Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Síða 10
 SÝNINGIN sannar að þær vonir og þeir hugsjónadraumar sem Ragnar Kjartansson og Jón Gunnar Árnason vöktu öðrum fremur fyrir 30 árum, um að efla höggmyndalistina og þjappa myndhöggvurum saman sem stétt, hafa ræst. Myndin er tekin af Jóni og Ragnari á samsýningu Myndhöggvarafélagsins á Kjarvalsstöðum 1985. MYNDHÖGGVARA- FÉLAGIÐ OG STRANDLENGJAN STRANDLENGJAN frá Sörlaskjóli í vestri að Fossvogsbotni í austri er merkileg í mörgum skilningi innan borg- armarka Reykjavíkur, hún er nær ósnort- in af raski og framkvæmdagleði borgar- menningarinnar, hún er mikilvægt vist- kerfi á mörkum lands og sjávar og í eðli- legu framhaldi af því vinsælt útivistar- svæði í Reykjavík og frábært útisýningar- svæði fyrir myndhöggvara. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík (MHR) auglýsti meðal félagsmanna sinna eftir áhugasömum þátttakendum í sýn- ingu á strandlengjunni árið 1997, í tilefni af 25 ára afmæli félagsins, og valdi úr þeirra hópi 25 sýnendur, sem nú hafa skil- að af sér verkum sínum. Gengið var til samstarfs við menningarmálayfirvöld í Reykjavík og Listahátíð í Reykjavík, og er sýningin styrkt verulega með fjárframlög- um frá báðum aðilum. Ahersla var lögð á að listamönnunum yrði greitt íyrir þátt- töku í sýningunni, þó ekki væri nema til að standa straum af hluta efniskostnaðar, en listaverkin á sýningunni eru öll ný og sér- staklega unnin fyrir hana. Mörg verkanna eru umfangsmikil og dýr í framkvæmd og því hefur einnig verið samið við nokkur fyrirtæki um beinan fjárstuðning, efnis- styrki og/eða afslætti og aðra þjónustu, og skipta framlög þeirra verulegu máli. Það er von Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík að Strandlengjan verði borg- arbúum og öðrum sýningargestum til yndisauka og að þeim fínnist einhvers vert um þá myndlist sem hér er boðin fram á mótum villtrar náttúru og mann- legs félags. ið undirbúning Strandlengjunnar kviknaði hugmynd að stærra verk- efni, þ.e. að teygja sýninguna yfir þrjú ár og fá fleiri til samstarfs, bæði listamenn og stuðnings- og framkvæmdaaðila. Reykja- víkurborg, Listahátíð og Menningarárið 2000 hafa ákveðið að styrkja verkefnið, en framkvæmd þess verður áfram í höndum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Næstu tvö ár bætist þvf í sýnendahópinn og nær sýningin hámarki árið 2000 og dreifist þá víðar um borgarlandslagið en nú í byrjun. Sjálfstæðar sýningarnefndir sjá um framkvæmd sýninganna hvort árið um sig, en með því móti má ætla að sýn- ingin gefi á endanum nokkuð heillega mynd af hræringum í umhverfislist á Is- landi í aldarlok og með þátttöku erlendra listamanna hugmynd um stöðu hennar í alþjóðlegu samhengi. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík á rætur sínar í svonefndum Utisýningum á Skólavörðuholti á sjöunda áratugnum, en var formlega stofnað árið 1972. Utisýning- arnar vöktu verðskuldaða athygli og gáfu fyrirheit um að unnt væri að efla högg- myndalistina í landinu. Stuttu síðar kviknaði líf í brunarústun- um á Korpúlfsstöðum þar sem hafist var handa við að koma á fót sameiginlegri vinnuaðstöðu fyrir myndhöggvara, og þeim tækjabúnaði sem þarf til högg- myndalistar. Korpúlfsstaðir urðu þunga- miðjan í starfsemi Myndhöggvarafélags- ins næstu tvo áratugina og fóru kraftar fé- lagsmanna að stórum hluta í uppbygging- una þar. Félagsmenn voru í upphafi fáir en þeim mun ákafari í hugsjón sinni og þrátt fyrir annir, voru ófáar einkasýningar sem komu frá hendi þeirra. em aðili að Listahátíð í Reykjavík stóð félagið fyrir reglulegum útisýningum á hátíðinni 1972 til 1980 og óreglulega síðan, auk þess sem það hefur átt frumkvæði að sýningunum List um landið og fjölda ann- arra útisýninga víða um land og erlendis undanfarin ár. Árið 1993 gerði félagið leigusamning við Reykjavíkurborg um afnot af Nýlendu- götu 15 og rekur þar verkstæði og vinnu- stofur auk gestaíbúðar. Eftir nokkurt hlé er Myndhöggvara- félagið nú mætt til leiks á ný með öfluga sýningu, Strandlengjuna. Sýnd eru 24 verk meðfram ströndinni, frá Fossvogi og allt vestur í Sörlaskjól. Verkin eru afar fjölbreytt að inntaki og efnisvali og sýna þá breidd sem höggmyndalistin ræður yf- ir. Þeim hefur verið komið fyrir við hlið göngustígsins sem liggur meðfram strönd- inni og þúsundir Reykvíkinga eiga jafnan leið um. Þannig er lögð áhersla á högg- myndina sem eðlilegan og sjálfsagðan hluta umhverfisins og ekki hvað síst á mótandi hlutverk hennar í samfélaginu. Þessi sýning sannar að þær vonir og þeir hugsjónadraumar sep Ragnar Kjartans- son og Jón Gunnar Árnason vöktu öðrum fremur fyrir þrjátíu árum, um að efla höggmyndalistina og þjappa myndhöggv- urum saman sem stétt, hafa ræst. Hún vekur einnig vonir um að höggmyndir verði í framtíðinni enn ríkari þáttur í borg- arumhverfinu en nú er. Félagsmenn í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík eru nú um 80 talsins. unum, sem ganga gegn skilyrðislausu sjálf- ræði listamannsins. Sérhver listamaður sem er trúr eigin listsköpun fer ekki að útvatna list sína til að þóknast þeirri meðalmennsku sem viðgengst í skipulagi borgarumhverfis. Ég held það megi segja að enn sé ekki ein- hugur um hvort umhverfislist sé möguleg inn- an nútímalistar eða yfirleitt æskileg. Á meðan sjá auglýsingaskilti og gluggaútstillingar fyrir þeirri umhverfisskreytingu sem fólk þarfnast. Staðfærð listaverk Á sjöunda áratugnum urðu miklar hræring- ar í skúlptúrlist, og það spruttu fram nýjar hreyfingar, eins og naumlist (minimalism) og jarðlist (earth art). Það sem einkennir þessar stefnur er að þær neituðu að afmarka sig við stallinn, neituðu að hlýða takmörkunum í stærðarhlutföllum, neituðu að fastsetja sig við fyrirfram ákveðna staði í borgarlandslaginu, neituðu að afmarka sig á skýran hátt frá um- hverfinu. Skúlptúrverkin lágu á jörðinni, stundum dreifð yfir stór svæði, oft með til- heyrandi jarðraski, voru staðsett úti í eyði- mörk eða úthverfi, úti á götu eða í húsasundi, eða grafin ofan í jörðina. Frægasta dæmi um jarðlist frá sjöunda áratugnum er spíralgrjótgarður Roberts Smithsons, sem gekk út í afskekkta tjöi'n í miðri eyðimörk. Hugmyndin með jarðlist var að vinna úr umhverfinu eins og það kom fyrir, frekar en að bæta einhverju við. Jarðlist varð hins vegar skammlíf, enda erfitt að finna staði (og fjármagn) fyrir meiriháttar jarðrask, og afstaða manna til umhverfisverndar hefur ekki beinlínis verið jarðlist í hag. Ný hugtök innan skúlptúrlistar fóru að heyrast. Það var farið að tala um list sem „site specific", sem mætti þýða sem „staðfært listaverk", þ.e.a.s. verk sem er gert með til- tekinn stað í huga. Olíkt skúlptúrverkum, sem eru gerð í stúdíói og komið fyrir á hentugum stað, þá er staðurinn valinn fyrst og síðan verður verkið til. Það mun hafa verið banda- ríski litamaðurinn Richard Serra sem fyrstur notaði þetta hugtak að einhverju marki til að lýsa eigin verkum. Svo vill til að Serra kemur við sögu hér á landi, því hann kom hingað og reisti umhverfisverk úti í Viðey. Verkið var al- gjörlega miðað út frá aðstæðum í eynni. Þetta mun hafa verið á listahátið fyrir sex árum og hér er um stórmerkan atburð að ræða, því Serra er með eftirsóttustu listamönnum á al- þjóðavísu. En hann gaf íslendingum verkið í Viðey og stofnaði sjóð til styrktar efnilegum íslenskum skúlptúrlistamönnum. Serra er líka sá listamaður sem hefur lent í hörðustum deilum og langvinnum réttarhöld- um út af list sinni, bæði í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Verk eftir hann, sem sett var upp við útlendingaeftirlitið í New York, var rifið eftir réttarhöld sem urðu heimsfræg. Litu margir á þau sem prófraun á stöðu lista- mannsins og verka hans í opinberu rými. Hvorki naumlist né jarðlist höfðu fegrun umhverfisins að markmiði, heldur sáu lista- menn nýja möguleika til að fylgja eftir fram- þróun skúlptúrlistar. Upphaflega var því markmiðið ekki að finna nýjar lausnir fyrir list í opinberu rými. Hverful lisft og mótþrói En það voru ekki aðeins þessar liststefnur sem sóttu út fyrir veggi sýningarsala. Mikill uppreisnarandi var í loftinu á sjöunda ára- tugnum. Söfn þóttu bera of mikinn keim af ríkisvaldi og gallerí stjórnuðust af peningum. I þeim tvíþætta (og kannski mótsagna- kennda) tilgangi að gera listina enn sjálfráð- ari og færa hana jafnframt nær almenningi, þá leituðu listamenn að nýjum og óþekktum vettvangi fyrir listsköpun. Álls kyns gjörning- ar og sviðsetningar fóru fram, á stöðum þar sem enginn átti von á þeim. Ekkert var hugað að varanleika og oft varð fólk að láta sér nægja að upplifa verkin í gegnum heimildir, í formi Ijósmynda og myndbanda. Hverful og tímabundin umhverfislist, sviðsetningar og gjörningar, voru ný vídd í möguleikum list- sköpunar á almannafæri. Róttækir listamenn sáu líka möguleikann á beinni ögrun við yfir- völd og peningavald. Listin átti að storka fólki, vekja það til vitundar um aðstæður sín- ar, afhjúpa slægð valdhafa og vera almennt upp á kant við umhverfið. SÚM hópurinn var fyrstur til að tileinka sér slíka listsköpun utan sýningarstofnana. En sú sýningin sem var ákveðinn vendipunkt- ur fyrir umhverfislist hér á landi var alþjóð- lega listsýningin Experimental Environment á Korpúlfsstöðum, árið 1980. Mörgum verk- anna á þeirri sýningu var aðeins ætlað að standa í tiltekinn tíma, eða þau voru gerð til að eyðast og glatast fyrir tilverknað veðra, vinda og sjávarfalla. Almennt talað má þó segja að þessar lista- stefnur hafi ekki litið á borgarlandslagið sem viðfangsefni, vettvang sem það þyrfti að laga sig að, heldur miklu frekar sem nýjan leikvöll utan veggja safna og sýningarsala. En það sem kom út úr þessu var að það þurfti að endurskoða frá grunni hlutverk og gildi listar í opinberu rými. Tvo listamenn mætti nefna sem rutt hafa brautina og komið með algjörlega nýja sýn á hvernig listamenn geta unnið með opinbert rými, en það eru þeir Richard Serra og franski listamaðurinn Dani- el Buren, en Buren mun bera á góma síðar í greininni. Hvar stendur umhverfislist ■ dag? Eftir öllum sólarmerkjum að dæma þá eiga list samtímans og borgarumhverfið ekki ýkja mikla samleið. Á einum pólnum er myndlist, sem hefur þróast eftir eigin farvegi, og á hin- um pólnum byggingarlist, sem er ekki bein- línis aðgengileg sem vettvangur listsköpunar (þrátt fyrir góðan vilja arkitekta). Eiga lista- menn að láta umhverfið afskiptalaust og halda uppteknum hætti, og fást við listsköpun á eigin forsendum? Eða eiga listamenn að gera málamiðlanir tii að koma til móts við minnismerkjahugsunarhátt þeirra sem stýra listski'eytingum? Þetta eru þær spurningar sem umhverfislist stendur frammi fyrir í dag. Menn spyrja sig líka, hvar á umhverfislist að vera? Borgarlandslagið er sundurlaus sam- tíningur og það eina sem bindur þéttbýli sam- an í eina heild er vegakerfið, enda virðist yfir- leitt hugsað fyrir því fyrst og byggðin síðan prjónuð í kringum það. Sömuleiðis þegar hugsað er fyrir útivistarsvæðum, t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu, þá er megináhersla á svæði sem er ætlað fyrir hreyfingu, en ekki til dvalar. Fólk er alltaf á ferðinni, líka í frítím- anum, úti að ganga, skokka, hjóla eða í bíltúr. Fólki er tamt að horfa á umhverfið líða fram- hjá út um bílglugga, frá göngustígnum eða hjólreiðabrautinni. Það sama má segja um list á almannafæri, hugsum við ekki um list á al- mannafæri sem hluta af útsýninu frekar en umhverfmu, væri ekki réttara að tala um út- sýnislist? Ródleggingar Burens Umhverfislist er spennandi vettvangur um þessar mundir, því þar eiga sér stað átök, bæði pólitísk og félagsleg, sem munu hafa áhrif á hugmyndir okkar um umhverfið, innan borgarinnar og utan marka hennar. Athyglis- verðasta og skipulegasta tilraun til að varpa ljósi á vanda (og lausnir) umhverfislistar í borgarlandslaginu hafa verið gerðar í þýsku borginni Múnster. Þar hafa verið haldnar al- þjóðlegar sýningar á umhverfislist, Skulptur Projekte, íýrst árið 1977 og nú síðast í fyrra. Sum verkanna hafa fengið varanlegan sess í borginni. Meðal sýnenda var franski myndlistarmað- urinn Daniel Buren. Hann hefur komið við sögu hér á landi, því hann setti upp umhverf- isverk á listahátíð fyrir fjórum árum við Gall- erí einn einn á Skólavörðustíg, og er það áreiðanlega eitt best heppnaða umhverfis- listaverk sem sett hefur verið upp á íslandi. Buren ritaði áhugaverða grein um umhverfis- list í sýningarskrá, um vanda listamanna sem eru „á götunni". Greinin heitir „Er hægt að fá list ofan af stallinum og út á götu?“ Það er ástæða til að sperra eyrun þegar Buren tjáir sig um umhverfislist, því varla er til sá maður á byggðu bóli, sem hefur jafnmikla reynslu og hann af því að vinna í opinberu rými síðastlið- in þrjátíu ár. Ég ætla að reyna að draga sam- an í nokkrum setningum inntakið í gi'ein Burens, áhugafólki um umhverfislist til frek- ari umhugsunar. Það er grundvallarmunur á safnalist og umhverfislist, að dómi Burens. Það sem virk- ar í safni virkar ekki úti í umhverfinu utan safnsins. Listamaðurinn hefur ekki sama frelsi og sjálfræði og hann hefur innan veggja safna, þegar kemur að því að vinna í umhverf- inu. Úti á víðavangi vinnur hann innan póli- tískra, fjárhagslegra og félagslegra takmark- ana, sem hann verður að takast á við, án þess að lúta þeim af þrælslund. Listamaður, sem vinnur að umhverfislist, verður að temja sér hógværð, vinna með öðrum og taka tillit til að- stæðna á hverjum stað. Listaverk eiga að vera staðbundin og staðfærð. Borgarlandslag samtímans er fagurfræðilegt stórslys, gegn- sýrt af sjónmengun og það er sáralítið sem listaverk getur gert til að bæta þar úr. Lista- maðurinn verður að gera sér grein fyrir því að hann er að keppa við sjónrænan hávaða og síbylju, sem slævir athyglisgáfu vegfarenda. Hann getur ekki leyft sér að auka við meng- unina, heldur hlýtur hann að hafa fegurð ávallt að leiðarljósi í verkum sínum. Meginatriðið í máli Burens er, að ef lista- menn ætla sér að vinna að umhverfislist af ábyrgð, þá verða þeir að temja sér annan hugsunarhátt en þann sem viðgengst innan veggja vemdaðra_sýningarsala. Umhverfislist verður að þræða einstigi, sem er markað á aðra hönd af innantómum listskreytingum, sem hafa ekkert listrænt gildi, og á hina hönd- ina af háfleygri safnalist, sem er algerlega ut- angátta utan veggja myndlistarstofnana. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. JÚNÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.