Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 14
HEILÖG KLARA SER UM SJÓNVARPIÐ EFTIR INGU HULD HÁKONARDÓTTUR Heilagan Frans frá Assissi, sem talaði vio fuglana, þekkjg flestir. Færri vita hinsvegar um Klöru, sem var stoð hans og stytta. Vistfræoingar og náttúru- verndarsinnar heita á FranS/ en páfinn hefur nýlega fengið Klöru þao hlutverk að vernda ítalska sjónvarpio. 800 ár eru nú lioin frá fæðingu . Frans og Klöru. ÞAÐ vakti athygli um allan heim þegar kirkja heilags Frans af Assisi skemmdist í jarðskjálftum fyrir nokkrum mánuðum, enda hafa víst flestir heyrt um predik- anir Frans fyrir fugla himinsins. Hér á norðurslóðum þekkja færri heilaga Klöru, konuna sem ung heillaðist af hugsjónum hans og varð hon- um upp frá því stoð og stytta. Þótt um 800 ár séu liðin frá fæðingu þeirra er enn í dag rök- rætt um starf þeirra, lífsskoðanir og örlög. Frans stofnaði munkaregluna sem við hann er kennd, fransiskana, og á hann heita vist- fræðingar, náttúruverndarsinnar, og aðrir sem forðast vilja spjöll á lífríki jarðar. Fjöl- mörg samtök af slíku tagi hafa höfuðstöðvar í Assisi. Klara stofnaði hins vegar nunnureglu sem hún nefndi fátæku Klörurnar. Þegar páf- inn í Róm þurfti fyrir fáum árum að útnefna verndardýrling fyrir nýtt og áður óþekkt fyr- irbæri, sumsé sjónvarpið, varð Klara fyrir valinu. Saga þeirra líMst á ýmsan hátt ástar- sögum trúbadúranna sem voru svo vinsælar á * þessum tíma, þar sem elskendunum var ekki skapað nema að skilja. Ytri aðstæður og tíðar- andi stíaði þeim í sundur, þótt köllun þeirra - tengdi þau órofa-böndum. ..........- Smáborgin Assisi liggur utan í brattri hæð svo sem tveggja stunda ferð með bíl eða lest norðan við Róm. Þar er allt ennþá með svip- uðum ummerkjum og á miðöldum. Þröng stræti hlykkjast milli fornra húsa, af löngum virkisvegg sem upphaflega var reistur til verndar gegn óaldarflokkum og ræningjum er unaðslegt útsýni yfir breiðan dal, og af kirkj- um er þar nóg. Aður mættust þar leiðir frá Róm og Flórens út til hafnarborga á austur- strönd Italíu, þaðan sem sjóleiðin til Austur- landa var greið. í Assisi var blómleg verslun og enn í dag eru þar kaupmenn góðir. Nyrst í bænum stendur mikil kirkja helguð heílögum Frans af Assisi, prýdd listaverkum eftir Giotto og fleiri fræga málara. Það var hún sem skemmdist í haust. Syðst er önnur kirkja, allstór við mikið torg, helguð heilagri Klöru. Oft á dag blandast voldugt klukknahyóð frá dómkirkjunni heilags Frans við silfurskæra tónana úr kirkju heilagrar Klöru. Það hefur verið sagt að í tæru loftinu renni þessar tvær göfugu sálir saman í eitt, eilíf og óaðskiljan- leg. Miðaldir voru umbrotaskeið þar sem ólíkar stefnur streymdu fram og rákust oft á. Völd kirkjunnar voru sterk, en eftir því sem auður óx í páfagarði fjölgaði þeim sem risu upp gegn - allri veraldarhyggju. Spenna magnaðist milli miðstjórnar kirkjunnar og trúarhópa sem leituðu innblásturs í guðspjöllunum og vildu feta í fótspor Krists í bókstaflegri merkingu. En frjálsar trúarhreyfingar voru bældar nið- ur af veraldlegum jafnt sem andlegum yfir- KIRKJA heilags Frans sem staðið hefur f Assisi frá miðöldum er skreytt verkum eftir málara eins og Giotto, Gozzoli og Berfighieri. Hún skemmdist mikið í jarðskjálftum 26. sept. 1997. Sjálfvirk video-myndavél f kirkjunni myndaði hrunið þegar hluti hverfingarinnar steypist niður. völdum. Munkar áttu sinn þátt í að hrinda krossferðunum af stað - með dyggilegri að- stoð margra veraldlegra þjóðhöfðingja - og fóru að líta á sjálfa sig sem andlega riddara kristninnar. Þeir óttuðust að hreinleika sínum væri hætta búin af samneyti við konur, og kröfur um ókvæni klerka voru ítrekaðar. Ver- aldlegir höfðingjar höfðu einnig hug á að tak- marka réttindi kvenna, til dæmis hvað snerti erfðir, fjárforræði og menntun. Kvenfrelsisraddir eru orðnar öflugar innan kirkjudeilda mótmælenda, en einnig hjá kaþ- ólskum má merkja hræringar í jafnréttisátt. Þótt páfi sé þar ekki í fararbroddi gætir þessa hjá ýmsum yngri guðfræðingum. Það er tím- anna tákn að tveir fransiskanabræður rit- stýrðu greinasafni um Klöru af Assisi sem út kom á átta hundruð ára afmæli hennar, en hún var fædd 1194. Þar leituðust guðfræðing- ar og bókmenntafræðingar við að varpa ljósi á hugarheim hennar og trú. Loks var þar viðtal við kvikmyndaleikstjórann Liliönu Cavani, sem hefur gert kvikmynd um þau Frans og Klöru. Henni varð tíðrætt um löngun þeirra til að brjóta niður þá aðskilnaðarstefnu milli kvenna og karla, sem varð sterk á 12. öld og allt fram á okkar daga - einnig að því leyti eru þau Frans og Klara nútímaleg. Minnstu mun- aði að þeim tækist með lífi sínu og breytni að skapa einhverja fegurstu fyrirmynd kirkju- sögunnar að andlegri ást karls og konu. „Guð eins og Frans skynjaði hann er alvaldur og heilagur, en líka fagur og ástrfkur. Mér finnst að hin sterka upplifun Frans á guðdóminum hafi lyft honum upp yfir alla flokkun, allar yf- irborðslegar skilgreiningar, orðið honum reynsla sem tengdi hann við allar manneskj- ur, lfka konur." Frans (1180/81-1226) var sonur efnaðs kaupmanns. Eitt af því sem gerir hann svo hugstæðan nútímamönnum er skilningur hans og ást á sköpunarverlri guðs. í hans aug- um átti maðurinn ekM að stunda rányrkju heldur virða allt sem lifir og hrærist á jörð- unni, hvert blóm, hvert einasta kvikindi, hverja hreina lind, hann skynjaði lífrfkið sem guðdómlega heild. Sagan segir að grimmur úlfur sem vakið hafði skelfingu í héraðinu hafi orðið blíður sem lamb við orð hans. Fuglar himinsins komu í flokkum til að hlýða á hann og blökuðu litlu vængjunum sínum ákaft til samþykkis. Frans heillaðist ungur af orðum Krists: Sel þú allt sem þú átt og skiptu því með fátækum. Munt þú þá fjársjóð hafa á himni: kom þú síð- an og fylg mér. (Lúkas 18,22.) Ekkert vildi hann eiga, heldur lifa á ölmus- um, og afsalaði sér öllum arfi eftir föður sinn. Hann fleygði fínu fötunum sínum, jafnvel skónum og gekk helst berfættur í gráum hettukufli úr grófu efni að hætti fátækra smalamanna, og batt kaðalspotta um mittið. „Er það ekki undarlegt," sagði hann, „að menn skuli safna auðæfum þegar þeir eiga þess kost að vera fátækir?" Asamt nokkrum fylgjendum sínum reisti hann frumstæða kapellu og kofa til íbúðar á sléttlendinu skammt frá Assisi, Portiuncula. Yfir þessi ein- földu híbýli hefur nú verið reist vegleg dóm- kirkja þangað sem ferðamenn streyma. Þeir félagar skeyttu lítt um lífsþægindi, áttu víst borð og stóla en fáar bækur og sváfu á beru gólfinu. Þeir sinntu smælingjum og þurfa- mönnum, og lögðu alúð við holdsveika sem vistaðir voru í grenndinni. Nær Assisi var nið- urnítt klaustur, San Damio, og einn dag fékk Frans vitrun um að endurreisa það sem kvennahús. Hann hrinti því þegar í fram- kvæmd með stuðningi bæjarbúa, en fyrstu misserin stóð það autt. Frans hefði getað tekið undir orð séra Jóns á Bægisá: Fátæktin var mín fylgikona - nema hvað hann hefði trúlega kveðið enn sterkar að orði: fátæktin er mín ástkona. Engri jarð- neskri konu vildi hann bindast. En ekki verður við öllu séð. Frans talaði stundum í kirkju í Assisi. Hann var kominn undir þrítugt þegar ein tignasta yngismey borgarinnar heillaðist af ræðu hans. Hún hét Klara, var aðeins fimmtán ára gömul, klædd í Jínasta silki.pgjjóst hárið flóði niður í mitti. Furstasynir um alla Italíu litu hana hýru auga, enda mundi hún færa með sér ríflegan heimanmund í bú, og foreldrar hennar voru að svipast um eftir verðugum tengdasyni. Það hefði orðið mikið fjaðrafok á heimilinu hefðu þau vitað hversu oft Klara fór til leynilegra funda við predikarann sem hafnaði öllum ver- aldlegum gæðum. Fyrir orð hans eða fortölur upptendraðist hún af löngun til að lifa sams konar lffi. Það mun hafa verið þremur árum eftir að hún heyrði hann fyrst, að kvöldi hvítasunnu- dags árið 1212, sem hún lét til skarar skríða. Hún var þá 18 ára. Undir miðnætti læddist hún hljóðlega niður bakstigana í ríkmannlegri höll foreldra sinna. Frænka hennar var í vit- orði með henni og þær stöllur hröðuðu sér gegnum myrk og krókótt strætin, út um boga- hliðið stóra á virkisveggnum inn í skóginn. Þaðan var hátt í klukkustundar gangur út að staðnum þar sem Frans og félagar höfðust við. Þeir áttu von á henni og biðu í litlu kapell- unni. Frans klippti af henni sítt og gullið hárið og kastaði yfir hana svartri blæju og grófum stingandi ullarkyrtli af sömu gerð og hann klæddist sjálfur, stúlkuna sem þá hafði aldrei gengið í öðru en brakandi silki. Nú sór hún hlýðni við hugsjónir Frans, að lifa í ævilangri fátækt og skírlífi og feta í fót- spor Jesú Krists og hans heilögu móður Mar- íu. Frans fylgdi henni síðan í nunnuklaustur í grenndinni þar sem hún svaf um nóttina. Næsta morgun birtust foreldrar hennar j22MH|MEaaMMnM 14 ŒSBÓK MORGUNBLADSINS ~ MENNING/USTIR 25. APRÍL 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.