Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 13
IFORNÖLD er Hafnarfjarðar hvergi getið í tengslum við verzlun eða sigl- ingar. Það var hinsvegar um 1400 að staðurinn komst á kortið þegar lands- menn fóru að flytja út skreið. Af því má sjá að Hafnarfjörður á um þessar mundir 600 ára afmæh' sem verzlunar- staður. Svo virðist að laust eftir 1400 hafi Hafnarfjörður orðið ein helzta verzlun- ar- og fiskveiðihöfn landsins. Um 1412 er getið um ensk kaupskip sem komu til Hafn- arfjarðar og þá hófst verzlun við Englend- inga, sem var ekki allstaðar vel séð. Síðar á 15. öldinni fóru þýzk skip Hansa- kaupmanna að birtast á Hafharfirði. Eftir 1480 er talið að Þjóðverjar hafi hrakið Eng- lendinga frá þessum verzlunarstað og var því vel tekið, því að Englendingar stunduðu fisk- veiðar uppi við landsteina. Alla 16. öldina var Hafharfjörður oftast nefhdur af íslenzkum höfnum í verzluanrskýrslum Hamborgar- kaupmanna, en sjálfir lentu Þjóðverjar í inn- byrðis deilum um aðstöðu til verzlunar við Faxaflóa. Danakonungar reyndu hvað þeir gátu til þess að koma verzluninni í hendur danskra kaupmanna, en þeir voru vanbúnir að keppa við þá þýzku. Þó voru tveir danskir kaup- menn komnir með Hafnarfjarðarverzlunina á leigu skömmu fyrir 1600 og dönsk verzlun var síðan fest í sessi með einokunartilskipun Kristjáns 4. á 17. öldinni. Verzlunarstaðurinn í Hafnarfirði hét Fornubúðir. Gagnstætt því sem margir halda, var hann sunnan megin fjarðarins, nánar tiltekið á Háagranda, eða því sem næst HAFNARFJÖRÐUR skömmu eftir 1870. Vörugeymsluhús, fiskgeymsla, verzlunar- og íbúðarhús Linnets og saltgeymsluhús. HAFNARFJÖRÐUR við norðurhorn smábátahafnarinnar. Sá stað- ur er þó ekki til lengur því hann var grafinn í burtu á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Á Háagranda höfðu þýzkir reist timburhús undir varning og raunar eiga Þjóðverjar heiðurinn af því að hafa byggt kirkju í Hafn- arfirði, sem var fyrsta lúterska kirkjan á ís- landi. Við hana störfuðu þýzkir prestar. Á árunum 1602-1787 var Hafnarfjörður helzti verzlunarstaður á landinu eins og verið hafði á 15. og 16. öld. Kunnastur Hafnar- fjarðarkaupmanna á þessu tímabili var Hans Nansen, borgarstjóri í Káupmannahöfn, sem verzlaði í Firðinum 1639-62. Verzlunarstað- urinn var þá enn á Háagranda, en þar fór að bera á landbroti á 17. öldinni og það varð til þess að Hans Nansen lét flytja verzlunar- staðinn norður yfir fjörðinn árið 1667. Þar voru byggð hús í landi jarðarinnar Akur- gerðis, sem hafði verið hjáleiga frá Görðum á Alftanesi. Það má því segja að Hans Nansen sé faðir þess kauptúns sem reis norðan við fjörðinn. Til marks um mikilvægi Hafnarfjarðar er það að dönsku kaupskipin voru látin safnast þar saman á haustin og þaðan urðu þau sam- ferða utan í fylgd herskipa. Höfnin þótti svo góð að Eyrarbakkakaupmenn sóttu um og fengu leyfi til að taka þar á móti sláturfé. Var þá ekki mikið verið að velta fyrir sér óhagræðinu fyrir bændur austan úr Rangár- þingi og Skaftafelssýslu, sem þá urðu að reka sláturfé sitt til Hafnarfjarðar. I skamman tíma lagðist Hafnarfjarðar- verzlun niður eftir að Skúli Magnússon hóf uppbyggingu Innréttinganna og gerðist þarmeð „faðir Reyjavíkur". Breytingin þótti samt ekki gefa góða raun og innan skamms varð Hafnarfjörður aftur verzlun- arstaður. Elzta teikning sem til af Hafnar- firði er frá árinu 1772. Hún sýnir dönsku verzlunarhúsin á rima undir hraunbrún- inni; þrjár skemmur snúa göflum fram og undir þeim standa nokkrir 18. aldar „Gafl- arar". Tveimur árum síðar reis vatnsmylla í Hafnarfirði og átti almenningur að geta malað þar korn. Lengst af 17. öldinni stóð Hólmurinn við Reykjavík í skugga Hafharfjarðar sem verzl- unarstaður. Það breyttist þó í lok aldarinnar; Hólmurinn efldist þá, en hinsvegar háði það Hafnarfjarðarverzluninni hvað kaupsvæðið var lítið. Árið 1736 lagði Hans Becker lög- maður til, að stofnaðir yrðu fimm kaupstaðir á íslandi, en Hafnarfjörður skyldi vera höf- uðstaður landsins og aðsetur helztu embætt- ismanna sunnanlands. Telja verður að Skúli AGRIP AF SOGU VERSLUNAR- STAÐARINS FRÁ 1400-1900 HAFNARFJÖRÐUR um aldamótin 1900. Fremst á myndinni er bærinn Krókur. Magnússon hafi haft mest áhrif á að svo varð ekki. Vildi hann ekki velja Innréttingum sín- um stað í Hafnarfirði; taldi undirlendið fram- an við hraunbrúnina of lítið og auk þess þótti honum ókostur að mótekja var þar bvergi nærtæk. Endahnúturinn á þessa þróun var rekinn 1786 með því að fimm bæir fengu kaupstaðarréttindi, en Hafnarfjörður var ekki þar á meðal. Hafnarfjörður var samt áfram löggiltur verzlunarstaður, en illa þótti að verzluninni staðið og urðu kærur og klögumál vegna skemmdrar vöru og okurverðs. Þannig var ástandið 1794 þegar Bjarni Sívertsen hóf verzlun í Firðinum og keypti þá bæði verzl- unarhús konungsverzlunarinnar og innan- stokksmuni. Bjarni Sívertsen varð brautryðjandi á sviði innlendrar verzlunar og kom mjög við sögu Hafnarfjarðar unz hann lézt 1833. Skipasmíðastöð reisti hann í landi Jófríðar- staða; lét smíða þar þilskip og stundaði þil- skipaútgerð auk þess sem hann hafði skip í förum milli Islands og Danmerkur. P.J.Knudtzon stórkaupmaður í Kaup- mannahöfn keypti verzlunina af dánarbúi Bjarna Sívertsen og rak þá verzlun framundir aldamótin 1900. Knudtzon var umsvifamikill kaupmaður í Hafnarfirði á þessu tímabili, en fleiri komu þar við sögu. Hans Linnet hóf verzlunarrekstur 1836 og afkomendur hans ráku þá verzlun til 1896. Fram til 1841 voru tvær verzlunarlóðir í Hafnarfirði: Akurgerði og Flensborg, en það ár reisti Matthías J. Mathiesen verzlunarhús á Hamarskotsmöl og þokaði með því byggðinni suður á bóginn. Fleiri verzlanir spruttu upp á öldinni sem leið, en Þorsteinn Egilsson cand.theol. eignaðist flestöll verzlunarhús á Hamarskotsmöl um 1870 og átti þau til 1901. Til 1908 voru lang- flestir kaupmenn í Hafnarfirði danskir, en eft- ir aldamótin fór þeim íslenzku fjölgandi. Helzta bújörð í Iögsagnarumdæmi Hafn- arfjarðar var Hvaleyri og önnur var Jófríð- arstaðir. Sú jörð var um tíma eign Skálholts- dómkirkju, síðar konungs og loks Bjarna Sí- vertsen ofl. unz kaþólska trúboðið eignaðist jörðina 1922. Þriðja bújörðin var Hamarskot; nafnið dregið af Hamrinum, en fjórða jörðin var Akurgerði norðanmegin fjarðarins. Þar voru þó einungis þurrabúðir eftir 1679. Á fyrri hluta 19. aldar risu allmörg smábýli í lægðinni sunnan við fjarðarbotninn; upphaf- lega þurrabúðir byggðar út úr Jófríðastaða- landi, og á Hvaleyri urðu til nokkrar smærri jarðir. Á einokunartímabilinu 1602-1787 voru fiskveiðar aðalatvinnuvegur í verzlunarum- dæmi Hafnarfjarðar og afkoma manna var nær eingöngu háð sjósókn. Útgerð á fiski- s duggum hófst þar 1753 á vegum Innrétting- anna og sýnir að Skúli hefur þrátt fyrir allt álitið að betri höfn væri í Hafnarfirði en við Reykjavík. Hann varð brautryðjandi þess að salta fisk í stað þess að herða hann og enn- fremur á hann heiðurinn af því að hafa út- vegað fyrstu þorskanetin til notkunar á ís- landsmiðum. Þau voru lögð í Hafnarfjörð 1753 og sú bylting varð til þess að sjómenn þyrptust til verstöðva við Faxaflóa. Arið 1839 var svo komið að 12 þilskip stunduðu veiðar frá Hafnarfirði auk opinna báta. Ef vel veiddist hafði fólk til hnífs og skeiðar, en þegar veiðin brást gægðist hung- urvofan inn um gættir. Lengi tíðkaðist það í Firðinum eftir að vorróðrum lauk, að menn og konur réðu sig í kaupavinnu, stundum norður í land og fóru fótgangandi. Bærinn varð afar dauflegur, nánast mannlaus, þegar kom fram á sumarið. Með haustinu lifnaði yf- ir honum á nýjan leik og hluti lífsbaráttunn- ar var að ná sér í mó úr nálægum mýrum, en unglingar og roskið fólk lögðu sitt af mörk- um með því að veiða kola við bryggjurnar. Margir áttu nokkrar kindur, sumir hesta en sárafáir áttu kýr. Meðal eldsneytis var þurrt tað sem konur og börn söfnuðu í nálægum. bithögum. Eftir haustannir var oftast lítið að gera þar til vetrarvertíð hófst í marzbyrjun. Fólksfjölgun í Hafnarfirði var hægfara á 19. öldinni þó ýmsu miðaði áfram; fbúatalan árið 1821 var 155, en aldamótaárið 1900 var hún * komin upp í 374. Gísli Sigurðsson tók saman. Heimildir: Saga Hofnarfiarðar eftir Ásgeir Guð- mundsson. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. APRÍL 1998 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.