Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1998, Blaðsíða 12
ERLENDAR BÆKUR EITT AF minnismerkjum kommúnismans: Aragrúi mannabeina í Kambodíu, þar sem byssukúlur eða hungur bundu enda á líf 1,3-2,3 milljóna manna. Það voru þó smámunir borið saman við morðin í Sovétríkjunum og Kína. SVARTA BÓKIN dæmi séu nefnd. í sýningarsölum á annarri hæð er dagsljós frá þakgluggum, en tölvu- stýrðir rimlar fyrir gluggum hreyfast eftir sólarganginum til þess að æskileg birta verði í sölunum á hverjum tíma. Viðkvæm- um teikningum, sem þola ekki mikla birtu, höggmyndum, Ijósmyndum og handritum er komið fyrir í þrettán sýningarsölum á jarð- hæð og listiðnað er að finna í fjórtán sýning- arsölum búnum húsgögnum frá 17. og 18. öld. I hinum fimm byggingunum eru m.a.: Skrifstofur Getty-sjálfeignarstofnunarinnar, 450 sæta áheyrendasalur fyrir tónleika og fyrirlestra og Getty-vemdunarstofnunin, sem kostar varðveislu á menningarlegum mannvirkjum, m.a. í Egyptalandi, Afríku og Kína. Þar er einnig að finna Getty-rann- sóknarstofnunina fyrir listir og fommenntir, Getty-lista-og menntabrautina, Getty-upp- lýsingastofnunina, sem vinnur að því að tölvuskrá alia listasögu heimsins, Getty- styrkja-prógrammið, sem veitir um 7 millj- ónir dollara á ári í styrld, og einnig má nefna veitingahús. Umhverfi bygginganna er ynd- islegt landslag þar sem átta þúsund trjám hefur verið plantað og þar á meðal er lysti- garður hannaður af listamanninum Robert Irwin. Arkitektafirmað Richard Meier and Partners hófu Getty Center-verkefnið með því að líta til fortíðarinnar og vildu skapa út- lit sem líktist villu Hadrianusar keisara í Tivoli skammt frá Róm. Þrátt fyrir að vera óumdeilanlega einn fremsti arkitekt sam- tímans, ber Meier virðingu fyrir ríku sam- bandi nútímans við fortíðina. Getty-safnið er arkitektúr jjóss og rýmis sem tengir innri sali safnsins og umlykjandi landslag. Öll hönnun safnsins var fyrst byggð sem líkan > og er hvert einasta smáatriði úthugsað og sérhannað. Bygging listasafnsins sjálfs er klædd ljósleitum travertine steini innfluttum frá Bagni di Tivoli, rétt fyrir utan Róm. Ric- hard Meier fann þar það sem hann vildi eft- ir að hafa leitað að réttu áferðinni víða um heim. Sextán þúsund tonn af þessum kalk- steini voru flutt til Bandaríkjanna og hann skorinn með sérstakri tækni til að ná fram hrjúfri áferð og stöku sinnum koma fram í honum steingerð laufblöð. Aðrar byggingar. eru klæddar að hætti Richards Meiers með hvítum málmplötum, gleri og stáli. Byggingarstíllinn er í senn tignarlegur og klassískur þar sem byggingin og fjallshlíðin halda hvort utan um annað. Lýsir Richard Meier þessu verkefni sem svipaðri tilfinn- ingu og að stjórna sinfóníu. Meier er maður sem eltist við fullkomnun í sambandi við allt í sínu lífi og það sést svo sannarlega á hönn- un hans á Getty-safninu. Richard Meier og félögum var falið verk- efiiið árið 1984 eftir að samkeppni hafði far- ið fram. I henni tóku þátt heimskunnir arki- tektar eins og t.d. Philip Johnsons, I.M. Pei, Luis Barragán, Fumihiko Makis, James Stirling, Michael Graves, Robert Venturi, Arata Isozakis, Renzo Pianos, Rem Kool- haas og Frank Gehry. Þar sem aðalbæki- j stöðvar Richards Meiers og félaga er í New York, var stofnuð önnur arkitektastofa í Los Angeles. Hún keypti hús nálægt byggingar- svæðinu fyrir Richard Meier, og ráðnir voru um áttatíu arkitektar alls staðar að úr heim- inum til að leysa þetta stóra verkeftii af hendi. Ég var svo lánsöm að vera ein af þessum arkitektum og fá tækifæri til að taka þátt í að leysa þetta „verkefni aldarinn- ar“, sem var ótrúleg lífsreynsla. Eftir að hafa stundað nám í arkitektúr í Los Angeles var þátttaka í hönnun Getty-safnsins fyrsta verkefnið eftir útskrift og gat ekki verið um- fangsmeira né meira spennandi. Vann ég að- allega að listasafhinu sjálfu, var hluti af svokölluðu „Museum team“. Ekki er ólíklegt að Richard Meier komi tíl íslands á næsta ári til þess að flytja fyr- ‘ irlestur, en ég hef kannað þann möguleika að beiðni Arkitektafélags íslands. Hefur hann sýnt því mikinn áhuga og mun reyna að samtvinna það ferðalögum sínum til Evr- ópu. Auk Getty-safnsins sinnir Richard verkefnum víða um heim og er því á sífelld- um ferðalögum til að halda fyrirlestra og líta eftir verkefnum sínum. Hann heldur því ótrauður áfram listaverkasköpun enda að- eins rétt yfir sextugt. Næsta verkefni á teikniborði Richards Meiers og félaga er „Kirkja ársins 2000“ í Róm. Verkið er unnið fyrir páfagarð. Guðlaug Jónsdóttir, starfandi arkitekt fyrir Walt Disn- ey Co. í Los Angeles, starfaði sem arkitekt fyrir Ric- hard Meier and Partners órin 1994-1997. Le livre noir du communisme - Crimes, terreur, repression, Ed.: Stephane Courto- is, N. Werth, J.L. Panne, A. Paczowiski, K. Bartosek, J.T. Margon, Paris. Robert Laf- font 1997. BÓKIN er 820 blaðsíður, Svarta bókin um kommúnismann, glæpaverk, ógnarstjóm og kúg- un. Francois Furet stóð að und- irbúningi þessa rits og honum var ætlað að skrifa inngang, en hann lést sl. sumar, 1995 gaf hann út bókina Le passé d’une illusion - essai sur l’idée communiste au XXc siécle. Sú bók vakti mjög mkla athygli og er undanfari þessarar bókar. En eins og kunn- ugt er, var F. Furet í fremstu röð franskra sagnfræðinga. Svarta bókin um kommúnismann kom út snemma í nóvember á áttræðisafinæli Októ- berbyltingarinnar 1917, mismunandi tímatal gerir mánaðarmuninn. í formála Stephane Courtois kemur skýrt fram að byltingin 1917 var ekki bylting í 19. aldar merkingu hugtaksins, heldur samsæri kommúnískra glæpamanna, sem stefndu að valdaráni og útþurrkun aðals, borgarastéttar og „kúlakka" bænda sem þeir töldu til „stór- bænda“. En stefnan var að þurrka út bændastéttina og gera sveitafólk að „land- búnaðarverkalýð“ samyrkjubúanna. Útþurrkun heilla stétta í byltingunni og Sovétríkjunum átti sér hliðstæðu í nasism- anum, sem vann að útþurrkun og eyðingu gyðinga í Þýskalandi. Kynþáttamorð í Þýskalandi nasismans, stéttamorð í Sovét- ríkjunum. Sá höfundur sem sá fyrstur skyldleika beggja þessara „félagshyggju“ flokka eins og þeir báðir nefndu sig, var André Gide í Retour de PU.R.S.S., Gallimard 1936 - bls. 67. Furet bendir á þessa skoðun Gides í Le passé d’une illusion. Þessar tvær stefnur nasismi og kommún- ismi áttu kveikju sína með hugmyndafræð- ingum 18. aldar, en þeir róttækustu töldu að til þess að byggja upp samfélag jafningja, þyrfti að „temja“ manninn eins og skepn- urnar. Þessi hugsun tók á sig skýrari mynd með róttækum hugsuðum á fyrri hluta 19. aldar og með kenningum Marxs. Stéttarein- ing bænda og verkamanna í Sovétríkjunum var hliðstæða þjóðareiningar í Þýskalandi nasista. Til þess að þjóðfélag næði fullkomn- un varð að útrýma stéttaróvininum í Sovét- ríkjunum og fjanda hins hreina Aría í Þýskalandi Hitlers, gyðingum. Reyndar koma fram kenningar í fyrstu útgáfu Mein Kampf, sem svipar mjög til kenninga sov- éskra hugmyndafræðinga, m.a. um þjóðar- eign á landi og stórfyrirtækjum. Þjóðemis- hyggja og stéttahyggja urðu samferða í þessum ríkjum sósíalismans og einkennast bæði af hrikalegum manndrápum á and- stæðingum sínum. Morð, þrælkun, pynting- ar og terror einkenndi hvortveggja ríkin. Framkvæmdimar voru mismunandi, nasist- ar vora tæknilegri í morðum sínum á gyð- ingum, kommúnistar sendu dauðasveitir á andstæðingana og notuðu hungrið sem vopn, báðir ráku vinnubúðir, þar sem stefnt var að dauða allra fanganna, en Lenin og Stalín gátu alltaf fyllt í skörðin og Hitler sömuleiðis, meðan enn var einhverja gyð- inga að fá. Með valdatöku kommúnista í október 1917 var fljótlega hafist handa við útbreiðslu stefnunnar. Menntamenn töldu sig sjá von mannkynsins í hinum nýju stjómarháttum í Sovétríkjunum og Lenin stofnaði fljótlega til alþjóðasamtaka um allan heim. Sellum var komið upþ í flestum ríkjum og stöðugur áróður var stundaður frá aðalstöðvunum í Moskvu og af ánetjuðum fylgjendum stefn- unnar um allan heim. Hvatamaður morðherferðarinnar í Sovét- ríkjunum var Lenin og eftir fráfall hans tók Stalín við. Höfundar Svörtu bókarinnar telja að þar hafi Hitler fengið hugmyndina að gyðingamorðunum. Höfundamir hafa unnið lengi að þessari bók og hafa kannað skjalasöfnin í Moskvu og einnig komist yfir skjalasöfn úr fóram franska kommúnistaflokksins. Tala myrtra í Sovétríkjunum er að þeirra mati 1941,10-12 milljónir, en tölur era mjög á reiki, aðrir höfundar telja þessa tölu lágmark. Þann 1. september 1939 hófst síðari heimsstyrjöldin með innrás þýskra herja inn í Pólland. En síðustu dagana í ágúst var gerður griðasáttmáli milli Sovétríkjanna og Þýskalands og með honum taldi Hitler sér óhætt að hefja styrjöldina, enda var samið um það við Stalin að hann fengi helming Póllands og Eystrasaltsríkin og Finnland. Þessi griðasáttmáli var í rauninni kveikjan að síðari heimsstyrjöldinni og hann var ávöxtur samtengingar og langvarandi samn- inga um skiptingu Evrópu milli Þýskalands og Sovétríkjanna. Kathyn morðin vora framin af sovéskum morðsveitum skömmu eftir sigra Þjóðverja og Sovétríkjanna í Póllandi. Með griðasátt- málanum bar lítið á baráttu kommúnista og stuðningsmanna þeirra gegn fasisma og stríði um allan heim, þar til í júní 1941, þeg- ar Þjóðverjar réðust gegn Sovétríkjunum. Franskir kommúnistar héldu að sér höndum í andspymuhreyfingunni á Frakklandi eftir ósigur Frakka. Eftir stríðslok hefst barátta Sovétríkjanna fyrir heimsyfirráðum og þar með stuðningur við kommúnistaflokka um allan heim. Fyrir og eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína, hefst bylting í kínverskum landbúnaði og eignarhaldi jarða sem kostaði að 2 til 5 milljónir manna vora myrtar, hreinsun í borgum á áranum 1950-57 kostaði minnst 1 milljón myrtra. „Stóra stökkið" 20-43 millj- ónir sem féllu af hungri, „menningarbylting- in“ 400 þús. til 1 milljón, 600 þúsund eða 1,2 milljónir myrtra Tíbetbúa, myrtir í fanga- búðum 20 milljónir. Samtals dauðatollur 44,5 til 72 milljónir. Og fyrir þessum fram- kvæmdum stóð Maó formaður. í Kambodíu 1975-79 var tollurinn á dögum Pol-Pots, tala myrtra eða hungurmyrtra, 1,3 til 2,3 millj- ónir. Höfundar telja að alls hafi farist um 35 milljónir fram til andláts Stah'ns 1953. Þeir telja að alls hafi tala hinna myrtu, eða hung- urmyrtu verið um 100 milljónir. Éins og áð- ur segir era þessar tölur lágmark frá 1917 til 1979. Vietnam og Eþíópía era einnig á skrá um morðöldur sem gengu yfir and- stæðinga ríkja kommúnistastjóma. Auk þeirra alþýðulýðvelda sem þegar hafa verið talin ber að bæta við aðgerðum í öðram alþýðulýðveldum, svo sem Póllandi, Rúmeníu, Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu, Júgóslavíu, Albaníu, Búlgaríu og Kúbu. Leyniræða Krútsjoffs var haldin til þess að hvítþvo Lenin og ræðumanninn á kostnað Stalins. Ræðan var kattaþvottur og allar tál- raunir síðan til að hvítþvo Lenin hafa orðið árangurslausar. Hann var upphafsmaður þeirrar morðsögu og terrorisma, sem var og er einkenni kommúnískra alþýðulýðvelda um allan heim. Síðustu afrekin í sögu al- þýðulýðveldanna er Norður-Kórea, hungur- dauði talsverðs hluta þjóðarinnar styrkir völd ráðandi valdamanna. Og svo koma til gyðingamorðin, skipulögð af þjóðemisjafnaðarmönnum á áranum 1933-45 á Þýskalandi - 6 milljónir. „Svarta bókin“ vakti óhemjuathygli á Frakklandi og í öðrum löndum Evrópu. Harðar deilur urðu á franska þinginu og í fjölmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. Og sú um- ræða er ekki þögnuð, ekki frekar en nýjar upplýsingar um nýja líkfundi í Rússlandi. í sumar sem leið fundust grafir myrtra 9000 fómarlamba, 60 ára gamlar grafir um 400 km norðaustur frá borg þeiiTa sem áður var kennd við Lenin. „Hin bláu augu byltingar- innar ljóma af nauðsynlegri grimmd“ orti Aragon eftir fyrstu heimsóknir sínar til Sov- étríkjanna. Margir andans menn hrifust af þessari „nauðsyn", en þessi „nauðsyn morð- anna“ var og er alltaf „banal“ - Hannah Arendt, illskan er lágkúraleg, ómerkileg ekki síst þegar hún klæðist réttlætis og jafn- aðarkröfum djöfullegra lýðskrumara. Carl Gustav Jung spyr í ritgerð um hjátrú og hindurvitni fyrri tíða „En hvert fóra djöfl- amir?“ Svarið liggur beint við. Djöflar for- tíðarinnar hafa sannarlega birst á 20. öld í „mannkynsfrelsuram" - baráttumönnum fyrir hinum fullkomnu samfélögum, reistum á kenningum sósíalismans, - svo sem Lenin, Stalin, Hitler, Castró, Maó, Ho Chi Minh og Etienne Grambach, auk annarra spámanna og þjóðfrelsishetja i Norður-Kóreu, Austur- þýska alþýðulýðveldinu og Rúmeníu og öðr- um fyrrverandi alþýðulýðveldum Austur- Evrópu. Og ennþá jórtra sameignarsinnar um allan heim á tuggum frá þessum dýrðar- mönnum og stefna að fullkomnum hins sam- virka samfélags. 51GLAUGUR BRYNLEIFSSON 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 31. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.