Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Blaðsíða 8
■
Morgunblaðið/Kristinn
UNDIR fjögur augu. Daniel Munoz, sem syngur hlutverk Calafs prins, og stjórnandinn, Rico Saccani, bregða á leik á æfingu.
CALAF prins (Daniei Munoz) heillast af
prinsessunni Turandot (Veronika Fekete).
RÖGGSAMUR stjómandinn slær
tónsprotanum í púltið, telur inn.
Niðurlag Turandot, þessarar
ódauðlegu óperu Puccinis, tekur að
hljóma. Hendur sveiflast, tónar
flæða. Það er tilkomumikil sjón að
sjá þetta einstaka hljóðfæri, sinfón-
íuhljómsveit, í ham - hvað þá að
heyra. Bang! Svo er allt búið. Blaðamanni líður
eins og eftir gott steypibað, hann er endumærð-
ur. Eiginlega til í allt.
Kliður fer um sviðið, góð æfmg er að baki.
Stjói-nandinn, Rico Saccani, þurrkar svitadropa
af enninu, svarar fáeinum spumingum hljóð-
færaleikara og söngvara og gengur svo hröðum
skrefum fram í salinn. Þar vindur hann sér að
blaðamanni, glaðbeittur á svip. „Þú ert kominn!"
Blaðamaður kinkar kolli, sæll yíir því að verða
ekki síðastur til skips að þessu sinni. Þá hefði
hann misst af miklu.
„Mikil vika,“ segir blaðamaður við stjómand-
ann meðan þeir ganga til afdreps. Hann hleypir
brúnum, eins og blaðamaður hafi ekki valið rétt
orð: „Svakaleg vika!“
Ekki nóg með að hljómsveitin sé að glíma við
Turandot í fyrsta sinn, heldur þurfti hún einnig
að leika á áskriftartónleikum, með allt annarri
efnisskrá, síðastliðinn fimmtudag. Upphaflega
var raunar íyrirhugað að setja Turandot á svið
næsta laugardag en þar sem landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins fer fram í Laugardalshöll um
næstu helgi varð að flytja óperuna fram um viku.
Vikan hefur því að sönnu verið tvöfóld. Af því fór
Saccani ekki varhluta síðastliðinn miðvikudag,
þegar viðtalið fór fram. Engan bilbug var þó á
honum að finna. ,A-uðvitað hefði verið betra að
hafa aðeins lengri tíma en þetta mun ganga upp
enda er Sinfóníuhljómsveit Islands ekki aðeins
frábær hljómsveit heldur líka hamhleypa til allra
verka. ítalskar ópembókmenntir liggja líka
prýðisvel fyrir henni.“
Stjórnandinn neitar því eigi að síður ekki að
teflt sé á tæpasta vað að þessu sinni. „Það segir
sig sjálft. Við náum bara þremur hljómsveitar-
æfingum fyrfr uppfærsluna og höfum bara einn
dag til æfínga í Laugardalshöll. Það er þó hátíð
miðað við það sem sviðsstjórinn og tæknimenn-
imir fá tii að koma þessu öllu á svið. Ákjósanleg-
ur tími til að setja upp sýningu af þessu tagi er
tvær til þrjár vikur, þessir menn fá einn dag.
Eftir að hafa kynnst þeim ber ég aftur á móti
fyllsta traust til þeirra. Sýningin er í góðum
höndum.“
Sviðssetningu annastRandver Þorláksson, að-
stoðarmaður hans er Astrós Gunnarsdóttir og
ljósameistari Jóhann Bjami Pálmason. Hljóð er
á ábyrgð fyrirtækisins Exton.
Saccani segir Turandot frá fyrstu tíð hafa ver-
ið vinsæla óperu, einkum meðal rótgróinna óp-
eruunnenda. Vinsældimar hafi hins vegar aukist
til muna í seinni tíð. „Eiga „tenóramir þrír“ þar
einhvem hlut að máli en á fyrstu tónleikum
þeirra um árið, 1990 eða 1991 minnir mig, söng
Pavarotti aríuna góðu Nessun dorma með mikl-
um tilþrifum. Vakti það mikla athygli á
Turandot."
Hinu sjónræna hefur sjaldan verið haldið jaín
hátt á lofti og einmitt nú á tímum og segir
Saccani það koma sér vel fyrir Turandot. „Þessi
ópera er dálæti sviðsstjórans því umgjörðin býð-
ur upp á óþijótandi möguleika, lýsingu, búninga,
tæknibrellur og hvaðeina. Turandot er ávallt
sannkallað sjónarspil."
En hvað um tónlistina? „Hvað er hægt að
segja um tónlistina?" segir Saccani og lætur
hugann reika, dreyminn. „Hún er stórfengleg!
Eg er vel að mér í ítölsku óperubókmenntunum
AFL ÁST-
ARINNAR
Sinfóníuhljómsveit Islands, Kór Islensku óperunnar og
einsöngvarar 1 Djóða til veislu í Laugardalshöll í dag kl.
16. Á boðstólum er óperan Turandot ef tir einn helsta
meistara óperubókmenntanna, Giacomo Puccini.
ORRI PÁLL ORMARSSON komst að raur í um að ekkert
hefur verið til s parað til að gera þennan flutning, elleg-
ar „tónleikasýningu", eins veglegan og kostur er. Stjórnandi verður Rico Saccani.
ALTOUM keisari (Þorgeir J. Andrésson) ræðir við dóttur sína, Turandot. Mandaríninn
(Bergþór Pálsson) hlýðir á.
og Turandot er án efa ein af mínum eftirlætis
óperum. Það er alltaf gaman að setja hana upp,
ekki síst þegar maður hefur svona vaska sveit
fólks í kringum sig.“
Saccani segir jafnframt engum blöðum um
það að fletta að Turandot prinsessa sé eitt erfið-
asta hlutverk sópranbókmenntanna. „í gegnum
tíðina hafa afar fáar söngkonur ráðið við þetta
hlutverk og í dag eru í mesta lagi sex eða sjö
söngkonur sem valda því með sæmd.“
Ein þeirra, að mati Saccanis, er hin ungverska
Veronika Fekete sem hingað er komin. Hún hóf
starf sitt í kór Ríkisóperunnar í Ungverjalandi
22 ára að aldri. Tveimur árum síðar var hún ráð-
in sem einsöngvari við óperuna og hefur sungið
mörg af helstu sópranhlutverkum þar, auk þess
sem hún hefur sungið sem gestasöngvari við ým-
is óperuhús í Evrópu. Auk óperusöngs hefur
Fekete komið fram sem einsöngvari í mörgum
hljómsveitarverkum, svo sem Sálumessu Bra-
hms, Verdis, Mozarts, Webbers, í 9. sinfóníu
Beethovens og Carmina Burana.
Fekete þreytti frumraun sína í Turandot í
Búdapest fyrir tveimur árum og velkist ekki í
vafa um að prinsessan sé hennar eftirlætis hlut-
verk. „Tónlist Puccinis er dýrðleg, algjör ger-
semi. Lífleg en um leið dularfull. Hlutverk
Turandot er mjög erfitt, eitt það erfiðasta í fag-
inu. Það hentar mér aftur á móti prýðilega, á vel
við mína rödd, þannig að ég er lánsöm - reglu-
lega lánsöm.“
Hitt aðalhlutverk óperunnar, Calaf prins, er
hér sungið af Daniel Munoz frá Argentínu. Hann
hlaut eldskfrn sína í Evrópu með San Carlos-óp-
erunni í Lissabon fyrir tuttugu árum en þaðan
hefur leið hans legið um öll helstu óperusvið
Evrópu og Bandaríkjanna. Hann hefur sungið
mörg helstu tenórhlutverk ópei-ubókmenntanna
undir stjóm hljómsveitarstjóra á borð við
Friibeck de Borgos og með söngvurum eins og
José Carreras, Grace Bumbry og Ghenu
Dmitrovu.
Munoz söng Calaf fyrst í Þýskalandi árið 1986
og segir hlutverkið í senn erfitt og skemmtilegt.
Kveðst hann nálgast það á forsendum ævintýrs-
ins, svo sem sagan gefi tilefni til, það sé ekki
dramatískt, eins og til dæmis Otello. En er Calaf
hans uppáhald? „Nei, ekkert frekar. Ég á mér
ekkert uppáhalds hlutverk. Óperan er mitt
uppáhald."
Munoz getur þó ekki leynt aðdáun sinni á
Puccini og Turandot. „Með Turandot hófst nýtt
skeið í óperusögunni, skeið sem hefði getað orðið
frjótt og blómlegt. Af því varð þó ekld þai' sem
Puccini lést áður en hann gat lokið verkinu. Við
getum því aðeins ímyndað okkm- hvað hefði get-
að orðið.“
Aðrir einsöngvarar í dag eru Sergio Fontana
frá Italíu, Ungverjarnir Eszter Sumegi, Gábor
Németh, Ferencz Gerdesits og István Rozsos og
íslendingamir Þorgeir J. Andrésson og Bergþór
Pálsson.
Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Sinfóníu-
hljómsveitar íslands segir að auðvitað hefði ver-
ið gaman að geta teflt fram fleiri íslenskum ein-
söngvurum í uppfærslunni en aðstæður hafi
neytt hljómsveitina til að fara aðrar leiðir að
þessu sinni. Á hann þar við knappan tíma.
Saccani, sem hafði umsjón með söngvaraval-
inu, er á sama máli. „Þegar mér varð Ijóst hve
skammur tími gæfist til æfinga lagði ég strax
áherslu á að fá til liðs við okkur söngvara sem ég
hef unnið með og treysti. Það myndi spara tíma.
Þess vegna er þetta fólk hingað komið. Þetta eru
allt frábærir listamenn.“
Alls tekur á þriðja hundi-að manns þátt í upp-
færslunni og leitun er að eins viðamiklum við-
burði í íslensku listalífi. „Þetta er stórt og metn-
aðarfullt verkefni. Stærsta verkefni okkar á
þessu starfsári og eitt það umfangsmesta sem
hljómsveitin hefur ráðist í,“ segir Þröstm- Ólafs-
son. „Þetta er mikill listviðburður. Þarna er Sin-
fóníuhljómsveit Islands, sem er upp á sitt besta,
aðalstjómandi hennar, sérhæfður í ítölskum óp-
erubókmenntum, Kór íslensku óperunnar, sem
er í fínu formi, og úi-valslið einsöngvara víðsveg-
ar að úr heiminum. Á þessu sést að ekkert hefur
verið til sparað. Að auki höfum við lagt í umtals-
verðan kostnað til að bæta aðstöðu áhorfenda í
Laugardalshöll og gera hljómgæði eins góð og
kostur er. Lögð hefur verið áhersla á að ná góðri
hljóðdreifingu, þannig að allir eiga að heyra jafn
vel, sama hvar þefr sitja í húsinu.
Við leggjum, í stuttu máli sagt, metnað okkai- í
að gera Turandot að eins glæsilegri sýningu og
við höfum fjárhagslegt bolmagn til. Ég hvet því
fólk til að sjá þessa sýningu, því hér er tvímæla-
laust um merkan listviðburð að ræða. Það verð-
ur bið á því að Turandot verði sýnd með þessum
krafti aftur á íslandi!“
Rétt er að vekja athygli á tímasetningunni, kl.
16, sem er heldur óvenjuleg fyrir óperuppfærslu.
Eða hvað? „Hvaða ósköp! Þetta er frábær tími,“
segir Saccani hlæjandi. „Sýningin tekur um þrjá
klukkutíma, með hléum, framkalli, blómum og
öllu. Þannig að fólk getur án minnstu vand-
kvæða farið út að borða að sýningu lokinni eða
staðið við aðrar skuldbindingai-. Það verður
meira að segja tími til að endurtaka Nessun
dorma - ef eftir því verður óskað.“
Hvað á maðurinn við með „ef‘?
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. MARZ 1999