Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 2
AKVARELL ISLAND í LISTASKÁIANUM HÓPUR íslenskra vatnslitamálara, Akvarell ísland, efnir til samsýn- ingar í Listaskálanum í Hveragerði sem verður opnuð í dag, laugar- daginn 6. júní. Málararnir aðhyllast ólíkar stefnur í listsköpun sinni, en vatnsliturinn sameinar þá. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13 til 18 og henni lýkur 21. júní nk. Málaramir sem verk eiga á sýningunni, sem hefur að geyma um 60 vatnslitamyndir, em Eiríkur Smith, Pétur Frið- rik, Hafsteinn Austmann, Toríl Jónsson, Alda Armanna Sveinsdóttir, Kristín Þorkelsdóttir, Katrín H. Ágústsdóttir, Gunnlaugur Stefán Gíslason og Guðrún Svava Svavarsdóttir. Fastur liður í sýningarhaldi Akvarell ísland er að vekja athygli á akvarellumálara utan samtakanna og bjóða gestalistamanni til sýninga hópsins. Að þessu sinni var ákveðið að sýna nokkrar myndir Skarphéð- ins heitins Haraldssonar, teiknikennara og myndlistarmanns, sem lést snemma á þessu ári. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur ritar grein í sýningarskrá Akvarell Island og segir m.a. að í sinni upprunalegustu mynd sé vatns- liturinn sú tækni meðal sjónlista sem kemst næst því að fanga upplifun augnabliksins, „sé hún hantémð af tilhlýðilegri kunnáttu." Hann fagn- ar því að íslenskir vatnslitamálarar skuli nú efna til samstarfs og sýn- ingar því fram til þessa hafí pappírinn og vatnsliturinn ekki hlotið þann virðingarsess meðal þjóðarinnar sem hún verðskuldi. VATNSLITAMYND eftir Skarphéðin Haraldsson frá því um 1950. Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson HÖGGMYNDIN „Changes" eða Hvörf eftir Guðrúnu Nielsen varð hlutskörpust í samkeppni Breska myndhöggvarafélagsins. HÖGGMYNDIR í STAÐ KJARNAODDA London. Morgnnblaðið. GUÐRÚN Nielsen varð hlut- skörpust í samkeppni Breska myndhöggvarafélagsins um högg- mynd við sögufrægan stað. 150 tillögur bárast dómnefnd- inni sem valdi þrjár höggmyndir og var tillaga Guðrúnar Nielsen ein þeirra. Áætlað er að sett verði 50 þúsund sterlingspund í að framleiða höggmynd Guðrúnar fyrir aldamótin og setja verkið upp við hið fræga aðalhlið inná Greenham Common. Höggmyndin sem hefur verið nefnd „Changes" eða Hvörf, sam- anstendur af stöplum sem standa í beinni röð, alls 48 metrar að lengd og líklegast verða stöplam- ir úr steinsteypu úr gömlu flugbrautinni. Á stöplunum verða síðan verk úr hvítmáluðum stálplötum, hæsta höggmyndin mun verða 3,65 metrar, hvíti liturinn er tákn friðar, en flug- vélaforminu og steypunni úr gömlu flugbraut- inni er ætlað að minna á ógnvænlega fortíð svæðisins. Guðrún lýsti verkinu þannig: „Þessi skúlptúr er í níu pörtum sem hver um sig endurspeglar hreyfingu í tíma og rúmi. Sérhver hluti verksins takmarkast af yfir- borði stallsins sem er tilvitnun í Greenham Common. Stálplötum- ar tengjast hver annarri með sí- auknum brotum í stálinu. Brotin mynda á þessari leið orrastuþotu sem síðan verður að einfaldri stál- plötu tilbúinni að takast á við ný form.“ Dómnefndin veitti tveimur öðr- um myndhöggvurum verðlaun fyrir tillögur; Miehael Kenny sem er mjög reyndur breskur mynd- höggvari og var um skeið yfir- maður listadeildar Goldsmiths College í London og Nýsjálend- ingnum Chris Booth sem á verk í mörgum löndum. Verðlaunatillögumar og eins þær sem lentu í öðra og þriðja sæti auk annarra verðugra eru til sýnis í hús- næði RBS (Royal Society of British Sculptors) á Old Bromton Road í South Kensington í London. Fleiri Islendingar komust á blað í þessari samkeppni því tvær tillögur þeirra Jóns Bjarnasonar og Bjargeyjar Guðmunds- dóttur eru til sýnis meðal þeirra sem þóttu verðugir keppendur. Guðrún sagði að það væri náttúrlega mikil upphefð að fá þessa viðurkenningu, það sem tæki næst við hjá henni væri framleiðslan á Guðrún Nielsen verkinu, hún myndi hafa yfiramsjón með vinnslunni, ráða stálsmiði til verksins og ráð- færa sig við skipuleggjendur svæðisins um ná- kvæma staðsetningu og annað slíkt. „Það var mjög gaman að vinna að þessu verkefni, ég reyndi að gera teikningarnar eins athyglisverðar og ég mögulega gat, það er líka ánægjulegt að fá að taka þátt í því að breyta herstöð í leikvöll og útivistarsvæði og að sjálf- sögðu er líka ánægjulegt að vera valin úr svona stóram og verðugum hóp. Ég er til þess að gera nýgræðingur í faginu og því þykir mér mikil upphefð að fá að standa á sama verð- launapalli og Michael Kenny og Chris Booth, sem era báðir, sérstaklega Kenny, stór nöfn hér á Bretlandi og jafnvel viðar.“ Greenham Common í Berkshire í Suður- Englandi hefur undanfarin fimmtíu ár þjónað sem bækistöð fyrir breskar og bandarískar herþotur. 1979 kom bandaríski herinn lang- og meðaldrægum eldflaugum með kjarnaodda (Craise Missilies) fyrir á Greenham Common, stöðug mótmæli voru fyrir utan aðalhliðið, frið- arhreyfingar settu upp búðir og mótmæltu kjarnavopnunum með ýmsum hætti. Fjölmiðl- ar fylgdust með þegar yfírvöld reyndu að fjar- læga mótmælendur sem höfðu hlekkjað sig fasta við hliðið og girðinguna í kringum her- stöðina. Stór hluti mótmælendanna voru konur sem mynduðu kvennahreyfingu gegn kjarn- orkuvopnum og í mörg ár héldu þær uppi stöð- ugum mótmælum við Greenham Common. Eft- ir að Reagan og Gorbatsjov skrifuðu undir samning um fækkun eldflauga 1987 fór vopna- búrið á Greenham Common minnkandi og í mars 1991 fór síðasta Craise eldflaugin til eyði- leggingar í Arizona eyðimörkinni. Herstöðin var lögð niður og sveitarfélagið keypti land- flæmið af breska flughernum. Laugardagur ÍSLENSKA óperan: Carmen Negra. Kl. 20. Regnboginn: Cremaster 4, eftir Matt- hew Bamey. Kl. 17. Iðnó: Seiður Indlands. Kl. 20. Raðganga: Skipulag og húsagerð í Reykjavík á 20. öld. Frá Skólavörðu- holti kl. 14.15. (Rúta frá Iðnó kl. 14.) VIÐAR GUNNARSSON SYNGUR í SJÓMANNA- MESSU í ÓLAFSVÍK VIÐAR Gunnarsson óperusöngvari er staddur hér á landi og mun syngja fyrir sveitunga sína nokkur einsöngslög á skemmt- un Sjómannadagsins í Ólafsvík sem hefst í kvöld. Á morgun, sjó- mannadaginn, syngur hann við sjómannamessu ásamt kirkjukórnum. Viðar hefur getið sér gott orðspor við ýmis óp- eruhús í Evrópu. Hann er nú ráðinn við óperuna í Bonn í Þýska- landi. Á næstu dögum mun Viðar syngja í upptöku á hljómplötu með SinfóníuhUómsveit íslands undir stjórn Garðars Cortes á Viðar Gunnarsson Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson. óperusöngvari. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfírlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold við Rauðarárstíg Gunnella, Guðrún Elín Ólafsdóttir. Til 22. júní. Galleri Gangur, Rckagranda 8 Robert Devriendt. Út júní. Gallerí Hornið, Hafnarstræti Tolli. Til 18. júní Gallerí Listakot, Laugavegi 70 Sigurrós Stefánsdóttir. Gallerí 20 fm, Vesturgötu 10 Hreinn Friðfínnsson. Til 7. júní. Gallerí Smíðar & skart, Skólav.stíg 16a Halla Ásgeirsdóttir. Til 25. júní. Gallerí Stöðlakot Akvarellur. Hafsteinn Austmann. Til 7. júní. Gallerí Sævars Karls Vasamyndir e. Erró og Skúlptúrar e. Guðjón Bjarnason. Hallgrímskirkja Málverk eftir Eirík Smith. Háteigskirkja, safnaheimili á tengigangi Sýning á textílmyndverkum eftir Heidi Krist- iansen. Út júní. Ingölfsstræti 8 Grænmetisleikur: Inga Svala Þórsdóttir og Wu Shan Zhuan. Til 21. júní. Kjarvalsstaðir Stiklað í straumnum. Úrval verka úr eigu Listasafns Reykjavíkur. Til 30. ágúst. Landsbðkasafn íslands, Háskölabókasafn Trú og tónlist í íslenskum handritum fyrri alda. Til 31. ágúst. Listasafn ASI Ásmundarsalur og Arinstofa: Mannamyndir Ágústs Petersen. Gryfja: Portrett barna. Til 5. júlí. Listasafn Einars Jönssonar, Skólavörðuholti Opið laug. og sun. kl. 13.30-16. Höggmynda- garðurinn _er opiim alla daga. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 Kaffistofa: Grafíkmyndir Jóns Engilberts. Út júlí. Sýning á höggmyndum Max Ernst. Til 28. júní. Listhús Ófeigs, Skölavörðustíg Norskar konur sýna textíl og skart. Til 13. júlí. Listasafn Siguijóns Olafssonar, Laugar- nestanga Úr málmi. Öm Þorsteinsson myndhöggvari. Till.júlí. Listasafn Reykjavíkur, HafnarhUsinu Konur, úrval úr Errósafni Reykjavikurborg- ar. Til 23. ágúst. Mokkakaffi Jón Gunnar Árnason. Sumarsýning. Norræna hUsið Fígúratíf list frá Norðurl. og Þýskalandi. Nýlistsafnið Flögð og fögur skinn. Til 7. júní. Safn Ásgríms Jdnssonar, Bergstaðastræti 74 Sumarsýning á verkum Ásgríms. Sjómipjasafn íslands, Hafnarfirði Sumarsýning á ljósmyndum Helga Arasonar. Stofnun Áma MagnUssonar, Ámagarði v. Suðurgötu Handritasýningin Þorlákstíðir og önnur Skál- holtshandrit. Til 31. ágúst. Þjóðminjasafnið Margrét II Danadrottning. Kirkjuklæði. Til 7. júní. TÓNLIST Laugardagur Hveragerðiskirkja: Einleikstónleikar Árna Heimis Ingólfssonar, píanóleikara. Kl. 16. Sunnudagur Kirkjuhvolur, Garðabæ. Tónlistarskóli Garða- bæjar. Brúðkaup Fígarós. Kl. 20. Mánudagur Langholtskirkja: Drengjakór Laugarnes- kirkju. Kl. 20. Þriðjudagur íslenska óperan: Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Óskastjaman, fös. 12. júní. Fiðlarinn á þakinu, lau. 6. júní. Grandavegur 7, fím. 11. júní. Velkomin í villta vestrið, sun. 7. júní. Poppkorn, sun. 7, fös. 12. júní. Gamansami harmleikurinn, sun. 7., fim. 11., fös. 12. júní. Listaverkið, sun. 7. júní. Borgarleikhúsið Sex í sveit, lau. 6., sun. 7., fim. 11., fös. 12. júní. Loftkastalinn Listaverkið, sun. 7. júní. íslenska óperan Carmen negra. Rokk-, salza-, poppsöngleik- ur, lau. 6., fim. 11., fös. 12. júní. Kaffileikhúsið Annað fólk, lau. 6., fös. 12. júní. DANS Iðnó Seiður Indlands. Fmms. lau. 6. júní. Sunn. 7. júní. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eft- ir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bróflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1,103 Rvík. Mynd- sendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. JÚNÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.