Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 20
ARVO Párt er eitt þekktasta tónskáld sam- tímans, þótt verk hans hafi ekki heyrst oft á tónleikum hér á landi. Margir hugsa sér því eflaust gott til glóð- arinnar að hlýða á Kammersveit Reykjavíkur og gesti hennar flytja dagskrá sem helguð er þessum liðlega sextuga Eistlendingi í Lang- holtskirkju á sunnudag. Og ekki dregur það úr eftirvæntingunni að Párt verður sjálfur viðstaddur tónleikana. Stjómandi í Langholtskirkju verður Þjóð- verjinn Andreas Peer Káhler, sem býr og starfar í Berlín. Hefur hann glímt við verk Párts um árabil og þekkir tónskáldið per- sónulega. Lýsir hann Párt sem afar sérstæð- um manni sem þó sé ekki allur þar sem hann er séður. „Þegar ég fór að finna Arvo í fyrsta sinn bjóst ég við að hitta fyrir óvenjulegan mann - mann sem stæði fjarri ysi og þysi hversdagsins, þar sem tónlist hans er ákaf- lega andleg - viðkvæm og draumkennd. Það reyndist rétt, í það minnsta fannst mér það í upphafi. Einna helst minnti hann mig á aust- urlenskan munk, þvílík ró var yfir honum.“ Fundum þeirra Káhlers og Párts fór fljótt fjölgandi og snemma áttaði hljómsveitarstjór- inn sig á því að það er önnur hlið á tónskáld- inu. „Hann er líka ákaflega praktískur. Lætur veraldleg málefni til sín taka og hefur skoðun á ólíklegustu hlutum. Þetta kemur ekki síst fram þegar við erum að fara yfir verkin hans í sameiningu, þá veltir hann fýrir sér hinum ýmsu smáatriðum, tæknilegum og af öðrum toga. Þá fylgist hann náið með því sem er á seyði í tónlistarheiminum." Káhler segir sérstöðu Párts í heimi nú- tímatónlistar mikla. Það sé ekki aðeins tón- listin hans sem skeri sig úr, heldur virðist hann höfða til óvenju breiðs hóps hlustenda. „Það er engu líkara en tónlist Arvos víkki skynjun. Hann virðist ná eyrum ótrúlegasta fólks - meðal annars fólks sem alla jafna hlustar ekki á nútímatónlist og jafnvel ekki sí- gilda tónlist yfir höfuð. Mín reynsla er sú að aldur og menntun séu málinu alls óviðkom- andi, þegar Arvo er annars vegar. Það er hægt að ræða verk hans við unga sem aldna, leigubílstjóra og háskólaprófessora, allir hafa skoðun á þeim. Þessu er þveröfugt farið með Stockhausen og aðra sambærilega menn.“ Góð óhrif á sólina Að sögn Káhlers hefur Párt líka verið dug- legur við að fylgja þessum áhuga eftir með fyrirlestrum og umræðum á opinberum vett- vangi. Hefur það síst veikt stöðu hans. „Þetta er lofsvert, og í raun stórmerkilegt, í ljósi þess að tónskáld láta sig í alltof mörgum til- vikum menningu götunnar litlu skipta - sitja bara í sínum fílabeinsturni og skrifa." Rut Ingólfsdóttir konsertmeistari Kamm- ersveitar Reykjavíkur segir tíma til kominn að flytja tónlist Arvo Párts í auknum mæli hér á landi, hún höfði til svo margra. „Mín skoðun er sú að tónlist Párts geti verið væn- leg leið fyrir fólk til að nálgast klassíska tón- list,“ segir Rut. Sjálf er hún að leika verk Eistlendingsins í fyrsta sinn og af máli hennar má ráða að hún hefði helst viljað gera það miklu fyrr. „Að spila Párt hefur svipuð áhrif á mig og að spila KAMMERSVEIT Reykjavíkur. SKYNÖRVANDI TÓNLIST Um eilíft, heilagt alveldi kærleikans, er yfirskrift tónleika sem Kammersveit Reykjavíkur gengst fyrir í Langholtskirkju á sunnu- dag kl. 20.30. Stjórnandi verður Þjóðverjinn Andr- ----------1-----1----------- Arvo Andreas Peer eas Peer Kahler en flutt Párt Káhler verða verk eftir eistneska tónskóldið Arvo Part. ORRI PÁLL ORMARSSON heyrði hljóðið í aðstandend- um tónleikanna en meðal gesta verða Hamrahlíðar- kórinn og Kór Menntaskólans í Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Bach. Þetta er tónlist sem hefur ákaflega góð áhrif á sálina - manni líður vel hvort sem mað- ur er að spila eða hlusta. Flest eru verkin trú- arlegs eðlis, líka þau sem eru án texta, og ró- in, sem Párt hefur augljóslega fundið, skín í gegn. Hann hefur fundið hinn innri kjarna." Rut segir Kammersveitina alla tíð hafa lagt sig í líma við að kynna Islendingum ýmsa merkilega tónlist sem lítið hafi verið flutt hér- lendis. Nefnir hún verk Olivers Messiaens sem dæmi. Ai-vo Párt fellur vel inn í þetta mynstur. „Markmiðið er að kynna Párt og vekja athygli sem flestra á verkum hans. Það er okkur líka sérstök ánægja að fá Hamra- hlíðarkórana til liðs við okkur, ekki síst vegna þess að þannig mun unga fólkið sem þá skipa kynnast þessari tónlist. Það á örugglega eftir að skila sér þegar fram líða stundir." Fjögur verk verða flutt á tónleikunum: Fratres fyrir fiðlu, strengjasveit og slagverk; Es sang vor langen Jahren fyrir altrödd, fiðlu og víólu; Trisagion fyrir strengjasveit og Te Deum fyrir kóra, píanó, segulband (vind- hörpu) og strengjasveit. Einleikari á fiðlu verður Rut Ingólfsdóttir og einsöngvari Alina Dubik. Öll eru verkin frá síðasta tímabili í tónsköp- un Párts, eða samin eftir 1976. Þau byggjast á þríhljómum og tónstigum sem eru einkenn- andi fvrir tónlist hans, nokkurskonai- bjöllu- hljómur. Stílinn kallar tónskáldið sjálft Tint- innabuli-stíl. Káhler segir Párt hafa byrjað að þróa þennan stíl árið 1976, þegar hann tók aftur til við tónsmíðar eftir átta ára hlé. „Arvo var bú- inn að ganga í gegnum mikinn hreinsunareld sem virðist, öðru fremur, hafa gert honum kleift að skapa þennan nýja stfl - stíl sem er engum líkur.“ Róð götusóparans Párt hélt sér lengi til hlés og segir Káhler suma hallast að því að einstakt atvik hafi orðið þess valdandi hann tók sér penna og nótna- blað í hönd að nýju. Hann kveðst reyndar aldrei hafa fengið söguna staðfesta hjá Párt, en hún er góð engu að síður. „Arvo var á göngu úti á götu og hlýtur að hafa verið niður- dreginn því götusópari nokkur vatt sér að honum og spurði hvers vegna hann væri svo hryggur. „Vegna þess að ég er tónskáld sem getur ekki samið tónlist lengur," svaraði Arvo. Spurði hann því næst götusóparann hvað væri til ráða. Sá síðarnefndi kvaðst ekki hafa vit á tónlist en ráðlagði honum engu að síður að meðhöndla nóturnar af alúð og umhyggju. Það væri alltaf vænlegt til árangurs. Það var sem Arvo væri lostinn eldingu og hann hefur fylgt þessu ráðum æ síðan með frábæram árangri.“ Og Rut, sem hlýtt hefur af athygli á sög- una, tekur í sama streng. „Það má nú segja!“ Andreas Peer Káhler kemur nú í fyrsta sinn fram á íslandi, en hann er mikill áhuga- maður um íslenska tónlist, ekki síst verk Jóns Leifs, og stjórnaði meðal annars tímamóta- flutningi á verkum tónskáldsins í Berlín fyrir ári. Segir hann Jón Leifs og Arvo Párt eiga margt sameiginlegt sem tónskáld. „Dettur mér verk Jóns, Requiem, sem ég hef mikið dálæti á, sérstaklega í hug í þessu samhengi," segir Káhler sem hyggst beita sér fyrir því að Párt fái að hlýða á verkið meðan á dvöl hans hér á landi stendur. „Requiem er verk sem Arvo verður að kynnast." MEÐAL gesta Kammersveitarinnar á tónleikunum í Langholtskirkju verða Hamrahlíðarkórinn og Kór Menntaskólans i Hamrahlið sem fagna þrjátíu ára afmæli sinu um þessar mundir. Munu kórarnir, alls 127 söngvarar, taka þátt í flutningi verksins Te Deum. Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórn- andi kóranna, segir verkefnið leggjast óskaplega vel í sig - Te Deum sé stórkostlegt verk, mögnuð músik. Þar fyrir utan sé það mikils virði fyrir kórana að vera í sam- starfi með jafn frábærum hljóð- færaleikurum og Kammersveitin hefur á að skipa. Svo skemmtilega vill til að Ilamrahliðarkórinn tók þátt. í flutn- ingi Te Deum á kóramótinu Europa Cantat í Austurríki siðastliðið sum- ar. „Við völduin okkur að taka þátt í samvinnuverkefni og flytja tvö verk eftir Arvo Part, Te Deum og eldra verk, Credo, undir stjórn eins þekktasta kórstjóra Eistlands, Tonu Kaljuste, sem er kunnastur fyrir vinnu sína með Fílharmóníska kammerkórnuni i Eistlandi. Hann stjórnar nú meðal annars sænska útvarpskórnum og hefúr gert mikið af því að kynna verk Arvos Párts.“ Þorgerður tekur reyndar fram að einungis fimmtíu manna hópur Morgunblaðið/Halldór SYNGJANDI ÆSKA í ÞRJÁTlU ÁR hafi farið utan í fyrra og sumir þeirra söngvara séu nú „flognir úr hreiðrinu" - komnir í nám erlendis ellegar hafi öðrum hnöppum að hneppa. Flestir söngvararnir sem koma fram í Langholtskirkju eru þar af leiðandi að syngja tónlist Párts í fyrsta sinn. Þorgerður kveðst vera mjög hrif- in af tónskáldinu Arvo Párt, að minnsta kosti þeim verkum sem hún hefur kynnst. „Ilann hefur mjög persónulegan stíl. Hefur greinilega verið í ákveðinni leit í sinni tónsköp- un og gengið í gegnum mörg breyt- ingaskeið. Verkin tvö sem við flutt- um á liðnu suniri ei-u til dæmis gjör- ólík, enda samin á tveimur mismun- andi tlmabilum á ferli hans. Credo, sem er eldra, er úthverft verk - ákaflega dramatiskt. Te Deum er líka áhrifamikið verk en á allt ann- an hátt. Það er upphafið í látleysi sínu og einlægri fegurð." Þorgerður kveðst lilakka mikið til að hitta Arvo Part, ekki síst þar sem hann sé frá því dæmalaust tón- elska landi Eistlandi. „Ég heimsótti Eistland fyrir fáum árum, þar sem ég sat alþjóðlega ráðstefnu kór- stjóra, og það var mikil upplifun. Þetta var skömmu áður en Eist- lendingar brutust virkilega fram með sjálfstæði sitt og hafi einhver þjóð virkilega sungið sig til sjálf- stæðis þá eru það þeir. Það er ótrú- legt að fylgjast með lieilli þjóð koma saman til að syngja í sig kraft og dug og þor. Þeir eru meðal ann- ars búnir að byggja heila „arenu“ til að koina öllu þessu syngjandi fólki fyrir.“ Sem fyrr segir eiga Hamrahlíðar- kórarnir þrftugsafmæli um þessar inundir, það eru með öðrum orðum þrír áratugir frá því „fyrst fór að kvaka f söngfuglum" f hliðinni, eins og Þorgerður kemst að orði. Mikill fjöldi söngvara hefur tekið þátt í starfi kóranna í gegnum árin og telst Þorgerði til að þeir séu vel á annað þúsund. Kveðst Þorgerður, sem stjórnað hefur kórunum frá upphafí, alltaf liafa jafngaman af starfi sínu. „Þetta hefur verið eitt allsheijar syngjandi ævintýri og okkur hefur tekist að snerta ýmsa strengi í mannanna hjörlum. Það kemur reyndar ekki á óvart því söngurinn, ekki síst söngur tneð öðrum, losar um sálina." En skyldi Þorgerður treysta sér til að lýsa þessu ti'mabili f lffi sfnu með einni setningu? „Einu sinni var gefin út h'til nótnabók á íslandi sem hét Syngjandi æska og verði saga Hamrahlíðarkóranna einhvern tíma gefin út niyndi sú yfirskrift eiga vel við!“ 20 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.