Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 12
BEZT heppnað af hinum kassalaga afurðum módernismans við Strandgötuna er hús Spari- sjóðs Hafnarfjarðar (að bakhliðinni undanskilinni) Frá götunni en lítur húsið þó vel út. Á SJÖUNDA áratugnum voru víða f bæjum byggð afspyrnu Ijót hús og Strandgatan varð illa út i af völdum þessarar tízku. Gamalt hús, undirstrikar hversu illa var farið með þetta umhverfi. EFTIR að steinsteypa kom til sögu voru byggð örfá hús við Strandgötuna, sem tóku í útliti mið af bárujárnshúsunum. Módernism- inn valtaði yfir allar slíkar hugmyndir og hér er eitt hryggilegasta dæmið: Pósthúsið við Strandgötuna. fóma, en m.a. hefur verið kvartað yfír hæð húsanna, sem er þó í hóf stillt og fyrir því ' eru engin haldbær rök að hús í miðbæ megi ekki rísa eitthvað yfír næsta umhverfí. Að minnsta kosti þykir sjálfsagt og eðlilegt að háar blokkir í íbúðahverfum rísi yfír önnur hús þar og oftar en ekki myndar það ákjós- anlega tilbreytingu fyrir heildarsvip byggð- arinnar. Þess má einnig geta að 6 hæða hús á senn að rísa í miðbæ Akureyrar. Það sem umfram allt skiptir máli er að miðbær Hafnarfjarðar hefur fengið þokka- lega vel teiknuð og nútímaleg hús, sem taka í útliti mið af eldri húsagerð með hallandi þök- um og göflum sem snúa út að höfninni. Boga- dregin form eru á nokkrum stöðum látin mynda mótvægi við vinkilrétt form og ánægjuleg tilbreyting er í því að í stað grátóna, sem arkitektar hafa yfirleitt ofnot- að, hafa höfundar húsanna kosið að vinna * með liti, svo verulegur ávinningur er að. Nú geta „Gaflarar" staðið undir myndarlegum göflum, en þetta auknefni er til komið í at- vinnuleysinu á kreppuárunum, þegar menn stóðu í hnapp undir húsgöflum og biðu eftir vinnu. Gjaman hefur verið bent á að efnahags- legur grundvöllur miðbæjarhúsanna í Hafn- arfirði sé ótraustur og að meira hafí verið byggt af kappi en forsjá. Engar forsendur hef ég til að meta það, enda er tilgangur þessa pistils ekki sá að leggja mat á arðsemi. Það er margur óþarfínn nú á dögum ef út í það er farið. Reykvíkingar hefðu ugglaust getað komizt af án Perlunnar og eins hefðu Kópavogsbúar getað lifað án listasafnsins og tónlistarhússins sem þar er að rísa. Sama má segja um Hafnarfjörð, en ávinningurinn þar er sá að nýju byggingamar sem m.a. hýsa verzlunarkjama og Listamiðstöðina Hafnar- borg eru ásamt með læknum, tjöminni og garðinum með því besta sem við höfum fram að færa í miðbæjarumhverfi. 1 beinu fram- haldi er það sem mörgum þykir hápunktur alls þessa: Nýju byggingarnar við Þjóðkirkj- una; safnaðarheimili og tónlistarskóli sem hafa verið kynntar rækilega hér í Lesbók og raunar einnig í erlendum tímaritum um arki- tektúr. Þessar byggingar voru með réttu hafðar hæfílega lágar til þess að yfírgnæfa ekki Þjóðkirkjuna og vandasöm tenging við hana tókst með afbrigðum vel. Til dæmis um skiptar skoðanir má þó nefna, að bygging- amar við kirkjuna sem ég tel með því bezta sem við höfum eignast í arkitektúr, hafa far- ið fyrir brjóstið á sumum Hafnfirðingum. VIÐ STRANDGÓTU: Eitt af steinhúsunum frá fyrriparti aldarinnar, steinsteypuklassí sem svo hefur verið nefnd og féll fullkomlega að því umhverfi sem fyrir var. Um það var hinsvegar ekki skeytt eftir 1960 þegar húsin við hliðina voru byggð. ■■■ SísSÍÍSft Strandgatan fékk sína nýsköpun eftir miðja öldina ogpar eru mörg dœmi um hversu illa tókst að samræma gamalt og nýtt. Eftirtektarvert er að engin mótmæli heyrðustþá. STRANDGATAN á árunum 1933-45. Meðal fagurra og sérkennilegra húsa sem horfið hafa af sjónarsviðinu er hvítmálaða húsið til hægri; tveggja hæða timburhús með „hatti“ yfir svölum. Fullorðin kona með menningarlegan metnað, sem búin er að búa í bænum í áratugi, taldi í samtali við greinarhöfundinn, að bygging- amar við kirkjuna væm einmitt þær al- verstu. Strangtrúaðir módemistar af gamla skól- anum hafa verið að hrista sín æraverðugu höfuð yfir Hafnarkránni, sem er einhvers- konar sambland af norskri stafakirkju og öðra sem menn heimfæra uppá víkingastíl. Hluti af byggingunni er „Gamla búðin“ á Hamarskotsmöl frá 1841. Þar er nú rekið veitingahúsið Fjaran, en húsið nýtur vemd- unar. I heild er Hafnarkráin bráðskemmti- legt hús að utan sem innan og mikill fengur að henni fyrir Hafnarfjörð. Með öllu þessu hefur miðbær Hafnarfjarðar fengið nýtt andlit; ný og frambærileg hús til viðbótar við fáein fógur og athyglisverð hús frá gömlum tíma, t.d. hús Bjama Sívertsen, Veitingahús- ið A. Hansen og síðast en ekki sízt Einars- búð sem svo var nefnd í daglegu tali, Verzlun Einars Þorgilssonar, frá 1907. Nú hefur hús- ið á nýjan leik orðið staðarprýði með því að það var fært nær upphaflegu útliti og þar er þetta skandinavíska fyrirbæri, konditorí, þar sem hægt er að fá sér kaffi og nýtt bakkelsi. Vegna þess að flest er nýtt eða nýlegt í mið- bæ Hafnarfjarðar, var mikilvægt að þetta hús gekk í endumýjun lífdaganna, því á fyrriparti aldarinnar var miðpunktur Hafn- arfjarðar einmitt framan við það. Þar fyrir utan eru í næsta nágrenni við miðbæinn mörg glæsileg bárajámsklædd timburhús, sem munu halda áfram að bera því tímabili fagurt vitni. * 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 25. APRÍL 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.