Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Blaðsíða 14
UPPHAF OG ÞRÓUN PÁFADÓMS EFTIR SIGURÐ A. MAGNÚSSON Þróun páfadóms tók margar aldir, en árið 606 birti Fókas keisari opinbera tilskipun þess efnis, að páfinn í Róm væri æðstur meðal iafningja. Síðasta meiriháttar skrefið í þr óun páfadóms var stigið á fyrsta Vatíkan- þinginu Róm árið 1870, þegar Píus páfi níundi fékk samþy kkta sem trúarsetningu kenningu rómversk- kaþólsku k irkjunnar um að páfinn sé óskeikull þegar hann talar í embættisnafni. / IÁTAKI kristinna kirkjudeilda undan- fai-na hálfa öld að efna til samstarfs og einbeita kröftunum að því meginmark- miði að boða fagnaðarerindi Krists hefur rómversk-kaþóiska kirkjan staðið álengdar og færst undan að taka virkan þátt í störfum Alkirkjuráðsins, sem stofnað var árið 1948 og hefur innan sinna vébanda allar helstu kirkjudeildir heims. Afstöðu sína byggja kaþólikkar á þeirri kenn- ingu, að þeir séu hin eina sanna kirkja Krists og páfínn í Róm frá öndverðu einstæður um- boðsmaður Krists á jörðinni, endaþótt kristin kirkja eigi upptök sín fyrir botni Miðjarðar- hafs, en ekki í Róm. Nýja testamentið var samið á grísku og öll bréf Páls postula nema eitt voru stíluð á söfnuði og samstarfsmenn í Grikklandi og við austanvert Miðjarðarhaf. Kenningin um einstætt umboð páfa frá fyrsta fari styðst ekki við neinar sögulegar staðreyndir, heldur tók þróun páfadóms marg- ar aldir og mótaðist ekki síst af pólitískum hagsmunum og heiftarlegri valdabaráttu. Á fyrstu öldum kristninnar var sérstaða rómversku kirkjunnar óþekkt. 318 biskupar frá Evrópu, Afríku og Asíu á fyrsta almenna kirkjuþinginu í Níkeu árið 325 höfðu enga hug- •mynd um hana, enda segir skýrum orðum í sjöttu og sjöundu grein Níkeusamþykktarinn- ar, að kirkjurnar í Alexandríu, Antíokkíu, Jer- úsalem og öðrum helstu borgum séu fullvalda, hver innan síns umdæmis, á sama hátt og kirkjan í Róm hafi yfirráð yfir sínu umdæmi, og skuli þeirri skipan haldið óbreyttri. Samkeppni kirkjuhöfðingja En smámsaman fór það svo, að virðing og yfirburðir höfuðborgar rómverska heimsveld- isins tóku að færast yfirá biskupsembættið í Róm. Á tímum mikilla flokkadrátta og valdastreitu hneigðust stríðandi öfl til að leita á náðir Rómarbiskups. Deiluaðilar leituðu ráða hjá honum eða lögðu deilumál í hans dóm. Því- líkar heiðursviðurkenningar höfðu biskupar í Róm gjarna til marks um vald sitt og yfirburði, . enda leiddu þær til þess að þeir gerðu æ ein- dregnari kröfur um aukin völd og áhrif. Flutningur höfuðborgarinnar tO Miklagarðs árið 330 varð sömuleiðis til að efla vald bisk- upsins í Róm. Hann hafði staðið í skugga keis- ai'ans og hins veraldlega valds, en nú varð hann helsti áhrifamaður hinnar gömlu höfuð- borgar. Þó keisarinn væri horfinn af vettvangi, var forn orðstír Rómaborgar óskertur, byggð- ur á ótöldum sigrum og aldalöngum yfirráðum. Aukþess var hún líka borgin þarsem Pétur og Páll höfðu látið lífið. Að því er hefðin hermdi höfðu þessir miklu postular stofnað rómversku kirkjuna. Biskupar hennar voru arftakar þeirra. Samkeppnin sem um árabil hafði verið ^milli kirkjuhöfðingja í Antíokkíu, Alexandríu, Jerúsalem, Miklagarði og Róm takmarkaðist nú við togstreituna milli tveggja þeirra síðast- nefndu. Rómarbiskup fór með sigur af hólmi í þeim reipdrætti. Árið 606 birti Fókas keisari opinbera tilskipun þess efnis, að páfinn í Róm væri æðstur meðal jafningja. (Þess má geta, að páfaheitið, papas, hefur frá öndverðu verið not- að um presta og biskupa Austurkirkjunnar, en var ekki notað sem tignarheiti Rómarbiskups fyrren á 5tu öld.) En páfinn gerði sig ekki ánægðan með svo ótrygg yfirtök. Það sem einn keisari hafði veitt gæti annar afturkallað. Þessvegna vatt hann bráðan bug að því að treysta drottinvald sitt þannig að engin keisaraleg tilskipun né önnur ófyrirséð atvik gætu hróflað við því. Hann lýsti yfir því, að vald páfa væri reist á guðlegum grunni; hann væri ekki einungis æðsti preláti kristninnar, heldur arftaki og staðgengill sjálfs Péturs postula og umboðsmaður Krists. Hér kom við sögu kenningin um postullega erfða- röð og boðaði þann vélræna skilning, að sjálft embætti páfa væri gætt arfþeginni helgi og þessvegna óháð þeim mislitu og mistæku ein- staklingum sem sætu á páfastóli. Þannig voru ótíndir glæpamenn á borð við Benedikt páfa ní- unda og Alexander páfa sjötta nánast gerðir óábyrgir gerða sinna! Með kenningunni um staðgöngu og umboð páfa var kerfi páfadóms í meginatriðum „fræðilega" grundvallað, en hún varð ekki virk í framkvæmd fyrren á dögum Gregoríusar sjö- unda. En hér var kominn fósturvísir þeirrar voldugu stofnunar sem páfastóll átti fyrir sér að verða. Dagurinn þegar kennisetningin var kunngerð var í reynd fæðingardagur páfa- dóms. Þjóðfélagsástandið á þessu skeiði ýtti undir þróunina og metnaðargjarnir biskupai- í Róm létu ekkert tækifæri ónotað til að auka vald sitt og dýrðarljóma. Páfaslól bjargað Vesturhluti rómverska heimsveldisins hafði liðið undir lok í byltingunum sem komu í kjöl- far innrása og sigurvinninga Gota. Frumstæðir og herskáir stríðsmennirnir aflögðu heiðinn sið og aríusarvillu og gengu á hönd „kaþólskri trú“. Þegar Róm var ógnað árið 732 af sigur- sælum Serkjum, sem gerðu sig líklega til að setja hálfmánann í stað krossins, og þegar Langbarðar komu til sögunnar árið 754 og hugðust láta aríusarstefnuna leysa „kaþólskan rétttrúnað“ af hólmi, þá varð skjót og öflug íhlutun Frankaveldis til að bjarga páfastóln- um. Hinn djarfi og hugumstóri Karl Martel (ættfaðir Karlunga) gersigraði her Serkja, og sonur hans, Pipin yngri hallarstjóri, sem var nýbúinn að hrifsa til sín krúnuna og þurfti á blessun páfa að halda, skundaði til hjálpar Stefáni páfa öðrum og sigraði Langbarða. Að unnum sigri lagði hann lyklana að borgum þeirra á altari heilags Péturs og grundvallaði þannig veraldlegt veldi páfastóls. Langbarðar létu aftur á sér kræla og gerð- ust uppivöðslusamir, en þá kom til sögunnar sonur Pipins, Karlamagnús, og sigraði þá öðru sinni. Eftir sigurinn heimsótti hann Róm árið 774. Ungviði borgarinnar tók á móti honum við borgarhliðin með ólífu- og pálmagreinum. Páf- inn og klerkar hans veittu honum viðtöku í for- sal Péturskirkjunnar, og þegar hann „gekk inní grafhvelfinguna þarsem bein postulanna hvíla“, veitti hann páfanum um tíma og eilífð yfirráð yfir landsvæðum hinna sigruðu ætt- bálka. Með þessum hætti öðlaðist páfinn PÁLL páfi þriðji, 1545. Málverk eftir Titian. INOCENTÍUS tíundi. Myndina málaði Velasques 1650. HINRIK keisari fjórði auðmýkir sig fyrir Gregoríusi páfa sjöunda í Canossakastala árið 1077. „erfðarétt" sinn, hlaut stöðu sjálfstæðs og full- valda þjóðhöfðingja. Mörg fleiri landsvæði áttu eftir að falla til hans í formi gjafa. Biskupinum í Róm höfðu þarmeð hlotnast tvær af þremur vegtyllum sem eru meginþætt- ir í stórfenglegri tignarstöðu páfans. Hann hafði gert sjálfan sig að biskupi allra biskupa, æðsta yfirvaldi kirkjunnar, og hann hafði öðl- ast tign krýnds konungs. Lét hann sér það nægja? Alls ekki. Hann stefndi að því að verða konungur allra konunga og stjórna þannig gervöllu veraldarvafstri heimsbyggðarinnar. Hann sóttist eftir æðsta drottinvaldi - algeru og ótakmörkuðu. Það eitt skorti á þann tröllaukna valdavef sem páfadómur skyldi vera, og nú var tekið til óspilltra málanna að bæta úr því. Fölsuð skjöl Sum úrræðin sem beitt var til að klófesta hina eftirsóttu tign voru vægast sagt óvenju- leg. Árið 776 var dregið frammúr myrki’inu furðulegt skjal, sem átti að hafa verið samið á fjórðu öld en enginn hafði heyrt getið um fyn-. Það var „Gjafabréf* eða Erfðaskrá Konstant- ínusar keisara mikla (280-337). Eftirfarandi til- vitnun í skjalið gefur til kynna hvílíkt erfða- góss keisarinn ánafnaði Sylvester fyrsta (314- 335) til marks um þakklæti sitt fyrir að himnafaðirinn hafði læknað hann af holdsveiki: „Vér eignum Biskupsstóli Péturs alla tign, alla dýrð og allan myndugleik hins keisaralega valds. Ennfremur veitum vér Sylvester og arf- tökum hans Lateran-höll vora, sem tvímæla- laust er glæsilegasta höll á jai-ðríki; vér færum honum kórónu vora, mítur vort, linda vorn og allan vorn keisaralega skrúða; vér framseljum honum hina keisaralegu tign. Vér færum heilögum biskupi endurgjaldslaust að gjöf borgina Róm og allar vestrænar borgii' á Ital- íu. Vér afsölum oss forgangi í hendur honum, vér sviptum oss valdi yfir öllum þessum héruð- um og drögum oss til baka frá Róm um leið og vér flytjum höfuðborg heimsveldisins til Býs- ans; meðþví ekki er við hæfi að jarðneskur keisari hafi nein völd þarsem Guð hefur stað- sett yftrvald trúar sinnar.“ Þó merkilegt megi heita, náði þessi augljósa og purkunarlausa fölsun tilgangi sínum - það er að segja, hún kom Pipin til að veita páfanum umráð yfir skattlandinu Ravenna með tuttugu borgum sem sjá skyldu rómverskum kirkjum fyrir olíu á lampa sína. Á næstu öld var heimsbyggðinni birt annað furðulegt skjal, nefnt „Páfaúrskurðir Isidores" afþví það er almennt eignað Isidore frá Sevilla. I skjalinu var staðhæft að um væri að ræða bréf, tilskipanir og annan boðskap Rómarbisk- upa frá fyrstu öldum, þegar tilskipanir og páfa- bréf voru reyndar óþekkt fyrirbæri. Fárán- leiki, mótsagnir og tímaskekkjur skjalsins eru svo glossalegar, að varla mun nokkur kaþólsk- ur höfundur samtímans neita því, að um sé að ræða bíræfna pretti. En á sínum tíma, kringum 854, var skjalið tekið gott og gilt, enda hagnýtti Nikulás páfi fyrsti það markvisst til að auka völd sín og áhrif. Gregoríus sjöundi I samfleytt tvöhundruð ár var þessum og þvílíkum brögðum beitt uns þar kom að barátt- an fyrir óskoruðu valdi páfastóls náði hámarki. Ái'ið 1073 settist á páfastól munkurinn Hildebrand og nefndi sig Gregoríus sjöunda. Hann var bóndasonur frá Toscana og fylgis- maður Klúnýhreyfingarinnai', á margan hátt einna merkastur og atkvæðamestur þeiira sem embættinu hafa gegnt. Gregoríus beitti sér fyrh' frelsi kirkjunnar undan veraldlegum yfir- ráðum. Á árunum 1049-1073 var hann kardínáli 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.