Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 2
FLUGELDASÝNING í ÍSLENSKU ÓPERUNNI Morgunblaðið/Kristinn AUÐUR Gunnarsdóttir sópransöngkona og Jón Rúnar Arason tenórsöngvari munu njóta fulltingis Gerrits Schuil píanóleikara á lokatónleikum vetrarins hjá Styrktarfélagi íslensku óperunnar í dag. JÓN RÚNAR Arason tenórsöngvari og Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona koma fram á tokatónleikum starfsársins hjá Styrktarfélagi íslensku óperunnar í dag kl. 17. Gerrit Schuil leikur með á píanó. Á efnisskrá verða íslensk og ítölsk sönglög, óperuaríur og dúettar. „Mikil flugeldasýning,“ eins og Auður tekur til orða. Jón Rúnar og Auður voru samferða í gegn- um Söngskólann í Reykjavík á sínum tíma en eftir útskrift lágu leiðir þeiiTa í ólíkar áttir. Auður hélt til náms við tónlistarháskólann í Stuttgart í Þýskalandi, þaðan sem hún útskrif- aðist með láði í fyrra, en Jón Rúnar nam söng í Lundúnum, Kaupmannahöfn, Mflanó og nú síðast Róm. Jón Rúnar hefur komið fram við ýmis tæki- færi hér á landi, mörgum er eflaust í fersku minni túlkun hans á þjóðsöngvum íslands, Noregs og írlands fyrir knattspyrnulands- leiki á Laugardalsvellinum í fyrra, en hann hefur ekki í annan tíma komið fram á ein- söngstónleikum. Var þetta ekki löngu tíma- bært? „Jú, það má kannski segja það; Annars eru tónleikar ekki mín sérgrein. Eg er meiri sviðstenór, lýriskur spintó, og kem til dæmis aldrei til með að syngja Vetrarferðina eða sambærileg verk. Þetta verða aftur á móti ör- ugglega skemmtilegir tónleikar, enda flestar mínar uppáhaldsaríur og -dúettar á efnis- skránni, að ekki sé talað um íslensku sönglög- in, sem eru algjör gullnáma. Eg held aldrei tónleika án þess að troða einu eða tveimur ís- lenskum lögum inn í prógrammið. Þetta er í blóðinu." Oft er sagt um óperusöngvara að þeir búi í ferðatöskum - til að leggja áherslu á annríki þeirra um allar trissur. Sjaldnast er þetta þó raunin í orðsins fyllstu merkingu, nema í til- viki Jóns Rúnars - hann býr raunverulega í ferðatöskum. „Ég er bækistöðvalausi tenór- inn,“ segir hann. „Bý bara þar sem ég er að vinna hverju sinni. Þessa dagana bý ég á Is- landi en þar áður í Osló, þar sem ég var að syngja í Rigoletto eftir Verdi, og í Gautaborg, þar sem ég fór með hlutverk í Madame Butt- erfly eftir Puccini. Eftir helgina flyt ég síðan til Færeyja, þar sem ég mun taka þátt í flutn- ingi á Sálumessu Verdis." Segir Jón Rúnar þetta stafa af því að það henti sér betur að vera lausráðinn en fastráð- inn söngvari. Á þessu stigi ferilsins vilji hann vera sjálfs sín herra. „Færi ég að fastráða mig við óperuhús yrði mér bara jaskað út. Það kæri ég mig, eðli málsins samkvæmt, ekki um. Þá er ómetanlegt að hafa tíma fyrir sjálfan sig á milli verkefna, til að meta stöðuna, bæta tæknina og vinna úr vandamálum, sem koma upp annað slagið. Ef maður er fastráðinn við hús gefst enginn tími til að gera þessa hluti.“ Anrsir hjá Auði Þótt tónleikarnir í íslensku óperunni séu aðalástæðan fyrir koma Auðar, sem búsett er í Þýskalandi, til landsins að þessu sinni, hyggst hún nýta dvölina til fleiri góðra verka, meðal annars að syngja á fernum tónleikum Karla- kórsins Fóstbræðra í næstu viku. Við komuna til Þýskalands bíða hennar tón- leikar ásamt bassasöngvara og píanóleikara í útjaðri Stuttgart, þar sem söngleikjatónlist verður á boðstólum. Þá hefur hún nýlokið upp- tökum fyrir útvarp og geislaplötu á verkum eftir Joseph Martin Kraus ásamt fflharmón- íukórnum í Stuttgart og Stuttgarter Kammer- orchester. I júní kemur hún síðan fram á tón- leikum með sama kór og hljómsveit og frá og með nóvember mun Auður fara með hlutverk Ánchen í óperu Webers, Freischútz, í óperu- húsinu í Balingen. Söngkonan kvartar því ekki undan verkefnaskorti. En þótt starfsvettvangur Auðar sé aðallega í Þýskalandi segir hún nauðsynlegt að koma eins oft og unnt er heim til íslands og halda tónleika - ekkert jafnist á við að syngja fyrir ,;sitt fólk“. Það fær hún tækifæri til að gera í Islensku óperunni í dag. Nýtt verk eftir Svein Einars- son í Lundúnum MUTTER HELGAR ÁRIÐ BEETHOVEN THE Icelandic Take Away Theatre (ITAT) frumsýndi „The daughter of the Poet“ nýtt verk eftir Svein Einarsson í Lundúnum á fimmtudagskvöld. ITAT er fyrsti og eini íslensku atvinnuleik- hópurinn sem starfræktur er í Bretlandi og er þetta þriðja verkefni hans. Sveinn Einarsson er höfundur og leikstjóri verksins sem byggt er á Egils sögu og Lax- dælu. „Leikritið er tflraun til að segja sögu Þorgerðar Egilsdóttur sem er mikilvægur karakter í báðum sögunum án þess að vera hetjan í þeim. Hún fléttar saman völdum þátt- um þannig að úr verður ein heild sem gefur innsýn í h'f hennar sem dóttir skáldsins, eigin- kona höfðingjans og móðir hetjunnar,“ segir m.a. í kynningu. Fimm leikarar og einn tónlistarmaður taka þátt í uppfærslunni, þeir eru; Ágústa Skúla- dóttir, Ásta Sighvats, Glódís Gunnarsdóttir, Neil Haugie, Árni Pétur Reynisson og Arngeir Heiðar Hauksson. Búningahönnuður er Katrín Þorvaldsdóttir, sviðsmynd er í höndum Jóns Trausta Bjarnasonar og lýsingu annast Þórður Orri Pétursson. Magnús Magnússon KBE er verndari leik- hópsins og hefur verið ötull liðsmaður í að kynna verkið. Greinar hafa þegar birst í The Times, What’s On og Evening Standard Verkið er flutt á ensku og verið er að leggja drög að leikferð með það í haust. ÞÝSKI flðluleikarinn Anne Sophie Mutter hefur ákveðið að leika aðeins fiðlusónötur eftir Ludwig van Beethoven í ár. í samtali við Aftenposten segist hún vita að þetta hljómi fráleitt en hún hlakki til að takast á við þetta verkefni, sem hún hefur sjálf sett sér. Undanfarin ár hefur Mutter leikið tölu- vert af samtímatónlist en er nú að snúa sér aftur að sígildu meisturunum. Mutter hefur dregið nokkuð úr tónleika- haldi, segist hafa skorið fjölda tónleikanna niður í sextíu á ári. Einn þeirra verður í Björgvin í maí, þar sem Mutter leikur þrjár sónötur fyrir fiðlu og píanó í Grieg-höllinni. Alls eru sónöturnar tíu og leikur Mutter þær á þremur kvöldum, í þeirri röð sem tón- skáldið samdi þær. Segir hún þetta eins og að upplifa fimmtán ár af lífi Beethovens. Sú fyrsta sé samin er hann var ungur maður undir áhrifum frá Mozart og Haydn en svo breytist þær eftir því sem skilningur hans á hljóðfærinu aukist og hann átti sig á því að fiðlan sé félagi hljóðfæraleikarans. Ætlunin er að taka flutning Mutter og píanóleikarans Lamberts Orkis upp og verður það gert á tónleikum í Wiesbaden í ágúst. Gallinn er bara sá að oft er mjög heitt í þeim mánuði og ekki er hægt að hafa loftkælinguna á, á slík- Anne Sophie Ludwig van Mutter Beethoven um tónleikum. Því segist Mutter biðja til Guðs að ágúst verði kaldur þetta árið. Næsta stóra verkefni kallar Mutter „2000“ en fyrri hluta þess árs ætlar hún aðeins að leika verk sem samin voru fyrir fiðlu á 20. öldinni og verða fyrstu tónleikarnir í New York um áramótin. Síðari hluta ársins ætlar hún hins vegar að hvíla sig. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinss. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið laug. og sun. kl. 13.30-16. Leiðsögn á sunnudögum kl. 15. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga. Gallerí Listakot - Laugavegi 70 Iréne Jensen. Til 25. apríl. Gallerí 20 fm, Vesturgötu lOa Gallerí Sýnibox: Helgi Ásmundsson sýnir. Gallerí Hlust: Willie Bell flytur nýtt verk. Síminn er 551 4348. Gallerí Bannur: Massimo Morossi. Gallerí Hornið, Hafnarstræti Sigrún Ögmundsd. og Anna Snædís Sigmarsd. sýna til 6. maí. Hallgrímskirkja Teikn. Valgerðar Bergsd. Til 14. maí. Kvennasögusafn íslands, Þjóðarbókhlöðu Auður Ólafsd. er myndlistarm. aprílm. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugar- nestanga Sýning vetrarins nefnist Svífandi form. Verk eftir Sigurjón Ólafsson. Til 5. maí. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Ólöf Nordal. Til 10. maí. Kjarvalsstaðir, Flókagötu Georg Guðni og Bernard Moninot sýna til 17. maí. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 Erlend verk í eigu safnsins til 10. maí. Norræna húsið, Hringbraut Norrænt grafíkþríár: Helle Frosig, Antti Tanttu, Marius Olsen, Anne-Birthe Hove, Hafdís Ólafsdóttir, Sonja Krohn, Urban Engström og Stanislaw Wejman. Til 26. apríl. Gallerí Fold við Rauðarárstíg Gunnlaugur Stefán Gíslason sýnir til 5. maí. Gerðuberg - Gerðubergi Sjónþing Huldu Hákon til 17. mai. Nýlistasafnið, Vatnsstig 3b Afmælissýning tími/rými er haldin í tilefni 20. ártíðar Nýlistasafnsins. Sýnendur eru félagar í Nýlistasafninu fyrr og nú. SPRON, Álfabakka 14, Mjödd Bragi Ásgeirsson. Til 5. júní. Stofnun Áma Magnússonar, Árnagarði v/Suðurgötu Handritasýning. Til 15. maí. Stöðlakot, Bökhlöðustig 6 Guðrún Marinósdóttir og Sif Ægisdóttir sýna til 3. maí. Listasafn ASI, Freyjugötu 41 Guðrún Gunnarsdóttir og Camilla Vasudeva sýna til 10. maí. Gallerí Smi'ðar & Skart, Skólav.stíg 16a Brynhildur Guðmundsdóttir sýnir til 14. maí. Skotið, Hæðargarði 31 Samsýn. 13 kvenna á silkimyndum til 8. maí. Haukshús, Álftanesi Steinunn Helgad. sýnir í dag og á morgun. TÓNLIST Laugardagur 25. apríl Styrktarfélagstónl. í íslensku óperunni kl. 17; Auður Gunnarsdóttir sópran og Jón Rúnar Arason tenór. Tónlistarsk. í Reykjavík; Burt- fararpróf Áka Ásgeirssonar trompetl. í Fella- og Hólakirkju kl. 17. Stórsveit Reykjavíkur heldur tónl. í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17. Kyrjumar halda vortónleika í Víðistaðakirkju kl. 17. Kvöldvaka með Steinunni Sigurðardótt- ur og Carli Möller í Haukshúsum, Áílftanesi kl. 20.30. Sunnudagur 26. apríl Vortónl. Kariakórs Selfoss í Þorlákskirkju, Þorlákshöfn kl. 16. Kór aldraðra með tónleika í Hjallakirkju kl. 16. Sinfóníuhljómsv. áhuga- manna í Neskirkju kl. 17. Tónl. á vegum Tón- listarsk. í Reykjavík í Fella- og Hólakirkju kl. 20.30. Kór Hafnarfjarðarkirkju heldur vor- tónl. í Hafnarfjarðarkirkju kl. 16. Þriðjudagur 28. apríl Stórsveit Reykjavíkur heldur tónl. á sal Fjöl- brautarskóla Suðurnesja kl. 20.30. Vortónl. Tónlistarsk. Kópavogs á sal skólans kl. 18. Fimmtudagur 30. apríl Vortónl. Tónlistarsk. Kópavogs á sai skólans kl. 20. LEIKHÚS Þjóðleikhúsið Óskastjarnan, sun. 26. apr., mið. Fiðlarinn á þakinu, lau. 2. maí. Grandavegur 7, fös. 1. maí. Meiri gauragangur, lau. 25. apr., fim. Pojjpkorn, lau. 25. apr., fim. Gamansami harmleikurinn sun. 26. apr., fös. Borgarleikhúsið Sex í sveit, lau. 25. apr., fim., fös., lau. Loftkastalinn Bugsy Malone, lau. 25. apr. Fjögur hjörtu, sun. 26. apr., lau. Trainspotting, fos. 1. maí. Nóttin skömmu fyrir skógana, sun. 26. apr. Kaffileikhúsið Svikamylla, lau. 25. apr., sun., fim., fös. Leikfélag Akureyrar Söngvaseiður, lau. 25. apr., sun., fös., lau. Markúsarguðspjall sun. 19. apr. Möguleikhúsið Einar Áskell sun. 26. apr. Sálir Jónanna ganga aftur lau. 25. apr., sun. Ilafnarfjaröarleikhúsið Síðasti bærinn í dalnum lau. 25. apr., sun., lau. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. APRÍL 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.