Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 2
HELGI TOMASSON DUSTAR RYKIÐ AF BALLETTSKÓNUM San Francisco. Morgnnblaðið. SAN Francisco ballettflokkurinn, undir stjórn Helga Tóraassonar, hóf sextugasta og fimmta starfsár sitt 26. janúar síðastliðinn. Pað sem einna helst gerir þetta starfsár frá- brugðið öðrum er það að Helgi mun sjálfur dansa með flokknum eftir að hafa snúið sér alfarið að stjómun fyrir þrettán árum. Helgi, sem er 55 ára, mun dansa hlutverk hringmeistarans í stuttum og gamansömum ballett er nefnist Sirkuspolkinn eftir Jerome Robb- ins, lærimeistara Helga. Það var einmitt Robbins sem fór sjálfur með það hlutverk þegar ballettinn var frumsýndur árið 1972. Tónlistin er eftir Igor Stravinsky. „Það verður undarlegt að dansa á ný,“ segir Helgi í opnuviðtali dag- blaðsins San Francisco Chronicle. „En það verður gaman,“ bætir hann við. Ballettílokkurinn hefur nýlega hafið sýningar í nýuppgerðu War Memorial óperuhúsinu eftir tveggja ára hlé og er Sirkuspolkinn hluti af efnisskrá þar sem einungis verða fluttir ballettar eftir Robbins. Beðið hefur verið með mikilli eftirvænt- ingu eftir nýju starfsári og hefur flokkurinn hlotið mikla umfjöllun í fjölmiðlum hér vestra. Helgi lagði ballettskóna á hilluna árið 1985. Áður hafði hann hlotið mikið lof sem dansari hjá Joffrey ballettinum, Harkness ballett- flokknum og seinna hjá New York ballettinum, þar sem hann endaði feril sinn sem dansari. Það sama ár tók hann svo við sem listrænn stjómandi San Francisco ballett- flokksins eftir að hafa hafnað boðum um að taka við Konunglega ballett- inum í Danmörk og Operuballetti Parísar. Helgi hefur náð miklum ár- angri með San Francisco ballettinn og undir stjórn hans hefur flokkur- inn skipað sér í fremstu röð bailett- flokka heimsins. HELGI Tómasson dansar á ný eftir margra ára hlé. Tua Forsström hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaróðs „Ætla aS kaupa mér tíma til að skrifa" FINNLANDS-sænska skáldkonan Tua Fors- ström hlýtur Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs árið 1998 fyrir ljóðabókina Eftir að hafa dvalist eina nótt meðal hesta (s. Efter att ha tillbringat en natt bland hástar). í greinar- gerð dómnefndarinnar segir um bókina: „Þetta er margræð ljóðabók sem lýsir í senn kímni og sorg. Efnislega einkennist bókin af samhengi og tónvísi. Bókin höfðar beint til dagsins í dag.“ Jóhann Hjálmarsson, sem situr í dóm- nefndinni fyrir hönd íslendinga ásamt Sigurði A. Magnússyni, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að bækurnar sem tilnefndar voru frá íslandi, Þorvaldur Víðförli eftir Árna Bergmann og Vötn þín og vængur eftir Matthías Johannessen, hefðu vakið mikla at- hygli dómnefndarmanna. Tua Forsström var stödd í Stokkhólmi í gær og mætti á blaðamannafund sem haldinn var eftir útnefningu hennar. Eftir að hafa dvalið eina nótt meðal hesta er áttunda ljóða- bók hennar en fyrsta bók hennar kom út árið 1972. Þetta er í sjötta sinn sem verðlaunin falla Finnum í skaut. Verðlaunin verða afhent í Gautaborg í Svíþjóð 26. febrúar. Þau nema 350.000 dönskum krónum. Helsingfors. Morgunblaðið. Tua Forsström, handhafi bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs, er sænskumælandi Finni, en skáld úr þeim hópi Norðurlanda- búa hlaut verðlaunin síðast fyrir rúmum tuttugu árum. Sænska síðdegisblaðið Expressen skrifaði þegar á fimmtudaginn að Forsström væri líkleg til að hljóta verðlaun. Samt sagðist hún í fjölmiðlaviðtölum eftir útnefninguna í gær vera furðu lostin og þurfa á ró og næði að halda til að átta sig á þessu. Forsström er um þessar mundir talin til helstu skálda í Finnlandi sem skrifa á sænsku. Hún segist ætla að nota verðlauna- féð, 350.000 danskar krónur, til að kaupa sér tíma til að skrifa, en hún vinnur til skiptis í smábænum Ekenás á suðurströnd Finn- lands og í Sigtuna í Svíþjóð. Skáldskapur Forsström, sem er þjóðlegur og hversdagslegur í senn, er talinn þaul- hugsaður, enda segist hún endurvinna öll ljóð allmörgum sinnum. Þessa bók sína hafi hún endanlega skrifað á nokkrum mánuð- um, en fyrstu drög að ljóðunum hafi hún skrifað hjá sér í minnisbók fyrir fjölmörgum árum. itiíkM i:\vm; L j» 0 EFTER ATT HA TILBRINGAT EN NATT BLAND HÁSTAR eftir Tua Forsström. Söderströms & co. Alberts Bonniers Förlag AB. Helsingfors 1997. TUA Forsström er ekki meðal afkastamestu skálda en bækur hennar eru hver og ein afar vel unnar og meitlaðar. Efter att ha tilbringat en natt bland hástarer áttunda ljóðabók henn- ar og hefur hún nú verið útnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1998. Ljóðin í þessari bók eru mörg hver afar falleg en það þarf vandlegan lestur til að kalla fram hinn dulda galdur sem í þeim býr. Bókin skiptist í fjóra kafla og hefst hver þeirra á tilvitnun, oftast er vitnað til rússneska kvikmjmdaleikstjórans Tarkovskís en einnig er vitnað til Sextusar Propertiusar, Hómers og Werners Aspenströms. Lesa mætti bókina DULINN GALDUR sem eins konar samtal við þessa höfunda og þá einkum Tarkovskí sem Forsström lítur á sem sálufélaga sinn í skoðun á lífi og list. Ljóð Forsström liggja ekki alltaf í augum uppi þótt tónninn í þeim sé léttur og oft kím- inn. Orðfærið er hversdagslegt og stfllinn nálgast að vera prósaískur en það er blær orð- anna og hrynjandin sem kveikir grun og for- vitni lesandans um hið innra samhengi. Sem heild hnita ljóðin svo þéttan hring um við- fangsefni sín sem eru bæði tilfinningaleg og samfélagsleg. Það er einmitt þessi þematíski þéttleiki sem verðlaunadómnefndin hrósar í greinargerð sinni við útnefningu bókarinnar og kallar á sænsku að hún sé „tematiskt sammanhállen". Ljóð Forsström segja hversdagslegar sögur með víða skírskotun. Yrkisefnin eru fjölbreyti- leg; sorgin, þráin, fátæktin, glötuð tækifæri og kannski umfram allt kærleikurinn og ástin sem eru ofar öllu. Þótt hinn grái samfélagslegi veruleiki sé áberandi þá er náttúran einnig mikilvægt umfjöllunarefni, einkum hafið og skógurinn. Hér er að finna samfélagslega gagnrýni, heimspekileg ljóð, írónísk ljóð og glettin. Á síðasta ári komu út 200 titlar á finnlands- sænsku en af þeim töldust 48 til fagurbók- mennta. Bókmenntir Finnlands-Svía fylgja í megindráttum alþjóðlegum meginstraumum í bókmenntum. Tilraunir eru þó ekki algengar, allra síst i lausamálsbókmenntunum og ljóða- gerðin fylgir að mestu hinni módemísku hefð eins og bók Forsström er raunar ágætt dæmi um. Þröstur Helgason MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýning vetrarins, Svífandi form. Verk Sigur- jóns Olafssonar. Safnið verður opið samkvæmt samkomulagi í janúar. Þjóðminjasafn íslands Óþekktar ljósmyndir Sæmundar Guðmunds- sonar í Bogasal. Til 15. febr. Listasafn Islands Ný aðföng. Salur 1-3. Til 3. mars. Salur 4: Asgrímur Jónsson, Þórarinn B. Þor- láksson, Jón Stefánsson, Jóhannes Kjai-val. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinsson- ar. Listasafn ASÍ - Ásmundarsalur, Freyjugötu 41 Ásmundarsalur. Riekoo Yamazaki: Japönsk skriflist. Gryfja: Inga Rósa Loftsdóttir: Mál- verk. Til 15. febr. Arinstofa: Ný aðfóng. Til 29. mars. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Úr Kjarvalssafni - Sýningarstjóri Thor Vil- hjálmsson. Líkamsnánd, norrænt sýningar- og safn- fræðsluverkefni til 1. mars. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaðastræti 74 Kyrralífs- og blómamyndir ásamt myndum úr Reykjavík og nágrenni. Til febrúarloka. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Til marsloka. Nýlistasafnið Guðrún Vera Hjartardóttir, Jón Bergmann Kjartansson, Sólveig Þorbergsdóttir og Gretar Reynisson. Til 15. febr. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Steinunn Helgadóttir og Kjartan Ólafsson. Úr- val bestu frétta- og blaðaljósmynda ársins 1997. Til 1. febr. Stöðlakot Jóhann Jónsson. Vatnslitamyndir og teikning- ar. Til. 8. febr. Norræna húsið Sýning sex ungra listamanna í myndlistarsal. Til 15. febr. Mokkakaffi Gylfi Gíslason. Til 5. febr. Ráðhús Reykjavíkur Vaxtarbroddar. Sýning arkitekta og hönnuða. Til 3. febr. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti Jón Óskar, Harlequin. Til 4. febr. Sýning á Ijósmyndum á almanökum frá La- vazza. Til 6. febr. Gallerí Horn Söfnunarsýning til endurreisnar listasafni Samúels Jónssonar. Til 11. feb. Galleríkeðjan Sýnirýini Sýnibox: Þriðja árs nemar Grafíkdeildar MHÍ. Gallerí Barmur: Birgir Snæbjörn Birgisson. Gallerí Hlust: Hljóðm^nd verksins „Afþreying fyrir tvo“ eftir Pétur Órn Friðriksson. Síminn er 551 4348. 20 m2: Birgir Snæbjörn Birgisson. Til 15. febr. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Ólafur Gíslason. Deila með og skipta. Birgir Eggertsson, Baldur Gunnarsson, Ólafur Stef- ánsson, Finnur Leifsson, Magnús Skúlason og Erna Arnórsdóttir. Til 15. feb. Gerðuberg Valdimar Bjarnfreðsson. Til 6. febr. TÓNLIST Þjóðleikhúsið: Hátfðarsamkoma STEFs. M.a. Mótettukór Hallgrfmskirkju og Sinfónfu- hljómsveil íslands undir stjórn Petris Sakaris. Kl. 14. Sunnudagur 1. febrúar Grensáskirkja: Nýi tónlistarskólinn. Kl. 17. Langholtskirkja: Kammersveit Reykjavikur, Arvo Párt. Kl. 20.30. Þriðjudagur 3. fcbrúar Gerðuberg: Blásarakvintett Reykjavíkur. Kl. 20.30. Listasafn Islands: Einleikstónleikar Gunnars Kvaran. Kl. 20.30. Fimmtudagur 8. febrúar Háskólabíó: SÍ: Einleikari Thorleif Thedéen. Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Yndisfríð og ófreskjan, sun. 1. febr. Hamlet, sun. 1., fim. 5. febr. Grandavegur 7, lau. 31. jan. Fös. 6. febr. Kaffi, frums. föstud. 6. febr. Borgarleikhúsið Galdrakarlinn í Oz, lau. 31. jan. Sun. 1. febr. Feður og synir, lau. 31. jan. Fös. 6. febr. Feigir menn í pilsum, frums. mið. 4. febr. Njála, lau. 31. jan. Hár og hitt, fim. 5. febr. Loftkastalinn Bugsy Malone, frums. lau. 31. jan. Sunn. 1. febr. Á sama tíma að ári, lau. 31. jan. Fjögur hjörtu, sun. 1., fös. 6. febr. íslenska óperan Ástardrykkurinn, frums. fös. 6. febr. Leikfélag Akureyrar Á ferð með frú Daisy, lau. 31. jan. Fös. 6. febr. Leikfélag Kópavogs Með kveðju frá Yalta, lau. 31. jan. Hafnarljarðarleikhúsið Hermóður og háðvör Síðasti bærinn í dalnum. Lau. 3. jan. Sun. 1. febr. Leikfélag Mosfellsbæjar Stálblóm, lau. 31. jan. Sunn. 1., þrið. 3. febr. Listaklúbbur Leikhúslyíillarans Dagskrá um Hamlet, mán. 2. febr. Kaffileikliúsið Möguleikhúsið Einar Áskell, frums. sun. 1. feb. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.