Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Blaðsíða 20
„NUTIMALIST SNYST UM MISMUNANDI SJÓNARHORN" David Elliott, forstjóri Mod- erna Museet í Stokkhólmi/ hefur tröllatrú ó sænsku listalífi, eins og SIGRÚN * DAVÍÐSDÓTTIR heyrði er hún ræddi við hann. HIÐ undarlega getur hrært í áhorfandanum og vakið at- hygli á ólíkum sjónarhornum. Nútímalist snýst um ólík sjón- arhorn,“ segir David Elliott, hinn breski safnstjóri Modema Museet í Stokk- hólmi, þar sem hann situr á palli við stóra gluggann á skrifstofu sinni baka til í hinu nýumbyggða og stækkaða safnhúsi. Elliott kom til starfa 1996, var áður safnstjóri í Oxford og það kom því í hans hlut að fylgja eft- ir breytingunum, sem urðu á Modema Museet yer byggt var við það eftir teikningu spánska arkitektsins Rafael Moneo. I febrúar var safn- ið opnað eftir endurbyggingu og skipar nú aft- ur eðlilegt sæti sem miðpunktur samtímalistar í Svíþjóð. Útfeerður einfaldleiki Moderna Museet er til húsa á Skeppsholmen rétt við miðborg Stokkhólms og útsýnið er yfír borgina, nálæga hólma og hafíð. „Eins fallegt og hægt er að hugsa sér,“ hefur Elliott sjálfur haft á orði. Húsakynnin vom gamall hergagna- skáli, sem löngu var orðinn of lítill. Aldrei var hægt að sýna nema lítinn hluta safnsins og Mastasýningar safnsins urðu að víkja þegar sýningar voru settar upp. Því var ákveðið 1990 að efna til samkeppni um viðbyggingu og upp úr henni voru fimm þekktir arkitektar beðnir um tillögu, Tadao Ando frá Japan, Frank Gehry frá Bandaríkj- unum, sem síðan hefur orðið víðfrægur fyrir Guggenheim-safnið í Bilbao, Daninn Jprn Utzon, sem teiknaði óperahúsið í Sydney, Kristian Gullichsen frá Finnlandi og Spánverj- inn Rafael Móneo. Tillaga Moneos varð fyrir valinu, því honum þótti takast best upp í að taka tillit til hins einstaka umhverfís en um leið að teikna nútímalegt safn með 20 þúsund fer- metra gólfpláss. Frá borginni blasir við þriggja hæða einfalt, stílhreint og rauðleitt hús. Á kvöldin era tum- byggingamar eins og lýsandi luktir. Þegar komið er að safninu er aðeins að sjá yfírlætis- lausa byggingu á einni hæð, því húsið stendur utan í sjávarklöpp. Einfaldleikinn heldur sér innan dyra, þar sem Moneo hefur hannað allt, svo húsið verður mjög heildstætt og formin út- færð. Betri ramma um frábært safn sænskrar og erlendrar nútímalistar er vart hægt að hugsa sér. Safn, sem rómaðir safnstjórar eins og Pontus Hultén hafa byggt upp. Velunnarar skipta miklw máli „Áherslan er á list frá því um aldamótin og fram á okkar daga, bæði sænska list og er- lenda," segir Elliott þegar talinu víkur að því hver þungamiðja safnsins sé. „Markmiðið er að reyna að velta fyrir sér Iistinni eins og hún kemur fyrir á okkar tímum, en einnig á þeim tíma sem hún varð til á. Það er hægt að gera á marga mismunandi vegu, svo sem með því að kbreyta uppröðun verka í eigu safnsins reglu- lega, með fræðslustarfi, rannsóknum og út- gáfu.“ Moderna Museet hefur í tímans rás eignast mjög mikið af veralega áhugaverðum verkum og eru mörg þeirra gjafír. Með breyttum að- stæðum og hækkandi listaverkaverði óttast mörg söfn að það sé að verða æ erfiðara að ná í góð verk. David Elliott tekur undir að það hafí orðið miklar breytingar á listaverkamarkaðn- um undanfarin tuttugu ár. „Verðið er oft og tíðum stjarnfræðilegt. Það sneiðist því um hvað hægt er að kaupa af eldri verkum, en við einbeitum okkur að því að kaupa verk ungra listamanna, áður en verðið tekur á rás upp á >V/ið. Eins og áður á safnið sér sína velunnara, sem færa því verk að gjöf.“ Gjöfulir velunnarar hafa sett mark sitt á sænsk söfn eins og annars staðar og Elliott segir að slíkir menn séu söfnum enn mjög mik- ilvægir. „Verkin verða dýrari, en söfnin keppa einnig um athygli velunnara, sem vilja sem Ljósmynd/Áke E: son Lindman EINN af sýningarsölum safnsins. I i j|aM Ljósmynd/Hans Hammarskjöld MODERNA Museet í Stokkhólmi. betur fer leggja sitt af mörkum. En söfnin verða líka að vera fljót að taka ákvarðanir um kaup og gjafir þegar slíkt býðst. Þegar keppt er við einkasafnara er oft erfítt um vik, því söfn era lengur að taka ákvarðanir. Söfn eru líka í erfiðari aðstöðu en einkasafnarar, því þau geta ekki selt verk, ef þau skipta um skoðun." I safnaheiminum berst oft í tal hvort ungt auðfólk muni sýna listum jafnmikinn áhuga og eldri auðmenn gerðu gjarnan. Elliott segir að ungir og auðugir Svíar sýni listum áhuga. Safnið gerir sitt til þess að rækta listaáhuga í þeim hópi. „Við gerum það einfaldlega með því að vera vinsamlegir við fólk,“ segir Elliott. „Við höfum starfsfólk, sem sinnir því að rækta sambönd, um leið og ræktuð era sambönd við þá sem hafa sýnt sig viljuga að styrkja sýning- ar.“ Styrktaraðilar breyta ekki söfnum Hlutur styrktaraðila í rekstri safna var að mestu óþekktur á Norðurlöndum þar til fyrir nokkrum áram, en hefur farið vaxandi jafnt og þétt. Elliott segir samkeppnina um hylli þeirra harða, auk þess sem slíkt sé fremur nýtt fyrir- bæri í Svíþjóð, en styrktaraðilum þar fjölgi. „Það er miklu erfiðara að reka safn til dæmis í Bretlandi nú en fyrir nokkrum áratugum, því þar hafa opinber framlög sífellt verið að drag- ast saman. Um leið verður hlutur styrktaraðila æ meiri og það þarf styrktaraðila fyrir allt sem gert er.“ Elliott tekur þó ekki undir að vaxandi hlutur styrktaraðila breyti starfsemi safna. „Styrkt- araðilar breyta ekki sýningarstefnu. Ef styrkt- araðili hafnar sýningaráætlun þá er ekkert annað að gera en leita eitthvert annað og ef það tekst ekki er ekki annað að gera en fmna upp á einhverju öðru. Það er aldrei hægt að geta sér til um það fyrirfram hvað fáist styrkt og hvað ekki. Og það er tvímæla- laust ekki rétt að það fáist aðeins styrkir í öraggar og fyrirsjá- anlegar sýningar, ekki ögrandi sýning- ar. Það eru margir sem einmitt vilja styrkja athyglisverð- ar sýningar, því þannig næst athygli.“ Söfn: hof nútímans Söfn sem eitthvað ætla sér standa fyrir miklu meira en sýningum eingöngu. I söfnum era haldnir tónleikar, fyrirlestrar og aðrar samkomur og reknar búðir og kaffistofur. „Það er kannski ekki ómögulegt að reka safn án alls þessa,“ segir Elliott, „en það er sjálfsagt að koma til móts við þær óskir fólks að það vill geta keypt sér bækur og annað er snertir safn- ið og sýningar þess og geta sest niður og feng- ið sér kaffi eða aðrar veitingar.“ Moderna Mu- seet reynir að koma til móts við gesti með því að ein deildin sér um uppákomur eins og fyrir- lestra, kvikmyndasýningar og annað, sem Elliott segir að sé mikilvægt til að draga að sem flesta gesti. „Bókasafnið og kaffistofan er mikilvæg í þessum tilgangi, auk þess sem við höfum opið til klukkan 22 suma daga.“ Það er oft haft á orði að söfn nútímans gegni sama hlutverki og hof og dómkirkjur áður fyrr, þar sem fólk bæði kom til að sýna sig og sjá aðra, en líka til að sökkva sér niður í annað en daglega lífið. „Það má segja að söfn séu nokk- urs konar blanda af hofi og verslunarmiðstöð," segir Elliott. „Fólk ætti að koma þangað til að staldra við, því umhverfið er notalegt, en söfn bjóða líka upp á hluti, sem ekki er annars stað- ar að hafa. Þeir sem vilja sjá beinagrindur risa- eðla fara á náttúrugiápasöfn af því þær er ekki annars staðar að sjá. Sama er með listasöfn. Þar eru hlutir, sem ekki er annars staðar að sjá.“ Listasöfn: vitnisbwrðwr um lífið En hvað er það þá sem laðar fólk að lista- söfnum? „Það eru margar ástæður fyrir að fólk fer á listasöfn,“ segir Elliott. „Listasöfn geyma vitnisburð um lífið og mannfélagið. List veitir innsýn í lífið, er oft torskilin, áhyggjusamleg og kemur á óvart, en veitir innsýn engu að síður. List veitir fagurfræðilegan grunn, en líka eitt- hvað langt út yfir fagurfræði. Hvers vegna er það sem einræðisstjórnir reyna svo oft að bæla listir og banna?“ En hafa listunnendur nútímans ekki séð allt og undrast ekkert lengur? Elliott tekur ekki undir að svo sé. „List sem er ögrandi bara til að vera ögrandi er ekki áhugaverð í sjálfu sér. En list er ögrandi í sjálfu sér því hún fjallar um það sem er nú, ekki um það sem hefur verið. List samfléttast þjóðfélaginu, hún útskýrir ekki, getur falið í sér ýmiss konar skilning og misskilning, en tengist því sem skoðandinn veit og trúir.“ Þegar Elliott talar um list víkur hin enska hægð fyrir ákafa listunnandans. „Hið undar- lega getur hrært skoðandann. Nútímalist snýst um mismunandi sjónarhorn og um það fjallar nútímalist." Stefnwr og strawmar Þegar talinu víkur að stefnum og straumum í nútímalist segist Elliott greina þrjá megin- strauma. „í fyrsta lagi er félagsleg list, sem fléttast inn í aðra þætti þjóðfélagsins eins og byggingarlist. í öðru lagi list, sem tekur mið af firringu og endurskoðun mannslíkamans, ekki af samsemd heldur einræktun og nýjum skiln- ingi vísinda á mannslíkamanum. I þriðja lagi frásagnarlist, sem tekur upp þráðinn frá kvik- myndum og myndböndum, ekki til að segja sögu, heldur til að nota einstaka þætti. Þetta held ég að séu helstu straumarnir nú á síðasta hluta tiunda áratugarins.“ Að mati Elliotts var saga og samsemd helsta viðfangsefni listar á síðasta áratug, en einnig líkaminn. „Þráðurinn hefur verið tekinn upp þaðan. Spurningunni um hvað líkaminn sé er ekki svarað með því að benda á kynferöi eða þjóðerni, heldur á sjálfan líkamann og líffræði- leg atriði. Útfærslan skírskotar iðulega til hlið- stæðna í líffræði og nýrrar vitneskju um genin. Listin endurspeglar þjóðfélagið. Kannski ekki alltaf á mjög auðsæjan hátt, en listin er hluti af þjóðfélaginu." Um listalífið í Svíþjóð á Elliott ekkert nema hrós. „Ég fæ ekki betur séð en að listalífið hér sé jafnvel enn öflugra en það var í byrjun ald- arinnar, þegar það þótti kröftugt," segir hann og bendir til dæmis á Ijósmyndalist, sem standi með miklum blóma í Svíþjóð. „Hér eru rekin góð gallerí. Og svo er mjög mikið um að vera annars staðar í Svíþjóð en bara í Stokkhólmi, til dæmis í Gautaborg og Málmey. Nei, Svíþjóð er ekkert jaðarsvæði.“ Ljósmynd/Ewa Rudling DAVID Elliott 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.