Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 15
þar, bláir og bólgnir af reiði. Þetta var ekki sú framtíð sem þau höfðu hugað dóttur sinni. Fjölskyldufundurinn fór fram í klausturkap- ellunni. Þegar ljóst var að engar fortölur dugðu, Klara var óhagganleg í ákvörðun sinni, hugðist faðir hennar taka hana heim með valdi. Unga stúlkan greip þá dauðahaldi í altarisbríkina með annarri hendi, en með hinni fleygði hún af sér nunnublæjunni, svo stutt hárið, vafalaust óhönduglega klippt, blasti við sýnum. Foreldrum hennar hnykkti við, þau höfðu komið of seint, dóttirin var fall- in í verði á hjónabandsmarkaðnum. Það er mögulegt að Klara hafi í fyrstu starfað með öðrum konum í þorpunum í kring við að hugga og hjúkra, á svipaðan hátt og Frans og félagar hans. En áður en langt um leið settist hún um kyrrt, ásamt nokkrum öðr- um konum, í San Damio sem Frans hafði látið endurbyggja, og fékk leyfi hjá páfa til að stofna nýja reglu. Regla hennar var ein sú strangasta sem um getur: Hver sú kona sem þar fór inn sór þess dýran eið að fara ekki út fyrir klausturvegg- ina það sem hún ætti eftir ólifað, snúa baki við fjólskyldu og vinum og þurrka allt úr huga sér nema óslökkvandi ást á Kristi. Eins og segir i samtímaTjóði: „I heilagri eyðimörk klaustursins mættum við deyja til þess að öðl- ast eilíft líf." Þrátt fyrir strangan aga náðu hreyfmgar þeirra Frans og Klöru fljótt feikilegum vin- sældum víða um lönd. Regla Klöru nefndist fátæku Klörurnar (á frönsku Poverelles) og voru stofnuð næstum fimmtíu slík klaustur á Spáni með hraði, og allmörg í Bæheimi, á Frakklandi og Englandi. Fransiskanar höfðu mikil áhrif á andlegt líf, stunduðu trúboð víða og ýmsir þeirra tengdust háskólum og öðrum stofnunum kirkjunnar. Næstu ár sat Klara um kyrrt í klaustri sínu. Tvær systur hennar gengu í regluna og síðar móðir hennar. En Frans hélt uppteknum hætti, ferðaðist um og predikaði. Árið 1219 sigldi hann í austurveg að vinna með krossförum að trúboði. Hann komst yfir víglínu kristinna manna og múslíma og hitti Saladín soldán. Vel fór á með soldáni og hinum kristna betlimunki. Þeir ræddu trúmál í besta bróðerni, en hvorugum tókst að telja hinum hughvarf. Hins vegar varð Frans í meira lagi vonsvikinn yfir hátt- erni krossferðariddara, sem brytjuðu niður saklaust fólk fyrir botni Miðjarðarhafs með sálmasöng á vör. Jafnvel kristnir menn í Miklagarði, sem að vísu heyrðu ekki undir páfann í Róm heldur patriarka austurkirkj- unnar, urðu fyrir þungum búsifjum af hendi þeirra. Kærleiksboðorð Krists kafnaði í land- vinningastefnu, því miður hvorki í fyrsta né síðasta sinn. En brátt var Frans kallaður heim til Italíu af páfa til að koma stjóm á fylgjendur sína, Fransiskana, sem fjölgaði óðum, og setja þeim reglur. Vera má að boð um algjöra hlýðni Fransiskana við ábóta og aðra yfirboð- ara hafi verið sett að kröfu páfagarðs. Ýmsum hefur fundist hún stinga í stúf við grasrótar- andann sem lék um Frans sjálfan. Svo mikið er víst að hann afsalaði sér fljótlega öllum stjórnunarstörfum í reglunni sem hann var upphafsmaður að, og kaus fremur að ganga berfættur um ítalíu og tala um dýrð himins og jarðar. Eitthvað gerðist þó sem leiddi til þess að þau Klara fjarlægðust. Ef til vill sífelldur áróður frá páfagarði um hve návist kvenna væri körl- um óholl. Frans er sagður hafa tekið undir þann söng á seinni árum sínum. Hann leyfði fylgjendum sínum að vísu að heimsækja nunn- ur, en ekki nema sjaldan og skyldu þeir vera með fýlusvip meðan heimsóknin stæði yfir. Sjálfur sagðist hann aldrei horfa framan í kon- ur og neitaði að þekkja nema tvær af tegund- inni í sjón. Mun Klara hafa verið önnur þeirra. Árið 1224 varð Frans fyrir djúpri andlegri reynslu á La Verna fjalli, ekki allfjarri Assisi. I trúarvímu endurlifði hann krossfestinguna svo sterkt að sár opnuðust á líkama hans, eins og naglaförin og síðusárið á líkama Krists. Um svipað leyti veiktist hann og leitaði þá at- hvarfs 1 klaustrinu hjá vinkonu sinni. Hann vildi þó ekki gista undir þaki hinna heilögu kvenna heldur svaf undir berum himni úti í klausturgarðinum. Þar orti hann sitt frægasta kvæði, Sólarsónginn (Cantico della creatura). Helgi Hálfdanarson hefur þýtt það á íslensku, og hefst það á þessa leið: Ó, hæsti Herra, máttugur oggóður, lofsé þér og dýrð, heiður og öD blessun! Það berþér einum, þú öllum hærri, og enginn maður er jaess verður að nefna þig- Lofaður sért þú, Herra, og öll þín sköpun, og umfram aJJt vor systir Sólin, sem kemur til vor með Ijósið og daginn; fögur er hún og skín afmiklum ljóma; um þig, hinn hæsta, ber hún vitni. HEILOG Klara af Assisi - nýlega útnefnd af páfa sem verndardýrlingur sjónvarps. Hún var einn tryggasti vinur Frans af Assisi. Freska frá 14. öld eftir Simone Martini. Hann heldur áfram og þakkar fyrir bræður okkar Mánann, Vindinn og Eldinn, og systur okkar Vatnið og Móður Jörð, en segir svo: Lofaður sért þú, Herra, fyrirþá sem fyrirgefa afást til þín og þola breyskleik í nauðum; vel sé þeim sem með friði þreyja allt til enda, þvíþú hinn hæsti, munt krýna þá sigri. Kvæðinu lýkur á orðunum: Lofið Herrann með vegsemd ogþökk og þjónið honum í allri auðmýkt. Eftir þetta varð Frans sífellt veikari. Sjónin dapraðist uns hann varð alveg blindur og tveimur árum eftir að hann orti sönginn til sólarinnar andaðist hann í fátæklegu bygg- ingunni þar sem ævistarf hans í þágu kristni hafði byrjað, við kapelluna í Portiuncula þar sem hann fyrrum hafði skorið hárið af Klöru þegar hún sór nunnueið. Klara lifði Frans í næstum þrjá áratugi. í ævisögu sem skráð var skömmu eftir dauða hennar var hún sögð glaðlynd og umhyggju- söm. Hún átti það til að ganga um klaustrið á næturnar og þrýsta ábreiðunum þéttar að sofandi nunnunum. I annan stað hafði hún járnvilja. Hafi nokkur kona afsánnað orð kirkjufeðranna um að konur væru ringlaðar og varnarlausar gegn snörum djöfulsins þá er það Klara. Líkt og Frans hafði hún lagt of hart að sér við meinlæti og missti snemma heilsuna. Hún var sárveik orðin og lá rúmföst, þegar svo bar við að óaldarfiokkur stefndi til hinnar auðugu Assisi-borgar, illúðlegir hermenn, gráir fyrir járnum. Mikil skelfing greip um sig. Klara var borin upp á borgarveggina, í höndunum hafði hún skrín með heilögu sakramenti og vafa- laust hefur hún beðið heitt. Árásarmönnunum leist ekki á blikuna, og flúðu af hólmi. Klara var mikils metin af samtíðarmönnum sínum og margir mektarmenn komu í klaustr- ið að biðja hana blessunar og leita hjá henni ráða. En páfarnir voru tregir til að veita leyfi til svo algjörrar fátæktar sem hún krafðist fy- ir reglu sína. Hún vildi ekki einu sinni eiga landið sem klaustur hennar stóð á, hvað þá meiri eignir. Hún fyrirskipaði nunnum sínum að öðru leyti algjöra hlýðni við páfa, en á þessu sviði var hún ófáanleg til að beygja sig undir vilja hans. „Leystu mig frá syndum mínum en ekki eiðnum um ævilanga fátækt" er haft eftir henni. Fimm sinnum hafhaði hún stofnskrám fyrir reglu sína þar sem henni fannst fátækt- arboðið ekki nógu afdráttarlaust. En það stangaðist á við íburðarmikinn lífs- stíl margra kirkjunnar manna. Það var ekki fyrr en Klara lá á banasæng, árið 1253, að Innócentius páfi heimsótti hana ásamt kard- ínálum sínum og færði henni sjöttu stofn- skrána fyrir reglu hennar þar sem hún loks fékk heitustu ósk sína uppfyllta. Þar var krafa hennar tekin til greina og staðfest. Tveimur dögum síðar andaðist hin aeru- verða abbadís. Þau Klara og Frans áttu það sameiginlegt með íslenskum samtíðarmanni sínum, Guð- mundi góða (1160-1237), að líf þeirra og störf ýttu undir skáldgáfu fólks. Af þeim spunnust ljúfar helgisögur sem þó geyma sannan kjama og endurspegla óskir fólks og drauma. I einni þeirra segir að Klara fór til kvöldverð- ar í aðsetri Frans í Portiuncula: „Eftir fábrotið borðhald með Frans og reglubræðrunum hófust umræður um guð- rækileg efni og Frans talaði sig heitan um hugðarefni sín. Þau gleymdu tímanum og gættu þess ekki að komið var langt fram á nótt. Fjárhirðar í grenndinni sáu bjarma yfir klaustrinu, óskiljanlegt geislaflóð. Þeir óttuð- ust að þar hefði komið upp eldur, fylltu fötur og stampa af vatni og hröðuðu sér til slökkvi- starfs. Hjálparsveitin varð furðú lostin þegar hún kom á vettvang, því að klaustrið stóð alls ekki í björtu báli. Þar var aðeins fólk sem tal- aði svo fallega um guðdóminn að birtunni af samræðunum sló upp á himininn." Önnur saga virðist fela í sér gagnrýni á þá sem heimtuðu aðskilnað kynjanna: „í grennd við Assisi, í bænum Spoleto, höfðu nunnur nokkrar hrifist af hugsjónum Klöru og langaði að tengjast reglu hennar. Fóru Frans og Klara fótgangandi að finna þær. Á leiðinni settust þau inn á krá til að fá sér hressingu. Gestgjafanum gast ekki að því að munkur og nunna skyldu ferðast saman um landið og þóttist viss um að þau hefðu trúna sem yfirvarp ýfir dufl og daður. Hann afréð að gera þeim grikk. Það var föstudagur en á þeiríi degi vikunnar borða kaþólskir ekki kjöt heldur fisk. Gestgjafmn snaraði feitri hænu á borðið hjá þeim. Frans hafði innleitt í reglu sína ritningargrein sem svo hljóðar: Et- ið allt sem fyrir yður verður sett. (Kor.I, 10:27.) - og hugðist hlýða þeim orðum. Hann gerði krossmark yfir fuglinn - en viti menn, sú vængjaða lifnaði við þótt steikt væri og flaug leiðar sinnar. I hennar stað duttu tveir fiskar niður á fatið, og gæddu hinir guð- hræddu ferðalangar sér á þeim. Orð gestgjafans höfðu sært Frans. Á heim- leiðinni vildi hann ekki sjást með Klöru. Hann valdi sér leið eftir dalbotninum en bað hana að ganga efri leið eftir hæðahryggjum. Vetur var og snjór á jörðu. Klöru leiddist að vinur hennar vildi ekki eiga með henni samfylgd og spurði: Hvenær sjáumst við aftur? Þegar blómin springa út á tindinum þarna uppi, svaraði hann fúll, og benti á hátt fjall þar sem aldrei leysir snjóa. Hnuggin í bragði þræddi Klara hæðardrög- in. En allt í einu fór snjórinn meðfram stígn- um að bráðna og litfögur blóm gægðust upp úr moldinni. Nú lifnaði yfir Klöru - hún tíndi svuntuna sína fulla af blómum, hljóp niður í dalinn þar sem Frans þrammaði áfram og sýndi honum dýrðina. Nú sannfærðist hann um að „allt er hreinum hreint" og heim til Assisi gengu þau hlið við hlið. Guðmundur góði var samtíðarmaður þeirra Frans og Klöru. Eins og við munum flakkaði Guðmundur góði um landið með margt kvenna í fylgdarliði sínu og blessaði jafnt vatnsból sem kjötsúpur fátækra kvenna. Hann forðað- ist konur ekki né reyndi hann að festa þær í ákveðnum hlutverkum. Liliana Cavani, leik- stjórinn sem fyrr var nefnd og gerði kvikmynd um Frans og Klöru, er sannfærð um að þau hafi ætlað sér að leysa upp þá múra fordóma og tortryggni sem löngum hafa aðskilið heim kvenna og karla. í viðtalinu sem nefnt var hér að framan segir hún meðal annars: „Þó að ég virði þá sem helga líf sitt hug- leiðslu og bæn þá held ég ekki að Frans hafi frá upphafi ætlast til að Klara lokaði sig inni í klaustri. I leynilegum samræðum sínum fyrstu árin hljóta þau að hafa séð fyrir sér líf með mörgum samverustundum. Frans hlýtur að hafa fundist að konur jafnt sem karlar hefðu rétt til að fylgja þeim frjálsa stíl sem hann boðaði, upplifa hið óvænta, ævintýri lífs- ins. Það er óhugsandi að hann hafi sagt: „Heyrðu Klara, þú skalt loka þig inni í klaustrinu og biðjast fyrir, en ég ætla að leggja land undir fót og skoða allan heiminn." Hélt Klara að hún gæti leyft sér það sem hvaða stelpa í dag getur gert? Ég trúi því ekki að hún hafi strokið úr föðurhúsum aðeins til að loka sig inni í öðru húsi til að liggja þar á bæn. Það voru ytri öfl sem neyddu hana til þess. Veruleikinn stangaðist á við drauminn. Frans er maður sem hlýtur að hafa elskað konur. Það gera ekki margir karlar, jafnvel þótt kvæntir séu. En þeir sem elska konur verða auðugri, öðlast nýja vídd eða nálgun því þeir skynja mannlífið sem órofa heild. Heilaga heild. Litir regnbogans eru ólíkir en allir brot af sama ljósi. Frans sætti andstæður þess kven- lega og karlmannlega. Mér finnst hann hafa orðið fyrir áhrifum frá Klöru, ég leyfi mér að segja að hann hafi hlustað á hana, á kvenlega rödd, á helming mannkynsins. Bæði í ritum hans og Klöru finnum við hvað eftir annað ávarpsorðin, faðir, móðir, bróðir og systir. Þessi orð tjá ást og hlýju. Mér finnst Frans hafi ekki ætlað að skipu- leggja sérstakan söfnuð heldur hugsað sér alla menn sem eina fjölskyldu. Við það breyt- ist allt lífið, og við sjálf. Stórkostlegt! Þennan nýja boðskap halda þau Frans og Klara áfram að senda okkur. Að endurheimta samkennd karla og kvenna með því að skynja alla karla sem bræður og allar konur sem systur. Að allt mannkynið sé eins og samhentur systkina- hópur." Höfundur er sagnfræöingur og rithöfundur. VALDIMAR LARUSSON FYRSTI SUAAARDAGUR Sjá, upp rennur bjartur og undrafagur úr afgi-unnsins myrka hyl. Hinn fyrsti sólgullni sumardagur og segh-: Sko, ég er til! Hann vefurþig örmum, vanga strýkur vinarins mjúku hönd. Þú veist að rysjóttum vetri er lokið, það vorar um höf og lönd. Sumarið framundan seiðandi bíður, með söngfugla kvakandi mergð, þessi fagnandi hópur um loftið líður, hefur lokið erfiðri ferð. I sólroðin fjöllin, sefgras og móa hefur safnast vorboðans hjörð, allt lifnar afdvala um fjallendi og flóa, því fagnar hin íslenska jörð! Börn og fullorðnir brosandi fagna birtu og fuglasöng. Það mun vafaJaust sannast sagna að síst eru dægrin oflöng. Vorboðinn ljúfi hefur vanga þinn strokið vinarins mjúku hönd. Þú veist að rysjóttum vetri er lokið, það vorar um höf og lönd. Höfundur er leikari. BIRGITTA H. HALLDÓRSDÓTTIR GUÐ MILLI STJARN- ANNA Hann er góður sér allt, veit allt. Efhún klárar ekki matinn sinn sér hann. Hann skapar læknar allt, passar allt. Það er skrýtið efhann veit um þetta eina skipti sem hún laug. Lítil stúlka, nagar neglurnar. „Þú guð sem ert svo góður, ekki vera reiður. Það var ósatt að kisa pissaði í rúmið. Það var ég en ég er sex ára. Ekki segja mömmu ég lofa að vera góð." Á himninum blika stjörnurnar og hann brosir. Guð milli stjarnanna. Litla stúlkan sofnar og á vængjum draumsins svífur hún „heim". Hittirguð, sem beið togar í langt skeggið og hlær „þakka þér fyrir guð, þú ert besti vinur minn. Góði guð milli stjarnanna." Höfundurinn er húsmóðir og rithöfundur og býr á Syori-Löngumýri í Húnavatnssýslu. J LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. APRÍL 1998 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.