Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 10
ALVAR
AALTO
STJÖRNUARKITEKT
HÖNNUÐUR OG HEIMSBORGARI
GÍSLI SIGURÐSSON TÓK SAMAN
Aldarafmælis Alvars Aaltos er minnst á þessu ári. Hann
var í hópi virtustu og frægustu arkitekta heimsins og tókst
ungum að aldri að verða dáður og frægur í Evrópu og
Ameríku, bæði fyrir húsgagnahönnun sína og arkitektúr.
Á efri árum hans óx hinsvegar andstaða gegn honum
heima í Finnlandi, sem vinstri fylkingin, þá undir Maó-
áhrifum, stóð fyrir. Hér er byggt á ævisögum Aaltos og
einkum fjallað um ýmsar hliðar á manninum sjálfum.
ann 3. febrúar síðastliðinn voru
liðin 100 ár frá fæðingu finnska
arkitektsins Alvars Aaltos og
þessa afmælis hefur víða verið
minnst, enda er hann ótvírætt
þekktasti og virtasti arkitekt sem
Norðurlönd hafa alið. Hér i Les-
bók birtist um hann afmælisgrein
14. febrúar eftir Tom Söderman, sendiherra
Finna á íslandi. Par var stiklað á stóru og ferill
Aaltos rakinn og verður það ekki endurtekið
hér.
Aivar Aalto er ásamt með þeim Frank Lloyd
Writht, le Corbusier og Mies van der Rohe
meðal þeirra arkitekta á fyrri hluta 20. aldar-
innar sem hvað mesta frægð hafa hlotið. Aalto
hefur hinsvegar þá sérstöðu að vera einn úr
hópnum sonur smáþjóðar, sá eini af norður-
hjaranum. Þó það komi þessu máli ekki beint
við, þá hefur verið rifjað upp í þessu samhengi
að meðal smáþjóða hafa Finnar náð langt í að
eignast einstaklinga sem skara framúr á
heimsvísu. Menn nefna tónskáldið Sibelius og
nokkra hljómsveitarstjóra sem nú fer mikið
orð af; úr íþróttunum þekkja menn hlauparann
Paavo Nurmi og arkitektarinir Eero Saarinen
og Alvar Aalto eru að sjálfsögðu í þessum
flokki.
Fjölhæfur lisfamaður
Meðal stjörnuarkitektanna hefur Alvar
Aalto þá sérstöðu að hafa teiknað hús á Is-
landi; nefnilega Norræna Húsið, sem ber
meistaranum fagurt vitni. Önnur sérstaða
Aaltos í þessum hópi frægðarmanna er fjöl-
hæfni hans. Hann teiknaði ekki aðeins hús að
utan og innan, heldur í smáatriðum einnig; inn-
réttingar og hurðarhúna þar á meðal. Hann
gerðist brautryðjandi í húsgagnahönnun og
notaði við á nýstárlegan hátt. Húsgögn Aaltos
eru orðin klassík og enn framleidd í Finnlandi
og seld um víða veröld. Einfaldur glæsileiki er
einkenni á þessum hlutum.
Þriðja hliðin á Aalto er gleristin, þar sem
formskyn og frumleiki hans njóta sín vel, en
auk þess fékkst Aalto við myndlist; var góður
teiknari og málaði bæði með vatnslit og olíu.
Engin frumleg tök er þó þar að sjá, enda mun
myndlistin fremur hafa verið honum
dægradvöl en tilefni til heilabrota. Mun merki-
legri og frumlegri eru lágmyndir hans og
skúlptúrar úr formbeygðum viði, sem hann
virðist hafa unnið á sama tíma og hann gerði
tilraunir með þetta efni í húsgögnum.
Nýstárleg húsgagnahönnun
Ástæða er til þess að geta sérstaklega um
húsgagnahönnun Aaltos vegna þess að þar var
hann brautryðjandi og þessi húsgögn áttu sinn
þátt í að flýta fyrir frægð hans sem arkitekts
NYTT LÍF 1952 með nýrri eiginkonu, Elissu,
sem var arkitekt eins og fyrri kona Aaltos.
utan Finnlands. Þegar hann hóf að hanna sín
fyrstu húsgögn um 1925, var hann bara síns
tíma og fylgdi því sem efst var á baugi. En
uppúr 1930 fór hann að skapa sér eigin stfl.
Þau hjón Alvar og Aino, sem einnig var arki-
tekt, settust fyrst að í Turku en fluttu 1933 til
Helsinki. Þau unnu náið saman og menn vita í
rauninni ekki hversu stóran hlut Aino á í verk-
um sem síðar hafa verið eignuð Aivari. Aino
Aalto féll frá fyrir aldur fram 1949.
Það sem nýjast var og nútímalegast í hús-
gagnahönnun um og fyrir 1930 voru stálhús-
gögn sem þóttu ríma fullkomlega við fúnkisstfl
í byggingarlist. Það sem sýnir frumlega hugs-
un Aaltos er að einmitt þá veðjar hann á tré og
gerist brautryðjandi í gerð afar framúrstefnu-
legra húsgagna úr beygðum krossviði og lím-
viði. Það voru einkum stólamir sem athygli
'
ALVAR Aalto ásamt fyrri konu sinni, Aino, 1947. Eftir stríðið starfaði Aalto mikið í Bandaríkjunum
húsgagnahönnuður og arkitekt.
SELMA, portret eftir Aaito, 1918. Enda þótt
Aalto væri góður teiknari varð myndlist hans
ekki frumleg í sama mæli og hönnunin. Lág-
myndir úr viði voru beztu myndlistarverk hans.
KIRKJAN í Lathi í Finnlandi að innanverðu. Aa
kirkjuna 1975 og hún var eitt af síðustu verkum hi
meistarastykki. Hann var samt gagnrýndur fyrir
væri ekki nógu alþýðleg.
vöktu, fjaðrandi úr formbeygðum viði sem um
leið gegndi hlutverki stólfótanna.
Afstaða Aaltos og annara hönnuða á Norður-
löndum var yfirleitt sú að viður væri hlýlegra
efni og stæði manninum nær. Nýsköpun Aaltos
í þessari grein má rekja til þess að á kreppuár-
unum eftir 1930 snarminnkuðu verkefni arki-
tekta þegar byggingarstarfsemi dróst saman í
Finnlandi. Auk þess að vinna með efniviðinn
lagði Aalto áherzlu á að laga húsgögn sín að
fjöldaframleiðslu og gera þarmeð almenningi
kleift að eigast þau. Hann vildi ekki hanna
hluti sem aðeins fáir, auðugir gætu eignast.
Það virðist þó allt hafa verið gleymt löngu síð-
ar þegar finnskir vinstrisinnar og kommúnist-
ar réðust gegn honum eins og síðar verður
komið að.
Alvar Aalto var af alþýðufólki kominn og
uppalinn í vatnahéraði í Mið-Finnlandi. Það
var ævintýri út af fyrir sig hvemig finnskur
sveitadrengur náði því á tiltölulega ungum
aldri að komast í samband og vinfengi við
nokkra helztu áhrifa- og frægðarmenn í arki-
tektúr úti í Evrópu. Aðeins 31 árs að aldri var
hann tekinn gildur í samfélagi nútímaarkitekta
á stórri ráðstefnu í Frankfurt 1929 og jafn-
framt hafði hann stofnað til persónulegra
kynna og vináttu við forystumenn eins og le
Corbusier og Gropius. Á stóru fúnkissýning-
unni í Stokkhólmi 1930 var ljóst að hann var í
hópi hinna stóru og væri nú á dögum talinn til
þotuliðsins, því að á næstu árum voru hann og
Aino kona hans á sífelldum þeytingi milli landa
og ekki árangurslaust; til dæmis var farið að
framleiða Aalto-stóla í Þýzkalandi og víðar
1932.
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. MAÍ1998