Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Blaðsíða 7
Þórhallur Vilmundarson SVIKAHRAPPAR OG LYGAMERÐIR Lax- og silungsveiðar, bjargarþroí, fátækraframfærsla og uppruni hreppa koma við sögu í þessari grein um örnefni Stíflur hjá kerinu í Kjerrafossen í Naumudalslegi á Vestfold í Noregi (Fataburen 1950). / Igreininni Kista Kveld-Ulfs í Lesbók Morgunblaðsins 26. apríl á síðast liðnu ári var m. a. fjallað um veiði- tækið kistu og þess jafnframt getið, að fleiri tæki hefðu verið notuð til lax- og silungsveiða í ám og vötnum hér á landi. I þessari grein verður nánar vikið að nokkrum slíkum veiðitækj- um. Ker I Grágás og fornbréfum er getið um ker í ám, og er þar átt við ‘tréker með veggjum með lóðréttum rimlum, og er veggurinn, sem veit undan straumi, með V-löguðum inn- gangi’, eins og John Granlund lýsir tækinu. Fiskurinn leitaði móti straumi inn í trektina og rataði ekki út aftur. Grágás er elzta nor- ræna heimildin um veiðitæki þetta, en þess er fyrst getið í Noregi 1295 og í Svíþjóð 1399.* Samsettu orðin fískiker og tréker koma einnig fyrir í fornmáli. Samnafnið ker- staða var haft um ‘stað, þar sem hafa mátti ker’, og er kerstöðu getið í fornbréfum í ánni hjá Osi í Bolungarvík, í Lýsu í Staðarsveit og Gljúfurá á Mýrum.2 Kerveiði er nefnd í Lax- fossi í Norðurá í Borgarfírði, þar „sem kallað er Nikulássker“,3 en Stafholtskirkja var helguð heilögum Nikulási og kerið eflaust kennt við dýrlinginn. Steinker Steinker var sérstakt afbrigði veiðikera, og er þess getið í norskum fornbréfum. Við manngerð veiðiker kann að vera átt, þar sem segir í máldaga 1394 eða síðar, að Víðidals- tungukirkja eigi „fjórðung í veiði í Steinker- um, alla veiði í Miðkerum, Básum, Streng- forsi ok Kerafljóti, fjórðung í veiði í Fitjaá ofan frá Kerum, þriðjung í veiði í trékeri í Víðidalsá, er Jón bóndi Hákonarson hefr til lagt.“4 í dómi vísitatoranna Eyjólfs kórs- bróður Brandssonar og Eysteins bróður Ás- grímssonar (höfundar Lilju) um laxveiði í Laxá í Aðaldal 1357 er tilfærð kæra séra Böðvars Þorsteinssonar á Grenjaðarstöðum á hendur Illuga Þorsteinssyni fyrir laxveiði í Laxárósi og fyrir að hafa „haft laxa ór keri því, er niðr hafði [verit] brotit ok þú lézt upp gera annan tíma ok kirkjan á Grenjaðarstöð- um á jarðir fyrir ofan ,..“r’ Vigfús B. Jónsson bóndi á Laxamýri (f. 1929) segir mér, að hann telji líklegt, að kerið hafí verið hjá Æð- arfossum, um 2 km frá sjó. Steinkjer heitir kaupstaður í Norður- Þrændalögum í Noregi, og hyggur Karl Rygh nafnið e. t. v. dregið af því, að stífla hafi verið gerð í ána (Byaelva) til laxveiða, en nafnorðið steinkjer sé í norsku alþýðumáli haft um slík mannvirki.0 Hér kann orðið að vera notað í svipaðri merkingu og sænska nafnorðið stenkista, þ. e. kista fyllt af grjóti, notuð í stíflugarð, og ker sett í garðinn til fískveiða.7 Teina Veiðitækið teina, þ. e. ‘karfa fléttuð úr teinungum, notuð til fiskveiða’ er nefnt í Grágás og í fornbréfí frá 1325, í Gljúfurá á Mýrum. Ker og teinur virðast hafa verið settar í garða, sem lagðir voru yfir ár, sbr. þetta ákvæði Grágásar: „Eigi skal maðr leggja net um þvera á ok banna fiskfgr ok eigi gera ker í né teinur ok eigi gerða, svá at eigi sé hlið á, nema hann eigi alla ána.“8 í fyrrnefndu fornbréfi segir og, að garður hafí verið „um þvera Gljúfrá, sá er eigi gengu fiskar um í teina í þeim garði, er fyrir neðan var“.° Björn J. Blöndal bóndi og rithöfundur í Laugarholti í Bæjarsveit (1902-87) hugði teinu til silungsveiða hafa verið í ástemm- unni (garðinum) í Reyðarvatnsósi í Borgar- firði, sem getið er í elzta hluta Reykholts- máldaga frá síðari hluta 12. aldar.10 Merður Nafnorðið merðr kk. og merð, mærð kvk. merkir 1) ‘netháfur’; 2) ‘fiskagildra úr flétt- uðum tágum, yfirleitt með trektarlaga inn- Merður frá Dölum í Svíþjóð (Fataburen 1918). gangi’. Merðum var ýmist sökkt eða lagt í á eða vatn - og þá stundum sett agn í þá - eða þeir voru hafðir í tréramma og settir í garð, sem hlaðið var út í á.11 Á norsku heitir veið- arfærið merd, fornsænsku mærþi, m(i)ærþri, sænsku mjái'de, dönsku mjærd. Það er talið af indóevrópsku rótinni *mer- ‘flétta’ (ísl. orðsifjabók). Frá Skandinavíu hefur orðið borizt til Finnlands (finnsku merta) og þaðan til Rússlands og víðar um lönd.12 Orðið kemur fyrir í norskum fornbréfum í samsettu orðunum stafmærðarveiðr 1322 (hún er þar kölluð forn)13 og merðstœði ‘stað- ur, þar sem hafa má merð’ 1396.11 I Noregi er merd sagður einkum notaður til urriða- veiða í smáám og lækjum, sbr. árheitið Merdáni á Rogalandi og lækjarheitið Merd- bekken víða í Noregi.16 I Södermanlandi í Svíþjóð er bærinn Málsta (mærdhastom þgf. 1400), og töldu fym fræðimenn forliðinn vera mannsnafnið *Márdhe, sem kemur hvergi fyrir, en Gunnar Linde taldi freist- andi að ætla, að nafnið hefði upprunalega verið *mærdhastadher kk. et. í merkingunni ‘staður, þar sem lagður er út merður (eða merðir)’, sbr. sæ. no. mjárde, sæ. máll. márd- er ‘merður’.16 Mærðará í Bolungarvík og Marðará í Fljótshlíð Orðið kemur ekki fyrir í íslenzkum heim- ildum, en kann að geymast í árheitunum Mærðará í Bolungai-vík og Marðará í Fljóts- hlíð. Að sögn Árna E. Árnasonar bókara frá Ósi í Bolungarvík (1888-1975) hnappast silung- urinn saman eftir heita daga í ósum Mærðar- ár, Seljár og Gilsár austan Miðdalsvatns í Bolungarvík, og eitt sinn voru veiddir þar með fyrirdrætti 1400 silungar á einum degi. Guðjón Helgason á Hellu (f. 1916 á Hlíðar- enda í Fljótshlíð og var þar til 1946) segist hafa veitt vel í net í Þverá á haustin, einkum á mótum hennar og blávatnsánna, þar sem silungurinn, sjóbirtingur og bleikja, hópaðist saman, meðan Þverá ruddi mesta gorminum fram. Daði Sigurðsson bóndi á Barkarstöð- um í Fljótshlíð (f. 1939) segir, að umði og bleikja hafi'gengið í Marðará og aðrar ár í hlíðinni. Frá 1954 falla ár þessar í Markar- fljót vegna fyi-irhleðslu, en áður féllu þær í Þverá. Hreinn Haraldsson jarðfræðingur segir líkur tii, að Þverá hafi verið tærari bergvatnsá á landnámsöld en síðar varð. Því ættu lífsskilyrði silungs í ánni og þverám hennar að hafa verið betri þá. Mælen á Vestfold Til samanburðar við þessi íslenzku Mærð- ar- og Marðarár-heiti má nefna norska bæj- arnafnið Mælen í Skogerhéraði á Vestfold (rétt sunnan við Drammen), en fyrst þegar það kemur fyrir, um 1400, er það ritað i Merdenum kk. þgf. (þ. e. Merðinum) og 1593 Merden. Albert Kjær segir, að elzta myndin líti út alveg eins og þágufall dýi-sheitisins mprðr, en þar sem það geti varla verið bæj- arnafn, virðist nafnið hljóta að vera þágufall karlkynsmyndar nafnorðsins merð (mærð) kvk. ‘teina, veiðigildra’. Hins vegar sé læk- urinn það lítill, að nafnið hljóti að eiga við eitthvað annað en veiðitæki.17 Hér er hætt við, að Kjær geri sér ekki ljóst, að merður er ,yfirleitt sérstaklega lítið tæki („i allmánhet ett synnerligen litet redskap"), oftast með einum inngangi’, eins og Ivar Modéer kemst að orði.18 Ingrid Mælen í Mælen (f. 1929, kom þang- að 1949) segir mér, að urriði hafi áður verið í Mælsbekken, en ekki síðan þurrkasumarið 1947; áður hafi strákar veitt þar urriða með höndunum. Hún vissi um elztu mynd bæjar- nafnsins, og þegar ég sagði henni, að merður hafi getað verið lítið tæki, eins og stór karfa eða lítil tunna, sagði hún, að skammt frá bænum væri í læknum lítið gil með fossi og hyl undir fossinum; þar mætti hugsa sér, að menn hafi getað sett slíka litla veiðigildru. Rétt er að vekja athygli á því, að í báðum fyrrnefndum hugsanlegum * Merðarár-dæm- um hér á landi er um að ræða smáár eða læki og kæmi það heim við notkun merða í Nor- egi, eins og að ofan segir.19 Katisa Veiðitækið katisa getur verið 1) ‘fiska- gildra úr rimlum og viðjum, lík völundarhúsi, fest við botn’; 2) ‘rimla- og stauragirðing út frá strönd með einni eða fleiri fiskagildrum’. Katisur í síðarnefndu merkingunni gátu ver- ið fyrirferðarmiklar og jafnvel staðið árum saman.20 Á norsku heitir tækið katisse, forn- sænsku katiza, sænsku katsa, og er það talið tökuorð úr fomrússnesku kots’y.21 Orðið kemur fyrir í mörgum örnefnum í Svíþjóð, t. d. Kattisa,22 Kattisholmen, -tjárnen og Kats- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. JÚNÍ 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.