Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 8
t É. É. A ARI HAFSINS OKKUR þykir jafnan sem ekkert geti haggað sjón- um við ströndina nema sjávarföllin og vindurinn. Sjórinn hefur haldist á sínum stað milli flóðs og fjöru, hefur okkur fund- ist, öldum og árþúsund- um saman. Stundum hefur hann að vísu gengið á land í ofviðrum en meðalfjöruborðið teijum við jafnan vera á sama stað. Margir þættir stýra meðalhæð sjávar við landið. Nóg er að einn þáttanna breytist til þess að sjávarhæð raskist svo um munar. Og þannig hefur reynd- ar farið margoft í langri jarðsögu íslands. Þeg- ar Þjórsárhraunið mikla rann fyrir 7.000-8.000 árum var suðurströndin a.m.k. 1-2 kflómetrum utar en nú er. Hraunið náði að renna á þurru út í fjöru alllangt undan Stokkseyri og Eyrar- bakka. Um 2.000-3.000 árum þar á undan var allt láglendi á Suðurlandi, upp í rúmlega 100 metra hæð, sjávarbotn líkt og nú er undan ströndinni. Þá brotnuðu úthafsöldur á Ingólfs- fjalli, Hestfjalli, Eyjafjöllum og við Lómagnúp. Engan skyldi því undra nú þegar tilkynnt er um hægfara sjávarborðshækkun við ísland og er hún þó alls ekki jafn stórbrotin og lýst var hér að framan. Hverju tökwm við eftir? Fólk sem býr við sjávarsíðuna sér nú orðið nýtt landbrot. Sjór nær að kroppa í órofinn jarðveg þegar hátt er í sjó á flóðinu og mikill vindur blæs af hafi. Grjót, möl, þari og reki berst sífellt hærra á land með vetrarbriminu. I Reykjavíkurhöfn eru gömul legufæri, járn- hringir með vír eða keðjum, fest við hlaðna hafnarbakka frá því á öðrum tug 20. aldarinn- ar. Sums staðar eru þeir nú lengst af undir sjávarmáli en voru það auðvitað ekki nýupp- settir. Á Seltjarnar- og Alftanesi er t.d. greini- legt landrof við sjóinn og hefur orðið að gera þar sjóvarnargarða úr stórgrýti. Einna eftir- tektarverðustu breytingar á sjávarhæð eða öllu heldur á nálægð sjávar við byggð eru við staði eins og Höfn í Hornafirði og Vík í Mýrdal. Við Höfn sýnist sem sjór hopi og Horna- fjarðarós grynnist en um leið gengur á sandrif sem hafa varið innsiglinguna í höfnina. Það af- nám hefur reyndar verið minnkað með mann- virkjum. Við Vík mjókkar sífellt landræman milli þorps og sjávar. Vissulega hæickar í sjónum Ef horft er framhjá staðbundunum sjávar- borðshækkunum en litið þess í stað á megin- breytinguna er unnt að staðhæfa að sjávarborð heimshafanna hækkar. Erfitt er að meta eða mæla hækkunina (áflæðið) nákvæmlega. Meg- inlöndin lyftast eða síga þegar massi þeirra breyttist. Þannig veldur rof og afnám jarðlaga því að lönd rísa. Það á einnig við svæði þar sem jarðskurnsplötur (flekar) rekast saman og fell- ingafjöll myndast. Við rísandi strendur mælist hækkun sjávarborðs minni en hún er í raun. Annars staðar er landsig, t.d. vegna upphleðslu gosefna eða stækkandi jökla. Þar sýnist sjávar- borðshækkunin meiri en ella. Flestar nýlegar tölur benda til þess að sjáv- arborðið í heimshöfunum hækki um 20-30 cm á öld, ef miðað er við síðustu 3-4 áratugi. Ef með- HVERSVEGNA HÆKKAR SJÓNUM? EFTIR ARA TRAUSTA GUDMUNDSSON LJÓSMYNDIR: RAGNAR TH. SIGURÐSSON Mikil hlýnun gæti skilao öllum landís norðurhjarans sem vatni til hafanno. Yfirborðið hækkar þá um marga metro. Um leið hyrfu flestir aðrir jöklor heimsins^aT meo talio mikið af suðurskautsísnum. EYJAR á Breiðafirði. Ekki þarf að hækka mikið f sjó tii þess að þær hverfi. altalið er 2,5 cm á áratugi jafngildir það 2,5 mm á ári eða 1 em á hverjum fjórum árum. Breytingar af þessari stærðargráðu hafa orðið áður, ef miða má við fornminjar og ritaðar heimildir. Sjór flæddi a.m.k. sex sinnum á land um nokkurt skeið t.d. við Miðjarðarhafið á ára- bilinu 2.200 f.Kr. til 1400 e.Kr. Afflæði sjávar (lækkun sjávarborðs) varð t.d. um 600,1.200 og 1.800 e.Kr. Hér á íslandi hafa menn lengst af ekki reynt að mæla langtíma sjávarborðs- breytingar kerfisbundið. Um þessar mundir fara þó slíkar mælingar fram. Af þeim má meta augljósa sjávarborðshækkun nokkuð gróflega og fást þá tölur á bilinu 10-30 cm á þessari öld, eftir því hvar borið er niður í land- inu. Um 30 cm hækkun meðalborðsins á sjón- um veldur því að stormöldur ná nokkrum tug- um metra lengra inn á láglendi en ella. Hverjar eru skýringarnar? Enn og aftur skal minnt á að sjávarborðs- breytingarnar verða vart skýrðar með einum þætti umhverfisins. Vitað er að meðalhiti á jörðinni hefur hækkað um 0,5 stig síðan farið var að reikna hann út með tölum frá nógu mörgum mælistöðvum. Þar er helstu orsök hækkunarinnar að finna. Hækkandi hitastig veldur tvennu. Meira bráðnar af jöklum jarðar en áður og er talið að um 15 cm hafi bæst við sjávarhæðina af þeim sökum. Á 14.-19. öld (á „Litlu ísöld") gekk kuldaskeið yfir, einkum á norðurhveli jarðar, og þá lækkaði í sjó. Nú er því öfugt farið. Hin afíeiðing hækkandi hita- stigs er sú að sjórinn bólgnar líkt og annað efni sem hitnar. A.m.k. 5-10 cm sjávarborðshækk- un má rekja beint til hennar. Ef litið er til ís- lands koma önnur atriði einnig við sögu. Á Reykjanesskaga sýnist sem svo að land sígi við strendurnar og geta skýringar á því verið ýms- ar. Aukinn kvikuþrýstingur undir miðbiki skagans eða landlyfting þar vegna fargléttis allt frá því á síðasta jökulskeiði gætu þvingað jaðra skagans niður og valdið landsigi þar þótt miðjan rísi. Sé sú skýring röng má líta til ann- arrar skýringar. Upphleðsla gosefna síðustu árþúsund kann að valda hægu en langvinnu landsigi. Hverjar svo sem réttustu skýringarn- ar eru, bætir landsig við sjávarborðshækkun- ina. Staðbundin frávik frá þessu, eins og grynnkunina við Höfn, eða hraðan ágang sjáv- ar, eins og við Vík og hjá Jökulsárlóni, má svo skýra með öðru móti. Við Höfn sýnist land rísa og þrengist þá að skipsfærum leiðum. Þar kann að koma til minna farg Vatnajökuls en áður var eftir „Litlu ísöldina" (1.300-1.900). Suðaustanverður Vatnajökull hefur greini- lega þynnst og skriðjöklar hopað. Þar kemur svo til viðbótar að sífellt bætist við framburð Hornafjaðarfijóts í núverandi farvegi. Enn annað bætist svo við: Setflutningar í sjó við suðaustur- og suðurströndina hafa breyst. Sem kunnugt er færir brimaldan set meðfram ströndum; til hægri eða vinstri þegar horft er til lands. Ferlið er svona: Brimaldan, sem oft- ast kemur skáhallt að landi, hrífur með sér lausa bergmylsnu af grynningum og kastar henni skáhallt að ströndinni. Utsogið, á hinn bóginn, ber mylsnuna út aftur hornrétt á ströndina (beint út). Með þessu móti færist setið eftir „sikk-sakk" ferli með ströndinni. í 8 LESBÓK MORGUNBLADSINS ~ MENNING/USTIR 25. APRÍL 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.