Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Page 10
 ; ! IS i* p- ?* ' fe • 1 lf> 1 sy-T, ; 1 II i jL n i MEÐ NÝJU húsunum á uppfyllingunni hefur miðbær Hafnarfjarðar fengið aukið vægi og glæsibrag sem ekki var til áður. Við hönnun bygginganna hefur í ríkari mæli en oft áður verið tekið i HAFNARFJÖRÐUR á það sameiginlegt með ýmsum öðram bæjum umhverfis landið, að þar myndaðist verzlunarstaður og síðan bær út frá hafnaraðstöðu. Frá náttúrannar hendi var það líklega bezta höfnin við Faxaflóa og má heita furðulegt að siglingu frá Kaupmannahöfn skyldi ekki fremur beint þangað en að Hólminum utan við Reykjavík. Saga verzlunar og atvinnuhátta í Hafnarfirði fram til síðustu aldamóta er rakin í stuttu máli á öðram stað og vísast hér til þess. A myndum má sjá að seint á síðustu öld var Hafnarfjörður ekki annað en óregluleg röð húsa undir hraunbrúninni og fjaran var þar fyrir neðan. Athafnasvæðið framan við húsin varð með tímanum að aðalgötunni í bænum; Strandgötunni, sem er þar að vísu ennþá, en komin snertuspöl frá sjónum vegna uppfyllinga. A þeim tiltölulega skamma tíma sem bára- járn var ráðandi byggingarefni var mikið byggt í Hafnarfirði og með tímanum reis fal- leg byggð bárajámshúsa við Strandgötuna, í hraunbollum upp af henni, en einnig utan í Hamrinum og vestur með firðinum. Mörg þessara húsa standa sem betur fer enn. Um 1920-30 mátti segja að Hafnarfjörður væri bárajámshúsabær, en með tilkomu steinsteypunnar viku stæðileg bárajámshús við Strandgötuna fyrir steinsteyptum hús- um, sem mörg hver vora óþarflega kassalaga og menn tóku þá ekkert mið af byggðinni sem fyrir var; húsum með hallandi þökum og göflum, sem „Gaflarar“ kenna sig við. Þó vora tö markverðar undantekningar, til dæmis Hafnarfjarðar Apótek við Strandgöt- una, sem var steinsteypt hús með háu risi, kvistum og bogadregnum dyrum og glugg- um á jarðhæð. Ekki má heldur gleyma því að Hafnfirð- ingar fengu eitt fallegt hús í miðbæinn með tilkomu steinsteypunnar: Þjóðkirkjuna, sem byggð var 1917 og er byggingarsögulega merkilegt hús vegna þess að hún er fyrsta kirkjan sem brautryðjandinn Rögnvaldur Ólafsson lét steypa eftir að hafa teiknað nokkrar frábærar timburkirkjur. Stein- steypuklassíkina frá áranum 1920-30 má og FJÖRUKRÁIN, eitt sérkennilegsta húsið í hinum nýja miðbæ Hafnarfjarðar. Elzti hluti hússins er „Gamla búðin“ frá 1841. EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Eftir að hús með flötum þökum og kassalagi ruddu bárujárnshúsum á brott við Strandgötuna hefur Hafnar- fjörður fengið athyglisverðan og nútímalegan miðbæj- arkjarna, sem teku r mið af svipmóti eldri bygginga í bænum. Um þessa nýsköpun hafa hinsvegar verið skiptar skoðanir. sjá í fáeinum fallega gerðum íbúðarhúsum í nánd við miðbæinn. Því miður fór þó hér eins og víða annarsstaðar, að bættur efnahagur og byggingatækni höfðu ekki sjálfkrafa í för með sér betri arkitektúr og tilfinningu fyrir umhverfinu. Við Strandgötuna risu með tímanum ný og stærri hús í funkis-stíl, með flötum þökum og alltof kassalöguð til þess að falla að þessu umhverfi. Þau era það sem enskir kalla „cut and paste modemism“, þ.e. einskonar „álímdur" módernismni, sem fór bara eftir eigin duttlungum og valtaði yfír allt sem fyr- ir var. Hús Sparisjóðs Hafnarfjarðar við Strandgötu 8-10 tókst þó bærilega, en beint á móti er gott dæmi um hugsunarlausa ný- 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. APRlL 1998 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.