Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 5
ANTONIO MACHADO GIÆPURINN VAR FRAMINN (GRANADA Jóhann Hjólmarsson þýddi I Glæpurinn Hann sást ganga milli byssna, langa götu, ganga út á kaldan akurinn við dagskomu, enn skinu stjömur. Þeir sviptu Federico lífi við sólarupprás. Böðlaflokkurinn þorði ekki að horfa framan í hann. Allir lokuðu augunum, báðu: Ekki einu sinni Guð bjargar þér! Dauður hné Federico - blóðugt enni, blý í innyflum - ... Því í Granada var glæpurinn framinn vittu það - veslings Granada! - í hans Granada... Hann sást ganga einn með henni án ótta við ljáinn. - Sólin reikaði frá tumi til turns; milli hamranna á steðjunum - frá steðja til steðja í smiðjunum. Federico talaði blíðlega við Dauðann. Hún hlustaði. „Vegna þess að í gær í ljóði mínu, fylgikona, fann ég æðaslátt þurra lófa þinna, og þú gæddir söng minn kulda og harm minn hörku með silfursigð þinni, vegna þess mun ég lofsyngja það hold sem ekki er þitt, augun sem þig skortir, hár þitt sem vindurinn ýfði, rauðar varir þínar, kysstar af... Hve vel h'ður mér ekki í dag eins og í gær, sígaunakona, dauði minn, með þér einni, í þessum andblæ Granada, mínu Granada!“ III Hann sást ganga... Reisið, vinir, úr steini og draumum minnisvarða skáldsins, í Alhambra, yfir gosbmnn, þar sem vatnið grætur og segir eilíflega: Glæpurinn var framinn í Granada, í hans Granada! Ljóðið orti Machado þegar honum bárust fréttir um morðið á Lorca. II Skáldið og dauðinn GÁTAN endalausa eftir Salvador Dalí. í málverkinu má greina andlit besta vinar hans, García Lorca. SÍÐASTA kunna myndin af Lorca, Dalí og Bunuel tekin 1926 í Madríd. Með þeim á myndinni eru José Moreno Villa og lengst til hægri José Rubio Sacristán sem getið er f greininni. VERÐUR LORCA LOKSINS METINN? SKÁLDBRÓÐIR Federicos García Lorca, Luis Cemuda, vék að því að sjónarmið óskyld bókmenntum hefðu svo lengi ráðið mati manna á Lorca að tími væri ekki enn kominn til að geta dæmt skáldskap hans. Örlög Lorca urðu táknræn fyrir Spán borg- arastríðsins, hann varð píslarvottur þess. Það er rætt mikið á Spáni um þessar mundir hvort hann hafi verið fórnarlamb samkynhneigðar eða stjómmálaskoðana. Menn era ekki á eitt sáttir og ýmsir neita því að hann hafi verið samkynhneigður. Duglegastur við að fínna hjá honum slíkar hneigðir hefur verið írinn Ian Gibson sem skrifaði um hann fræga bók. Gibson hefur nýlega lokið við mikinn doðrant um hneykslanlegt líf Salvadors Dalís og þar kemur Lorca líka við sögu og virðist eng- inn sakleysingi. Ljóð Lorca eru með ýmsu móti, hann blygðaðist sín fyrir að vera þjóðlegur og reyndi að fylgja ráðum Dalís og Bunuels sem töldu að hann ætti að yrkja nútíma- lega, í anda súrrealismans. Þá varð til Skáld í New York og sígaunarnir hurfu úr ljóðum skáldsins. Það er auðvitað erfitt að segja hvor hafi verið meira skáld Antonio Machado eða Federico García Lorca til dæmis. Fleiri Spánverjar, held ég, hallast að Machado. En þá er þess líka að gæta að Machado var líka fómarlamb borgarastríðsins og lét líf- ið á flótta undan herjum falangista. Ljóð Lorca munu í fjölbreytni sinni ná áfram til margra. Mér er næst að halda að mörg bestu ljóð hans séu enn óuppgötvuð. Ég á við sum smáljóðin og líka gaselluljóð- in úr Tamaritljóðabókinni. Lorca þráði að yrkja myrk og samsett ljóð og tókst það undir lokin. Hann sagði við skáldbróður sinn, Gerardo Diego: „Hvað á ég að segja um skáldskapinn? Hvað á ég að segja um þessi ský, þennan himin? Ég mun horfa, horfa, horfa á þau, ekkert annað. Þú verður að skilja að skáld hafa ekkert að segja um skáldskapinn“. Þarna talaði Lorca að vísu í mótsögnum, en það er eitthvað til í þeim, sérstaklega ef maður dregur þá ályktun að Ijóðið sé sí- breytilegt og hafi ekki enn fundið hið end- anlega form, hina óskeikulu aðferð. Jóhann Hjálmarsson haft breitt og hátt enni yfir sterkum augum, og hár hans verið hrafnsvart og þykkt. Eitt- hvað í fari hans olli því að hvenær sem Feder- ico kom inn í herbergi, voru allra augu á hon- um. Pepe sagði að hann hefði alltaf verið mið- punkturinn og hrókur alls fagnaðar, hvar sem menn komu saman. Hann hefði gert allt betur en aðrir, hann snerti hjörtu félaganna með túlkun sinni á Chopin og Debussy, las nýjustu ljóðin sín með miklum tilþrifum, spann gam- anvísur upp úr sér og jafnóðum músíkina á pí- anóið, hermdi fádæmavel eftir fólki og var feiknafyndinn, eftir því sem Pepe sagði. En áhrifamesta lýsingin á persónutöfram Federicos og tilfinningum Pepes til hoi-fins vinar var sú að öllum samtölum okkar um Lorca lauk á sama hátt. Pepe varð fjarrænn á svipinn, eins og hann færi hálfa öld aftur í tímann, vöknaði líklega örlítið um augun, því að þau urðu skærari, og svo sagði hann alltaf: „0, hann Federico! 0, hann Federico!" Pepe Rubio Sacristán er farinn frá okkur, og sá eini af kynslóðinni ‘27, sem enn lifir, er Rafael Alberti. Feimnismólið mikla Ýmislegt vitnar um það að Federico García Lorca hreifst nokkram sinnum alvarlega af konum á æskuáram sínum. En honum, og flestum í kringum hann varð smám saman ljóst að hann var samkynhneigður í eðli sínu. I ljóðum og bréfum er talað um fugla með skakka vængi og vandann að geta ekld verið maður sjálfur o.s.fi*v. Tímamir sem hann lifði á Spáni viðurkenndu hins vegar ekki samkyn- hneigð, og það er greinilegt að Federico bjó við mikla kvöl og fann sig knúinn til að leika sífelldan hráskinnaleik, t.d. við fjölskyldu sína í Granada. En hann réð ekki við sig. Hann átti til dæmis í ástarsambandi, a.m.k. platónsku, við Önnu Maríu Dalí, systur Salvadors, vinar hans, og heimsótti systkinin til Cadaques í Katalóníu að sumarlagi. Allt bendir þó til að það hafi orðið nánara með Federico og Salvador sumarnæturnar þær. Salvador Dalí sagði reyndar við Ian Gibson skömmu áður en hann dó að hann og Lorca hefðu verið elskendur. Gibson tók þessu með fyrirvara því að Dalí átti til að spinna upp furðusögur um einkalíf sitt. En bréf sem fundist hafa síð- an renna stoðum undir þetta, svo að Gibson trúir þessu nú. Eftir að frægð og fjárhagsleg velgengni hafði gert Federico sjálfstæðari og hann ferð- aðist um heiminn til að vera við frumsýningar leikrita sinna og lesa upp ljóð, gerði hann minna til að leyna samkynhneigð sinni erlend- is. En á Spáni var hann alltaf í skápnum. I bók Gibsons um morðið á Lorca, sem út kom á Spáni 1979, var í fyrsta sinn fjallað op- inberlega um kynhneigð Federicos. Hvorld fjölskylda hans né vinir höfðu nokki-u sinni viðurkennt að Federico hefði verið upp á karl- höndina. Ætlunin virðist hafa verið að leyna þessu fyrir komandi kynslóðum, úr því að þögn hafði ríkt um verk hans og tilvist frá borgarastyrjöld og fram að dauða Francos, og samtímamenn farnir að týna tölunni. Árið 1982 kom leikflokkurinn Rajatabla frá Venesúela fyrir mína tilstuðlan á Listahátíð í Reykjavík og flutti í Þjóðleikhúsinu magnaða sýningu, „Dauða García Lorca", eftir Anda- lúsíumanninn Antonio Riviera, sem byggði leikritið á frásögnum í bók Gibsons. Mánuði síðar var ég í Madrid viðstaddur fyrstu sýn- ingu sama verks í Þjóðleikhúsi Spánar. Það kom mér mjög á óvart að nokkrir leikhúsgest- ir gengu út með hnussi þegar samkynhneigð Lorca var til umfjöllunar á sviðinu. Það var meðal annars Isabel gamla, systir skáldsins, og fólkið sem með henni var. í leikslok var bæði klappað og baulað. Á eftir var boðið upp á umræður. Þá var Antonio, vinur minn, hundskammaður fyrir að éta upp eftir Gibson þá firru að Lorca hefði verið hommi. Nú, þegar ævisaga Gibsons um Lorca er loksins komin út á Spáni, eru allir hættir að hreyfa mótmælum, enda eru aðrir tímar og samkynhneigð þykir ekki lengur tiltökumál. Konurnar tvær Þótt Lorca bæri slíkan hug til kynbræðra sinna, era það þó ekki karlmenn sem mest fer fyrir í leikritum hans. Þvert á móti fjalla þau langmest um kvenfólk. I þeim era kvenhlut- verk sem allar leikkonur dreymir um að fá að leika. Næmi Lorca á sálarlíf og hlutskipti kvenna er einn styrkasti þáttur hans sem leikskálds. Enda voru það fyrst og fremst tvær konur sem hófu verk hans til vegs og virðingar og útbreiddu list hans á Spáni og er- lendis, reyndar báðar katalónskar að upp- rana, ekki andalúsískar. Fyrst var það Margarita Xirgu, mesta díva Spánar fyrir borgarastyrjöld, sem segja má að hafi hleypt Lorca af stokkunum í leiklistinni. Og síðan stórstjarnan Nuria Espert, sem ferðaðist meira að segja um heiminn og lék Jermu á tímum Francos, meðan verk Lorca voru bönnuð á Spáni. Eftir dauða Francos lék Nuria öll helstu kvenhlutverk Lorca í stór- kostlegum sýningum á Spáni og vfða um lönd. Ég sá hana til dæmis í Odeon-leikhúsinu í París árið 1983 í hlutverki piparmeyjarinnar, fröken Rósítu, og þótti vænt um að sjá kjólinn fallega, sem hún bar, í glerskáp í gær á safn- inu í litla húsinu í Fuente Vaqueros. Nuria var um skeið þjóðleikhússtjóri og stuðlaði þá mjög að því að kynna Lorca fyrir þjóðinni, sem ekki hafði mátt heyra nafn hans í tæp fjörutíu ár. Fyrir nokkrum árum leikstýrði hún svo Glendu Jackson í ljómandi uppfærslu á Húsi Bernörðu Alba í London, sem var meira að segja sýnd í íslenska sjónvarpinu í upptöku BBC. Og nú er Nuria með margar sýningar á Lorca víðs vegar um Spán í tilefni afmælis eftirlætisleikskálds síns. Merð ón morðingja García Lorca var líflátinn á laun af skræl- ingjum í einkennisbúningum spænska hersins án dóms og laga þremur vikum eftir að spænska borgarastyrjöldin hófst árið 1936. Skáldið bjó mestan part erlendis, var í sumar- heimsókn til ættingja og vina. Hann var nýbú- inn að semja leikritið Hús Bernörðu Alba og safnaðist hópur fólks til að hlusta á Lorca lesa það í bústað vinar hans í Albaicín. Federico átti marga hatursmenn í hópi uppreisnarmanna fasista, því hann var talinn vinstri sinnaður eins og flestir andans menn í þá daga. Ekki bætti úr skák að hann var stjama, nafn sem allir Spánverjar þekktu. Það voru margir drepnir fyrir minni sakir en að vera heimsfrægt skáld. Eftir uppreisn hersins var ljóst að Federico kynni að vera hætta búin. Vinafólk hans, sem stóð með fas- istum, reyndi að skjóta yfir hann skjólshúsi, en sú vernd dugði ekki. Hann var handtekinn, og meðan voldugir vinir vora að reyna að fá hann látinn lausan, var hann fluttur í skjóli nætur út fyrir bæinn, skotinn til bana ásamt nokkrum öðram ungum mönnum og dysjaður í ómerktri hópgröf. Enginn kannaðist við að hafa gefið skipun um þetta illvirki og fasistar reyndu á tímabili að halda því fram að flugumenn lýðveldis- sinna hefðu drepið García Lorca og komið sökinni á þjóðernissinna til að gera úr honum píslai-vott. Þetta var aldrei sennileg saga, en þó var erfitt að þagga hana niður. Gibson hrakti þessar kenningar rækilega með rann- sóknum á skjölum og viðtölum við tugi manna sem enn lifðu og höfðu verið vitni að aðdrag- anda aftökunnar. En engan hefur tekist að fá til að kannast við að hafa verið viðstaddur morðið á skáldinu. Granada, 1. júní 1998 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 6. JÚNÍ1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.