Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 10
STÆRSTA og dýrasta menn- ingarverkefni Bandaríkjanna á þessari öld er án efa hið margumtalaða og stærsta einkalistasafn í heimi, J. Paul Getty Museum. Safn þetta er í eigu Getty-sjálfseignarstofn- unarinnar, sem stofnuð var eftir lát milljarðamæringsins samnefnda og hefur verið fjórtán ár í sköpun og byggingu og kostað sem samsvarar 72 milljörðum ís- lenskra króna. Safn þetta mun óumdeilan- lega setja Los Angeles í röð helstu menning- arborga heims, en það var formlega vígt í desember 1997. Hin langþráða opnunarhátíð Getty-safns- ins vakti að sjálfsögðu mikið umtal og þá ekki síst hverjum var boðið og hverjum ekki. Látlaust var fjallað um þessi atriði í blöðum Los Angeles borgar, eftir að Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, fékk sína einkaopnun. Þekktu fólki alls staðar að úr heiminum var boðið á fimm mismunandi „gala“-opnanir í desember, þar á meðal for- seta Bandaríkjanna, ríkisstjóra Kalifomíu, ýmsum úr þotuliði Hollywood og heims- frægum listamönnum. Undirritaðri var boðið á opnun safnsins ásamt öðrum arkitektum og hönnuðum sem unnu að þessu mikilsverða verkefni og urð- um við síður en svo fyrir vonbrigðum með að sjá safnið tilbúið til notkunar með öllum listaverkunum. í greinargerð Getty-stofnunarinnar um ástæðuna fyrir byggingu safnsins segir. „Þar sem tuttugasta öldin er senn á enda og Los Angelesborg stendur á þeim krossgöt- um þar sem straumar heimsmenningar mætast, þá á Getty-safnið að sameina al- þjóðlegar rannsóknir á listum og fom- menntum og standa sem menningar-kenni- leiti fyrir íbúa Los Angeles. Safnið á að verða vettvangur vitsmunalegrar- og and- legrar endurnýjunar, þar sem myndlist og byggingarlist segja afrekasögu fortíðarinn- ar og lofa framtíðina." Segja má með sönnu að bygging nýja Getty-safnsins standi undir þessari yfirlýs- EFTIR GUÐLAUGU JÓNSDÓTTUR í lok síðasta árs var haldið hátíðlegt í Los Angeles að opnað var nýtt listasafn, 1 kennt við olíukónginn i Paul Getty. Það hefur verið talið fjáðasta safn í heimi og eftir samkeppni hreppti stjörnuarkitektinn Richard Me yer það hnoss að teikna hús yfir safnið - stærsta einstaka bygg- ingarverkefni sem ráðizt hefur verið í í Bandaríkjunum. Það var einnig hnoss fyrii ■ greinarhöfundinn, ungan arkitekt, að fá vinnu hjá Meier við hönnun safnsins. MEÐAL þess sem Paul Getty safnaði eru fágætar höggmyndir frá ýmsum tímum. ingu. Þar er að finna safn ómetanlegra mál- verka og teikninga frá fimmtándu öld, hand- rit frá 9.- 17. öld, höggmyndir og eitt besta ljósmyndasafn heims. Safnið skartar einnig fullbúnum herbergj- um með frönskum húsgögnum frá 17. og 18. öld. I byggingunum ei'u einnig skrifstofur og rannsóknastofur hinna ýmsu stofnana Getty-sjálfseignarstofnunarinnar. Getty-sjálfseignarstofnuninni er skylt samkvæmt bandarískum skattalögum að verja sem svarar 4,25% af fjármunum sín- um, sem nema 4,5 milljörðum dollara (324 milljörðum króna), í uppbyggingu og rekst- ur stofnana sinna fjórða hvert ár. Með því- líka peninga til reiðu og skyldu til að nota þá, ákváðu fjárhaldsmenn safnsins að gera eitthvað mjög veglegt. Bygging hins nýja Getty-safns í Los Angeles var einstakt tæki- færi til að skapa byggingarlistaverk á heimsmælikvarða til að geyma menningar- arfleið frá öllum heimshomum og vinna að rannsóknum þeirra. Getty-safnið hefur verið kallað verkefni aldarinnar og slíkt verkefni er draumur hvers arkitekts. En sá sem valinn var til að leysa þetta verkefni og tókst það með snilld er hinn heimsfrægi bandaríski arkitekt Ric- hard Meier. Einn gagnrýnandi L.A. Times, helsta dagblaðs borgarinnar, hefur látið eft- ir sér; að ef Guð hefði viljað hanna þetta safn hefði hann sennilega gert það svona. Richard Meier er mjög umtalaður og vel þekktur arkitekt jafnt í Bandaríkjunum, As- íu og í Evrópu, þar sem hann hefur einnig skapað margar vel heppnaðar byggingar. Hann hefur fengið flestöll gullverðlaun sem hægt er að fá í sínu fagi, þar á meðal Pritzker-verðlaunin, sem eru álitin æðsti heiður í arkitektúr. Hann hefur hlotið heið- ursorðu New York og ameríska arkitektafé- lagsins tólf sinnum, gullorðu ameríska og breska arkitektafélagsins, heiðursorðu japönsku lista-samtakanna, þrjátíu hönnun- arverðlaun í New York og heiðursorður frá Frakklandi og Belgíu auk þess heiðurs- doktorsgráðu frá Háskóla Napolí á Italíu og svo mætti lengi telja. FJ My NÝJA GETTY-LISTASA 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.