Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 10
+¦ MEÐ NÝJU húsunum á uppfyllingunni hefur miðbær Hafnarfjarðar fengið aukið vægi og glæsibrag sem ekki var til áður. Við hönnun bygginganna hefur f ríkari mæli en oft áður verið tekið mið HAFNARFJÖRÐUR á það sameiginlegt með ýmsum öðrum bæjum umhverfis landið, að þar myndaðist verzlunarstaður og síðan bær út frá hafnaraðstöðu. Frá náttúrunnar hendi var það líklega bezta höfnin við Faxaflóa og má heita furðulegt að siglingu frá Kaupmannahöfn skyldi ekki fremur beint þangað en að Hólminum utan við Reykjavík. Saga verzlunar og atvinnuhátta í Hamarfirði fram til síðustu aldamóta er rakin í stuttu máli á öðrum stað og vísast hér til þess. Á myndum má sjá að seint á síðustu öld var Hafnarfjörður ekki annað en óregluleg röð húsa undir hraunbrúninni og fjaran var þar fyrir neðan. Athafnasvæðið framan við húsin varð með tímanum að aðalgötunni í bænum; Strandgötunni, sem er þar að vísu ennþá, en komin snertuspöl frá sjónum vegna uppfyllinga. A þeim tiltölulega skamma tíma sem báru- járn var ráðandi byggingarefni var mikið byggt í Hafnarfirði og með tímanum reis fal- leg byggð bárujárnshúsa við Strandgötuna, í hraunbollum upp af henni, en einnig utan í Hamrinum og vestur með firðinum. Mörg þessara húsa standa sem betur fer enn. Um 1920-30 mátti segja að Hafnarfjörður væri bárujárnshúsabær, en með tilkomu steinsteypunnar viku stæðileg bárujárnshús við Strandgötuna fyrir steinsteyptum hús- um, sem mörg hver voru óþarflega kassalaga og menn tóku þá ekkert mið af byggðinni sem fyrir var; húsum með hallandi þökum og göflum, sem „Gaflarar" kenna sig við. Þó voru til markverðar undantekningar, til dæmis Hafnarfjarðar Apótek við Strandgöt- una, sem var steinsteypt hús með háu risi, kvistum og bogadregnum dyrum og glugg- um á jarðhæð. Ekki má heldur gleyma því að Hafnfirð- ingar fengu eitt fallegt hús í miðbæinn með tilkomu steinsteypunnar: Þjóðkirkjuna, sem byggð var 1917 og er byggingarsögulega merkilegt hús vegna þess að hún er fyrsta kirkjan sem brautryðjandinn Rögnvaldur Olafsson lét steypa eftir að hafa teiknað nokkrar frábærar timburkirkjur. Stein- steypuklassíkina frá árunum 1920-30 má og FJÖRUKRÁIN, eitt sérkennilegsta húsið í hinum nýja miðbæ Hafnarfjarðar. Elzti hluti hússins er „Gamla búðin" frá 1841. EFTIR GISLA SIGURÐSSON Eftir ao hús með flötum þökum og kassalagi ruddu bárujárnshúsum á brott við Strandgötuna hefur Hafnar- fjörður fengið athyglisverðan og nútímalegan miðbæj- arkjarna, sem tekur mio af svipmóti eldri bygginga í bænum. Um þessa nýsköpun hafg hinsvegar verio skiptar skoðanir. sjá í fáeinum fallega gerðum íbúðarhúsum í nánd við miðbæinn. Því miður fór þó hér eins og víða annarsstaðar, að bættur efnahagur og byggingatækni höfðu ekki sjálfkrafa í för með sér betri arkitektúr og tilfinningu fyrir umhverfinu. Við Strandgötuna risu með tímanum ný og stærri hús í funkis-stíl, með flötum þökum og alltof kassalöguð til þess að falia að þessu umhverfi. Þau eru það sem enskir kalla „cut and paste modernism", þ.e. einskonar „álímdur" módernismni, sem fór bara eftir eigin duttlungum og valtaði yfir allt sem fyr- ir var. Hús Sparisjóðs Hafnarfjarðar við Strandgötu 8-10 tókst þó bærilega, en beint á móti er gott dæmi um hugsunarlausa ný- NYSKOPUN MIÐB/s ÍO LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/USTIR 25. APRÍL1998 +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.