Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Page 20

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Page 20
KIMNIGAFAN ER VÖRN GEGN VITFIRRINGU Þrjár myndlistarsýningar, hver annarri ólík, verða opnaðar í Gerðarsafni í f (ópavogi í dag, laugar- daginn 30. maí, kl. 15. 1 vestursa il er samsýning Ólafar Oddgeirsdóttur og Alberts Ka Hing Liu, í austursal sýnir Vignir Jóhannsson mólverk og skúlpt- úra og íl cjallara verða sýnd verk pólsk ;a skop- myndateiknarans Andr zej Mleczko. HULDA STEFÁNSDÓTTIR gægðist i nn í veröld þessa vinsæla teiknara sem hefur kitlað hláturtaugar samlanda sinna í yfir tvo óratugi. r A R] Ale m: # \kl: Þór RIÐ 1995 sá ég ís- lensku _ kvikmynd- ina Á köldum klaka eftir Friðrik Friðriksson. Þetta er annars vegar hrífandi mynd og hins vegar besta landkynning sem ég hef nokkum tíma séð. Að minnsta kosti hafði hún þau áhrif á mig. Eg vissi að ég yrði að komast til Islands. Og gerði það.“ Með þessum orðum hefur stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar í Varsjá, Stefan Laudyn, grein sína um tildrög sýn- ingar pólska skopmynda- teiknarans Andrzejs Mleczko í Gerðarsafni. Og hann heldur áfram. „Ég er lélegur túristi. Fyrir mig varð ferðin einkum andleg reynsla. Eftir einn eða tvo daga á Islandi varð mér ljóst að ég þyrfti að koma þangað aftur og hafa með mér sýnishom af Póllandi. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um. Andrzej Mleczko. Verkin hans era Pólland í hnotskurn. Oopinber hnotskurn en ákaflega sannfærandi. Villt skopskyn. Víkingamir. Bingó.“ Ándrzej Mleczko er vinsæll svartlistamað- ur í Póllandi. „Sá vinsælasti. Dáður og dýrk- aður í yfír tuttugu ár,“ segir Stefan. „í flug- vélinni á leið til Islands gaf sig á tal við hann „ÞAÐ koma gestir í dag og þú verður heima. Þú getur leitað að hinum helga kaleik á morgun!!!". morguninn, „Nóttin gleymdum að sofa.“ pólsk samferðarkona. Hún gat ekki stillt sig um að biðja Andrzej um eigin- handaráritun." Listamað- urinn svarar því til að hann viti ekki hvað valdi þessum vinsældum en hann kunni því svo sannarlega vel. Hann býr og starfar í hinni fomu borg, Kraká. Meðan herlög giltu í landinu neit- aði hann að láta undan þrýstingi stjórnvalda og að- laga verk sín vilja þeirra. Hann rekur eigin sýningar- sal, „troðfullan af fólki sem skoðar teikningar hans og hlær tryllingslega", bætir Stefan við. Þeir biðjast af- sökunar á því að vera ekki alveg upp sitt besta þennan var svo björt að við Veröld Mleczko Hvernig kom það til að Mleczko, sem er menntaður arkitekt, gerðist skopmynda- teiknari? „Eftir að ég lauk námi í arkitektúr upp- götvaði ég að starf mitt gæti stofnað manns- lífum í hættu. Og ég ákvað að skipta um starfsvettvang,“ segir Andrzej. „Það lét mér best að teikna myndir í dagblöð og þegar ég fór að fá greiðslur fyrir slíkt, spmngu hæfí- Morgunblaðið/Golli SKOPMYNDATEIKNARINN Andrzej Mleczko segist vera mjög spenntur að fylgjast með við- brögðum íslendinga við teikningum sínum og upplifa kímnigáfu „víkinganna". leikar mínir út. í dag em teikningarnar orðnar um 15.000, - flestar ótrúlega fyndnar og aðrar bara fyndnar! En í alvöru talað þá var þetta aldrei neitt val um starf, ég kann einfaldlega ekki að gera neitt annað.“ Lýsa verk þín eða skýra á einhvern hátt erfiðleika og óróa sem ríkt hefur í pólsku samfélagi? Felst pólitísk ádeila íháðinu? „Ekki beint. En þau lýsa mannlegri hegð- un á erfiðum tímum. Ég er ekki að reyna að draga upp mynd af raunvemlegum aðstæð- um,“ segir Andrzej. „Hugmyndirnar að teikningunum em af tvennum toga. Annars vegar byggja þær á heimsviðburðum, eins og t.d. leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjóvs og hins vegar aðstæðum; pólitískum eður ei, sem lýsa ýmsum skoplegum sjónarhomum á tilverunni, túlkuð í gegnum bæði menn og dýr. Ég vona að myndir mínar eigi eftir að þykja jafnfyndnar eftir 50 ár og nú, þrátt fyrir að aðstæður allar og stjómmálaástand þar með talið, hafí væntanlega breyst mikið. Því brandarinn stendur fyrir sínu sem slíkur og þarfnast ekki tengsla við veraleikann. Ég hef aUtaf sagt að kímnigáfan sé eina vörn hrifnæmra manneskja gegn vitfirringu.“ Aðspurður hvort myndir hans væra ekki margar hverjar allgrófar sagði Andrzej það koma sér á óvart að fá slíka spurningu frá kvenmanni. „Ég get aldrei tekið undir það að myndir mínar séu grófar. Og ef eitthvað slíkt er á ferðinni í teikningum mínum get ég rétt- læt það með því að ég fór sjálfur hjá mér á meðan ég vann myndina,“ segir Andrzej. „Ástæðan fyrir því að það kemur mér svo mikið á óvart að þú skulir spyrja mig að þessu er sú að af þeim þremur flokkum fólks sem sækir sýningarsal minn heim virðast konur síst kippa sér upp við að skoða dóna- legar myndir. Annar flokkurinn era karl- menn, en þeim virðist finnast óþægilegt að skoða þessar myndir. í þriðja flokknum stendur höfundurinn sjálfur sem skammast sín fyrir það sem hann hefur gert!“ Sýningarhald með frumlegra mófi Andrzej segist sækja í að halda sýningar á framlegum og óvenjulegum stöðum. „Og ég bið þig að fyrirgefa þegar ég segist líta á ís- land sem einn slíkan stað.“ Nýverið sýndi hann teikningar sínar í Almaacha í Kasakst- an og þar áður í fangelsi í Póllandi. Þá nefnir hann sýningu um borð í rússnesku skemmti- ferðaskipi, Georgiu, á siglingu um Evrópu. „Ég hef áhuga á viðbrögðum fólks á ólíkum stöðum við verkum rnínurn," segir Andrzej. „Hver þjóð hefur þróað með sér ákveðna gerð af kímnigáfu og ég er mjög spenntur að kynnast kímnigáfu víkinganna. Ef hún er sú sama og ég þekki af bókum, þá býst ég við miklum blóðsúthellingum!" TVEIR myndlistarmenn eiga blint stefnumót í vestursal Gerðarsafns á samsýningu sem verður opnuð laugar- daginn 30. maí kl. 16. Þau þekkjast lítið og hafa ekki sýnt saman áður. Annar lista- maðurinn er alíslenskur, hinn er Kanadamað- ur af kínverskum ættum, búsettur í New York. Það sem tengir list Olafar Oddgeirs- dóttur og Alberts Ka Hing Liu er það að bæði byggja þau verk sín á fomum menningararfi þjóðar sinnar. Upphaf þessa samstarfs sem Ólöf og Albert efna til nú má rekja til ársins 1996 þegar Al- j»bert dvaldi hér á landi um tíma í boði Kjar- valsstaða. Þá stóð yfir einkasýning Ólafar í Galleríi Horninu, þangað kom Álbert og sá að tengsl listsköpunar þeirra væra slík að áhuga- vert gæti verið fyrir þau að efna til samsýn- ingar. Þessi sýning er því tilraun tveggja ólíkra nútímamálara til að kanna snertifleti framandi menningarheima í gegnum listina. „Það verður spennandi að sjá hver útkoman verður,“ sagði Ólöf spjalli sínu við Morgun- blaðið þegar Albert var enn ókominn til Is- lands. Hann hyggst reyndar dvelja hér áfram eftir að sýningin verður opnuð sem gestalista- maður í Straumi í boði Hafnarfjarðarbæjar. Náið samband Titill verka Ólafar á sýningunni, Náið sam- band, felur í sér tvöfalda tilvísun; til náins sam- bands listakonunnar við fortíð sír.a og verka formæðranna og til sýningar hennar með lista- manni sem hún þekkir ekki en tengist engu að ÞAR SEM TVEIR HEIMAR MÆTAST ÓLÖF Oddsdóttir og Albert Ka Hing Liu við uppsetningu sýningar sinnar í Gerðarsafni. síður í gegnum listsköpun sína. Verkin eru öll frá þessu og síðasta ári, unnin með olíu á striga. Állt frá skólaárum sínum í Myndlista- og handíðaskólanum hefur Ólöf notað gömul út- saums- og vefnaðarmunstur í verkum sínum. „Ég er ekki að velta fyrir mér táknrænni merkingu mynstranna eða uppruna þeirra heldur langar mig til að benda á þau miklu áhrif sem við höfum orðið fyrir af útsaumi og vefnaði fyrri alda,“ segir Ólöf. „Það hefur far- ið lítið fyrir kvenlegum gildum í málverkinu þar sem stórir fletir og hreinir litir hafa notið meiri virðingar en flúrið sem hefur aldrei ver- ið viðurkennt sem list, meira og minna vegna þess að það er verk kvenna." „Hjónaband himins og helwítis" Yfirskrift verka Alberts Ka Hing Liu, Hjónaband himins og helvítis, vísar í ljóð skáldsins og myndlistarmannsins sáluga Williams Blakes, sem Albert metur mikils. Verk sín málar hann á plastfílmur af ýmsum stærðum. Þetta eru hreinar og tærar abstraktsjónir í austurlenskum stfl, sem hafa verið sviptar öllum aukaatriðum svo þær eru nánast eintóna. Albert hefur gefið þá skýringu á titli sýn- ingarinnar að himnaríki vísi til ánægju lista- mannsins þegar hann hefur loksins lokið við verk sitt og helvíti vísar til þeirra kvala sem listamaðurinn má ganga í gegnum á sköpun- arferlinu. „Þegar því er haldið fram að eitt- hvað sé óframkvæmanlegt er það bara vegna þess að það hefur aldrei áður verið reynt," er haft eftir Alberti í kynningu safnsins. „En ekkert er ómögulegt vegna þess að hver get- ur sagt til um hvað framtíðin ber í skauti sér?“ Sýning myndlistarmannsins Vignis Jó- hannssonar verður kynnt nánar síðar. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. MAÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.