Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 11
KC Ljósmyndir/Gísli S. mið af eldri húsum með hallandi þökum . BYGGINGARNAR sunnan við Þjóðkirkjuna, Safnaðarheimili og Tónlistarskóli, eru að margra dómi með því albezta sem íslenzkur arkitektúr hefur fram að færa. En seint verður hægt að gera öllum til hæfis og sumum Hafnfirðingum finnst þær forljótar sköpun; verzlunarhús með skókassalagi. Símstöðvarhúsið við Strandgötu 24 (nú póst- hús) er skólabókardæmi um hversu hrapal- lega er hægt að standa að verki við aðalgötu í einum bæ og aðeins hefur örlítið betur tek- izt með steinhúsið Strandgötu 33, þar sem Landsbankinn er nú. Sá kassi er sambyggð- ur við ál-og glerkassa, þar sem Bókabúð Oli- vers Steins var upphaflega. Hvorttveggja stæðileg hús, en menn hafa látið sig engu skipta hvernig þau fóru í þessu umhverfi. Ekki eru þó allir kassar taldir. Á einni falleg- ustu byggingarlóð bæjarins á horni Reykja- víkurvegar og Strandgötu stendur einn til viðbótar, merktur Islandsbanka. Þetta er ekki illa teiknað hús og gæti fari vel annars- staðar, en þama er það á afar áberandi stað og rímar eins illa við húsin ofar í brekkunni og hugsast getur. Við Strandgötuna er næsta lítið eftir af gömlum glæsibrag nema EITT alversta dæmið um hús sem ekkert mið tekur af umhverfinu er hús Islandsbanka á horni Reykjavíkurvegar og Strandgötu. tilheyrir upp með Reykjavíkurvegi eða í Norðurbæinn. Með öðrum orðum: Þá hefði varla lengur verið hægt að tala um sérstakan miðbæ í Hafnarfirði og kannski hefði Reykjavíkurvegurinn getað orðið hliðstæða við „Main Street" í ótal amerískum borgum, þar sem verzlun og þjónustu er komið fyrir á nokkurra kílómetra lengju. Þá er gert er ráð fyrir að allir séu á bílum og helzt á að vera hægt að leggja bíl framan við það hús sem maður á erindi í. Við þekkjum öll að það er þægilegt og ég gerði að umtalsefni í grein minni um miðbæ Kópavogs, að sú gamla evr- ópska hugmynd um stásslega miðju með torgi, eigi kannski alls ekki við í smærri bæj- um. Mér finnst þó að taka eigi mið af því að Hafnarfjörður er búinn að vera merkur verzlunarstaður við Faxaflóa síðan um 1400. Þeirri sögu hefði lítil ræktarsemi verið sýnd ef miðbæjarstarfsemin hefði verið flutt eitt- hvað norður á hraun með tilliti til betra að- gengis fyrir bíla. Þar er að vísu gott og þægi- legt að hafa hluta af henni og Hafnfirðingar eiga fyrirmyndar nútíma stórverzlun norður á hrauninu þar sem Fjarðarkaup er. Sem betur fer höfðu Hafnfirðingar þann menningarlega metnað að spyrna við fótum og byggja nýjan miðbæjarkjarna á uppfyll- ingu framan við Strandgötuna. Sá landvinn- ingur hafði þann kost í för með sér að engu þurfti að fórna af eldri byggingum. Strand- gatan heldur sínu umdeilanlega gildi enda þótt nýjar byggingar hafi risið framan við hana og hún hefur verið gerð eins vistleg og kostur er með fallegum frágangi, listaverk- um og sæbörðum hnullungum. Það hefur verið í tízku að fárast yfir hinum nýja miðbæjarkjarna í Hafnarfirði og það er eins og enginn hafi tekið eftir því hvernig bú- ið var að fara með Strandgötuna. Ævinlega eru mjög skiptar skoðanir um nýjar bygg- ingar í bæjum og ramakvein heyrast hvenær sem stór bygging rís. Sú gagnrýni sem beinzt hefur að nýsköp- uninni í miðbæ Hafnarfjarðar, hefur mér virzt að sé bæði órökstudd og ósanngjörn. Nýi miðbæjarkjarninn í Hafnarfirði sýnir einfaldlega að tekið var á miðbæjarskipulagi af óvenjulegum stórhug og metnaði. Óá- nægðir gagnrýnendur geta í þessu tilviki ekki harmað eitt einasta hús sem þurfti að Einarsbúð. Við komum að henni síðar. Þessi hús eru börn síns tíma og bera þess merki, að menn hafa stundum orðið svo ölv- aðir af áhrifum ráðandi tízku, að hún birgði þeim alveg sýn og þeir hafa ekki látið sig neinu skipta hvar húsin sem þeir teiknuðu og byggðu áttu að standa og hvernig þau féllu inn í það umhverfi. Það hefur hinsvegar verið tekið mið af eldri húsum þegar apótekið var byggt fyrr á öldinni og að nokkru leyti þegar Hafnar- fjarðarbíó var byggt úr steinsteypu á árun- um 1940-43. Þar er ris með kvistum og eins- konar póstmódernísk „hugleiðing" um súlna- röð steypt utan á húsið til að fegra ásýnd þess frá götunni, þar sem það er nánast gluggalaust. Vitaskuld hefði verið hægt að láta þennan miðbæ við Strandgötuna standa, þótt sund- urleitur væri, og dreifa öllu öðru sem miðbæ I NÆSTA nágrenni við nýja miðbæjarkjarnann er margt athyglisvert að sjá. Þar á meðal er hús Bjarna Sívertsen, lítil bárujárnshús á hól- um og í hraunbollum, veitingahúsið Nönnukot i einu þeirra, stásslegt dæmi um stein- steypuklassík: íbúðarhús úr steini frá fyrrí- parti aldarinnar og veitingahúsið A Hansen. t HAFNARFJARÐAR t- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. APRÍL 1998 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.