Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Blaðsíða 2
RAUÐIR fiskar. Eftir Þórð Valdimarsson. Blönduð tækni á pappír, 1946. NÆFISTAR í GERÐUBERGI „SUMIR listamenn hafa þá náðargáfu að geta miðlað sýn sinni af svo töfrandi falsleysi að ekki er hægt annað en að hrífast af. Ein- lægni þeirra og tilfínningahiti leiftrar af strig- anum og hittir áhorfandann í hjartastað. Engu er líkara en hann hafi villst inn í nýja og góða veröld en þó undarlega kunnuglega. Hann reikar í huganum um löngu týnda paradís og er feginn að hafa rekist á hana aftur.“ Þannig orðar Hannes Sigurðsson listfræð- ingur hugsun sína um verk þeirra sex svoköll- uðu næfista sem opnuð er sýning á í Gerðu- bergi i dag. Sýningin ber yfirskriftina Hjart- ans list - Næfistar. Listamennirnir sex eru all- ir komnir af léttasta skeiði, yngstur er Hjörtur Guðmundsson fæddur 1928 og elst er Svava Skúladóttir fædd 1910. Aðrir í hópnum eru systumar Sigurlaug og Guðrún Jónasdætur, Sigurður Einarsson og Þórður Valdimarsson öðru nafni Kíkó Korríró. „Oft er talað um alþýðulist eða næfa list þegar gerð er tilraun til að flokka þessa teg- und myndlistar. Orðið næfur þýðir vaskur, öt- ull, harður eða skarpur og var það dr. Kristján Eldjám sem lagði til að það yrði notað. Næfur minnir á enska orðið „naive“ sem þýðir bernskur og lýsir þessari tegund myndlistai'. íslenska orðið er því vel við hæfi, en skarpir og hreinir litir einkenna gjarnan verk næfra listamanna þótt erfitt sé að skipa þeim öllum í sama flokkinn. Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur nefnir þá einfara, í bók sinni Einfarar í íslenskri myndlist, og vísar þar til sérstöðu þeirra sem listamanna margbreytileika þeirra innbyrðis," segir Hannes. Samsýning sexmenninganna undirstrikar þessi orð, litagleði og bernsk sýn, endurminn- ingar frá æskuslóðum, þjóðsögur og ævintýr eru meðal þeirra myndefna sem blasa við; smíðisgripir Hjartar Guðmundssonar úr hval- tönnum, kuðungum, tré og plasti eru heillandi, fágaðir og persónulegir í senn. Hjörtur segist alltaf hafa verið að fást við eitthvað í höndun- um alveg frá því hann man fyrst eftir sér. „Eg gerði við fyrsta útvarpið þegai' ég var tíu ára og þær skipta hundruðum klukkurnar sem ég hef gert við. Þetta hlýtur að vera meðfætt því ég hef aldrei lært neitt í þessu.“ Smíðisgripir Hjartar hafa farið víða, t.a.m. á sýningu í Astralíu þar sem furðuskepna úr hvaltönn vann til verðlauna. „Ég sagði þeim bara að eiga verðlaunaféð, ég hef aldrei haft neitt vit á peningum," segir Hjörtur. Aldursforsetinn, Svava Skúladóttir, hóf ekki listsköpun fyrr en hún var komin á sjötugsald- ur. Hún mótar gripi í leir og málar og hafa verk hennar vakið athygli. Hannes Sigurðsson bendir á sérkennilega vasa eftir Svövu og seg- ir að handbragðið sé svo fíngert og vandað að vel mætti halda að væri gert af heimsþekktum hönnuði. Verk Svövu hafa farið viða og vakið athygli bæði hér heima og erlendis. Sigurlaug Jónasdóttir (f. 1913) málar minn- ingar af æskuslóðum í Öxney á Breiðafirði. „A þessari mynd sérðu fólkið vera að þvo ullina Morgunblaðið/Ásdís ÞAU sýna saman í Gerðubergi. Frá vinstri: Þórður Valdimarsson, Sigurlaug Jónasdóttir, Sig- urður Einarsson, Svava Skúladóttir og Hjörtur Guðmundsson. Á myndina vantar Guðrúnu Jónasdóttur. og þurrka hana. Og hérna eru tveir hestar að kljást. Hún minnir kannski svolítið á myndina hans Hrafns Gunnlaugssonar, finnst þér ekki? Hérna er mynd af konum að þvo saltfisk. Þær máttu aldrei rétta úr sér, þá lét verkstjórinn í sér heyra. Það var mikill þrældómur." Eftir Guðrúnu Jónasdóttur veflistakonu eru á sýningunni veggteppi við Ijóð Sigurðar Breiðfjörð og annað sem sýnir Hallands- Möngu. Vefnaður Guðrúnar hefur vakið verð- skuldaða athygli á undanförnum árum. Sigurður Einarsson (f. 1918) málar stórar myndir, innblásinn af þjóðsögum og landslagi. „Eg hef aldrei lært eitt né neitt,“ segir hann. „Ég hef verið verkamaður alla ævi. Ég kann best við að vera kallaður alþýðulistamaður. Byrjaði að mála þegar ég var orðinn harðfull- orðinn. Mín list byggist á endurminningum frá liðinni ævi, ég mála tröllin og andatrúna sem birtist í landslaginu. Svo er ég að eltast við fegurðina, fegurð litanna.“ Þórður Valdimarsson (f. 1922) hefur ákveðnar skoðanir á myndlistinni. „Það eru til tvær tegundir af list. Það sem maður málar af því sem séð verður með augunum og hitt það sem séð verður með augum andans og kemur innanfrá og er sprottið af tilfinningum og þess háttar. Þetta er ekkert nýtt,“ segir Þórður. „Ég hef fengist við myndlist, mér til ánægju frá því ég man eftir mér. Ég mála fyrst og fremst fyrir sjálfan mig.“ Þórður hefur haldið nokkrar sýningar frá því myndir hans komu fyrst fyrh- almenningssjónir á sýningu í List- munahúsinu 1983. Aðalsteinn Ingólfsson segir um myndir Þórðar: „Fiskaríkið er í sérstöku uppáhaldi hjá Þórði, sér í lagi ríki hvalfiska. Stökkvandi laxar, vaðandi síldartorfur og blásandi búrhveli koma oft fyrir í verkum hans og það er varla að pappírsarkirnar rúmi boða- föllin og ölduganginn sem þessum fiskum fylgja.“ FJORIR sonu UM STÖÐU ÓPERUSTJÓRA FJÓRAR, umsóknh' bárust um stöðu óperu- stjóra hjá Islensku óperunni, sem auglýst var nýlega. Umsækjendur eru Gerrit Schuil, Guð- bjöm Guðbjömsson, Halldór E. Laxness og Jó- hann Smári Sævarsson. Að sögn Guðrúnar Pétursdóttur, formanns stjómar Islensku óperunnar, mun stjómin á næstunni meta umsóknimar með'tilliti til þeirra þátta sem tilgreindir voru í auglýsingunni. Stefnt er að því að ráða í starfið frá 1. maí nk. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold, Kinglunni Hrafnhildur Bern- harðsdóttir. Til 6. mars. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Omar Stefánsson. Til 14. mars. Gallerí Horn Sesselja Björnsdóttir. Til 24. mars Gallerí Stöðlakot Gunilla Möller. Til 7. mars. Gerðarsafn Svala Þóiisdóttir Salman. Til 7. mars. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Samsýning sex einfara: Svava Skúladóttir, Sigurður Ein- arsson, Hjörtur Guðmundsson, Þórður Valdi- marsson, Sigurlaug og Guðrún Jónasdætur. Til 9. maí. Hallgrímskirkja Kiistján Davíðsson. 15. apr- íl. Hafnarborg Norræn samsýning. Til 22. mars. Ingólfsstræti 8 ívar Valgarðsson. Til 21. mars Kjarvalsslaðir Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Til 24. maí. Vestursalur: Britt Smel- vær. Til 7. mars. Miðrými: Einar Gai'ibaldi Einarsson. Til 14. mars. Listasafn ASÍ Ásmundarsalur og svalir: Brynhildur Þorgeirsdóttir. Gryfja: Steinunn Helgadóttir, myndverk og hljóðverk Sveins Lúðvíks Bjömssonar. Til 7. mars. Arinstofa: Ný aðföng. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið laugardaga og sunnudag 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands Salur 1: Fjórir fmmherjar; Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes S. Kjatvai. Til 11. apríl. Saiur 3: Sigmar Polke. Til 28. mars. Salur 4: Gunnlaugur Scheving, Jóhann Briem, Jón Engilberts, Nína Tryggvadóttir, Þorvaldur Skúlason og Snorri Arinbjarnar. Til 18. apríl. Ljósmyndir Inez van Lamsweer- de. Til 14. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Yfirlitssýn- ing á verkum Sigurjóns. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5 Sigurður Magnússon. Til 6. mars. Norræna húsið Aðalsaiur: Lív og iist H.C. Andersen. Til 14. mars. Anddyri: Ljósmynda- sýning af rithöfundum eftir Ulla Montan. Tii 21. mars. Nýlistasafnið Rósa Gísladóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir og ívar Brynjólfsson. Til 28. mars. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suðurgötu Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-16. Til 14. maí. Ráðhús Reykjavíkur Acryl og vatnslitamynd- ir þroskaheftra. Til 7. mars. SPRON, Álfabakka Sigurður Örlygsson. Til 9. júlí. TÓNLIST Laugardagur Laugardalshöll: Turandot. Kl. 16. íslenska Óperan: Lúðrasveit Seltjarnarness. Kl. 14. Sunnudagur Salurinn: Raddir Norðursins. Stjómandi Jóhann Klark. Kl. 16. Þriðjudagur íslenska óperan: Elsa Waage, Sólrún Bragadóttir og Gerrit Schuil. Kl. 20.30. Salurinn: Píanótónleikar Þorsteins Gauta Sigurðssonar. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Brúðuheimili, sun. 7. mars. Tveir tvöfaidir, lau. 6. mars. Bróðir minn ijónshjarta, sun. 7. mars. Abel Snorko býr einn, lau.’6. mars. Maður í mislitum sokkum, lau. 6., sun. 7., fim. 11., fós. 12. mars. Borgarleikhúsið Fegurðardrottningin frá Línakri, frums. fim. 11. mars. Pétur Pan, lau. 6., sun. 7. mars. Horft frá brúnni, lau. 7. mars. Sex í sveit, lau. 6., fös. 12. mars. Islenski dansflokkurinn Diving, Flat Space Moving og Kæra Lóló, sun. 7. mars. íslenska Óperan Ávaxtákarfan, sun. 7. mars. Hellisbúinn, lau. 6., sun. 7., fim. 11. mars. Hinn fullkomni jafningi, lau. 6. mars. Iðnó Frú Klein, lau. 6., fos. 12. mars. Leitum að ungri stúlku, mið. 10., fim. 11., fós. 12. mars. Ketilssaga Flatnefs, sun. 7., fös. 12. mars. Skennntihúsið, Laufásvegi 22 Bertold Brecht, sun. 7. mars. Kaffileikhúsið Hótel Hekia, lau. 6. mars. Hugleikur Nóbelsdraumur, lau. 6., fös. 12. mars. Tjarnarbíó Svartklædda konan, lau. 6. mars. Möguleikhúsið v. Hlcmin Snuðra og Tuðra, sun. 7. mars Snúður og snælda f Möguleikhúsinu Maðkar í mysunni og Ábrystir með kanel, frums. lau. 6., sun. 7., mið 10. mars. Bing Dao-Renniverkslæðið á Akureyri Rommí, lau. 6., sun. 7. mars. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eft- ir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögujn merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1,103 Rvík. Mynd- sendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.