Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 16
Ljósmynd/VISIONS du nord-Marc Domage TRÉKOFI Hannesar Lárussonar þar sem Anna Guðjónsdóttir og ýmsir fleiri hafa komið fyrir myndum og munum, kortum og steinum. NORÐURHJARANS ANGIST OG ÓHEFT FRELSI . ORVÆNTING Edvards Munch eða öllu heldur brot af henni blasir við á auglýsingum út um alla París. Málverkið er not- að til að minna á sýning- una Visions du nord, Sýnir úr norðri, í Nú- tímalistasafni borgarinnar. I götunni minni, langan veg frá hinu fína 16. hverfi þar sem safnið er, skoða afrískir karlar í kuflum og sandölum geysistórt skilti með myndinni. Og maður fer ekki í neðanjarðarlest án þess að Ör- væntingin úr norðri grípi mann, oft margsinnis af veggspjöldum sömu stöðvar. Enda var troð- fullt þegar sýningin var opnuð, yfir 7.000 gestir samkvæmt blöðum, eða svo mikið af fólki að erfitf var að gæta almennOega að listinni. Þetta var fyrir mánuði, eins og Morgunblaðið sagði frá þá. I sólskini og blíðu síðasta sunnudag fór ég svo aftur að skoða það úrval myndlistar frá Norðurlöndum sem boðið er: fimm gamla meistara, mörg og misjöfn ný verk og svo múr- steinaskúlptúr og málverk Danans Pers Kirke- by, hugsuð til að brúa bilið milli upphafs og endis aldarinnar. Fyrst svart, svo allsbert Þrjár fjörlegar konur spila djass í anddyrinu þetta síðdegi og það þarf dálitla fimi til að kom- ast milli áheyrenda upp tröppurnar að nýlist- inni. Þar er náttúrlega líka maður við mann, fyrst mjög stuttklippt gráhærð kona í mussu sem stendur þétt upp við svartan vegg í svört- um sal og rýnir í rúnir hans. Kannski er hún finnsk, hugsa ég og held áfram að grátóna kyn- lífsmyndum Ceceliu Edefalk. Cecelia málar líka fflshausa og ber þar nokkurn veginn að sama brunni. Við hliðina á eru skrifstofulegar innimyndir Ann Lislegaard, skemmtileg „kyrralif' vegna þess að herbergin beyglast Þrískipt sýning Nútímalistasafns Parísar á norrænni myndlist stendur fram í miojan maí. Þar sem varla sást í verkin fyrir fólki við opnunina í febrúar ákvað ÞÓRUNN ÞÓRSDÓniR að farg gftur einn daginn. Svö" las hún nokkrar umsagnir franskra blaoa, flestar lof- samlegar, reyndar sérstaklega um elsta hlutann. ' 'ma&æ-- '' ' ¦*"'*V: ¦¦. *a3 -; ••• " IPifc •<-«Vjf'-'-/i> ' •$& ífe'Æ'&' - ¦-¦ jC^hJy,'.' '"ttM ' %~- :" ": % m • ¦ :«^v : ': '* K1| S.-sP'r^-. •'. !' "?% 4wv,'^*^fS ¦ ¦ »¦..;*; \ 1:*" ¦^\ .1 S o 4 t 5 ¦ Ljósmynd/VISIONS du nord-Karen Ashton FINNSKI hrópkórinn Huutajat flutti þjóðsöngva við opnunina. eins og eitthvað geti verið bogið við hversdags- leika þeirra. Svo kemur saga um Söndru og reynslu hennar af lífi í Kristjaníu, ég horfi á nokkurra mínútna myndband þar sem Sandra sötrar bjór með tómlætislegum svip og þreytuleg kona hreinsar barskenk. Þær eru ekkert að skipta sér hvor af annarri og ég ákveð að láta líka sem ekkert sé. Höfundunum Joachim Koester og Matthew Buckingham myndi hvort sem er líka það ágætlega. Næst horfi ég lengi inn í frumskóg Henriks Hákansons, Eftir eilífðina heitir verkið eða innsetningin, eins og maður dæmist til að segja um hluti sem settir eru saman í sýningarsal. Því miður má ekki fara inn í grænkuna, kannski eru þar mannætuplöntur eða við- kvæmar jurtir sem myndu deyja við minnstu snertingu. Hins vegar má vel kíkja inn í tré- kofa Hannesar Lárussonar þar sem Anna Guð- jónsdóttir og ýmsir fleiri hafa komið fyrir myndum og munum, kortum og steinum. Þetta kynna þau sem hánorrænt útibú frá Museum Ferner Gegenden í Hamborg. Farsímar, hnyklar eg hrópkór Svo kemur að stóru hvítu hnyklunum, uppá- haldi af opnuninni. Þeir eru ekki eins tilkomu- miklir lengur af því drengirnir tveir eru farnir, sem sátu þá á teppi á gólfinu og prjónuðu ým- ist eða röktu upp að hætti Penelópu, með hæg- lætislegu brosi. Og teppið undir, hvítt eins og hnyklarnir, hefur tekið lit af mannskapnum. Þetta verk var annars hvfld frá æsingi opnun- arinnar, sem lýsti sér meðal annars í farsímtöl- um norrænna vina milli herbergja á sýning- unni: „Storström hér, sæll aftur, ertu niðri í klassíkinni ... ég var að fá plakat og blóm, bíddu aðeins, það eru hér menn að öskra ... við sjáumst bara í kokteilnum ..." Mennirnir sem öskruðu, það er annað minn- 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. APRÍL 1998 tOu \<~/* dr1 ll Uf uo*J/-\J'J^iL>v>/;V^'íVi /l^v,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.