Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUVBLAÐSEVS ~ MEMMNG LÍSTIR 16. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR Nl Hafnarfjörður í miðbæ Hafnarfjarðar hefur átt sér stað umfangsmikil nýsköpun og nýjar byggingar risið á uppfyllingu framan við Strandgöt- una, aðalgötuna sem fékk of marga fúnkis- kassa í stað bárujárnshúsanna sem þar voru. I nýja miðbæjarkjarnanum telur greinarhöf- undurinn, Gísli Sigurðsson, að betur hafi verið tekið mið af svipmóti eldri húsa og að 1 heild hafi þessi nýsköpun tekizt vel. Á ári hafsins mun Ari Trausti Guðmundsson skrifa nokkrar greinar og sú fyrsta birtist nú og heitir: Hversvegna hækkar í sjónum? Þegar hitnar á heimsvísu gerist það að ís bráðnar á heimsskautasvæðunum. Ef það gerist til muna, verða afleiðingarnar hrika- legar á strandsvæðum ótal landa. OCTAVIO PAZ ísland 1912 Halldór Friðrik Þorsteinsson kynnti heim- spekinginn Ludwig Wittgenstein í síðustu Lesbók. Þar kom fram að hann réðst í ís- landsferð 1912 ásamt vini sínum, sem skrif- aði dagbók í ferðinni. Hér og í næstu Lesbók er gluggað í þessa dagbók og lýst ferðinni úr Reykjavík að Laugarvatni, Geysi, fram Hreppa, út í Ölfus til Krýsuvíkur og þaðan til Reykjavíkur. heitir þrískipt sýning Nútímalistasafns Parísar á norrænni myndlist. Þar eru sýnd verk fimm gamalla meistara, mörg og mis- jöfn ný verk og svo múrsteinaskúlptúr og málverk Danans Pers Kirkeby, hugsuð til að brúa bilið milli upphafs og endis aldarínnar. Þórunn Þórsdóttir skoðaði sýninguna og segir m.a., að ísblokk Ólafs Élíassonar og myndir Þorvaldar Þorsteinssonar hafi vakið sérstaka athygli. NýlistasafniS stendur nú á tvítugu. Það var stofnað 5. jan- úar árið 1978 og hefur frá upphafi verið sjálfseignarstofnun sem rekin er með opin- berum styrkjum frá ríki og borg. Margir af forvígismönnum SÚM - hreyfingarinnar urðu stofnfélagar Nýlistasaífnsins. Fram- kvæmdastjóri Nýlistasafnsins, arkitektinn og myndlistarmaðurinn Ragnheiður Ragn- arsdóttir, lýsir í samtali við Huldu Stefáns- dóttur starfsemi safnsins og horfir til fram- tíðar. Nýlistasafnið á nú um 2.000 verk inn- lendra og erlendra listamanna frá árunum eftir 1960. TVEIR LIKAMAR JÓHANN HJÁLMARSSON ÞÝDDl Tveir líkamar augliti tíl auglitis eru stundum tvær öldur ognóttinhaf. Tveh* líkamar augliti til auglitis eru stundum tveir steinar ognóttin auðn. Tveh' líkamar augliti til auglitis eru stundum rætur samanfléttaðar ínóttinni Tveú' líkamar augliti til auglitis eru stundum rýtingar og nóttin elding. Tveir líkamar augliti til auglitis eru tvær stjörnur sem hrapa á auðum himni. Forsíðumyndin: Árni Sæberg tók myndina af Erni Þorsteinssyni, myndhöggvara, sem opnar í dag sýningu á þrívíddarverkum úr málmi í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Sjá frásögn bls. 19 Mexíkóska skóldið Octavio Paz (f 1914) lést 19. apríl. Harov var höfuðskóld Mexíkó og eitf helsta skáld Rómönsku Amertku. Paz fékk Nóbelsverðiaun 1990 og gæfir ófirifo hans víða. Tveir likamor er meðal kunnari Ijóða hans. Þetta er frumbirting þýðingarinnar. RABB VIÐ röbbum. Eins og end- urnar. Oftast merkingar- laust. Rabb, rabb. Má heita öðru nafni mas. Lærðir menn (og konur) sem skilgreina mál segja að það sé tjáningartæki; orðin séu til þess að túlka það sem í huga býr, bera ákveðin boð hvert og eitt. Það er ekki nema hálfur sannleikur. Meiriparturinn af því sem við segjum túlkar ekki neitt, það er frumstæð lífshræring, líkt og ið barns sem situr og dinglar fótunum. En það getur verið jafn- gott fyrir því. Osköp gat ég látið svokallað kvenna- slaður fara í taugarnar á mér þegar ég var yngri og tók heiminn (og kvenfólkið) al- varlega. Nú er ég farinn að kunna því vel. Þær eru sísona að rabba saman og þótt erfitt sé að sjá að orðin skipti máli eða umræðuefnin eigi nokkurt erindi upp á pallborð þá gerir það ekkert til: Orðin eru efni í mas og masið hefur í sjálfu sér inn- tak og erindi, sama um hvað masað er. Masið er vinsemdar- og samstöðuvottur rétt eins og klapp, strok og kelirí en þægi- legra því það er ekki eins ágengt eða upp- áþrengjandi. Mér finnst fátt þægilegra en sitja við iðju mína, (eins og t.d. að skrifa blaðagrein á borð við þessa) og vita kven- fólkið mitt samankomið í eldhúsinu að masa. Þarna eru þær sem sagt, á vísum stað, saman, kvíðalausar í þessu undarlega töfraskjóli sem þær kunna svo vel að búa hver annarri úr marklausu bjali: Hlýja sér. Þær leggja meira í bú með því heldur en með öllum dugnaðinum og húshalds- rassaköstunum samanlögðum, truttandi ryksugunni, þvottavélinni, kallinum og krökkunum upp og ofan, fram og aftur, til og frá. • • TOFRASKJOL ÚR HJALI Stórra spurninga kann að vera spurt í svona tali en ekki til að fá fram svör (enda fást þau ekki) miklu heldur til að halda masinu áfram, á réttum og jákvæðum nót- um og í fyrirfram vissu um jákvæð og masvæn viðbrögð. Það er slegið úr og í ját- un og neitun og neitun játað jafnharðan í senn, miklu fremur til að halda uppi já- kvæðum anda en tjá hug sinn enda mein- ingin sjaldnast rótgróin innra. Menn reyna að gefa svör sem þeir halda að spyrjand- inn vilji heyra líkt og barn svarar út úr námsefni á prófí. Spurningin er líka sjaldnast borin upp til að fá heiðvirt svar: (Jú, jú náttúrlega er ég trúaður, þó það þurfi náttúrlega ekki allt að vera satt sem sagt er en samt þá er náttúrlega eitthvað til sem enginn veit og ég hef alveg mína trú þótt ég afturámóti gefi nú ekki alltaf mikið fyrir það sem prestarnir eru að tauta og kirkjan og biskupinn er nú bara mannlegur án þess að ég sé neitt að mæla því bót sérstaklega en ekki neita ég því að maður hefur oft orðið var við ýmislegt og það er ekki allt jafn sjálfsagt og það sýn- ist... o.s.frv.) Slíku er ævinlega svarað eftir bókinni; á innsoginu, ýmist með jái eða neii sem skiptir ekki máli því í svona sam- ræðumasi hefur nei ekkert óðruvísi mein- ingu en já - og öfugt. Einhvers staðar í Afríku mun vera til þjóðflokkur (eða var, til skamms tíma) þar sem konurnar iðka að sitja saman í hring og teygja börnin. Þær lyfta þeim, ýmist á löppunum eða hausnum, snúa upp á þau og toga í alla skanka, til þess að láta þau vaxa. Þær trúa því og/eða vilja láta aðra trúa því að limirnir mundu alls ekki lengj- ast ef enginn sinnti um að toga þá og teygja.Þetta er auðvitað vitleysa en at- höfnin getur verið jafn óvitlaus fyrir því. Athöfnin er athöfn, form samveru, sam- ræðna og nautnar, tilefni til að handleika börnin og sjá aðrar konur handleika börn. Sameiginleg trú er góð hvort sem hún er rétt eða röng, líka þótt enginn trúi í alvör- unni; sameiginleg eign, sameiginlegt lífs- loft, sameiginlegt skjól, sameiginlega myndað. Og börnin vaxa þrátt fyrir allt, í þessu skjóli. Sannast hér sem oft endranær að þótt kenningin sé röng getur niðurstaðan orðið rétt. Oft sjáum við gamla menn, tvo og tvo, þrjá og þrjá, standandi upp við staur, sitj- andi á bryggjupollum eða á bekk. Þeir eru ekki að vinna neitt og ekki að leysa nein vandamál. Þeir eru ekki einu sinni að jag- ast. Þeir eru að rabba saman. Masa. TVeir svona kallar upp við staur eða undir hús- gafli smita frá sér ró og öryggiskennd út í umhverfið. Hjá öllu hinu fólkinu gengur allt ljúflegar og betur ef þeir eru nærri, eins þótt þeir geri ekki neitt til þess og ef til vill einmitt og akkúrat vegna þess að þeir gera ekki neitt. Stundum kemur til þeirra krakki og stingur hendi í lófann á öðrum hvorum án þess að segja orð og er, aldrei þessu vant, ekki að frekjast eða heimta neitt. Karlinn tekur þegjandi og til- standslaust við þessu handtaki og krakk- inn bíður, sjálfum sér nægur undir þessu hlýjandi masi kallanna eins og blóm undir mildu regni um vor. Og vex. Sjálfur á ég lítinn dreng. Réttara sagt; ég á hann ekki sjálfur persónulega en ég á í honum hlutabréf, ekki smátt. Hann kem- ur og gistir stundum. Þá er hátíð. Á slík- um hátíðum finnst honum miklu þurfa að koma í verk. Það þarf mikið að hjálpa afa, mikið að smíða, mikið að mála, mikið að teikna, mikið að ryksuga og umfram allt mikið að lesa, margar, margar bækur og fletta blaðsíðum hratt. Hann kann auðvit- að ekkert að lesa. Einu sinni fór hann að gráta af því ég hafði rutt öllu til í stofunni og smíðað þar helling á meðan hann var ekki viðstaddur og enginn mátti hjálpa! Ég reyni að segja honum að við þurfum ekki endilega að gera svo mikið, að við verðum nákvæmlega jafn lengi saman hvort heldur við smíðum fleira eða færra, hvort heldur við lestum tíu bækur eða enga. Sittu hjá mér, segi ég, Við skulum masa. Við þurfum ekki einu sinni að segja neitt. Satt best að segja held ég að stráksi sé örlítið byrjaður að skilja þetta. Eitt kvöldið þegar búið var að setja hann í rúmið og ég bjóst við: Afi hvað á við lesa?um leið og amma væri úr kallfæri, þá sagði hann ekki neitt. Hann lá kyrr, með opin augun, þegjandi um stund og sagði svo allt í einu: Vertu hjá mér. Svo var hann sofnaður. Þetta fannst mér gott. Ég ætla að hafa þessa setningu fyrir andlátsorð ef Guð vill svo vera láta að hann verði viðstaddur. EYVINDUR ERLENDSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. APRÍL 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.