Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 17
Ljósmynd/VISIONS du nord-Marc Domage ÞORVALDUR Þorsteinsson er höfundur blómabúðar eða söluborðs þar sem sýningargestir geta keypt afskorin blóm „fyrir óþekkta listamanninn". Ljósmynd/VISIONS du nord-Esko Mannikkö LJÓSMYND Esko Mannikkö úr myndröðinni frá Finnlandi, en á sýningunni er önnur myndröð eftir Esko Mánnikkö frá Texas. isstætt opnunaratriði. Þetta var finnski hróp- kórinn Huutajat, ungir menn í svörtum jökk- um og með lakkrísbindi, einbeittir og mjög al- varlegir á svip. Þeir kölluðu meðal annars þjóð- söngva landanna svo æðarnar á hálsunum þrútnuðu. Mér fannst nokkuð til um þetta og beið dágóða stund eftir Guð vors lands, en gafst upp eftir sænska þjóðsönginn. Svimandi speglaherbergi er næst á sunnu- dagsgöngunni í nútímalistinni. Daninn Henrik Plenge Jakobsen fær hrós flestra gagnrýnenda og segir í viðtali við dagblaðið Liberation að hann hafi viljað vera grimmur og skapa eins konar tæknivædda Versali. Hvað á þetta að þýða, hvað er verið að valda manni hausverk? segir ergileg kona í herberginu við fylgdar- mann sinn, greinilega óvön því að fara í diskó- tek með flöktandi ljósum. Stúlka á unglings- aldri virðist hins vegar mjög ánægð með salinn og notar einn spegil til að laga varalitinn vand- lega. Blóm handa óþekktunt lislamanni ísblokk Ólafs Elíassonar er næst, óneitan- lega tilkomumikil í ljósbláu keri. Margir gagn- rýnendur franskra blaða lýsa ánægju með þetta verk og samfylgdarkona mín þennan dag sömuleiðis: einfalt og flott, segir Mn og reynir að bræða ísinn hraðar með augunum. Aftur finnst mér ástæða tO að draga upp lít- inn fána, gleymdi honum því miður heima, þeg- ar fyrir ber myndir Þorvaldar Þorsteinssonar eða öllu heldur norðlenskra kaupmanna sem hann hafði fengið til liðs við sig. Þetta eru hefð- bundnar skólamyndir eða ljósmyndir af kaup- manninum eins og skólastjóra efst og svo við- skiptavinum eins og nemendum neðar í sama ramma. Þorvaldur á fleiri'myndir á sýningunni og svo heiðurinn af hugmynd sem greinilega vekur athygli; blómabúð eða söluborði þar sem sýningargestir geta keypt afskorin blóm „fyrir óþekkta listamanninn". Svo held ég áfram, að fiskabúri Bjarne Melgaard, innsetningu með grúa af teikningum á veggjum og sjávarskúlptúrum á gólfinu. Verkið heillar ýmsa gagnrýnendur, dagblaðið Figaro segir að orka þess skipti meira máli en gæði teikninganna eða skortur á gæðum. „Hví- lík náttúra, hvílíkir hæfileikar," segir í blaðinu. Gagnrýnandi Liberation er hrifinn af ljós- myndum Esko Mánnikkö, stórri röð frá Finn- landi, og annarri minni frá Texas. Finnsku myndirnar, fólk við húsin sín í skóginum, upp- stilltar raunsæismyndir í lit, höfða líka til sam- fylgdarkonu minnar í sunnudagstúrnum, sér- staklega kveðst hún viss um að svona sé lífið í Finnlandi. I næsta herbergi eru fleiri finnskar ljós- myndir, nú úr kvikmynd eftir Aki Kaurismaki, einn fárra listamanna á samtímasýningunni sem almennt eru þekktir í Frakklandi. Annað dæmi er Björk, sem sýnir í samvinnu við aðra tónlistarmyndbönd og andlitsmyndir af sér. En Kaurismáki hafði einnig látið safninu í té fjórar stuttmyndir; ég sest á gólfið til að horfa á „Those were the days" frá 1991 og Rocky VI frá því í fyrra. Verð að reyna að hlæja ekki of hátt fyrir smekk vel taminna Fransmanna í kring. Vék angislin fyrir ólgu og gleði? Stuttmyndir landa Kaurismakis, Eija-Liisa Ahtila, eru af allt annarri sort. Á þrem skerm- um birtast myndir af slysum; yfirvofandi hætta og bæld reiði virðast mikilvægir þættir í lífi norræns manns. Kannski er eitthvað til í því, að minnsta kosti leggja frönsku blöðin þann skilning í sýningar Nútímalistasafnsins. Ang- ist, dauði og erótík, einmanaleiki, svartnætti, sturlun: þetta eru orð sem aftur og aftur birt- ast í umsögnum, altént þeim sem fjalla um ^^^%^ i . (£ y:r~ -^M^- Ljósmynd/VISIONS du nord HVÍTU hnyklarnir voru eitt af uppáhöldunum við opnunina. M. Elmgreen og I. Dragset sátu á gólfinu og prjónuðu ýmist eða röktu upp að hætti Penelópu, með hæglætislegu brosi. Ljósmynd/VISIONS du nord-Marc Domage BJÖRK í sjónvarpinu og Bjðrk upp á vegg. elsta hluta Visions du nord, Ljós heimsins, Ijós himinsins. Orð eins og ólga eða frelsi eru meira notuð um sýninguna And- vökunætur sem hér var sagt frá. Hún þykir spennandi og fjölbreytt, kannski ruglingsleg vegna þess að alls kyns aðferðum eða miðlum ægir saman. Sumir gagnrýnendur telja að hin fræga nor- ræna angist, eins og hjá Munch, komi stundum aftur fram í unga lista- fólkinu. Nokkur blöð benda til dæmis á hróp- kórinn sem svar við Ópi Munchs, en gildi þess getur legið milli hluta. I stuttri grein stórblaðsins Le Monde um And- vökunætur segir að þeir þrjátíu ungu listamenn, sem valdir hafi verið, eigi sameiginlegt eilíft flakk og útþrá. Önnur blöð benda aftur á þetta sama einkenni gömlu málar- anna fimm. En Monde segir um fulltrúa síðustu ára að freyðandi sköpun- argleði þeirra varpi skugga á lítinn listheim Parísar, sem virðist grár og lokaður í samanburð- inum. Með alla þessa ólgu í æðum geng ég nú niður aftur, fram hjá verkum Pers Kirkegaard, inn í angist Edvards Munch. Mikið og gott safn mál- verka hans er á sýningunni, um sextíu myndir og nokkrar sjaldséðar. Vinur hans August Strindberg sagðist mála það sem hann gæti ekki sagt frá með orðum: afar fallegan bláma og siðar svartan storm á hafinu, eins og gefur að líta í einum sal. Skemmtilegt er næst að skoða sjálfsmyndir þeirra félaga, Ijósmyndir þar sem Munch er yf- irleitt einsamall og þokukenndur, en Strind- berg nokkru skýrari og stundum með fjöl- skyldu sinni eða vinum. Röð af stjörnumyndum hans er höfð með, tilraunamyndum teknum með því að skilja ljósnæmar plötur lengi eftir í nóttinni. Landslag Aksells Gallen-Kallela frá Karelíu og Afríku snertir mig ekki eins mikið og ævin- týralegar teikningar Svíans Carls Fredriks Hill, sem sagðist vera konungur alheimsins eða þá að minnsta kosti besti landslagsmálarinn. Aðeins eitt málverka Hills er þarna, hin voru einhvern tíma eyðilögð, aðallega af einni systra hans, sem kvaðst ekki þola kynóra hans og martraðir. En málverkin sem sitja eftir í mínum huga eru tuttugu sjálfsmyndir Helene Schjerfbeck. Hún var fimmtug þegar hún málaði elstu myndina á sýningunni, árið 1912. Þar er andlit- ið fallegt og frekar skýrt dregið. Svo hverfur það smám saman í myndunum, sterkari og sterkari, þar til nánast ekkert er eftir nema augun sem virðast horfa innávið ef þau horfa nokkuð. Síðasta myndin er frá 1945, árinu áður en þessi finnska listakona dó. Nútímalistasafn Parísar er við Avenue Pres- ident Wilson og opið er alla daga nema mánu- daga. Sýningin á norrænni list þessa áratugar stendur til 10. maí, en sýningar gömlu mynd- anna og verka Pers Kirkebys verða fram til 17. sama mánaðar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS "* MENNING/LISTIR 25. APRÍL1998 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.