Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Blaðsíða 10
MINNISPUNKTAR FRA TAILANDI 3 ÞJÓÐARGERSEMAR VIÐ MIKLAFUÓT EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Óvíða í veröldinni eru aðrar eins andstæður og í Bang- kok, þessari 10 milljóna sundurleitu borg á bökkum Miklafljóts sem hefur verið höfuðstaður landsi ns síðan 1782. Þá hófu konungar að reisa hin gullslegnu must- eri og 1 hallir sem gnæfa þó lágt á móti skýjakljúfum nú- tímans. Mammon hefur farið fram úr Búdda. ATILTÖLULEGA skömm- um tíma hefur Bangkok tekið stakkaskiptum. Fyrir útlit borgarinnar munar mest um fjölda skýjakljúfa, en þeir eru ekki samþjapp- aðir á litlu svæði „downtown“ eins og oft ger- ist í bandarískum borgum, heldur eru þeir vítt og breitt um borgina; sá hæsti þeirra er 126 hæðir. Flestir eru hins vegar 30-40 hæðir og slíkur mengunarmökkur liggur yfír borginni, að stundum grillir vegfarandinn óljóst í fjar- læga turna og umhverfið tekur á sig óraun- verulegan ævintýrablæ eins og landslag í þoku. Bangkok er meðal þeirra borga í heiminum þar sem loftmengun er hvað mest; hún er viðlíka og í Aþenu og Mexíkó City. Upphaf Bangkok má rekja tU þess að kon- ungar völdu höllum sínum og musterum stað á nesi þar sem Chao Praya, Miklafljót, rennur í sveig. Þar var búinn til hólmi sem heitir Ratt- anakosin og þar standa þjóðargersemar Taí- lendinga, hin allra helgustu musteri, svo og konungshallir. Hinn upprunalegi taílenzki arkitektúr kemur mest og bezt í ljós í hinum trúarlegu helgidómum og musterum sem hvergi eru íburðarmeiri en einmitt á þessum stað. En það er eins og löngum áður; ekkert sprettur af sjálfu sér, engin list verður til án leiðsagnar eða áhrifa frá einhverju sem er eldra. Þannig hefur tailenzkur arkitektúr í ald- anna rás tekið til sín áhrif frá Indlandi, Kam- bódíu og Kína. Ur þessum áhrifum var þó svo vel unnið að úr vai-ð sértaílenzkur stfll, loka- skref í langri þróun; svipað og þegar rómansk- ur stíll í Evrópu þróaðist í gotneskan. Leiðsögumenn teyma stanzlausan straum ferðamanna í þau musteri og á þá staði sem á annað borð eru til sýnis. Getur það orðið full- stór skammtur í einu. Þótt þetta séu verald- arundur og fyrirbæri sem maður hefur aldrei augum barið áður, eru því takmörk sett hvað athyglin getur lengi haldizt vakandi. Þeirri hefð er haldið að gesturinn dregur skó af fótum sér áður en inn er stigið. Þar sem hægt er að setjast niður og njóta kyrrðar smá- stund í einhverjum helgidómnum, skyldi mað- ur gæta þess að láta ekki fæturna skaga fram fyrir sig. Þessar þjóðargersemar á Rattanakosin bera vitni um listfengi og stærðfræðilega nákvæmni sem nútímamaðurinn virðist þurfa tölvur til að reikna út fyrir sig. Þær eru dæmi um hvað hægt var að gera í fátæku landi fyrir konung- inn og Guðinn, hliðstæður við Akropolis í Aþenu og pýramídana í Mexíkó og Egypta- landi; allt handaverk ánauðugra manna. 15 Miðpunktur, eða hornsteinn borgarinnar er Lak Muang, gullsúlan þar sem vemdarguð borgarinnar býr og frá þeirri súlu eru fjar- lægðir innanlands mældar. Konungshöllin Grand Palace stendur á hálfs annars ferkfló- metra svæði, elzti hlutinn frá 1782, en síðan hafa kóngar hver af öðrum bætt við álmum hér og þar. Nú eru þessi húsakynni aðeins notuð fyrir móttökur og opin gestum. Stórfenglegasta höllin er hins vegar Chakri Maha Prasad, einnig aðsetur kónga, byggð 1868-1910 til að minnast 100 ára valdatíma Chaki-i-konungsættarinnar. Til verksins var fenginn brezkur arkitekt sem þótti fara frjáls- lega með stíltegundir cg þótti konunghollum Taflendingum að ýmis evrópísk einkenni sæust þar um of. Enginn fer um Rattanakosin án þess að líta inn í Wat Po, musteri hins liggjandi Búdda. Styttan er engin smásmíði, 46 m löng og 15 m há, öll gullklædd; iljarnar einar sér 5 m á hæð, innlagðar með perlumóður og gulli. Það hefur sérstaka merkingu að Búdda liggur; styttan sýnir hann deyjandi og um það bil að öðlast nirvana, hinn eilífa frið og lausn frá endurfæð- ingum. Þessi stytta er þó ekki helgasti helgigripur þjóðarinnar, heldur Emerald-Búdda í muster- inu Wat Phra Keo. Sú stytta er úr grænum steini og hún er klædd í þrjá búninga, hlaðna eðalsteinum. Einn búningur er fyrir hverja árstíð og skiptir kóngurinn um. Þessa helgimynd sjá þeir gestir sem leiddir eru um helg hús á Rattanakosin og þá ekki síð- ur Gull-Búdda í musterinu Wat Tramit, 3 m háa styttu, sem á að vega um 5 tonn og er sögð vera úr skíragulli. Áherzla er lögð á að átrún- aður sé í sjálfu sér ekki á stytturnar, heldur gegni þær því hlutverki að minna á líf og kenn- ingar Búdda. Ekki er heldur litið á þær sem listaverk. 16 Fljótið mikla, Chao Praya, rennur langa leið úr norðri en á sléttlendinu við Bangkok hefur áin myndað ótal smákvíslar og hólma. Fram á þessa öld var naumast hægt að tala um gatna- kerfi í borginni, samgöngur voru á fljótinu, kvíslum þess og tilbúnum skurðum. Af þeirri ástæðu hefur Bangkok verið nefnd Feneyjar austursins og á það sammerkt með borginni við Adríahafið að báðar eru hægt og sígandi að sökkva. Enn er mikil umferð alls konar báta um fljótið og sigling leiðir í ljós að stórir hólmar og svæði hafa ekki önnur samgöngutæki en báta. Lágreist timburhús standa á bökkunum og raunar út í kolgráan straum fljótsins; þvottur- inn á snúrum og hann er mjallhvítur þótt þveg- ið sé úr árvatninu. Yfir þessa einföldu röð húsa á bökkunum slútir skógur sem virðist vaxa upp úr vatni eða foraðsbleytu. Ugglaust er auðvelt að veiða sér í matinn frá húsunum; þegar betur er að gáð sést að fljótið er krökkt af fiski sem syndir skammt undir yfirborðinu og virðist vera vanur því að hann sé fóðraður á brauð- molum. Á þessari öld hafa þó heldur betur verið sköpuð skilyrði fyrir umferð á hjólum með gatnakerfí á uppfyllingum. Umferðarþunginn er gífurlegur og verst er ástandið um regntím- ann. Þarna ægir saman þriggja hjóla tug-tug- bílum, sem eru í leiguakstri, bat-bflum eða pallbflum í fólksflutningum, svo og einkabflum. Skólabflar leggja af stað kl. 5 að morgni og þegar verst gegnir á álagstímum fer meðal- hraðinn niður í 2 km á klst., eða minna en hálf- an gönguhraða. í borginni er hálf þriðja millj- ón bfla og bætast 500 við á ári hverju. Reynt er að bæta ástandið með því að vörubflar verða að sæta því að bíða með að aka inn í borgina til kl. 6 síðdegis; um það leyti storma vörubílalestir þangað og bætast við það sem fyrir er. KONUNGSHALLIRNAR hafa byggst á löngum tíma og eru ólíkar vestrænum höllum í því að þær gnæfa hvergi hátt. 17 Sagt er að lúxushótel í veröldinni gerist ekki betri en þau fínustu í Bangkok. Frægast þeirra er The Oriental Hotel sem stendur við fljótið og notar það enn til samgangna. Siglt er með gesti hótelsins á hraðskreiðum báti til flugvallarins á margfalt skemmri tíma en akstur tæki. Oriental hefur stundum verið talið bezta hótel heimsins; það styðst við hefðir og sögu af nafntoguðum gestum sem voru þar langdvölum, mönnum eins og Joseph Conrad og Somerset Maugham. í 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.