Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Blaðsíða 12
18
BRÚIN yfir Kwai-fljótið. Járnbraut liggur yfir þessa brú, en trébrúin úr stríðinu var iítið eitt ofar og er ekki til lengur.
BORG ANDSTÆÐNA, hvert sem litið er.
Turnar sem hýsa hótel og skrifstofur rísa yfir
upprunalegri byggð á bökkum fljótsins.
REGNSKÓGUR og jafnfram óbyggt land á
vernduðu svæði í nánd við Kwai-fljótið.
svipuðum gæðaflokki eru Shagri-La, Royal
Orchid Sheraton og Mariott Royal Garden Ri-
verside. Sem sagt; vilji menn halda upp á eitt-
hvað sérstakt í Taílandsferð og búa eftirminni-
lega þó ekki væri nema eina nótt, þá eru góð
tækifæri til þess í Bangkok.
Borgin blæs út og 10 milljónir manna, eða
hátt í 20% landsmanna búa þar nú. Þótt ekki sé
hlutfallið nærri því eins hátt og íbúatala
Reykjavíkursvæðisins gagnvart landsbyggðinni
á Islandi, er talað um Bankok sem borgríki.
Menn hafa áhyggjur af þessari þróun og reynt
er markvisst að vinna gegn henni, en án mikils
árangurs.
Mörg lýsingarorð geta átt við Bangkok. Hún
er bæði háreist og lágreist, en gullslegin must-
eri og hallir á Rattanakosin eru alger andstæða
við himingnæfandi turna nútíma stóríyrir-
tækja. Hún er sums staðar glæsileg, til að
mynda við torgið þar sem stendur minnismerki
um lýðræðið og jafnframt ömurleg á köflum,
þar sem eru heii hverfí kofaskrifla úr spýtum
og járnplötum. Hún býr víða yfir viðkvæmnis-
legri fegurð þar sem trjágróður og blómaskrúð
umvefur timburhúsin á árbökkunum, en and-
stæðan, stundum kennd við „brútalisma" birtist
í steinsteyptum burðarvirkjum nýrra og vold-
ugra umferðarmannvirkja. Hún er slétt og
felld, næstum meinlætaleg, þar sem spegilgler
þekur risavaxna skýjakljúfa, en jafnframt krað-
ak af formum og litum eins og til dæmis í Kína-
hverfinu. Hún er borg grenjandi umferðaröng-
þveitis á götunum, en jafnframt er bátaumferð-
in á fljótinu með allt öðrum og friðsælli brag.
Chao Praya, Miklafljót, er móðir borgarinnar,
en hlutverk fljótsins fyrir samgöngur hefur
dvínað á bflaöld. Engin stórborg sem ég þekki
býr yfir svo margvíslegum andstæðum.
jWHtSltíjl
BANGKOK: Minnismerki um lýðveldið, litríkar nýjar byggingar og Kínahverfið.
Taílendingai' sluppu við yfín'áð nýlenduvelda
en í síðari heimsstyijöldinni kreppti að þeim
þegai' Japanir fóru eins og logi yfír akur og
heimtuðu „aðstöðu" í Taílandi, meðal annai's til
þess að leggja 413 km langa jámbraut, sem átti
að greiða fyrir birgðasendingum til japanska
hernámsliðsins í Brnm Þangað mátti að vísu
sigla, en siglingaleiðin norður með skaganum
þótti afai’ viðsjárverð og þykir það jafnvel enn.
Nútíma sjóræningjar liggja þai' íyrir skipum og
létu sig ekki muna um nýlega að skjóta hvem
einasta mann úr kínverskri áhöfn á stóru flutn-
ingaskipi. Farminum var að líkindum komið á
svai'tan markað og skipinu síðan sökkt. En það
er önnur saga.
Taílendingar sýndu japanska herveldinu klók-
indi sem átti eftir að koma sér vel. Þáverandi
konungur lét þeim að vísu í té leyfí til að leggja
hina illræmdu járnbraut og sitthvað fleira, sem
ekki er óhugsandi að hann hafi orðið að gjalda
íýrir með lífí sínu þegar hann var myrtui' 1946.
En jafnframt hafði verið komið á fót taílenzkri
útlagastjórn í Washington sem stóð með Banda-
mönnum og mótmælti vem japansks herliðs í
landinu. Með því móti gátu Taílendingar skipað
sér í raðir Bandamanna að stríðinu loknu og síð-
ar studdu þeir hemað Bandaríkjamanna í Ví-
etnam. Eftii' að borgaraleg stjóm komst til valda
1975 var brottflutnings á bandarísku herliði þó
krafízt og lauk því 1976.
Þegar japanski herinn réðst í brautarlagning-
una 1942 vai' fluttur á staðinn fjöldi stríðsfanga
frá Astralíu, Bretlandi og Hollandi auk mannafla
frá Japan og Kóreu og öðram Asíuþjóðum, en
þai- á meðal vora Tamilar, Malasíumenn og Bur-
mabúar. Saga þessa mannvirkis er á allan máta
óhugnanleg.
Leiðin lá að hluta um ijalllendi þar sem þurfti að
sprengja brautinni leið gegnum glerhart berg.
Hér var sú aðferð valin að nota líkamlegt afl
fanganna á meðan þeir stóðu uppi í brennandi
hitanum og hluta árs 1943 vai' unnið allan sólar-
hringinn; að næturlagi við birtuna frá blysum og
ljósum. Viðurværi fanganna vai' í lágmarki og
þeir hrandu niður, ýmist úr sjúkdómum eða ör-
magna af erfiðinu. Af 60 þúsund stríðsfongum
Bandamanna létu 12 þúsund lífíð við Jámbraut
dauðans eins og hún vai' síðan nefnd, og 80-100
þúsund manns frá Asíuþjóðum. Þessh' fangai'
byggðu meðal annai’s fleiri en eina og fleiri en
tvær brýr á Kwai-fljótið, sem eyðilagðai' voru
jafn óðum í loftárásum. Bráin sem byggð er í
kvikmyndinni var í rauninni aldrei til og kvik-
myndatakan fór ekki einu sinni fram í Taílandi.
19
Astralir áttu frumkvæði að því að setja upp
minningarsafn um Jámbraut dauðans og halda
til haga hluta leiðarinnar, enda þótt brautartein-
amir væra teknir upp fljótlega eftrr stríðið. Þá
kom í ljós að engin not var hægt að hafa af þess-
ari jámbraut á löngum köflum þar sem aðstæð-
ur vora hvað erfiðastar. Tilgangurinn með safn-
inu var sá sami og í Þýzkalandi þar sem ein-
hveijir hlutar útrýmingarbúða nasista hafa verið
látnir standa; nefnilega sá að nýjar kynslóðir sjái
merki um óhæfuverkin og það geti orðið til vam-
aðar.
Tröppur hafa verið lagðar niður eftir brattri,
skógi vaxinni fjallshlíð, en þar fyrir neðan er
komið á stall í hlíðinni sem fangamir hafa meitl-
að með handverkfæram og þaðan er stutt í Hell
Fire Passage, Vítiseldaskarð, þar sem fangarnir
meitluðu sig í gegnum fjallshrygg. Svo fór, að
Japanir notuðu járnbrautina aðeins frá því síðla
árs 1943 og fram á mitt ár 1945.
Hluti af þessari járnbraut liggur eftfr fallegri
leið norðui' með fjöllunum til bæjarins River
Kwai þar sem bráin fræga hafði veríð. Nú brun-
ar lestin yfír ána á járnbrá, en bráin úr stríðinu
var úr tré og lítið eitt ofar. Af henni sést nánast
ekki neitt.
Handaverk fanganna eru hins vegar ennþá til
og nýtast á kafla þar sem brautin liggur í brattri
hlíð. Þar hvílir hún á undirstöðum úr trjábolum;
flóknu burðarvirki sem minnir dálítið á brána í
kvikmyndinni.
Úr þessari sömu hlíð er útsýni yfir gríðar-
stórt, ónumið land og þar er regnskógur, nátt-
úrafyrirbæri sem verður sjaldgæfara með
hveiju árinu. Myndina sem hér birtist af þessu
svæði tók ég raunar út um glugga á járnbrautar-
lest á fullri ferð og ber hún þess merki, en þarna
sést hvemig þetta land hefur verið í árdaga.
Hitamistur var yfir skóginum, enda mikill hiti og
raki í loftinu, og í fjarlægðinni deyfðist skógur-
inn út í blámóðu. I regnskógum Taílands, sem
era þó aðallega á skaganum suður undir
Malasíu, lifir Asíu-tígrisdýrið, en sagt er að það
sé vandfundið.
Endastöðin að þessu sinni var bærinn River
Kwai sem heitir að sjálfsögðu eitthvað allt annað
á taílenzku. Þai' geiTr ferðaútvegurinn út á nafn-
ið og brána, kaupahéðnar hafa vaming sinn und-
ir tjaldhimni, útreiðartúi' á ffl stendur til boða,
en í brennandi síðdegishitanum er fremur valið
að fá sér bjór á yffrbyggðum pramma sem flýtui'
við árbakkann. En eftir á að hyggja; hvemig
stendur á því að enginn spyr gestinn: „How do
you like Taíland?"
Niðurlag í næstu Lesbók.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. MARZ 1999