Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Blaðsíða 4
STAFKROKAR OG MENNINGARSAGA AF RANNSOKNUM STEFANS KARLSSONAR Á ÍSLENSKRI RITLIST EFTIR GUDRÚNU ÁSU GRÍMSDÓTTUR Stefán Karlsson er einn margra fræðimanna sem hafa helgað ævistarf sitt því að skilja og skýra íslenska ritlist. Hér er tæpt á verkum hans sem sýna að þegar vel heppnast má með athugun á stafkrókum og orðfæri finna aldur og heimahérað hámenningar. / ISLENSK menning er ekki ævafom ef horft er aftur til Súmera sem byggðu Mesópótamíu um það bil 3400 árum fyrir Krists burð. Þeir skipulögðu samfélag sitt með það íyrir augum að stýra vatnsmagni fljótanna Tígris og Eirat til þess að auka gróður árdal- anna sér til hagsbóta. Frá ómunatíð héldu þeir uppi landbúnaðarsamfélagi en árangur vinnuskipulags þeirra leiddi til þess að fyrstir manna þyrptust þeir saman og reistu sér borgir; ein sú nafnfrægasta varð Ur sem nú er orpin í sand og mál Súm- era hvergi talað. í samfélagi Súmera spratt ritlistin fyrst upp, að talið er, sem afleiðing knýjandi nauðsynjar á stjórn efnahagsút- þenslu þegar eftirlit ráðamanna með hag- stjórn óx út yfir hæfileika þeirra til þess að muna. Súmerar létu eftir sig urmul áletrana sem flestar voru gerðar á leirtöflur með reyrstíl af skóluðum skrifurum er þjónuðu atvinnuvegum og varða einkum uppskeru og stjóra áveitna og borgarvatnsvirkja. All- ar götur frá þeirra tíð hafa skriftarkunnátta og ritmál verið eitt áhrifamesta stjóratæki mannlegra samfélaga og einn helsti mæli- kvarði á menningarstig þjóða. Niðjar þess fólks sem á seinni hluta 9. aldar byggði fyrst Island voru yngsta þjóð veraldar á miðöldum og tóku höfðingjar hennar ritlistina á móðurmáli í þjónustu sína ekki síðar en um 1100 eftir Krists burð. Elstu varðveitt brot úr ritum sem skrifuð voru hérlendis á bókfell era frá 12. öld. Inn- tak þeirra er eins og við má búast stjórn- fræðilegs eðlis; kristnar predikanir og landslög sem helst segja fyrir um búnaðar- háttu. Með tímanum vora skráðar þýðingar á sögum helgra manna og ættartölur, sagnarit og kvæði af landstjómarmönnum; biskupum, konungum og goðum. Eftir því sem samfélagið þróaðist að lögum eftir landkostum fóra menn að festa kaupsamn- inga sín í milli með lögformlegum bréfum skrifuðum á kálfskinn, einatt af þjónum fyr- irmanna. Handrílasafn Árna Magnússonar Þegar Ami Magnússon hóf að safna ís- lenskum handritum laust fyrir aldamótin 1700 var hann vakinn og sofinn að ná saman öllu íslensku skrifuðu máli frá því fyrir sið- skipti og þaðan af eldra. Hann fékk kjörið tækifæri til þessa þegar hann ásamt Páli Vídalín varalögmanni gegndi erindum Frið- riks fjórða Danakonungs; þeir riðu um landið og gerðu og létu gera jarðabók yfir allar sveitir svo og manntal og kvikfjártal. Erindisbréfið frá konungi var margþætt og heimiiaði þeim fullt vald til þess að heimta hverskyns skjöl og bækur varðandi eignir dómkirkna, klaustra og bændaeigna, og mönnum er geymdu slík skjöl var gert skylt að sýna erindrekunum þau tregðulaust. Hv- ar sem Arni kom og fór skrifaði hann og bað menn hugsa til sín, hvort hann væri ná- lægur eða fjarlægur, ef þeim bæri fyrir augu gömul bréf og var svo smáþægur að prestar og jarðeigendur á íslandi stóðu blá- berir eftir, rúnir bréfum uppá umboð og eignir. Þegar yfir lauk hafði Arai 2.054 frambréf í fóram sínum og nær sex þúsund skjalauppskriftir gerðar eftir eldri bréfum og varða flestöll byggilega jörð á íslandi. Á meðan á jarðabókarverkinu stóð á áranum 1702-1712 hafði Ámi Magnússon vetursetu í Skálholti og lifði undir lokin við vellystingar sem hans allrakærasta Mette Magnussen sendi sínum hjartamanni úr Höfn. I Skál- holti hélt Arni skrifara í þjónustu sinni og athugaði upprana, efni, aldur og skrift ofur- fjölda bréfa, lögbóka, sögubóka og annarra rita sem honum áskotnuðust. Hann hélt því starfi áfram með aðstoð skrifara eftir að hann komst aftur til Kaupmannahafnar og fékk handritin til sín í yfir 40 pakkkistum sem var fyrst vogað á dönsku herskipi út á Atlantshafið árið 1720. Ámi hafði ýmis rit og fjöldann allan af skjölum einungis að láni og hugðist skila þegar jarðabókarverkið yi-ði frágengið, en það er tæpast fullendað enn. Ámi andaðist 7. janúar 1730. Æviverk sitt skildi hann eftir í ótal uppskriftum og á aragrúa seðla sem hann lagði inn í hvert handrit eftir því sem við átti og gerði grein fyrir skrifara, aldri og heimkynnum hvers rits eftir því sem hann vissi best. Skrásett vitneskja Áma er undirstaða allra síðari tíma rannsókna á íslenskum ritum sem hann komst höndum yfir; einn seðill gerður með hans hendi eða eftir hans orðum getur að visku jafnast á við þykka bók 20. aldar lærdómsmanns. Aldursgreiningar handrita eflir skriflarlagi Handritasafn Áma Magnússonar var eft- ir hans dag varðveitt í umsjá Ámanefndar í Kaupmannahöfn, en með lögum sem danska þjóðþingið samþykkti fyrst árið 1961 og síð- an aftur 1965, var gerður sáttmáli milli Dana og íslendinga um flutning á hluta ís- lensku handritanna frá Danmörku í vörslu Háskóla íslands. Fyrir þann góðvilja Dana era nú mörg dýrmæti geymd á Stofnun Áma Magnússonar á íslandi. Rannsóknum á íslenskum handritum í safninu hefir verið haldið í horfi allt til þessa dags og era þeir fræðimenn ófáir sem hafa starfað við safnið í anda Áma Magnússonar í hartnær 270 ár. Fleygrúnir Súmera vora notaðar á 15 tungumálum í þrjú þúsund ár, en enn er óráðin gáta hvaðan er rannið stafróf Vest- urlanda. Gríski sagnaritarinn Heródótus segir að stafróf hafí komið til Grikkja frá Fönikíum sem allt frá 11. öld fyrir Krists burð sigldu með letur sér til gagns í versl- unarerindum um Miðjarðarhaf og Atlants- haf. Etráskar tóku upp leturgerð frá Grikkjum, breyttu táknum eftir sínu höfði og skiluðu stafagerðinni til Rómverja og er þá skammt til okkar tíma. Leiðin er því fjarska löng og slitrótt frá fleygránum skrifara í árdölum austan Persaflóa og til íslenskra handrita í safni Árna Magnússon- ar. En segja má að samfelld rannsóknar- braut sé frá Áma til Stefáns Karlssonar. Að vori mun Stofnun Arna Magnússonar á Is- landi gefa út bók með úr- vali ritgerða Stefáns Karlssonar ásamt skrá yfir öll ritverk hans, en í greininni er stuðst við mörgpeirra. Bókin verð- ur nefnd Stafkrókar. Stefán vann um árabil að handritarann- sóknum við Árnasafn í Kaupmannahöfn en nam áður af Jóni Helgasyni prófessor. Nú síðustu ár hefir Stefán gegnt prófessors- embætti og starfi forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar á Islandi. Þegar hann lauk formlega fyrir aldurs sakir farsælum starfsferli við Stofnun Árna Magnússonar í desember 1998 settu samstarfsmenn hans saman sýningu á handritum honum til heið- urs og buðu til mannfagnaðar. Á þeim tíma- mótum vora sýnd sum þau handrit sem rannsóknir Stefáns hafa beinst að og reynt að lýsa í hnotskurn fræðilegum verkum hans til kynningar og áskoranar á þá sem eiga eftir að lesa hin fomu rit ofan í kjölinn í áframhaldandi leit þjóðarinnar að sjálfri sér. Stefán hefir skrifað fjölda gi-eina í bækur og tímarit jafnt innlend sem erlend, flestar um skrifara íslands, stafsetningu þeirra, skriftarlag og málfar og nú er væntanlegt á bók safn greina hans sem sumar hafa valdið þáttaskilum í rannsóknum á íslenskum menningararfi. Stefán er brautryðjandi í aldursgreiningum fjölda norrænna miðalda- handrita og hefir einkum grandvallað rann- sóknir sínar á nákvæmri athugun á skriftar- lagi, stafsetningu og orðfæri frambréfa sem flest tilheyrðu safni Árna Magnússonar og varða mestmegnis jarðakaup eða landnýt- ingu - líkt og hinar fomu áletranir á leir- töflum úr tíð Súmera. Tekist hefir með sam- eiginlegu framlagi nokkurra samtíða fræði- manna að greina skrifaraskóla sem binda má við ákveðin hérað á Islandi og sýna fram á að á miðöldum var hér á landi hópur at- vinnuskrifara sem ritaði guðrækileg efni, sögur, lög og bréf eftir því sem við þurfti. Margir þessara skrifara hafa verið tengdir kirkjulegum stofnunum, til að mynda Helgafellsklaustri, Þingeyraklaustri og Munkaþverárklaustri. Sumir skrifarar voru sjálfir heldri bændur og aðrir vora ritarar á vegum fyrirmanna bænda; einna þekktastir slíkra era klerkamir Magnús Þórhallsson og Jón Þórðarson sem skrifuðu og lýstu hina fögra Flateyjarbók fyrir Jón Hákonar- son bónda í Víðidalstungu í Húnaþingi, en aðalefni hennar era sögur af Noregskon- ungum. Stefán Karlsson hefir dregið saman 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.