Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 5
hvarf. Þá snerum við okkur að fjármálunum. Wittgenstein, eða öllu heldur faðir hans, heimt- ar að borga ferðalagið fyrir okkur báða. Ég átti svo sem von á að hann væri rausnarlegur en hann fór langt fram úr þeim væntingum mín- um. Wittgenstein rétti mér 145 pund í seðlum og hélt eftir sömu upphæð fyrir sig. Auk þess var hann með 200 punda ávísun með sér! Eftir þessi viðskipti fórum við í matsalinn og snædd- um kvöldverð ... Laugardagur 7di september, 1912 Við Wittgenstein borðuðum morgunverð sinn í hvoru lagi, hann kl. 10 og ég kl. 9. Síðan skrapp ég á pósthúsið og þar biðu mín tvö bréf frá mömmu. Síðar fórum við Wittgenstein í búðir. Honum er mikið í mun að taka nóg af fatnaði með. Sjálfur er hann með þrjár ferða- töskur og það angrar hann að ég skuli bara vera með eina. Hann lét mig kaupa aðra ábreiðu í Cambridge og ýmsan smávarning í Edinborg í morgun. Ég hef reynt að spyrna á móti þessum innkaupum, sérstaklega þar sem ég er ekki að eyða úr eigin vasa. Eg fékk hann hinsvegar til að kaupa sér olíuföt sem hann vantaði. Seinna tókum við sporvagn niður til Leith, gerðum ráðstafanir vegna farmiðanna og skoðuðum sjálft skipið, Sterling. Það er mjög líkt venjulegri Ermarsundsferju og það fór illilega í taugarnar á Wittgenstein hvað það var lítið en hann jafnaði sig á því að lokum. Við fórum upp á hótel í hádegismat. Síðan versluð- um við meira. Borðuðum kvöldmat á hótelinu kl. 18 og tókum síðan leigubíl niður á höfn. Við þurftum sjálfir að bera farangurinn um borð því engan skipverja var að sjá. Við komum okkur fljótt fyrir. Við höfum hvor um sig tvær káetur, litlar en ekki óvistlegar. Við léttum akkerum kl. 21 og þáðum te í veitingastofunni. Það hellirigndi allt kvöldið, en við spókuðum okkur á þOfarinu til kl. 22. Að því loknu gekk Wittgenstein til náða. Eg skrafaði við tvo far- þega um stund, annar þeirra á heimleið til Færeyja, hinn líklega á leiðinni til íslands í við- skiptaerindum. Báðir tala bjagaða ensku. Það eru u.þ.b. 10 farþegar um borð, þeirra á meðal nokkrar frúr, en að því er ég best veit er ég eini Englendingurinn. Báturinn er auðvitað danskur og kemur frá Kaupmannahöfn. Miðvikudagur 1 lli september, 1912 Eftir morgunverðinn gerði ég myndir eftir filmunum sem ég hafði framkallað í gær. Ég brúntónaði þær hins vegar ekki. Skipið hélt áfram að vagga og velta en ég kenndi einskis, ég virðist kominn yfir þetta. Wittgenstein er ennþá með ógleði þó hann hafi ekki enn orðið alvarlega sjóveikur. Hinir farþegarnir eru allir íslenskir en tala flestir ensku. Þarna er reykvískur verslunarmaður að nafni Muller og eiginkona hans að koma úr við- skiptaferðalagi. Hann er mjög ræð- inn og spyr mig um verð allra hluta sem ég hef í fórum mínum. {Inn- skot þýð: Hér er átt við kaupmann- inn L. H. Muller sem rak ferða- og sportvöruverzlun í Austurstræti 17 til margra ára og konu hans Marie.} Þarna er einnig ungi maðurinn sem ég minntist á, einnig frú Schmidt, ung og lagleg, ég veit ekki hvar hún geymir manninn sinn, tvær ólofaðar konur, önnur ung, hin á miðjum aldri. Þau eru mjög mannblendin og það þarf lítið til að vekja barnslega kæti þeirra. Öllsömul mjög viðkunn- anleg. {Innskot þýð. I þann tíð fluttu helstu blöð landsins fregnir af því hvaða íslendingar voru með skipum til og frá landinu. I 37ta tbl. Ingólfs frá 1912 segir að meðal farþega á Sterl- ing 12. sept. hafi verið: frk. Ingibjörg H. Bjarnason forstöðukona Kvennaskólans, frú Þóra Gíslason (frú Þóra var kona Garðars Gíslasonar stórkaupmanns), L. Miiller verslun- arstjóri og frú hans, Fjóla Stefánsdóttir for- stöðukona ísafjarðarskólans, frú Oktavía Smith o.fl. (frú Öktavía var kona Paul Smiths verkfræðings og móðir Thorolfs Smiths blaða- manns). Eftir kvöldmatinn spiluðum við Svarta-Pétur í veitingasalnum. Fór í rúmið um tíuleytið. Fimmtudagur 1 2ti september, 1912 Það var vont í sjóinn í alla nótt, alveg fram til kl. 10 að við komumst í skjól í Faxaflóa. Ég fann ekki fyrir sjóveiki. Fór á faatur kl. 7.30 og gekk frá farangri mínum eftir morgunverð. Wittgenstein fór á fætur um tíuleytið. Það var ýringur í lofti og þungbúið. Hádegisverður kl. 11 að venju. Vörpuðum akkerum í Reykjavík um eittleytið, og eftir mikið fum og fát vorum við ferjaðir í land og fylgt á Hótel Reykjavík. {Innskot þýð. Eigandi og hótelstýra Hótels Reykjavíkur var Margrét Zoéga, tengdamóðir Einars Benediktssonar. Hótel Reykjavík var stórt og glæsilegt hótel, reist árið 1905. Það stóð við Austurvöll en brann til ösku í miðbæj- arbrunanum mikla árið 1915} Fengum hádeg- isverð um hálfþrjú. Hótelið er stórt og afar þægilegt, fengi eflaust þrjár stjörnur í erlend- um ferðabókum. Eftir hádegisverðinn kynnti hóteleigandinn okkur fyrir leiðsögumanninum og við skipulögðum ferðalagið (leiðsögumenn- irnir sátu um okkur óðar en við stigum á land). Leiðsögumaðurinn hét Jónsson og hann leit út fyrir að vera viðkunnanlegasti náungi, talaði góða ensku, svo að við réðum hann og fórum yfir nokkur atriði með honum. {Innskot þýð. Því miður tilgreinir Pinsent aldrei skírnarnafn leiðsögumannsins og lýsir honum hvergi ítar- lega. Hver hann var verður e.t.v. aldrei sannað, en hér verður ein tilgáta sett fram. Það er Snæbjörn Jónsson, síðar bóksali. I Isafold 21sta sept. 1912 segir: „Frá Englandi er ný- kominn Snæbjörn gagnfræðingur Jónsson frá Kalastöðum. Snæbjörn hefur í sumar verið við enskunám (framburð aðallega) í Lundúnum við Central Labour College hjá nafnkunnum mál- fræðingi breskum. fsafold hefur átt kost á að sjá meðmæli Snæbjarnar frá þessum skóla og eru þau óvenjugóð -.Snæbjörn ætlar að kenna ensku hér í bæ í vetur sbr. augl. hans hér í bl." Snæbjörn mun hafa þekkt Margréti Zoéga dá- vel en hún kynnnti Wittgenstein og Pinsent fyrir leiðsögumanninum. Ef lesendur telja sig geta rökstutt hver leiðsögumaðurinn er, þá eru slíkar tOgátur vel þegnar.} Að því búnu röltum við um Reykjavík. Reykjavík er reglulega ynd- islegur staður, hún er þó nokkuð stór - 11.600 íbúar - hefur breiðar götur, verslanir þar sem maður getur keypt næstum allt sem nöfnum Laugardagur 14di september, 1912 Fór á fætur kl. 8 og kláraði að pakka niður. Morgunverður kl. 9. Leiðsögumaðurinn átti að vera mættur með hestana kl. 10 en var hálftíma of seinn. Það urðu enn meiri tafir áður en við yfirgáfum Reykjavík, járning hesta o.fl. íslend- ingar eru í raun afar morgundaufir, en við lögð- um loksins upp um hádegisbil. Lest okkar skip- uðu: Wittgenstein, leiðsögumaðurinn og ég sjálfur, hver á sínum hesti, og á undan rákum við trússahestana tvo og annan hest tO reiðar fyrir hvern okkar. Leiðsögumaðurinn hafði ein- stakt lag á hestunum og hélt hópnum vel sam- an. Hestarnir eru lágvaxnir, loðnir og skref- stuttir, við riðum á brokki aflan tímann, sem var þreytandi. Það var hjúfurregn og við vorum í regngöllum frá toppi tfl táar, býsna heim- skautalegir útlits. Eftir u.þ.b. 12 km. ferð áðum við í stundarfjórðung til að hvfla hestana, um 3 km. síðar fengum við hádegisverð á vertshúsi, egg, brauð og smjör. {Innskot þýð. Þetta er lík- lega Geitháls, vertinn þar var Guðmundur Magnússon. Leiðin til Þingvalla á þessum tíma lá miklu sunnar en nú er.} Eftir u.þ.b. 35 km. skiptum við um reiðskjóta. TO áfangastaðar okkar, Þingvalla, eru 50 km. og við náðum þangað um sjöleytið og fórum rakleiðis á gisti- LAUGARVATNSBÆRINN fyrr á öldinni, þar sem Böðvar og Ingunn tóku á móti gestunum. Bæjarhúsin lengst til hægri stóðu fram á 6. tug aldarinnar og voru endabústaðir skólans. HJÓNIN á Laugarvatni, Ingunn Eyjólfsdóttir og Böðvar Magnússon. Myndin er að líkind- umfrá árinu 1912. tjáir að nefna og mörg nýtískulegustu lífsþæg- indi. Hér er tfl dæmis gasstöð og sími er í nán- ast hverju húsi. Eg sá nokkra menn á ferð hjólandi. Húsin eru öll bárujárnsklædd á steyptum grunni og eru máluð í fjörlegum lit- um, mestanpart rauð eða gul. Heildarsvipurinn er skemmtflega gamaldags og ekki vitund haU- ærislegur. Verðlagið í verslunum er hlægilega lágt. í sumum tilfellum einungis um fjórðungur þess sem borga þyrfti í Englandi. {Innskot þýð. þetta lága verðlag sem undrar Pinsent á sér þá skýringu að haustútsölurnar voru byrj- aðar af krafti. Blöð frá þessum tíma eru barmafull af útsöluauglýsingum} Innfæddu- eru svipmikið fólk, hraustlegt ásýndum og flest vel menntað. Næstum allir tala góða ensku og sennilega þýsku og frönsku að auki, sem og dönsku og íslensku, tungu þjóðarinnar. Fólkið virðist vera í góðum efnum og örbirgð og fá- tækrahverfi enskra borga eru víðs fjarri. Veðrið var þungbúið og fremur svalt, þó ekki nálægt því eins kalt og ég átti von á. Við Wittg- enstein áttum líflegar samræður um ríkisrekna skóla sem enduðu í hörðum deilum uns við sá- um að við höfðum misskilið hvor annan hrapal- lega. Hann hefur megnustu fyrirlitningu á þvi sem hann kallar smáborgaralega afstöðu til grimmdar og þjáningar - í raun á sérhverju kaldhömruðu viðhorfí - og ásakar Kipling um slíkt, hélt að ég væri hallur undir þau. Borðuðum kvöldmat kl. 19.30. Eftir matinn reykti ég og skrifaði bréf. í rúmið hálfellefu. húsið þar. Svo virðist sem við höfum farið leið- ina á ótrúlega skömmum tíma. Landið sem við fórum yfir er afar hrjóstrugt, lyngheiði þak- in hraungrýti og beitUyngi. Lyngið er mjög litskrúðugt: ljósgrænt, gult og bleöct og þess vegna sáum við það mjög greinilega þrátt fyrir dumb- unginn. Landið var býsna slétt þrátt fyrir að fjöll blöstu hvar- vetna við. Þegar dró að leiðarlok- um héldum við niður að Þing- vallavatni sem girt er dyngjum sem líkjast eldfjöllum og er stór- brotið að sjá. ÞingveUir geta varla kallast þorp því þarna er einungis kirkja, prestsetur, gistihús og nokkr- ir bóndabæir á stangli. Veitingahúsið var mjög huggulegt og við fengum fljót- lega góðan málsverð sem var sflungur, brauð, smjör og sultutau. {Innskot þýð. Á Val- höll sáu um veitingar 1902-1917 Sigmundur Sveinsson, bóndi á Brúsastöðum og kona hans, frú Kristín Símonardóttir. Sigmundur varð seinna húsvörður í Miðbæjarskólanum í Rvk.} Að því búnu áttum við Wittgenstein saman mjög ánægjulega kvöldstund. Hann fræddi mig um sldlgreiningu Russells á töluhugtakinu o.s.frv. og um það hvernig rökfræðikerfi hans er beitt. Afar áhugavert. Wittgenstein er mjög góður kennari. Fórum í rúmið hálfellefu. Við fyrstu kynni fannst mér leiðsögumaðurinn geð- ugur og það er raunin við nánari kynni. Hann er bráðvel gefinn og verkfús. Og hann getur tjáð sig á ensku um margt áhugavert. Sunnudagur, 1 5di september, 1912 Við ákváðum að eyða deginum hér á Þing- völlum. Morgunverður kl. 9.30 og fórum síðan í skoðunarferð á postulahestunum. Það rigndi um morguninn en stytti upp að mestu seinni- partinn. Landið hér er allt lyngvaxið hraun, sundurskorið af djúpum gjám með þverhnípt- um hamraveggjum og íðflfögru fjólubláu vatni í botninum. Sumar gjárnar eru allt að 50 feta djúpar, og það sem gerir þær enn tOkomumeiri er að landið umhverfis þær er flatt. Eftir stutta skoðunarferð fór ég tfl baka á veitingahúsið og náði í myndavélina, fór aftur út og tók þrjár myndir. {Innskot þýð. Pinsent tók fjölda Ijós- mynda á ferðalaginu en því miður eru þær allar glataðar.} Komum í hádegismatinn kl. hálftvö . . . í gönguferðinni í morgun þurftum við að prfla upp nokkra kletta sem var mjög spenn- andi. Ég er langt frá því að vera góður að klifra en Wittgenstein er mjög taugaóstyrkur. Að- finnslusemi hans skýtur hér aftur upp kollin- um, hann hamrar stöðugt á því að ég megi ekki stofna lífi mínu 1 hættu. Það er kostulegt að hann skuli vera svona. Hann er prýðilegur ferðafélagi að öðru leyti. Um eftirmiðdaginn komu fjórir svissneskir ferðamenn á leið sinni frá Geysi. Við fengum þá tíl þess að taka með sér nokkur bréf á pósthúsið í Reykjavík, en þangað ætla þeir á morgun. {Innskot þýð. I Lögrjettu frá llta september 1912 segir frá því að Grænlandsfar hafi komið til Reykjavflcur og með því fjórir menn svissneskir sem verið hafa í könnunarför í Grænlandi og að þeir hafi farið til Þingvalla.} Ég gleymdi að minnast á ótrú- lega fótfimi íslensku hestanna okkar. Þeir brokka grýttan troðninginn leikandi létt og í lausamöl eru þeir framúrskarandi fótvissir. Mánudagur 16di september 1912 ...Við fórum yfir sléttuna, komumst nú hrað- ar yfir og komum loks að bóndabæ um kl. hálf- þrjú þar sem við fengum hádegisverð. {Inn- skot þýð. Þetta er bærinn Laugarvatn í Laug- ardal þar sem Böðvar Magnússon og frú Ing- unn Eyjólfsdóttir bjuggu frá 1907-1935. Þau eignuðust þrettán börn, tólf þeirra komust upp, þar af ellefu dætur. Laugarvatn var án- ingarstaður flestra þeirra sem fóru milli Þúig- valla og Geysis í þann tíð. Hefðbundinn gesta- matur var nýveiddur Laugarvatnssilungur, kartöflur, strokkað smjör, skyr, rjómi nýbakað hverabrauð og kaffi.} Maturinn var óbrotinn en mjög lystugur. Það eina sem ég hafði litla lyst á var rúgbrauðið, mjög þungt og dálítið seigt. Við lögðum af stað á ný korter fyrir fjög- ur og riðum greitt með einu hléi tO kl. hálfátta þegar við komum að bóndabæ í klukkustundar- fjarlægð frá Geysi. {Innskot þýð. Hér er senni- lega átt við bæinn Múla og ábúendur voru hjónin Geir EgUsson og frú Guðbjörg Odds- dóttir} Við höfðum ætlað að Geysi í kvöld en þar sem komið var myrkur var ákveðið að láta nótt sem næmi. Við hefðum komist hraðar yfir ef að jarðvegurinn hefði ekki verið svona blaut- ur. Híbýlin sem okkur var úthlutað á bónda- bænum voru mjög vistleg. Við fengum sitt- hvort herbergið, herbergi Wittgensteins var bráðabirgðahúsnæði en hann lét vel af því. Við vorum dauðþreyttir þegar við komum og lögð- umst til hvflu eftir velútlátmn málsverð kl. 9. Það var bjart í dag og á leiðinni sá maður snævi krýnd fjöllin, þ.á m. Heklu, mjög greini- lega. Um hálfníuleytið sáum við norðurljósin. Þau voru eins og hvitfölar ljósrákir á norður- himninum. Þriðjudagur 1 7di september, 1912 Fór á fætur kl. 8 endurnærður og ekki nema með smávægflega strengi eftir erfiði gærdags- ins. Morgunverðurinn var ekki borinn á borð fyrr en kl. 10. Eins og ég hef áður minnst á eru Islendingar mjög morgundaufir! Við riðum af stað um hálfellefuleytið og riðum hægt og ró- lega í áttina að Geysi, þangað sem við komum um hádegisbil. Það var bjart og gott veður um morguninn en þykknaði upp um kvöldið. Við innrituðum okkur á gistihúsið og fórum svo að skoða hverasvæðið. {Innskot þýð. Líklegt er að þeir félagar hafi gist í svonefndu konungs- húsi sem reist var 1907 vegna heimsóknar Friðriks VIII til íslands. Fólkið á Laug, Jón Guðmann Sigurðsson og VUborg Jónsdóttir og einkum dóttir þeirra Kristín, stóðu fyrir veit- ingum við Geysi á þessum árum.} Svæðið er krökkt af litlum vellandi vatnsbólum sem lykta rammlega af H2S! Flest vatnsbólin vella við- stöðulaust, en tvö þeirra gjósa reglubundið. Af þeim síðarnefndu gýs minni hverinn einu sinni til tvisvar á dag og ég náði mynd af því um miðjan dag. Við komum honum til að gjósa með því að stífla gosholuna með torfusneplum. Það ku vera viðtekin aðferð. Gosstrókurinn teygði sig í 15 feta hæð, sveipaður gufumekki. Stærri goshverinn gýs aðeins á nokkurra daga fresti og þar sem hann hefur ekkert látið á sér kræla í fimm daga vonumst við til að hann sýni sig brátt. Hann virðist geta gosið um 130 ft. og það hlýtur að vera tflkomumikið. Borðuðum hádegisverð kl. 13.30 og horfðum síðan á minni goshverinn gjósa eins og að framan greinir. Það sem eftir lifði dagsins biðum við þess að stóri hverinn gysi. Einu sinni eða tvisvar heyrðum við korr úr iðrum hans sem ætíð heyrist áður en gosin koma, en ekkert gerðist. Við Wittgenstein röltum spölkorn upp á nálæg- an hól. Kvöldverður var borinn fram kl. 17.30. Eftir það fórum við í annan göngutúr. Síðan upp á herbergi þar sem hann fræddi mig meira um rökfræði Russells. I miðjum klíðum byrjaði sá stóri að korra á ný og við hentumst út í svartnættissuddann en ekkert gerðist. Kominn í rúmið um hálftíuleytið. Miðvíkudagur 18di september, 1912 . . . Um fjögurleytið fengum við okkur göngutúr og ræddum mestanpart rókfræði. Borðuðum kvöldmat kl. sex. Síðan ræddum við heilmikið um taknmálsrökfræði. Ég læri mikið af Wittgenstein. Hann er vissulega óvenjuskýr. Mér hefur aldrei tekist að finna minnstu feyru í röksemdum hans, og hann hefur látið mig endurskoða hugmyndir mínar um nokkur mál frá grunni. Síðari hluti birtist í næstu Lesbók. Höfundur er cand. oecon og BA í heimspeki og starfar hjá Kaupþingi hf. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 25. APRÍL 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.