Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Blaðsíða 17
JAPANSKIR stríðsmenn gráir fyrir járnum í myndinni Ran eftir Kurosawa. BLÁKALDUR veruleikinn. Óbreyttir borgarar falla fyrir hendi hermanna í Beitiskipinu Potemkin eftir Sergei Eisenstein. EINUM kennt, öðrum bent. Úr myndinni Ungliðarnir (Full Metal Jacket) eftir Stanley Kubrick. kveður við nokkuð annan tón í rússneskum stríðsmyndum en bandarískum. Hermenn berjast við að afla sér matar og húsaskjóls jafnt því sem þeir takast á við fjandmenn sína. Breska Ijónið Bretar hafa staðið framarlega í gerð stríðs- mynda og gert öðrum þjóðum fremur góðar heimildarmyndir um fyrri og seinni heims- styrjöld. Reyndar hafa þeir sýnt meiri smekk- vísi í gerð leikinna mynda um eign afrek en frændur þeirra vestan Atlantshafs. Eyjai- skeggar eru miklir stríðsmenn og lögðu hálfa heimsbyggðina undir hæl sinn þegar heims- veldið stóð með mestum blóma þótt oftast hafi þeir beitt skotvopnum í átökum við frumstæð- ar þjóðir sem vörðust með sprekum og kókos- hnetum. Ástralir og Nýsjálendingar hafa gert ágætar stríðsmyndir á borð við Reiðiskotið (The Odd Angi-y Shot) og Gallipoli, en fyrri heimsstyi-jöld hefur ekki orðið mörgum kvik- myndamönnum að yrkisefni undanfarna ára- tugi. Frændþjóðir Englendinga urðu oft að færa fórnir í þágu heimsveldisins þótt þær nytu aldrei í reynd fulls þegnréttar í því og hefur það hlutskipti litað þær fáu stríðsmyndir sem gerðar hafa verið í þessum löndum. Öxulveldin Seinni heimsstyrjöldin hefur sem skiljanlegt er gengið eins og rauður þráður í gegnum þýskar myndir á ofanverðri öldinni þótt eigin- legar stríðsmyndir á borð við Brúna (Die Brúcke) og Stalíngrad séu sjaldgæfar. Myndin Þýskaland, fóla móðir (Deutschland bleiche Mutter) sýnir hildarleik seinni heimsstyijaldar frá sjónarhóli lítillar stúlku. Miðjarðarhafsþjóð- imar, þar á meðal ítalfr, hafa aftur á móti ekki lagt mikla stund á gerð eiginlegra stríðsmynda en nota gjaman styrjaldir sem sögusvið. Japanska leikstjóranum Akfra Kurosawa hefur oft verið líkt við stríðsmann með myndavélina eina að vopni. Mai-gir kannast. við Tvífarann (Kagemusha) og Ran sem er eins konar til- brigði við Lé konung eftir Shakespeare. Þar sýnir leikstjórinn óvinafylkingar berjast upp á líf og dauða í takt við tónlist eftir Mahler. Þessi mikli listamaður gerði alls 11 chambara eða samúræmyndir. En sú ft-ægasta og jafnframt magnaðasta í þeim flokki er Samúræamir sjö. „Ofbeldi og undirferli eru höfuðdyggðimar í stríði.“ Thomas Hobbes Eiginlega má skipta stríðsmyndum í tvennt. Annars vegar í stríðsmyndir sem gerðar era á ófriðartímum en þær era langflestar áróðurs- myndir og hins vegar stn'ðsmyndir frá friðar- tímum en flestar slíkar myndir fordæma stríðs- brölt. Athygli vekur að stórveldin tvö, Banda- ríkin og Sovétríkin sem hétu, hafa lagt mest kapp við gerð þessara mynda eftir seinni heimsstyrjöld. Leikstjórinn Stanley Kubrick hefur oft fjallað á eftirminnilegan hátt um stríðsrekstur í myndum sínum. Myndimar Hel- reiðin (The Paths of Glory), Spartacus, Dr. Strangelove, Ban-y Lyndon og Ungliðamfr (Full Metal Jacket) eiga það sammeiginlegt að allar sýna þær fram á að mennirnir eru vart mennskir þegar þeir eiga í ófriði. Hennennska er snar þáttur í lífi flestra þjóða á Vesturlöndum. Sextíu milljónfr manna hafa fallið í styrjöldum á tuttugustu öld. Orrustur verða sífellt mannskæðari og illvígari. I frelsis- stríði Bandaríkjamanna lágu 4.435 í valnum en í borgarastríðinu einni öld seinna féll næstum hálf milljón manna. Evrópskir kvikmyndamenn hafa oftast tekið skynsamlega á þessu hrika- lega yrldsefni, a.m.k. á friðartímum. Bandarísk- ar stríðsmyndir era á hinn bóginn oft markaðar glórulausri hetjudýrkun og hræsni. Þó er þar eina undantekningu að finna. Ameríkumenn hafi löngum fjallað um hörmungar borgara- stríðsins þar vestra af nokkurri bersögli enda létust þar fleiri dátar en í báðum heimstyrjöld- um auk þess sem óbreyttum borguram í Suður- ríkjunum var ekki hlíft við hörmungum stríðs- ins h'kt og í heimstyrjöldunum tveimur í Evr- ópu. Víetnam John Wayne reið á vaðið í myndinni Græn- húfurnar (The Green Berets). Kappinn leik- stýrði sjálfur en myndin var í anda þeirra áróð- ursmynda sem gerðar voru í seinni heimsstyrj- öld. Myndin þótti alger tímaskekkja í lok sjö- unda áratugarins. Skáldsagan Hjarta myrkurs- ins eftir Joseph Conrad varð kveikjan að kynn- gimagnaðri stríðsmynd eftir Francis Ford Coppola, Ragnarök nú (Apocalypse Now). Reyndar skrifaði Conrad þessa seiðmögnuðu nóvellu fyrir fyrri heimstyrjöld og lét söguna gerast í belgísku Kongó svo að segja má að Ví- etnamstríðið hafi hér einungis verið hentugt sögusvið. Þetta á einnig við um Ungliðana (Full Metal Jacket) eftir Kubrick en sú saga gæti gerst í hvaða stríði sem er. Athygli vekur að Hollywoodmenn hafa forð- ast eins og heitan eldinn að gera myndir um hvers konar ófrið meðan á honum stendur. Yfirleitt gera menn myndir um stríð, að undan- skildum áróðursmyndum, nokkrum árum, jafn- vel áratugum, eftir að því ef lokið. þetta á við um fleiri þjóðir. Bretar hafa til að mynda aldrei gert mynd um Falkslandseyjastríðið sem slíkt enda bendir ýmislegt til þess að hjá því stríði hefði mátt komast ef viljinn hefði verið fyrir hendi. Þetta á sér í lagi við um Víetnamstríðið. John Wayne gerði Grænhúfurnar þegar stríðið stóð sem hæst og fékk bágt fyrir. Gagnrýnend- ur skára upp herör gegn kappanum fyrir að vera hernaðarsinni og þessari mynd hefur jafn- an verið úthúðað þótt hún sé að engu leyti verri en aðrar stríðsmyndir af sama toga. Oliver Stone gekk bónleiður manna á milli með handritið að Hersveitinni (Platoon) í þrett- án ár. Þegar myndin var loksins gerð ákváðu Hollywoodmenn að viðurkenna að Víetnam- stríðið hefði átt sér stað og hlóðu ýmis konar ' ásetningsverðlaunum á Stone. Myndin hlaut Óskarsverðlaun sem besta mynd ársins þótt hún væri í alla staði nauðaómerkilegt kassa- stykki og að engu leyti ólík legíó af öðram stríðsmyndum. Menn vildu bersýnilega gera síðbúna yfirbót fyrir að hafa þagað þunnu hljóði þegar á reyndi. Vfgamenn úr Vesturheimi Bandaríkin era ólík flestum löndum að því leyti að ekki hefur verið barist innan landamæranna, að undanskUinni árásinni á Perluhöfn, síðan borgarastyröldinni lauk árið 1865. Ameríkumenn hafa þeim mun oftar látið . sverfa til stáls á erlendri grundu. Bandaríkja- menn hafa ekki orðið að þola jafngríðarlegt mannfall á öldinni og flestar þjóðir í Evrópu og víðar. Því virðast menn í þvi landi komast upp með að gera innantómar glansmyndir um stríðsrekstur, t.d. þá bestu (Top Gun) en ein- hver benti réttilega á að sú mynd væri ekkert annað en tveggja klukkustunda herkvaðning íyrir Bandaríkjaher. Frægustu stríðsbækur eftir þarlenda höfunda til að mynda Víglínan (The Naked and The Dead) eftir Norman Mailer komast ekki í hálfkvist við bækur á borð við Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum eftir Eric Maria Remarque. Stríðssagan var fest á filmu árið 1930 og þykir sú mynd ein af perlum kvikmyndasögunnar. Skáldsagan var kvik-- mynduð á nýjan leik fyrir sjónvarp árið 1979 en sýnd í kvikmyndahúsum í Evrópu eins og þá var lenska. Sú útgáfa var trú anda sögunnar og < heppnaðist í alla staði. Helsti galli við bandarískar stríðsmyndir er sá að skil milli góðs og ills era deginum ljósari. Óvinimir falla í hrönnum og liggja óbættir hjá garði. Langflestar bandarískai- stríðsmyndir era gagnsýrðar af yfh’drepsskap, að undan- skildum myndum á borð við Hjartarbanann (The Deer Hunter) og Hárfína línu (The Thin Red Line). Hver amerískur dáti er tíu manna maki og brytjar fjandmenn sína niður áreynslu- laust. Hér er vissulega brugðið upp glansmynd þar sem óvinurinn er sjaldan mennskur og höf- undar víkja sér klaufalega undan þeim erfiðu spumingum sem hljóta að vakna þegar menn heyja stríð. Að öðrum kosti er komið til skila þunglamalegum fríðarboðskap milli þess sem kvikmyndamenn fara hamfórum við að sýna blóðúthellingar sem áhorfendur í rómversku hringleikahúsi hefðu vart getað horft kinnroða- laust á. Listin er sú að fordæma eitthvert at- hæfi með því móti að velta sér gengdarlaust upp úr því hátt á aðra klukkustund. Betri tið með blóm í haga Blómabörnin vora andsnúinn mannvígum og þær myndir sem gerðar vora á sjöunda og átt- unda áratugnum í Hollywood drógu dám af þessari afstöðu. Má þar nefna Spítalalíf (M*A*S*H) og Heimkomuna (Coming Home). Þótt heldur betur hafi fyrnst yfir kennisetning- ar 68kynslóðarinnar á flestum sviðum er friðar- boðskapurinn ef til vill það gáfulegasta sem< komið hefur frá þeirri kynslóð og hér verður að segjast að mennirnir með passíuhárið hafi haft lög að mæla. Aðrar myndir frá þessu tímabili tóku gömul minni og gildi til endurskoður og nægir þar að nefna Litla risann (Little Big Man), seinni útgáfuna af Riddaraliðssveitinni (Charge of the Light Brigade) og Ó hve indælt stinð (Oh! What a Lovely War) en lokaatriðið í þefrri mynd hlýtur að teljast hörðustu mótmæli gegn stríðsæsingum sem sést hafa á breiðtjald- inu. Mannvig á meginlandinu Almennt eru evrópskir kvikmyndamenn ekki jafnherskáfr og bandarískir. Stóru þjóðirnar í Evrópu urðu margar að heimsveldi í skjóli her- sigra en þær glötuðu líka fornri frægð á vígvell- inum. Stríðsguðinn hefur aftur á móti verið . Ameríkumönnum nokkuð hliðhollur. Þessi unga ' þjóð heimti sjálfstæði sitt frá Bretum með báli og brandi þótt þorri landsmanna virtist ekki beinlínis áfjáður í að losna undan okinu. Mest afhroð guldu Bandaríkjamenn í borgarastríðinu en þeir unnu síðan glæsta hersigra í báðum heimstyrjöldum án þess að bíða jafngríðarlegt mannfall og vai’ð í öðrum löndum. Eftfr Ví- etnamstríðið sljákkaði aðeins í æsingamönnum þar í landi en eftir sigurinn í Persaflóastríðinu hefur mönnum þar vestra sollið móður. Hvaða bjálfi sem er getur sargað lífið úr öðr- um manni og orðið maður að verri. Það er hins vegar þrautin þyngri að rækta fólk og koma því á legg. Latneski málshátturinn Dulce bellum . inexpertis - stríð er Ijúft í augum þeirra sem aldrei hafa það reynt - segir ef til vill allt sem segja þai-f um stríðsrekstur. Helsti gallinn við þann aragrúa af stríðsmyndum sem framleidd- ar hafa verið er sá að þær hafa engu við þetta forna spakmæli að bæta. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. MARZ 1999 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.