Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 6
h FELAGSHEIMILI LISTAAAANNA EKKI SÍDUR EN SAFN Framkvæmdarstjóri Nýlistasafnsins, arkitektinn og myndlistarmaðurinn Raqnheiður Raqnarsdóttir. telur milcLgt að safnið þróis7ekki í ótt að opinbero^lö^ um og segir ao slíkt myndi marka endalok þess. I við- tali vio HULDU STEFÁNSDÓTTUR lýsir hún starfsemi safnsins og horfir til framtíoar. NÝLISTASAFNIÐ hefur alltaf búið við þröngan fjárhag en þrátt fyrir það hefur því tekist að skipa verðugan sess í íslensku myndlistarlífi auk þess sem hróður þess hefur borist víða erlendis. Á sama tíma hefur starfsemi opinberu safnanna tekið umtalsverðum breytingum frá því sem var fyrir 20 árum, en Ragnheiður telur framtíð Nylistasafnsins ekki felast í þróun í átt að op- inberum söfnum. Þess í stað vill hún leggja enn frekari áherslu á félagslegan og lifandi þátt í starfsemi safnsins, þann þátt sem hefur gert það að n.k. „heimili" myndlistarmanna. í því sé sérstaða þess fólgin. Reglur Nýlistasafnsins kveða á um að félög- um þess beri að gefa reglulega verk til safnsins og á það nú safn um 2.000 verka innlendra og erlendra listamanna frá árunum eftir 1960. Þegar listaverkaeign safnsins var flutt þaðan voru verkin mynduð og skráð inn í tölvu til að auðvelda aðgang að helstu upplýsingum. Meðal verka í eigu Nýlistasafnsins eru verk eftir marga heimsþekkta erlenda listamenn sem sýnd hafa verið í safninu, eins og verk eftir Joseph Beuys, Richard Hamilton, Jan Voss, Douwe Jan Bakker, Peter Angermann, John Armleder, Geoffrey Hendriks, Jan Knap, Alan Johnston, Franz Graf, Robert Filiou og Dieter Roth, sem hefur fært safninu að gjöf fjölda margvíslegra verka sinna. Þá er í eigu safnsins eitt stærsta bókverkasafn hér á landi og síðar í sumar verður haldin sýning á bókverkum Diet- ers Roths í tengslum við ráðstefhu um norræn bókverk sem bókasafn Myndlista- og handíða- skóla íslands gengst fyrir. Af því tilefni tekur safnið þátt í útgáfu bókar sem nefnist Smá- smíðar eftir Gunnar Harðarson. Hún fjallar m.a. um íslensk bókverk sem gerð hafa verið á undanförnum 20 árum. Safn eða sýningarsalur? Áður fyrr voru reglulega haldnar sýningar á verkum í eigu safnsins, „verkin tekin út og viðruð," eins og Ragnheiður orðar það, en minna hefur farið fyrir slíkum sýningum á síð- ustu árum, m.a. vegna ásóknar listamanna í sýningaraðstöðuna. „Á ársfundi safnsins í síð- ustu viku var rædd tillaga frá félagsmanni um að hluti safnsins yrði tekin undir reglulegar sýningar á listaverkaeigninni. I ljósi þess að sýningarsölum hefur fjölgað og safneignin hef- ur legið í dvala má vel vera að þetta sé tíma- bært og brýnt. Til að hægt sé að standa þolan- lega að slíku framtaki þurfa að koma til fleiri styrkir en auk þeirra verka sem þegar eru komin í hendur safnsins er enn mikill fjöldi verka sem ekki hefur verið hægt að innheimta af listamönnum vegna aðstæðna í safninu. Þar sem Nýlistasafnið hefur ekki fjárhagslegt bol- magn til að standa undir nauðsynlegri rann- sóknarvinnu, viðhaldi og skráningu listaverk- anna hefur það verið rætt meðal félagsmanna og stjórnar að ef til vill ætti að koma safneign- inni í fóstur til aðila sem hafa þá skyldu að varðveita og hlúa að listasögunni. Hér kemur Listasafn íslands sterklega til greina sem fóst- urforeldri. Nýlega voru gerð samningsdrög við Listasafn Reykjavfkur um að annast listaverkagjöf Diet- ers Roths til safnsins, að gefnu samþykki lista- mannsins. Gjöfin telur um 30 þúsund lit- skyggnur af öllum húsum í Reykjavík ljós- mynduðum á tveimur tímabilum." Ragnheiður segir vissulega ábyrgðarhluta að fara með svo mikið safn og telur álitamál hvort hlutverk Nýlistasafnsins sé að axla þá ábyrgð eitt. Aðaláherslan og kraftarnir hafi ætíð farið í sýningarstarfsemína. „Eftir að sýningarsölun- um fjölgaði á síðasta ári hafa stundum verið of margar sýningar í safninu í einu, þannig að fók- usinn á einstaka viðburð hefur dottið niður. Þá hefur heildaryfirbragð sýninganna verið gagn- rýnt og þótt helst til óreiðukennt," segir Ragn- heiður. Þetta sé þó ekki hrein tilviljun heldur einnig meðvituð stefna fyrrverandi stjórnar þar sem áhersla var lögð á fjölbreyttni og fjör. „Ég sé fyrir mér að í framtíðinni mætti vera með þríþættar sýningar í safninu. Boðssýningar á verkum erlendra listamanna, sýningar inn- lendra listamanna og fastar sýningar á verkum úr eigu safnsins sem stæðu lengur yfir en hefð- bundnar sýningar í safninu. Aherslan yrði þó áfram á safnið sem sýningargallerí og það fé- lagsheimili listamanna sem safnið hefur alltaf verið." Boðssýningum hefur reyndar fjölgað á síðustu árum og Ragnheiður segir að safninu berist svo mikið af umsóknum frá útlöndum að hægt væri að reka það með sýningum erlendra listamanna einum saman. Starfsemi safnsins er byggð á þátttöku fé- Morgunblaðið/Kristinn MYNDLISTARKONAN Ragnheiður Ragnarsdóttir er fyrsti og eini launaði starfsmaður Nýlista- safnsins og hefur gegnt starfi sínu sl. 5 ár. „Sýningar Nýlistasafnsins miðast við að listamaður- inn hugsi ekki bara um listaverkið sjálft heldur einnig umhverfið og um- gjörð salarinns." lagsmanna. Árlega er skipuð ný stjórn Nýlista- safnsins með formanni og fjórum meðstjórn- endum auk þriggja varamanna. „Þó að safnið sé nú komið á svo til fasta styrki frá ríki og borg þá starfar það enn sem grasrót og í þessu húsi liggja mörg ársverk í sjálfboðaliðavinnu listamanna. Tengsl félagsmanna í gegnum nám sitt við listamenn í öðrum löndum mynda sam- skiptanet sem leitt hefur margar góðar sýning- ar erlendis frá til safnsins. Veg og vanda að þessum sýningum má þakka þeim félagsmönn- PASSLEGA MIKIÐ STJÓRNLEYSI FORMAÐUR stjórnar Nýlistasafnsins, Pétur Örn Friðriksson, var endurkjörinn á ársfundi safhsins í síðustu viku. Stjórn- armeðlimir stoppa ekki lengi við í emb- ætti sínu og einn meginkostur Nýlista- safhsins er hinar öru mannabreytingar og sífellt nýjar áherslur í stjórnun safns- ins. Nýlistasafnið er því líkast kenjótri skepnu sem erfitt að henda reiður á. Pét- ur Örn segist vona að svo verði áfram um ókomna tíð. „Ég hef upplifað það að mál sem litið er ákveðnum augum hjá stjórn safnsins eitt árið hefur síðan fengið allt aðra meðhöndlun það næsta, þegar ný stjórn er tekin við," segir Pétur Örn. „Þannig hefur alltaf loðað við þetta safn passlega mikið stjórnleysi. Þetta er vettvangur sem er tilbúinn til að taka við öllu sem er frjótt, - þó að það heiti safn. Og mér finnst vert að varðveita þetta einkenni sérstaklega í umhverfi dagsins í dag þar sem allt þarf að vera í föstum skorðum. Við erum með nóg af slíkum menningar- stofnunum og Nýlistasafnið þarf ekki að vera þannig líka." I augum margra er Nýlistasafnið eins og hver önnur menningarstofnun og Pét- ur Örn segir að það sé líka allt í Iagi. „Uppbygging safnsins er engu að síður með allt öðrum hætti en venjan er hjá söfmiíii og sem dæmi þá höfum við engan forstöðumann við Nýlistasafnið, grund- völlurinn er breiðari og opnari en for- stöðumannskerfi bíður upp á. Athyglis- vert er að sjá að við nýja sjórnskipan fyr- ir Listahátíð var tekið upp svipað fyrir- komulag og hjá Nýlistasafninu." Upphaflega átti að fara saman í safn- inu söfnun og varðveisla listaverka fé- lagsmanna og fastar myndlistarsýning- ar. Pétur Orn segir að þróunin hafi orð- ið sú að þessir tveir þættir hafi fjarlægst hvor annan og menn kannski að átta sig á því að þetta tvennt fari ekki saman í starfsemi safnsins. „Þetta er spurning sem félagsmenn hafa spurt sig að, hvort list hætti ekki að vera list þegarhún kemur inn á safn," segir Pétur Örn. „Safn og myndlistarsýningar eru tveir ólíkir hlutir og svo mikið er ljóst að eins og stendur hefur safnið ekki fjárhags- lega getu til að sinna fræðslustarfi og sýningum á eldri verkum öðruvísi en að hengja þau upp á vegg. Spurningin er líka sú hvort það sé yfirleitt hlutverk Nýlistasafnsins að standa undir sliku fræðslustarfi." um sem stungið hafa upp á þeim. Við höfum þó ekki sóst eftir þvi að bjóða eingöngu upp á sýn- ingar „stórstjarnanna" heldur ber safnið sig meira eftir að koma því á framfæri sem er í deiglunni hér á landi hverju sinni," segir Ragn- heiður. ,Á síðasta ársfundi voru teknir inn í safnið 15 nýir meðlimir sem er mun fleira en vanalega og það má greinilega merkja kynslóðaskipti meðal félagsmanna. Gamli kjarninn heldur sig til baka eða er í óða önn við að setja upp ný söfn samanber Níels Hafstein sem í maí n.k. opnar Safnasafnið á Svalbarðseyri. Kornungir félagsmenn eru komnir inn í stjórn - fólk sem aðeins hefur litið listaverkaeignina augum á bókum og heldur jafnvel að undir safninu sé kjallari eða að safnið teygi anga sína langt nið- ur Laugarveginn bakatil. Ég má til með að minnast aðeins aftur á Níels Hafstein en hann var formaður hér í 12 ár samfellt og að öðrum ólöstuðum er hann sá sem safnið á mest að þakka, enda er hann stundum talinn vera báðir foreldrar þess." Sýningarstjóri er óþarfur Ragnheiður er ekki sátt við þá stefnu sem listheimurinn virðist vera að taka í átt til oft og tíðum einræðislegra stjórnunarhátta sýningar- stjórans eða kúratorsins. Hún er þess fullviss að listamenn ráði sjálfir við að stjórna uppsetn- ingu sýninga. „Sýningar Nýlistasafnsins miðast við að listamaðurinn hugsi ekki bara um lista- verkið sjálft heldur einnig umhverfið og um- gjörð salarinns. Listamaðurinn hefur öðlast þjálfun í slíku og honum þarf ekki að fjarstýra af sýningarstjórum. Skoðun mín er sú að þegar sýningarstjórinn hefur lagt grunninn að allri umgjörð sýningarinnar þá er hann orðinn höf- undurinn." Framkvæmd afmælissýningar fé- lagsmanna sem nú stendur yfir í safninu er lýsandi fyrir það traust sem safnið sýnir lista- mönnunum sjálfum. Safnið lagði til nagla og hamar og síðan var félögunum boðið að koma og hengja upp verk sín nákvæmlega eins og hverjum sýndist. „Nýlistasafnið er einungis umgjörð eða grunnur, ákveðið verkfæri sem ekki nýtist nema til komi aðilar sem hafi áhuga, þor og vit til að beita því," segir Ragnheiður. Aðspurð hvernig hún sjái framtíð Nýlista- safnsins fyrir sér segist Ragnheiður helst vilja sjá félagsanda myndlistarmanna efldan. „For- veri minn, Níels Hafstein, átti sér stóran draum um að safnið fengi til umráða stæðileg- ustu húsin allt í kringum okkur svo hér mætti rísa glæsilegt nútímalistasafn. Sjálf sé ég fyrir mér að safnið gæti nýtt eitthvert af þeim for- húsum við Vatnsstíginn sem nú hýsa iðnaðar- starfsemi sem á síður heima í miðbænum. Þar mætti koma fyrir vinnustofum listamanna, gestavinnustofum erlendra og innlendra lista- manna, verkstæði, kaffihúsi ofl. Aðstaða til endurmenntunar listamanna er nokkuð sem við höfum hug á að koma okkur upp í framtíðinni en lengi hefur verið rætt um nauðsyn þess að safnið búi yfir tæknibúnaði, listamönnum til afnota við listsköpun sína." Hún bætir því við að safnið eigi vísi að tækja- kosti, tvær tölvur, skanna og tökuvél, en allan útbúnað til að vinna myndbönd og sýna, skorti. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. APRÍL1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.