Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 10
«- UR LOHENGRIN, 1958. UR TRISTAN og Isoh WIELAND Wagner (1917-1966) var sonur Winifred og Siegfried Wagner og því sonarsonur Richards Wagner. Ásamt bróður sín- um Wolfgang endurreisti Wieland starfsemi óperuhátíðar- innar í Bayreuth eftir síðari heimsstyrjöldina og saman voru þeir bræður yfirstjórnendur hátíðarinnar allt til dauða Wielands. Að auki settu þeir sjálfir upp óperusýningarnar í Ba- yreuth og komu fram með nýjan stíl í óperu- uppfærslum, sem oft hefur verið talað um sem „Nýja-Bayreuth" (Neu-Bayreuth) eða „Verkstæðið Bayreuth" (Werkstatt Ba- yreuth). Með því er átt við að lögð sé áhersla á að í Bayreuth eigi að fara fram stöðug end- urnýjun á túlkun verka Richards Wagner svo þau megi skoða frá sem flestum hliðum. Hefðbundin túlkun i Bayreuth Það var að ýmsu leyti torvelt fyrir Wieland Wagner að fara þá leið sem hann valdi við uppsetningu verka afa síns. Riehard Wagner hafði gefið nákvæmar leiðbeiningar um útlit sýninga og um leikræna túlkun. Eftir lát Ric- hards tók ekkja hans Cosima við stjórnar- taumunum í Bayreuth. Hún tók fast á þess- um málum og krafðist þess að í sviðsetningu ópera Wagners yrði allt eins og hún taldi að Richard hefði viljað (raunar hafði hann ekki verið ánægður með fyrstu uppsetningar verka sinna í Bayreuth!). Samkvæmt fyrir- mælum Cosimu urðu söngvarar að taka sér stöðu á sviðinu eftir ströngum reglum og fá- brotnar hreyfingar þeirra og stellingar lutu einnig fyrirfram ákveðnum lögmálum. Þannig varð þetta að vera ár eftir ár, ekki að- eins á óperuhátíðinni í Bayreuth, heldur einnig víða um heim þar sem áhrifa Bayreuth gætti. Skömmu eftir aldamótin kom Svisslending- urinn Adolphe Appia fram með byltingar- kenndar hugmyndir um sviðsetningu ópera. Hann taldi að sviðsetningin ætti fyrst og fremst að styðja hina dramatísku túlkun með því að miðla hugarástandi fremur en að setja á svið eftirlíkingu af raunverulegu umhverfi. Á slíkar hugmyndir vildi Cosima Wagner ekki hlusta og bannaði rit Appias í Bayreuth. EFTIR ÁRNA TÓMAS RAGNARSSON Wieland og Wolfgang Wagner, synir tónskáldsins, tóku þá áhaettu að setjg upp óperur Wagners á algerlega nýjan hátt þegar þráðurinn var tekinn upp að nýju eftir stríðið. Það var ekki aðeins listræn stöðnun Bayreuth- hátíðarinnar sem þeir urðu að brjótast út úr, heldWlíka" hitt, að stimpill nazismans hafði brennimerkt hátíðina _____________svo og fjölskyldu þeirra._____________ Siegfried sonur Cosimu og faðir Wielands fékk ekki miklu ráðið um þessi mál á meðan móðir hans lifði þótt hann ætti að heita stjórnandi Bayreuth-hátíðarinnar og hafi sviðsett nokkur verka fóður síns. Skömmu fyrir dauða sinn árið 1930 hafði Siegfried þó unnið að uppsetningu Tannháusers þar sem greina mátti ferska strauma, m.a. í nýstár- legri beitingu sviðslýsingar. Á að friða Wagner? Árið 1962 skrifaði Wieland Wagner grein sem hét „Denkmalschiitz fur Wagner?", sem í lauslegri þýðingu mætti kalla „Á að friða Wagner?" Þar skýrði hann þau sjónarmið sem lágu að baki vinnu hans og urðu til þess að hann hafnaði hinum viðteknu venjum í Ba- yreuth. I greininni segir m.a. að þótt ítarleg- ar leiðbeiningar Richards Wagner gefi góða mynd af ýmsum áherslum, sem tónskáldið vildi hafa í verkum sínum, þá hafi þær auðvit- að tekið mið af möguleikum síns tíma og þeim beri því ekki að fylgja um allan aldur og gagnist nú helst þeim, sem lítið þekkja til verkanna („Wagners Anweisungen sind nichts anderes als zusátzliche Beschreibungen seiner szenischen Visionen fiir Partiturunkundige"). Wieland hélt því þvert á móti fram að bæði tæknilegar fram- farir (t.d. í lýsingu), breyttar fagurfræðilegar forsendur (t.d. í myndlist) og ný hugmynda- fræði hljóti og eigi á hverjum tíma að setja mark sitt á óperuuppfærslur. Hann taldi verk Wagners einmitt sérlega vel til þessa fallin því grunnhugmyndir þeirra séu í fullu gildi á öllum tímum vegna mannlegrar skírskotunar sinnar. („Die Ideen des Wagnerschen Werkes sind zeitlos gultig, da sie ewig menschlich sind"). Greininni lauk Wieland með því að segja að tilgangurinn með uppfærslum á verkum Wagners ætti alls ekki að vera sá að rýna í og fylgja í smáatriðum forskrift Wagners heldur að þjóna eiginlegum uppruna verkanna, að túlkunin eigi að vera fersk og ný í hvert sinn. Á hverja einastu sýningu beri að líta sem til- raun á leið að óþekktu takmarki. Af hverju Neu-Bayreuth? Mörg samverkandi atriði hafa að líkindum leitt til þess að þeir bræður Wieland og Wolf- gang urðu að taka áhættuna á að setja upp óperur Wagners á algerlega nýjan hátt. Það var ekki aðeins listræn stöðnun Bayreuth-há- tíðarinnar, sem þeir urðu að brjótast út úr, heldur líka hitt, að stimpill nazismans hafði brennimerkt jafnt hátíðina sem og sjálfa fjöl- skyldu þeirra. Þannig varð síðari heimsstyrj- öldin eins konar „Götterdámmerung" bæði fyrir Þýzkaland almennt og fyrir Bayreuth sérstaklega. Til þess að „sól risi úr ægi öðru sinni" vissu þeir bræður, að þeir yrðu að segja skilið við fortíðina með afgerandi hætti. Margt í verkum og skrifum Richards Wagner gaf líka tilefni og ástæðu til róttækni í túlkun á verkum hans. Sjálfur hafði Richard verið mjög róttækur á ýmsum sviðum, jafnt listrænum sem stjórnmálalegum, og skilaboð hans voru eitt sinn: „Kinder schafft Neues!" (Börnin góð, gerið eitthvað nýtt!). I „Bréfi til vina minna" hafði Wagner mælt með því að sviðið yrði rutt af öllu öðru en því allra nauð- synlegasta. Því má segja að með hinum ný- stárlegu uppfærslum sínum hafi Wieland tek- ið afa sinn á orðinu! Hér má einnig nefna að í óperum Wagners kemur fram, bæði í texta og ekki síður í tón- listinni, skilningur eða innsæi hans gagnvart djúpsálarfræði, sem þá var alls ekki til orðin sem fræðigrein, en kom löngu síðar fram með kenningum Siegmunds Freud og lærisveina hans. Eftir Freud var alls ekki hægt að líta fram hjá þessari hlið verka Wagners. Það kom þó fyrst í hlut sonarsona hans með nýj- um aðferðum að túlka og leggja áherslu á þessar mikilvægu kenningar, sem höfðu svo gjörbreytt hugsunarhætti manna á 20. öid- inni. Uppfærslur Wielands lögðu mikla áherslu á djúpsálarfræðilega og symbólíska túlkun verka Wagners. Til að koma þeirri sýn sem best til skila varð að ryðja sviðið af öllu óþarfa prjáli, en einfóld nútímaleg form og áhrifamikil lýsing og litir notuð til að undir- strika túlkunina. Wieland Wagner lagði einnig áherslu á að verk Wagners ættu alls ekki að vera safn- gripir heldur yrðu þau að ná til samtíðar sinnar. Hann taldi t.d. ekki líklegt að gömlu aðferðirnar myndu duga til að vekja áhuga þess fólks sem vaxa myndi úr grasi í skugga kjarnorkusprengjunnar. En Wieland Wagner leit ekki aðeins til nú- tímans í túlkun sinni á verkum Richards Wagner. Hann minntist þess einnig að afi hans hafði litið á sig sem arftaka hins forn- gríska leikhúss. Eins og Grikkirnir sótti Wagner í sjóð goðsagna og dramatísk upp- bygging verka hans dró oft dám af hinum grísku fyrirmyndum. Þá má benda á að Wagner teiknaði nýtt óperuhús sitt í Ba- yreuth með hliðsjón af hinu gríska leikhúsi („amphiteater"). Með tímalausum sviðs- myndum og búningum áttu uppfærslur Wi- elands eftir að minna á tengsl verka Wagners við grísku harmleikina. Parsifal og Níflungahringurinn 1951 Ungur að aldri lagði Wieland Wagner stund á listmálun og síðan leiktjaldagerð. Honum var fljótlega falið að teikna leiktjöldin r VERK WAGNERS 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.