Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Blaðsíða 3
LESBÖK MOIi( .l \l!l \l)SI\S - MENNEVG LISTIR
9. TÖLUBLAÐ - 74.ÁRGANGUR
EFNI
Stafkrókar
og menningarsaga er heiti á grein eftir Guð-
rúnu Asu Grímsdóttur og er hún um rann-
sóknir Stefáns Karlssonar á íslenskri ritlist.
Stefán er einn af þeim fræðimönnum sem
hafa helgað ævistarf sitt því að skilja og
skýra íslenska ritlist og með athugun á sér-
kennum og stafkrókum hefur honum tekist
að finna skrifara. Sérstaklega er áberandi
hve vel þekking Stefáns hefur nýst við ald-
ursdákvarðanir norrænna miðaldahaudrita.
Þjóðargersemar í
Bangkok
í þriðju grein sinni um þjóðfélag, menningu
og náttúru í Taflandi skrifar Gísli Sigurðs-
son um höfuðstaðinn Bangkok, sem byggður
var á hólmum í Miklafljóti og bökkum árinn-
ar. A einum hólmanum, Rattanakosin,
standa helgustu mannvirki þjóðarinnar,
íburðarmikil musteri, sum með risastórum
styttum af Búdda úr skíra gulli, en jafn-
framt hafa konungar byggt þar hallir sínar.
Yfir pragt guðsins og konunganna gnæfa þó
turnar sem líklega má kenna við Mammon
og á götum borgarinar er illræmt um-
ferðaraungþveiti.
Pófinn í Róm
Um upphaf og þróun páfadóms skrifar Sig-
urður A. Magnússou, en sú þróun tók marg-
ar aldir. Stórt skref var stigið árið 606 þeg-
ar Fókas keisari birti opinbera tilskipun um
að páfinn í Róm væri æðstur meðal jafn-
ingja, en síðasta stóra skrefið var stigið
1870, þegar Pius páfi níundi fékk samþykkt-
an óskeikulleika páfa þegar hann talaði í
embættisnafni.
Stríðsmyndir
eru oftast áróðursmyndir, segir Jónas
Knútsson í grein sinni um merkar stríðs-
myndir úr kvikmyndasögunni. I flestum til-
vikum er engum blöðum um það að fletta
hvort höfundar þessara mynda eru æsinga-
menn eða menn friðar. Goethe hélt því fram
að maðurinn yrði annað hvort að vera ham-
ar eða steðji. Margur stríðssmaðurinn hefur
eflaust. ekki átt annars úrkosta en að grípa
til vopna.
Turandot
ein vinsælasta ópera Giacomos Puccinis
verður flutt í Laugardalshöll í dag af Sinfón-
íuhljómsveit Islands, Kór Islensku óperunn-
ar og innlendum og erlendum einsöngvur-
um. Stjórnandi verður Rico Saccani. Ekkert
hefur verið til sparað til að gera þessa „tón-
leikasýningu" eins glæsilega og kostur er og
hvetur framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar fólk til að mæta í liöllina. „Það
verður bið á því að Turandot verði sýnd með
þessum krafti aftur á Islandi!"
FORSÍÐUMYNDINA tók Kristinn Ingvarsson af ungversku sópransöngkonunni Veroniku Fekete í hlulverki
Turandot prinsessu. Samnefnd ópera verður flutt í Laugardalshöll í dag.
DAVÍÐ STEFÁNSSON
SKÓGARHIND
Langt inn í skóginn leitar hindin særð
og leynist þar, sem enginn hjörtur býr,
en yfir hana færist fi'ó og værð.
Svo fjarai' lífíð út...
0 kviku dýr,
reikiðþið hægt, errökjeva tekurað,
ogrjúhð ekki heilög skógarvé,
því lítil hind, sem fann sér felustað,
vill fá að deyja ein á bak við tré.
Um blóð, sem fyrr var bæði ungt og heitt,
mun bleikur mosinn engum segja neitt.
En þú, sem veist og þekkir allra mein,
og þú, sem gefur öllum lausan taum,
lát fólnað laufið falla af hverri grein
og fela þennan hvíta skógardraum.
Er fuglar hefja flug og morgunsöng
og fagna því, að ljómar dagur nýr,
þá koma öll hin ungu, þyrstu dýr
að uppsprettunnar silfurtæru lind -
öll, nema þessi eina, hvíta hind.
Davíð Stefónsson fró Fagraskógi við Eyjafjörð, 1895-1964, vakti óvenju mikla athygli og
aðdóun með fyrstu Ijóðabók sinni, Svörtum fjöðrum 1919, og vor æ síðan eitt af óstsæl-
ustu skóldum þjóðarinnar. Þótt hann hafi verið fyrst og fremst Ijóðskóld, liggja eftir hann
leikrit og söguleg skóldsaga um Sölva Helgason,
RABB
„ASTIR OG
ÖRLÖG SKÁLDS"
NÚ ERU þeir að sýna
sjónvarp um ástir Vil-
hjálms Shakespeares og
þykjast þar sjá í hendi
sér að hann hafi lent í
einhverju rómantísku
kvennafari (karlafari,
segir hommamafían)
,reynslu“ sem svo hafí orðið til þess að
hann fattaði trikkið og gat skrifað Rómeó
og Júlíu! Eg gæti gubbað. Menn skrifa
ekki klassísk snilldarverk fyrir það eitt að
hafa orðið fyrir ,mikilli reynslu" (hana hafa
flestir) heldur af því að þeir eru mikil
skáld. Skáldskapur verður til fyrir innsæi,
kunnáttu í tungumáli, næmi á takt og
hrynjandi, leik andstæðna, rím, hálfrím, lit
orða, blæ, hörku og mýkt, dans hugsunar,
leikni, hnyttni og kímni. Sögur af ástum og
örlögum skálds segja ekkert um skáldskap
þess, skýra hann í engu. Uppsprettan er
ekki þar. Enginn verður skáld út á kven-
semi sína eða drykkjuskap, ekki einusinni
ást. Það hafa margir og er þó skáldskapur
fyrirmunaður.
Eitt sinni efnaði ég í bíómynd um karl
sem bjó einn og fékk stundum bréf frá öðr-
um. Þessir voru vinir. Myndin var um sálu-
félag. Ég var enginn einkavinur Sjónvarps-
ins en tókst þó að semja um gerð myndar-
innar út á það að „að þetta væri nú bara
sona þáttur“ og með því skilyrði að hún
kostaði sama og ekkert. Faðir minn heitinn
hljóp undir bagga, lék aðalhlutverkið, lán-
aði bæ sinn, hest sinn, hundinn, íjöllin,
skóginn og alla nágrannana og gaf kvik-
myndurunum að éta. Myndin átti að verða
andlegt stórvirki og varð það á sinn hátt en
varla hægt að segja að fólk upp til hópa sæi
hana, þótt allir horfðu, því flestir áttu í full-
um höndum með að þekkja fjöllin, bílana,
mannskapinn, mörkin á kindunum, rifja
upp fjör í réttum og að dæma um hvort Er-
lendur í Dalsmynni væri „rétt sýndur“ í
myndinni. Ýmsir höfðu orð á því að það
hefði verið synd að sýna hann aldrei amin-
lega upp á búinn „því þetta væri nú í
reyndinni svo helvítans myndarlegur karl“.
Hann prívat kom málinu ekkert við út af
fyrir sig! Djöfull varð ég fúll. Og varnar-
laus.
Alltaf eru þeir að þvarga um sonnetturn-
ar hans Vilhjálms heitins. Til hvaða konu
skyldu þær orktar? Til hvaða karlmanns?
Nátturlega jarlskrattans, velgjörðarmanns
hans sem hann náttla hefur elskað! Náttla
hefur maðurinn verið hommi, það sést
greinilega á þessu. Liggur í augum uppi!
Það hengir sig sífellt í aukaatriðin þetta
pakk. Það er vegna þess að það hefur ekki
skyn á skáldskap. Bara á kvennafar. Svold-
ið á hommarí. Langar þó að vera með á
menningarköttinn. Það hefur ekki sjón til
að sjá hversu vel sonnetta er ort, en aftur á
móti nóg af sjúklegri kjaftasögugræðgi til
þess að fínna einhvern ástmanns-skratta
falinn bak við hana. Skáld yrkir sjaldnast
um nokkurn mann og ekki einu sinni um
nokkurn kvenmann. Og þótt skáld yrki um
ást þá skiptir ástin sjálf skáldið sáralitlu
máli. Hún er bara smíðaefni rétt eins og
leirdrullan pottaranum.
Einu sinni var konan mín að opna nýja
búð og orðin illa þreytt. Ég fann að nú yrði
að láta gera blómvönd til uppörvunar en
nennti ekki í búðir (blánkur líka) svo ég
skellti saman vísuskömm vel smurðri
skjalli og gullhömrum. Þetta hjálpaði eitt-
hvað minnir mig en hvað svo? Haldiði ekki
kellingastóðið hafi hvolft sér yfir mig og
ætlað að drekkja mér eins og kettlingi í
volgri mykju með því hvað ég væri nú voða
mikið góður og ástfanginn af konunni
minni! Vibbinn mar! Ég sagði þetta lygi og
róg auðvitað.
„Nei nei,“ sögðu þær; „það sést á vís-
unni.“
„Sést á vísunni! Það var þá heimildin,"
hvein ég: „Hvur anskotinn eins og sjáist
svo sem á einhverri vísu! Nákvæmlega
ekki neitt nema hortittirnir. Þeir sjást! Ég
get alveg eins ort um hana skammavísu,
bara nú á stundinni."
Svo fór ég heim og orti en ekki skamma-
vísu. Ég orti lofkvæði um kvenkynið, bæði
til að róa mig niður en einnig af hagsýnisá-
stæðum: Ég vissi að ella fengi ég allan
varginn yfir mig og ég vissi líka að svoleiðis
kvæði seljast. Enda gerði það það. Markað-
urinn liggur kvenfrelsismegin um þessar
mundir. Ég á eftir að verða frægur af því
kvæði. Það verður gerð af mér stytta að
hafa í garðinum fyrir framan Kvenrembu-
höllina þegar hún verður reist.
Að nokkrum frátöldum er vísa Páls;
Feginn vild ég vera strá og visna í skónum
þínum því léttast gengirðu eflaust á yfir-
sjónum mínum,- langflottasta vísa orkt á
íslenska tungu. I upphafi frétti ég að Palli
hefði ort hana af ást á konu sinni og með
fylgdi að betur yrði ekki ástarjátning kveð-
in. Seinna, þegar vísan var höfð yfír í sam-
kvæmi sagði Gunna As.: „Það er ábyggi-
lega eitthvert samviskubit í þessari vísu.“
Auðvitað! Blasir við um leið og á það er
bent. Hann hefur náttúrlega verið að
flengjast á hrossum út um héruð, kall-
skrattinn, sjálfsagt fullur, kannski á
kvennafari, kellíngin foxvond og hann talið
nauðsyn að sleikja hana upp til þess að fá
afréttara! Liggur í augum uppi, enda löng-
um flokkað undir ósiðlegt athæfí að yi'kja
upphátt til eiginkvenna. Konan víst heldur
ólöguleg oní kaupið (sagði Gunsa). En svo
datt mér þriðji möguleikinn í hug, ekki
verri:
Kallinn hefur legið gráttimbraður í bæl-
inu og kellíngin verið að hrósa sigri yfir
aumíngjadómnum í honum, gera sig breiða,
skipa vinnukonunum harðri hendi, dusta
sængur, gusast með skúringafótur og
skella hurðum. Honum hefur sárnað þetta.
Hann hefur þá óskað sér þess að hann væri
álíka dauður og ósárindagjarn og gras það
sem hún tróð í skóna undir hæla sér. Þá
orti hann vísuna. Sé hún skoðuð í því ljósi
blasir nýtt við: Þetta er beisk og kvikindis-
leg vísa og þá fyrst sést hvert meistaraverk
hún er.
En auðvitað er þetta allt eintómur upp-
diktur og heimskra manna hjal. Páll hefur
ekki þurft nokkurt einasta tilefni til að
yrkja svona vísu, hvorki kvenfólk, brenni-
vín né timburmenn, ást, iðrun, reiði, né
vanmátt. Hann hefur bara setið uppi á
sumarkvöldi að hvíla sig frá einmittt þessu
öllu, verið að rísla sér við orð, og loks orð-
inn einn með kyrrðinni, þá hafa þessi orð
raðað sér upp á tungu þessa guði gefna
hagleiksmanns orðsins, stigið fram á varir
hans akkúrat í þessari dáindis kliðmjúku
röð.
Og vittu; það er vel hægt að yrkja 154
sonnettur, allar um bullandi ást, án þess að
elska kvenmann, ofyeða greifa. Hinsvegar
sjálfsagt, ef mann langar að koma sér í
mjúkinn hjá stelpu eða þarf að skjalla góð-
an greifa í von um skáldastyrk, að grípa til
þessara sonnetta, stinga eins og einni í um-
slag, dreypa á vellyktandi og henda í póst-
inn. Sjálfsagt mál. Hreinn aulaskapur að
gera það ekki. Sjálfur hef ég það mér til
dundurs á síðkvöldum að þýða sonnetturn-
ar. Hef gert það lengi. Ég þarf ekkert til-
efni, ekki frekar en Vilhjálmur. Engar ást-
ir, engin örlög. Þær eru til fyrirfram, lifa
eigin lífi undir tungu hins orðleikna manns
og þurfa hvorki dularfullar konur né fríða
unga greifa til að reka sig fram úr fylgsni
sínu. Þær birtast vegna þess að við Villi
þurfum á þeim að halda. Við seiðum þær
fram okkur til yndis. Og þær koma, okkur
til þægðar. Ekki til neins annars. Astar-
sambandið er við sonnettuna sjálfa.
Svo var og með vísu Páls.
EYVINDUR ERLENDSSON
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. MARZ 1999 3