru um 88.000 fermetrar fyrir utan innganga og bílastæði, sem eru neðst í hæð- inni. Þaðan er tekinn rafmagns-sporvagn upp á hæðina, þai' sem safnið er á 110 hekt- ara svæði. Þaðan er fagurt útsýni yfír alla Los Angeles borg. Getty Center er ekki aðeins listasafn, heldur eru á þessu stóra svæði sex sjálf- stæðar byggingar en hver og ein tengist heildinni með görðum, veröndum og tjörn-' um. Þessar byggingar eru helstar: J. Paul Getty-listasafnið, sem eru fimm tveggja hæða álmur með 22 sýningarsölum og geyma ótrúlega dýrgripi eins og t.d. „Vatna- liljurnar" eftir Van Gogh (sem safnið eign- aðist nýlega fyrir 53,9 millj. bandaríkjadala), og „La Promenade“ eftir Renoir, svo ► FNIÐ I LOS ANGELES KALIFORNÍUSÓLIN gyllir nýja safnið, en plötuklæðningin að utanverðu er einskonar kennimark á húsum Richards Meiers. +■ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.