Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 7
Safnið hafi orðið fyrir því óláni á síðasta ári að tækjum hafi verið stolið en Reykja- víkurborg hafi brugðist vel við bænum þess og hækkað framlagið. Nú eigi Mennta- málaráðuneytið aðeins eftir að taka við sér og upphugsa afmælisgjöf en búið er að senda því óskalista. Hún þykist hafa orðið þess áskynja að myndlistar- menn séu að rjúfa einangrun sína og fundi nú saman í hópum, slíkt eigi vonandi eftir að skila sér í frjóum umræðum. „Flestallir mynd- listarmenn standa í sporum Bjarts og heyja sína baráttu í hljóði," segir Ragnheiður. „Þess vegna er svo mikil- vægt að myndlistarmenn eigi stað þar sem þeir geta komið saman til skrafs og ráðagerða og sótt sér stuðn- ing hver til annars. Til dæm- is er einn möguleiki, sem vert er að skoða, að lista- menn gangi til samstarfs sín á milU og aðstoði hver annan við að framkvæma eitthvað af hugmyndum sínum, - hug- myndum sem listamaðurinn megnar engan veginn að hrinda í framkvæmd einn síns liðs. Stórveldistímar módernismans eru löngu liðnir og tímabært að við listamenn horfumst í augu við þann sannleik og hjálp- um okkur saman." . OG VERK í forsal á jarðhæð. NYLISTASAFNID I 20 AR Morgunblaðiö/Golli GUÐRÍÐUR St. Sigurðardóttir og Rúnar Vilbergsson koma fram á tónleikum í Listasafni fs- lands annað kvöld. FAGOH í FORGRUNNI Rúnar H. Vilbergsson fagottleikari og Guðríður St. Sig- uroardóttir píanóleikari koma fram á tónleikum í Lista- safni íslands annao kvöld, sunnudag, kl. 20.30. Á efn- isskrá eru verk úr ólíkum áttum en hæst ber frumfkjtn^ á tveimur íslenskum verkum. NYLTSTASAFNIÐ vaTstofnað- 5. janúar ár- - ið 1978 og hefur frá upphafi verið sjálfseign- arstofnun sem rekin er með opinberum styrkjum frá ríki og borg. Einn launaður starfsmaður hefur verið við safnið frá árinu 1993 en fram til þess tíma hafði öll vinna í þágu safnsins verið innt af hendi í sjálfboða- liðastarfi félagsmanna, ekki síst af stjórn safnsins. í bakhúsi við Vatnsstíginn var Súm-hreyf- ingin til húsa. Margir af forvígismönnum hennar urðu stofnfélagar Nýlistasafnsins, svo sem Jón Gunnar Árnason, Rúrí, Magnús Pálsson, Hreinn Friðfinnsson, Sigurður og Kristján Guðmundssynir, Róska, Arnar Her- bertsson, Hörður Ágústsson, Magnús Tómas- son, Gylfi Gíslason, Sigurjón Jóhannsson, Guðbergur Bergsson og Hildur Hákonardótt- ir. Aðalkjarnann mynduðu þó Níels Hafstein, Magnús Pálsson, Þór Vigfússon, Ivar Val- garðsson, Árni Ingólfsson, Ólafur Lárusson, Bjarni H. Thorarensen, Birgir Andrésson og fleiri að ónefndum svissneska listamanninum Dieter Roth, sem markað hefur djúp spor í ís- lenska myndlistarsögu með tengslum sínum við landið. Þessir listamenn voru óánægðir með starf- semi Listasafns íslands og innkaup safnráðs og töldu að inn í heildareign listasafnsins vantaði síðasta 15-20 ára tímabilið í íslenskri myndlist. Nýlistasafninu var ætlað að varð- veita, kynna og afla heimilda um listaverk og sýningar þessa tímabils auk þess sem safnið skyldi vera miðstöð nýjustu strauma í mynd- list. A lGára afmæli Nýlistasafnsins var hald- in sýning á verkum nokkurra innlendra og er- lendra félagsmanna sem að stofnun þess stóðu og fór hún að hluta til fram á Listasafni íslands. Segja má að með þessum táknræna hætti hafi safnið loks viðurkennt opinberlega það starf og það tímabil íslenskrar myndlistar sem Nýlistasafnið lagði rækt við. Safnið lætur lítið yfir sér í bakhúsi við Vatnsstíg 3 B, þangað sem það var flutt árið 1980, en starfsemi þess hófst í 50 fm geymslu- rými í Mjölnisholti. f fyrstu var leigður forsal- ur og Gryfja á jarðhæð, miðhæðin bættist við árið 1983 og fyrir aukinn fjárstuðning ríkis og borgar tókst safninu að eignast húsið allt árið 1990 og telur húsnæði þess nú 550 fm. Á síð- asta ári var listaverkageymsla safnsins flutt út í bæ og við það fjölgaði enn sýningarsölum safnsins og eru þeir nú fimm; forsalur og Gryfja, Bjarti salur og Svarti salur á miðhæð og SÚM-salur á efstu hæð. Inngangur í safnið er nú um miðhæðina, þar sem komið er inn í setustofuna, - samkomustað safnsins, - eld- húsið á þessu „heimili" myndlistarmanna. Stefnan hefur alltaf verið sú að veita íslensk- um myndlistarmönnum færi á að sýna verk sín með eins litlum tilkostnaði af þeirra hálfu og mögulegt er. Þannig var leigan á sýningar- sölunum lækkuð um 25 % fyrir tveimur árum í kjölfar þess að styrkur Reykjavíkurborgar til safnsins var hækkaður. Nýlistasafnið gefur út fréttabréf hálfsmánaðarlega þar sem nýjar sýningar eru kynntar. Félagsmenn Nýlistasafnsins eru nú 165. ANNAÐ verkið sem frumflutt verður annað kvöld er sónata fyrir fagott og píanó sem Ríkarður Örn Pálsson tónskáld samdi sérstaklega með Rúnar og Guðríði í huga. Segja þau verkið flókið í flutningi en auðvelt á að hlýða. M sé það ákaflega fjölbreytt tónsmíð. Fyrsti kafl- inn sé syngjandi, sá næsti draumkenndur og sá síðasti í fúgustíl með aðkenningu að djass- sveiflu. Hitt vérkið sem frumflutt -verður í Lista- safninu er einleiksverk fyrir fagott sem Jónas Tómasson tónskáld samdi fyrir Rúnar. Mun Jónas hafa skrifað verkið í kjölfar fagottnámskeiðs sem haldið var á Isafirði fyrir nokkrum árum, en þar var Rúnar í fjöl- þjóðlegu liði fagottleikara. „Þetta var virki- lega skemmtilegt sumarsólstöðunámskeið, þar sem fagottleikarar héðan og þaðan úr heiminum komu saman og ég lít á verkið sem minningarbrot Jónasar þaðan," segir Rúnar. Á efnisskrá tónleikanna eru lfka fjögur ís- lensk sönglög, í fógrum dal eftir Emil Thoroddsen, Eg lít í anda liðna tíð og Sofðu, sofðu góði eftir Sigvalda Kaldalóns og Lindin eftir Eyþór Stefánsson. Ekki mun Rúnar þó ætla sér að syngja lögin, heldur mun fagottið koma í stað einsöngvara. Ástæðuna fyrir veru sönglaganna á efnis- skránni má rekja alllangt aftur í tímann., ,Þeg- ar ég var um tvítugt var ég í dansMjómsveit sem lék á böllum vítt og breitt um landið," segir Rúnar, „og þegar við vorum að keyra heim tíl ísfjarðar eftir dansleiki var jafnan til siðs að taka nokkur íslensk sönglög. Sungið var í röddum enda voru bílstjórinn, „umboðs- maðurinn" og einn eða tveir úr hljómsveitínni félagar í karlakór á ísafirði. I fyrstu þótti mér, kornungum manninum, lög þessi fremur hall- ærisleg en lærði smám saman að meta þau. Hafa þau verið mér kær síðan og það er virki- lega ánægjulegt að fá nú tækifæri til að leika nokkur þeirra á tónleikum." Þá verða flutt á tónleikunum sónata eftir Telemann, Fantasíustykki op. 73, nr. 1 eftir Schumann og Solo de concert eftir franska tónskáldið Gabriel Pierné. Tónleikarnir í Listasafninu eru þeir síð- ustu í tónleikaferð Rúnars og Guðríðar um landið en áður hafa þau flutt ámóta efnisskrá í StykkishóTmskirkju, Reykholtskirkju og ísafjarðarkirkju. Gera þau góðan róm að við- tökum og aðstæðum, sem þeim voru búnar, á fyrri tónleikunum þremur, Það geri-sér.ekkL allir grein fyrir því að aðstaða til tónleika- halds sé víða til fyrirmyndar úti á landi. Þá hafi þau alls staðar mætt miklum velvilja sem sé, þegar málið sé ígrundað, alls ekká sjálf- gefinn. Rúnar og Guðríður sameina nú krafta sína í fyrsta sinn á tónleikum sem þessum en áður hafa þau leikið saman á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands. Segja þau tóh- leikana reyndar hafa verið á döfinni í all- mörg ár. „Við erum búin að þekkjast í rúm tuttugu ár og höfum alltaf annað slagið, sér- staklega síðustu árin, ætlað að láta þessa tónleika verða að veruleika og jafnvel haldið eina eða tvær æfingar. Vegna anna hefur aftur á móti ekkert orðið úr - fyrr en nú," segir Guðríður. Hljómsveitastarf hefur tekið drjúgan tíma frá Rúnari á liðnum árum en auk þess að hafa verið fastráðinn við Sinfóníuhljómsveit ís- lands í áratug, hefur hann verið virkur í starfi Kammersveitar Reykjavíkur og Hljómsveit- ar íslensku óperunnar. Segir hann hljóm- sveitir þessar ómetanlegan vettvang fyrir hljóðfæraleikara en samt sem áður sé mikils virði að fara sínar eigin leiðir annað veifið - lfkt og hann gerir nú. „Auðvitað er þetta ljúfsárt, enda kosta svona tónleikar mikla vinnu. Maður hefur hins vegar ákaflega gott af áskoruninni - koma fram á eigin forsendum, vejja sitt efni sjálfur og kafa ofan í það. Það styrkir mann." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 25. APRÍL 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.