Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Page 16
Morgunblaðið/Þorkell FINGRUM smellt f takt við tónlistina. Skólatónleikar á vegum Tónlistar fyrir alla miða að því að glæða áhuga og skilning skólabarna á öllum aldri á ólíkum tegundum tónlistar. FJÖLSKRÚÐUGIR FLÖKKUTÓNAR Ljósið kemur langt og mjótt langt og mjótt, langt og mjótt ljósið kemur langt og mjótt logar á fífustöngum. Halla kerling fetar fljótt fetar fljótt, fetar fljótt Halla kerling fetar fljótt framan eftir göngum. Þetta gamla íslenska tví- söngslag er að flnna í þjóðlaga- safni Bjarna Þorsteinssonar. Eins og Egill Ólafsson bendir börnunum á er Halla engin venju- , leg kerling. Hún fetar eftir bæjar- göngunum út á hlað þar sem hún hittir fyrir meðlimi tríósins og bregður sér með þeim í heimsreisu með kvæði sitt. Gunnar Hrafnsson bassaleikari hefur gert djassút- gáfu af laginu og Sigfríður Björnsdóttir tón- listarkennari var hljómsveitinni innan hand- ar við undirbúning dagskrárinnar. Skólun- um í Kópavogi höfðu verið send nótnablöð ÞAÐ er að nálgast hádegi þegar síðasti hópur nemenda, yngri bekkir Snælandsskóla í Kópa- vogi, gengur í einfaldri röð inn í tónmenntastofu skólans. Reyn- ir skólastjóri hrósar þeim fyrir prúðmennskuna. Leikurinn á heldur eftir að æsast þegar Eg- ill Ólafsson bregður sér í gervi rappara með liðsinni tveggja ungra drengja. Tríó Björns Thoroddsens með Egil Ólafsson í farar- broddi gerði nýverið víðreist um skóla í Kópavogi og sýndi börnum og ungmenn- um þar á bæ fram á, svo ekki varð um villst, að sama lagið getur brugðið sér í ótal gervi. Það sem í fyrstu hljómar eins og gamalt ramm-íslenskt þjóðlag má laga að flestum tónlistarstefnum heimsins; allt frá Japan í austri til Bandaríkjanna í vestri - jafn- vel villtu vestri! - með viðkomu í Þýskalandi stríðsárabóhemsins og myrkustu frumskógum Afríku. Tónlist fyrir alla er verkefni sem fyrst var reynt í samvinnu tónlistarmanna, skóla og sveitarstjórnar ó Selfossi órið 1992. Verkefnið felur í sér reglulega skólatónleika og opin- bera tónleika í tengslum við (dó, og nær til ýmissa þéttbýlis- staða víðs vegar um landið. HULDA ~STÉFÁNSDÓTTIR hafði spurnir gf~ verkefninu og sat tónleika með yngstu bekkjum Snælandsskóla í Kópavogi ósamt því að ræða við forsvarsmenn verkefnisins. ásamt tillögum að kennsluefni til undirbún- ings fyrirfram í tónmenntakennslu. Öll lærðu börnin lag og texta og þeim eldri var jafnframt kynnt gömul hefð tvísöngsins, eða organum. Þá hafði hópur barna í hljóðfæra- námi æft lagið og í lok tónleikanna komu þau fram ásamt hljómsveitinni og létu ljós sitt skína. Hæfileikar leyndust reyndar víð- ar í salnum því á ferð Höllu um villta vestrið buðu sig fram tvær stelpur sem stigu „villt- an“ dans með söngvaranum og þegar Egill spurði hvort ekki væru rapparar í salnum stóð ekki heldur á viðbrögðunum. Fyrr en varði voru þeir komnir, tveir ungir drengir, og þaulvanir rapparar, „Ljósið fetar langt og mjótt, langt... langt... og mjótt,“ með til- heyrandi göngulagi og handapati. Naer til helmings grunnskólanema ó landinu Tónleikadagskrá á vegum Tónlistar fyrir alla fer senn að ljúka þennan veturinn. Verk- efnið hófst árið 1992 með samstarfi tónlistar- manna, skóla- og sveitarstjórnarmanna á Sel- fossi, og ári síðar í Kópavogi. Það var fyrir at- beina Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara að verkefninu var hrundið í framkvæmd. Markmið þess er að stuðla að aukinni al- mennri tónmenntakennslu í grunnskólum landsins og fjölbreyttari tónlistarsmekk ungs fólks og barna. Því þó að fjórðungur allra grunnskólabarna stundi nú tónlistarnám og tónlistarskólar séu víða um land hefur al- menn tónlistarkennsla í grunnskólum átt undir högg að sækja. Verkefnið felur í sér reglulega skólatónleika og opinbera tónleika í tengslum við þá, og nær til dreifbýlis og þétt- býlis á suðvestanverðu landinu, allt frá Saur- bæjarhreppi á Vesturlandi að Austur-Eyja- fjallahreppi, að Vestmannaeyjum meðtöld- um. Byggðarlögunum er skipt upp í átta svæði sem ná til alls Vesturlands, Árnes- sýslu, Rangái-vallasýslu, Suðurnesja, Vest- mannaeyja, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Reykjavíkur með þátttöku Fræðslumiðstöðv- ar Reykjavíkur frá síðastliðnu hausti. Verk- efnið nær nú til helmings gi-unnskólabarna á landinu og stefnt er að því að Tónlist fyrir alla nái til alls landsins innan fárra ára. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. APRÍL 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.