Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 14
sínum á glæ. Fullkomnun felist enda ekki endi- lega í að gera einhverja frábæra hluti heldur að gera hversdagslega hluti frábærlega vel, o.s.frv. I ákafanum að verjast spjótalögum mínum gegn popp-heimspekinni virðist lágmarks hlutvendni gagnvart eldri og viðameiri skrifum mínum um heimspekileg efni aftur hafa lent í útideyfu. Læt ég þá lokið þessari yfirferð yfir gagnrýn- ina sem að greinaflokki mínum hefur beinst. ' Ekki væri síður athyglisvert að huga að þeim já- yrðum sem honum hafa verið goldin; en það skal ekki borið við hér enda hafa þau fæst birst á op- inberum vettvangi. Þess má þó geta að þeir sem bestan róm hafa gert að máU mínu eru raunvís- indamenn. Það þarf ekki að koma á óvart; slíkir eru einatt í nánari tengslum við náttúruna og „moldareðli" mannsins en hugvísindamennimir. Fyrir 35 árum skrifaði C. P. Snow fræga grein um tvo heima raunvísinda og mannlegra fræða sem sífellt fjarlægðust hvor annan 8. Mér sýnist að það landrek hafi náð hámarki með pm-isman- um sem einkennist öðru fremur af veruleikafirr- ingu: firringu frá þeim heimi hverdagssanninda, sólar, jarðar og eyktamarka mannlífsins sem ljá tUveru okkar fastan grunn. Að einhverju leyti er líka við raunvísindamenn og hefðbundna heim- spekinga að sakast; þeir hafa stundum svikist um að sníða fræðum sínum þann stakk sem að- gengilegur væri almenningi. Pm-istar hafa svo smokrað sér inn í hinar fræðUegu eyður og talið fólki trú um að enginn sameiginlegur mann- heimur væri til og „heUbrigð skynsemi" ekki annað en háðsyrði. Sem betur fer má nú greina vakningu til and- ófs. „Skrumleysi og skfiningur eiga sér“, sem jafnan, „sitt sérstaka mál og róm“, eins og Stephan G. komst að orði: „Heimska og upp- gerð eru holgóma" 9. Heimspekingar, raunvís- indamenn, gamlir marxistar, Frankfurtarskóla- menn, boðberar handverks i listum og alls kyns málsvarar hversdagsvitsins eru að taka saman höndum um að lemja á heimskunni og uppgerð- ^ inni og hefja skrumleysið og skilninginn á ný tU vegs og virðingar. Bók Sokals og Bricmonts, sem getið var í öndverðu máli, er eitt dæmið; annað eru nýleg andmæli gegn nýaldarspeki og skottulækningum 10. Vonandi var greinaflokkur minn örlítið lóð á þessa sömu vogarskál. Að sjálfsögðu er engin hending að pm-istar, svo sem Andrew Ross, bregðast við þessu andófi með vígorðum um að það sé ekki annað en enn ein árásin á homma, femínista og fjölmenning- arsinna u. Svo er talað um samsæriskenningar annarra! Ég hef reynt að skýra aðdráttarafl pm-ism- ans með þrá fólks eftir kraftaverkum, leyndar- dómum og valdi í stað hversdagssanninda og frelsis. Sú þrá er hvergi betur krufin en í Kara- mazov-bræðrunum og þá samhliða lýsingu á leyndarvæðingu trúarinnar í áttina frá hinum einfalda kærleiksboðskap Krists 12. Önnur lík- ing við trúarlegt minni liggur hér nærri: sagan um Mörtu, sem mæddist í hversdagsverkunum á meðan María naut leyndardómanna. Ef til vill má líkja andófinu sem ég hef lagt lið, andófinu gegn rökleysis- og afstæðishyggjunni er krist- allast í pm-ismanum, við að Marta sé nú loksins að jafna metin við Maríu. Sá er þó höfúðmunur- inn að bæði Marta og María voru kærleiksríkar konur þó að þær nálguðust veruleikann hvor á sinn hátt. Hatur pm-ista á húmanisma og sam- eiginlegum mannréttindum, blástur þeirra á vonarglætuna um betri og skilningsríkari heim, fær mann hins vegar til að efast um að þeir séu upp til hópa góðir menn. Og er það ekki á end- anum eina ófyrirgefanlega syndin? Tilvísanir: 1 Sjá bók mína, Social Freedom: The Responsibility View (Cambridge: C.U.P., 1996), kafla 7.1. 2 Sjá ábendingu mina í lok 8. greinar; einnig „Black pupils go home for an education", Sunday Times, 25. júní (1995). 3 Heimspekingurinn góði, Alan Ryan, bendir m.a. á þetta í „Princeton Diary", London Review of Books, 26. mars (1992). 4 Raunar eru ýmsir helstu andmælendur pm-ismans, svo sem Eagleton og Sokal, gamlir róttæklingar i enn hefðbundnari skilningi. Þessi pólitíska afstaða Sokals kemur vel fram í eftirmála hans að gabb- greininni frægu, „Transgressing the Boundaries: An Afterword", Dissent, 43 (4) (1996), bls. 93- 99. 5 Ótdráttur úr BA-ritgerðinni birtist í Þroskakostum (Reykjavik: Rannsóknarstofnun í siðfræði, 1992), kaflanum ,3ölsvandinn og goðsögn hins gefna“. Rit- gerðin um siðfræðikennsluna heitir ,Að kenna dygð“, í Af tvennu illu (Reykjavík: Heimskringla, 1997). 6 Sjá „Hvað er alhliða þroski?" í Þroskakostum. 7 Sjá t.d. sömu ritgerð. ' 8 The Two Cultures: And a Second Look (New York: C.U.P., 1963). 9 Bréf og ritgerðir, IV (Reykjavík: Gutenberg, 1948), bls. 338. 10 Sjá t.d. fyrirlestur Áma Bjömssonar læknis um skottulækningar á vegum HoUvinafélags læknadeild- ar H.í. 8. nóv. og grein hans, „Lækningar - hvað er nú það?“, Morgunblaðið, 25. nóv. (1997). Almennari umfjöllun er að fínna hjá Koertge, N., A House Built on Sand: Exposing Postmodemist Myths about Sci- ence (Oxford: O.U.P., 1997). II Ross, A., ,Acience Backlash on Technoskeptics", The Nation, 2. okt. (1995). 12 Dostojevskí, F., Karamazov-bræðumir, fyrra bindi, þýð. Ingibjörg Haraldsdóttir (Reykjavík: Mál og menning, 1990), bls. 281-287. Höfundur er prófessor í heimspeki við Hóskólann ó Akureyri. j Ljósmyndin Jóhann Óli Hilmarsson. VERNDARSVÆÐI Fuglavemdarfélags íslands og Eyrarbakkahrepps við Ölfusárósa. Greinilega sést munur á röskuðum og óröskuðum tjömum. þeirra er einnig mikið í tengslum við náttúru- lega stjórnun á flóðum og rennsli rigningar- vatns. Votlendissvæði geta einnig hindrað rof við sjávarstrendur og miljjónir fugla um allan heim treysta á þau sér til lífsviðurværis. Mörg votlendissvæði hafa að geyma mjög fjölbreytt lífríki svo sem plöntur, smádýr, fiska og fugla svo eitthvað sé nefnt. Framleiðni í votlendis- vistkerfum er með því mesta sem þekkist og líffræðileg fjölbreytni er þar meiri en í flestum öðrum vistkerfum. Víða er votlendi undirstaða að fæðuöflun manna og má þar nefna hrís- grjónaakra og fiskveiðar. í Evrópu og Norður-Ameríku er búið að spilla um 80% af náttúrulegu votlendi. Hér á landi er ekki til nákvæm úttekt á eyðingu vot- lendis en það er ljóst að á láglendi Suðurlands má telja á fingrum annarrar handar þær mýr- ar sem enn eru ósnortnar. Leirur í nálægð við byggð eru einnig að hverfa vegna ýmissa fram- kvæmda. Vegagerð með ströndum hefur oft spillt leirum og sem dæmi má taka að fram- kvæmdir við Gilsfjarðarbrúnna eyðileggja um 4% af leirum landsins. Ef tekið hefði verið að öllu leyti tillit til náttúruvemdarsjónarmiða við þá framkvæmd hefði verið hægt að komast hjá þessari eyðileggingu. Jafnframt eru uppi áform um að sökkva undir vatn votlendi á há- lendi íslands vegna virkjanaframkvæmda og má þar nefna Eyjabakka við Snæfell og hluta Þjórsárvera. í grein sem Halldór Laxness birti í Morgun- blaðinu 31. desember 1970 og hét „Hemaður- inn gegn landinu“ ritaði skáldið eftirfarandi: ,Á síðustu áratugum hafa menn verið verð- launaðir af hinu opinbera fyrir að ræsa fram mýrar, lífseigustu gróðursvæði landsins, undir yfirskini túnræktar. Seigar rætur mýrargróð- ursins halda gljúpum jarðveginum saman og vatnið nærir fjölda lífrænna efna í þessum jarðvegi og elur smádýralíf sem að sínu leyti dregur til sín fugla. Mýramar era stundum kallaðar öndunarfæri landsins. Þúsundir hekt- ara standa nú með opnum skurðum sem ristir hafa verið í þeim tilgángi að draga úr landinu alt vatn; síðan ekki söguna meir: eftilvill var aldrei meiníngin í alvöra að gera úr þessu tún. Fer ekki að verða mál til að verðlauna menn fyrir að moka ofaní þetta aftur?“ Nýir tímar? Mikið hefur dregið úr framræslu mýra á ís- landi vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir að lítið sé orðið eftir af ósnortnu votlendi hefur það ekki orðið til þess að settar hafi verið sérstakar reglur um vemdun þess. Undanfarið hefur þó verið lögð aukin áhersla á verndun votlendis. Nefna má í því sambandi að umhverfisráðherra hefur úrskurðað að endur- heimta skuli votlendi í stað þess sem tapast við framkvæmdir vegna væntanlegrar sorpurðun- ar í landi Fíflholts á Mýram. Hér kveður við EFTIR TRAUSTA BALDURSSON OG ÓLAF EINARSSON Næstkomandi mánudag, 2. febrúar, verður alþjóðlegur votlendisdaqur oq eru eftir- farandi greinaraf því ,il- efni. Mikið votlendi og líf- ríki hefur glatast fyrir það sem Halldór Laxness kallaði „hernað gegn landinu'' oq nú má taka undir með hon- um oq spyrja: „Fer ekki að verða mál til að verðlauna menn fyrir að moka ofaní Detta aftur?" ÞANN 2. febrúar 1971 var form- lega skrifað undir alþjóðlegan samning um vemdun votlendis í borginni Ramsar í íran. Samn- ingurinn hefur síðan verið kenndur við borgina og kallaður Ramsarsamningurinn. íslend- ingar gerðust aðilar að samn- ingnum 2. apríl 1978. Votlendi sem era vemd- uð samkvæmt' samningnum hafa sérstakt al- þjóðlegt gildi einkum með tilliti til fuglalífs. Á Islandi era nú þegar þrjú Ramsarsvæði, Mý- vatn og Laxá, Grunnafjörður og Þjórsárver. Sjá nánar grein Gísla Más Gíslasonar um Ramsarsvæði á íslandi í þessu blaði. Árið 1996 var haldinn fundur í Ástralíu þar sem saman voru komnir fulltrúar þeirra þjóða sem era aðilar að Ramsarsamningnum. Á þeim fundi var ákveðið að koma á fót alþjóðlegum votlendisdegi sem framvegis skyldi haldinn 2. febrúar ár hvert og var hann fyrst haldinn árið 1997. í ár mun Náttúruvernd ríkisins og Fuglavemdarfélag íslands standa að fyrir- lestram að kveldi 2. febrúar í Norræna húsinu og verður í þeim fjallað annars vegar um Mý- vatn og hins vegar um endurheimt votlendis. Markmið þess að halda votlendisdag er að kynna fyrir fólki mikilvægi votlendis. Á íslandi hefur fólk nær eingöngu tengt votlendi við mýrar, en votlendi er fleira. Samkvæmt Rams- arsamningnum er það lækir, ár, tjamir og vötn, mýrar, flóar og fen og ekki hvað síst grannsævi allt að 6 metra dýpi um fjöra. Oft er litið á votlendi sem nýra jarðar vegna hlutverks þeirra í vatnshreinsun. Mikilvægi ÞJÓRSÁRVER um hásumar. Fremst er Þjórsá, en fjær sést yfir Arnarfellsver, Múlajökul og Arnarfell hið mikla en lengst til hægri er Þjórsárjökull VERNDUN VOTLENDIS 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.