Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Síða 5
ÓLAFUR JÓNSSON
FJÓRÐA KVÆÐI
TIL KRISTUM
Það er mín hjartans þýðust vild,
að þér sé lofog æra -
Jesú Ki’isti, barnið Guðs frábæra.
Fornmæli eitt eg fínn mér það
sem fá mun eg hér í kvæði stað,
á gott veitjafnan glatt hjartað,
sem gjörirþér lofíð að færa-
Jesú Kristi, barnið Guðs frábæra.
Láttu, Guð minn, lynda þér
lítið kvæði af munni mér,
feginn kýs eg þitt fullting hér,
til fagnaðar huginn hræra -
Jesú Kristi, barnið Guðs frábæra.
Þú varst föður þíns þakknæmt hnoss,
þú varstu negldur upp á kross,
þig brenndi og þjáði beisk fyrir oss,
bölvan og synda snæra-
Jesú Kristi, bai-nið Guðs frábæra.
Elskan heit þar undir bjó,
að öðling slíkur á krossi dó,
fékkstu oss með því friðinn og ró,
og fóður þíns vingan kæra -
Jesú Kristi, barnið Guðs frábæra.
Helst ermér skylt að heiðra þig,
himnesk spekin Guðdómleg,
því úr helju þú heimtir mig,
í himininn upp að færa -
Jesú Kristi, barnið Guðs frábæra.
Skapa þú í mér hjartað hreint,
sem haldi með þér ljóst og leynt,
fram að ganga braut þá beint,
sem boðorðin þín mig læra -
Jesú Kristi, barnið Guðs frábæra.
Þó frekt mér hrjóti á fætur tár,
og fjölga gjör mín andar sár,
mái það afþín miskunn klár,
og mildust náðin skæra -
Jesú Ki-isti, bai-nið Guðs frábæra.
Hertu í mér hörku og megn,
hrekkjum djöfuls stríða ígegn,
svo að af minni sálareign,
síst megi hann sig stæra -
Jesú Kristi, barnið Guðs frábæra.
Nær leysist eg þessu lífí frá,
og tíkaminn verður að köldum ná,
hæga gef mér heimfór þá,
og hvíldar rósemd væra -
Jesú Kristi, barnið Guðs frábæra.
Miskunna þig yfír mína sál,
svo megi hún forðast heljarbál,
þú drakkst fyrir mig dauðans skál,
dýrð sé þér og æra -
Jesú Kristi, barnið Guðs frábæra.
Það kann vera eitt þunglegt stríð,
sem þreyta verð eg á dauðans tíð,
styrki mig þá þín björgin btíð,
brjóstið að endurnæra -
Jesú Krísti, barnið Guðs frábæra.
Alleina til þín efunarlaust,
allt set eg mitt hjartans traust,
græði það allt þín Guðdómsraust,
sem gjörir mitt hjartað særa -
Jesú Krísti, barnið Guðs frábæra.
Föður og anda fínnstu jafn,
frelsarinn ber þú háleitt nafn,
tak mig í þitt sauðasafn,
og sal þinn dýrðarskæra -
Jesú Krísti, barnið Guðs frábæra.
Vegardvöl heitir vísan greið,
var hún kveðin á farandi leið,
eg fann þér ei aðra fegri sneið,
í fylgdarkaup að færa -
Jesú Ki-isti, barnið Guðs frábæra.
HÉR GETUR að líta 18 af þeim 25 uppskriftum sem enn eru varðveitt af Kvæðabók Ólafs
Jónssonar á Söndum. Þau 7 sem ekki eru á myndinni eru geymd víða: í Árnastofnun í
Reykjavík og í Kaupmannahöfn, í Edinborg og í London.
ENGIN SKRÁ er til um myndir í handritum, fremur en um nótur. Verið er að rannsaka nóturn-
ar, og stendur því sá vansi til bóta, en íslenskur mypdlistararfur bíður þess enn að vera upp-
götvaður. Hér má sjá eitt dæmi um listaverk í íslensku handiti, JS 341 4to.
aí
iuiu.' M*t'**m W ,,
ww ðmi-ói La* .Wj Wf* *
• íi jí ííiAa^iiiLgrtíim ui|«i
- é&í- (fé (WÍacSctt fyctiim.
■ ýcþub ljtÍKcyiélfJi)rí a(>
iitffJ f(ji> ■
mliifilýfílfui'i)) tð \ííóTfk3ÍA
' y"f
ÓJch íjxfci'þ*akHiiirfiffif«4 eÍH. öíi
HÉR ERU dæmigerðar nótur í handriti á
borð við þær sem Colligium musicum er að
draga fram um þessar mundir. Sálmurinn
hefst á orðunum Gaumgæfið kristnir og gef-
ið til hljóð og er víða að finna í handritum.
deyf þá minn dapurleik stinna,
því dyggð hefur þú til þinna.
Veit eg þó víst án efa
þú vilt mig ei yfírgefa.
Þann vin er Ólafur víkur að í erindinu hér
að framan yfirgaf hann aldrei. Hin óbifan-
lega trú var haldreipi hans gegn þeirri ógn
sem skáldið lifði og orti undir. Þegar Ólafur
lítur til synda sinna eru þær að sönnu miklar
er miskunn Kiists er þó ávallt drýgri.
Því er mín þörfín sárust sú,
saklaust lambið góða,
að veittum tryggðum ei verjist þú,
því við mig hefur þú bundið trú,
þrauta skjól mitt þú ert í öllum voða.
Mikill er næsta munurinn að,
manneskjan jafnan skeikar,
Ólafur Jónsson er talinn
fæddur um 1560. Hann
varð prestur í Sauðlauks-
dal 1590 og að Söndum í
Dýrafirði 1596 og var
síðan jafnan kenndur við
pann stað. Afkvœðabók
hans eru varðveittar
a.m.k. 25 uppskriftir.
en þín hefur miskunn sterkan stað,
og stendur fast þó beri til það,
skepnan kunni af réttum vegi að reika.
Nú vil eg gjörvalt málið mitt
á miskunnar vald þitt leggja,
halda muntu heitið þitt
og hættan lifnað gefa mér kvitt,
tempra muntu traust meðal okkar beggja.
Kvæðabók Ólafs er merkilegur vitnisburð-
ur um vinsælt skáld frá fyrri tíð og væri
gaman að bera skáldskap hans saman við þá
yngri skáldbræður sem ekki hafa gleymst
með öllu. A meðan svo ógreiðfært er um ak-
ur íslénskrar bókmenningar sem raun ber
vitni er slík rannsókn þó aldrei annað en, í
besta falli, vísbending um að hér sé nánari
athugunar þörf.
Eitt dæmi vil vil ég nefna. Ólafur er fædd-
ur röski-i hálfri öld á undan þekktasta og ást-
sælasta skáldi þjóðarinnar, séra Hallgrími
Péturssyni (1614-1674). Fyrst þegar ég las
eftirfarandi erindi Ólafs þóttist ég sjá standa
álengdar það skáld sem síðar átti eftir að
yi-kja frægasta sálm þjóðarinnar:
Upp, upp, mín sál og einnig hold,
ávarpa Guð meðan lifír á fold,
herra þinn góðan hyllstu að,
hans nafn dýrka og tilbið það.
Ó, eg manneskjan eymdaiieg,
allt ræði þetta við sjálfa mig,
hafandi af Guði hold og sál,
heyrnina, sýn, bæði vit og mál.
Því vil eg feginn með ljúfri lund,
lofa þig, Guð minn, þessa stund,
sem góðfúslega gáir mér að,
geym þú mig í þessum stað.
Sem duft og aska eg dæmist rýr,
ef drottinleg náð þín frá mér flýr,
sterk er hver skepna og stórkostleg,
strax þó forgár ef missir þig.
Hér verðum engum getum að því leitt að
séra Hallgrímur hafi þekkt til kvæða og
sálma Ólafs. Ljóst má þó vera að fengur væri
að því að geta borið kvæði þeirra saman og
hver veit nema þá gæfist ný sýntil innlendra
áhrifa á skáldskap þessa mesta trúarskálds
þjóðarinnar.
Lokaorð
í þessari grein hefur verið á það bent að
þekking okkar á eigin bókmenningu er með
þeim hætti að það er ekki vansalaust. Tekið
var dæmi af einu lítt þekktu skáldi úr fjöl-
mennum flokki gleymdra og hálfgleymdra
skálda og listamanna sem höfðu mótandi
áhrif á hugsun þjóðarinnar öldum saman. Nú
þegar líður að árþúsundahvörfum er ekki úr
vegi að sjálf bókaþjóðin taki sér nú tak - og
kynnist aftur eigin bókmenntum. Við þurfum
að hugleiða hvernig það verði best gert og
hugsanlega eru margar leiðir færar. Upphaf
þeirra allra hlýtur að liggja um stórauknar
rannsóknir og allar rannsóknir líða fyrir það
hversu illa og ónákvæmt handrit okkar,
einkum frá 17., 18. og 19. öld, eru skráð.
Ailra fysta verkið hlýtur því að vera að end-
urskrá handritasöfnin og gera efni þeirra á
þann veg aðgengilegt. Einnig má minna á að
fjöldi íslenskra handrita eru varðveitt í er-
lendum söfnum og aðeins hluti þeirra er að-
gengilegur heima í Islandi í ljósmyndum,
ljósritum o.þ.h. Það er undarlegt til þess að
hugsa að engin stjórnvöld hafi séð ástæðu til
að kippa þessu smáræði í liðinn. Loksins
þegar handritin okkar eru orðin aðgengileg
og almennilega skráð er unnt að setjast yfir
þau og hefjast handa við það sem ætti fyrir
lifandi löngu að vera lokið við - að prenta það
úr íslenskum handritum sem er þess virði.
Þá má vera að einhverjum þyki sem hann sé
ríkari af menningu en hann áður hugði.
Að lokum vil ég geta þess að kvæðið á opn-
unni er eitt margra fallegi-a kvæða séra
Ólafs. Það er tekið hér sem sýnishorn þar
sem efnið er hinn sístæði veruleiki komandi
páskahátíðar. Hið sama á við um lokaorð
skáldsins, sem minna okkur á tilefni hátíðar-
innar.
Kom þú, minn herra Kristi,
kom nú og blessa mig,
önd mína eftir þyrstir
að yrkja og ræða um þig,
vel hæf þér orð að vanda,
veit mér þinn heilaga anda.
Synd mína og sára armæði,
sjálfur tókstu að þér,
en þín Guðdómleg gæði,
gafstu til eignar mér,
þú valdir þér mitt hið versta,
og veittir mér þitt hið besta.
Sonur Maríu sæti,
samteng þú mig við þig,
svo að eg, Guð minn, gæti,
glatt í þér sjálfan mig,
tryggð lát og trúnað sannan,
traust halda hvern við annan.
Lof sé þér, frelsarinn frómi,
fagni þér sál mín btíð,
ríkulega þér rómi,
rétt lofgjörð fyrr og síð,
samt föður og sönnum anda,
svo læt eg málið standa.
Heimildir:
Stefán Ólafsson. Kvæði II (Kaupmannahöfn, 1886), bls.
41.
Stefán Ólafsson. Kvæði I og II (Kaupmannahöfn, 1886-
86).
Jón Helgason. Handritaspjall (Reykjavík, 1958), bls. 9.
Jón Helgason. Verkefni íslenzkra fræða. I Ritgerða-
komum og ræðustúfum (Reykjavik, 1959), bls. 85.
Hér og eftirleiðis er fylgt elstu varðveittu uppskrift, Ny
kgl.sml. 139b 4to. Textínn hefur verið færður tíl nú-
tímahorfs en orðmyndir látnar halda sér.
Höfundur starfar ó handritadeild Landsbókasafns ís-
lands og er formaður Collegium Musicum, samtako
um tónlistarstarf í Skólholti.
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. MARZ 1999 5