Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Síða 16
AUSTAN UM HEIÐI
RAFAEL: Meyjan á akrinum, 1505. Hér er María hin jarðneska móðir, án alls prjáls, og í nátt-
úrulegu umhverfi. Enda þótt ekki séu liðin nema 69 ár frá því Jan van Eyck málaði sína Mar-
íumynd, má sjá að hugmyndaheimurinn hefur tekið stökkbreytingu.
ALBRECHT DURER: Flóttinn til Egyptalands, 1495. Durer gefur
guðdóm Maríu til kynna með geislabaugnum yfir höfði hennar,
en Jósef, asninn og annað í umhverfinu er þessa heims.
er í hópi þeirra sem svara ávarpi Guðs og
grípa til orða ritningarinnar í svari sínu (Lk.
1.46-54). Hún iofar Guð og þakkar honum
fyrir þá náð sem henni er auðsýnd. Hún lofar
hann fyrir að hún skuli vera valin til að fæða
soninn í heiminn. Játning hennar er þannig
séð nokkurs konar dyr Guðssonar inn í til-
veru okkar manna. Við getum spurt hvort
játning hennar hafí sjálfstætt gildi, þ.e. hvort
María eigi skilið sérstakt lof og tilbeiðslu
vegna hennar? Ef sú leið er valin er hægt að
halda lengi áfram, með þeim afleiðingum, að
María og játning hennar verður gerð að for-
sendu hjálpræðisins og að leið mannsins í
himnaríki. En þá er búið að snúa hiutunum
við. „Já“ Maríu er ekki dymar að himnaríki,
heldur er holdtekja sonarins farvegur náðar
Guðs til okkar manna. „Já“ -Maríu er svar
trúarinnar við náð Guðs. Um hana, eins og
um alla trúaða, gilda orð Postulans: „Og
hvað hefur þú, sem þú hef-
ur ekki þegið?“ (1. Kor.
4.7). Ef Utið er yfir sögu
Maríudýrkunarimxar, sjá-
um við greinilega að menn
hafa ekki virt það biblíu-
lega samhengi sem já Mar-
íu við náð Guðs er sagt í. I
stað þess að sjá í holdtekj-
unni náð Guðs að verki, -
sem einnig Maríu nýtur -
er hún gerð að móður mis-
kunnsemdanna. A miðöld-
um er málum svo komið að
menn snúa sér til hennar í
neyð, og Kristur er ekki
lengur séður sem endur-
lausnari, heldur alfarið sem
dómari lokadómsins.
Miskunn Guðs er fyrir-
gefandi kærleikur. Maður-
inn meðtekur hann fyrir
boðun fagnaðarerindisins.
Hver og einn stendur
frammi fyrir Guði, Guði
sem vill ekki neina mOli-
göngumenn eða miðlara
hjálpræðis síns, heldur veit-
ir það í Krísti. Þetta hefur
ekki verið virt sem skyldi í
kirkjusögunni. A miðöldum
var Maríu stillt upp á milli
Guðs og manna sem miðl-
ara hjálpræðisins. Dæmi
um afleiðingar þess á trúar-
líf manna finnum við m.a.
hjá Lúther, er hann segir:
„Ég trúði ekki á Krist, því ég áleit hann vera
hryllilegan dómara, eins og við þekkjum af
málverkum, sitjandi á regnboganum. Ég leit-
aði annarra fyrirbiðjenda, Maríu og annarra
heilagra, en ekki til Krists í faðm þar sem
hjálpræðið er.“ Það er rangt að líta til Maríu í
leit að hjálpræði í stað Krísts, á þetta bentu
siðbótarmenninir. Siðbótin hafði leiðréttandi
áhrif á Maríudýrkunina og hennar gættir að-
allega í löndum siðbótarinnar.
(3) Ævarandi meydómur Maríu. Þegar já
Maríu er rifið úr sínu biblíulega samhengi og
gert að forsendu þess að sonurinn hafi orðið
að manni, leiðir það af sér kröfuna um að
,já“ hennar hafi verið heilt og óheft. Er þá
gengið út frá gildi meydóms hennar.
Niðurlag í næstu Lesbók, 10. apríl.
Höfundur er héraðsprestur í Reykjavík
TRUARLEGAR
HLIÐAR Á FRUMSPEKI
UM HIÐ EINA
EFTIR HEIMI STEINSSON
MAÐUR er nefndur Frederick Cop-
leston. Hann var kaþólskur guð-
fræðingur og trúarheimspekingur
og starfaði sem prófessor í heim-
spekisögu og frumspeki við breska og róm-
verska háskóla frá 1939 til 1974, var reyndar
eftir það „professor emeritus" við Lundúna-
háskóla.
Copleston var mikilvirkur fræðimaður. Þar
á meðal skrifaði hann 9 binda verk um sögu
heimspekinnar, og telst það í hópi hins besta,
er skráð hefur verið á því sviði á þessari öld.
A efri árum ritaði hann bók, sem nefnist
„Trúin og Hið Eina. - Heimspeki Austur- og
Ýesturlanda" (Religion & The One.
Philosophies East and West). Titil bókarinnar
skýrir Copleston í inngangi, kveðst hvorki
vera að rita um trúarbrögð eða heimspeki
Austur- eða Vesturlanda almennt, heldur
skrifi hann með gagngjörri vísan til hug-
myndarinnar um Hið Eina, sem víða birtist á
þessum vettvangi öllum, en taki þó engan
veginn til hans sem heildar. Bókartitilinn
skýrir hann nánar sem „Trúarlegar hliðar á
frumspeki um Hið Eina“, - en sú er yfirskrift
þessa greinarkorns.
Höfundur fjallar m.ö.o. um þau heilabrot
um hinstu rök tilverunnar (frumspeki), er
beinast að hugmyndinni um Hið Eina og eiga
sér trúarlega skírskotun. Hann bendir á, að
frumspekileg rökræða yfirleitt sé tengdari trú
en vantrú, þótt sjaldnast
sé hún beinlínis byggð á
tilteknum trúarbrögðum
eða guðfræðikerfi. Hug-
myndin um Hið Eina er
einnig í námunda við trú
á einn Guð, þótt hún að
jafnaði alls ekki styðjist
við trúarjátningar, sem
rekja rætur til ákveð-
inna trúarbragða.
Viðhorf íslendinga
Það er alkunna, að ís-
lendingar teljast vera í
hópi trúhneigðra þjóða.
Itrekaðar skoðanakann-
anir benda til þessa.
Enginn aldurshópur er
undan skilinn. Yfirleitt
eru landsmenn áhuga-
samir um trúmál.
Þetta merkir ekki, að
þjóðin hneigist til
strangrar kenningafestu eða játningatrúar.
En löngunin til trúrænna viðhorfa og trúar-
legra túlkana á veruleikanum virðist vera
næsta útbreidd hér á landi. Hún birtist í ýms-
um myndum og er lifandi víðs vegar um sam-
félagið.
Þegar þetta er haft í huga, má ætla, að Is-
lendingar hallist að framspekilegum útlegg-
ingum á tilverunni, þ.e.a.s. að þeim skýring-
um, sem snúast um heildrænt viðhorf til al-
verunnar og þar með að lífið eigi sér mark-
mið, tilgang og merkingu. Jafnframt er lík-
legt, að ýmsir á þessu landi láti sér í nokkrum
mæli skiljast, að einn vilji og máttur búi að
baki öllu, sem er. Menn hneigjast m.ö.o. að
einhvers konar hugmynd um „Hið Eina“, end-
anlegan veruleika, þar sem allar andstæður
ganga upp og sérhver umskipti hafa leitað sér
staðar í endanlegri samsvörun og allsherjar
kyrrð.
Augljóst er, að öll þessi íslensku sjónarmið
eiga rætur að rekja til kristinna uppeldis-
hátta. Kirkjan hefur mótað þjóðina í þúsund
ár. Um vora daga hefur kirkjan mikil áhrif,
þótt með öðrum hætti sé en áður var.
Þar með er ekki sagt, að frumspekileg við-
horf Islendinga byggist einhliða á kenningum
evangelisk-lútherskrar kirkju. En undir-
straum sinn sækja þau í þessar uppsprettu-
lindir.
„Hið Eina" og mystikin
Með vísun til þess, sem að framan greinir,
má telja líklegt, að áður nefnd bók Coplestons
eigi erindi við íslenska lesendur. Þó er ekki
sagt, að ráðist verði í að þýða hana og gefa út.
Til þess er hún e.t.v. um margt óþarflega
langsótt. En saklaust er að vekja athygli á
bókinni í Lesbókargrein, - þeim til glöggvun-
ar, sem kynnu að hafa aðstæður til að verða
sér úti um þetta lesefni.
Copleston telur egypska þriðju aldar vitr-
inginn Plótínus vera í fararbroddi þeirra
frumspekinga, sem fyrstir vöktu athygli Vest-
urlandabúa á Hinu Eina. Að áliti Plótínusar
var það hlutverk heimspekilegrar rökhugsun-
ar að byggja braut til trúarsanninda og renna
stoðum undir trúarlega sýn til raunveruleik-
ans. Markmið einstaklingsins taldi hann vera
að snúa baki við aragrúa skynheimsins og
umskiptum öllum, en beina athyglinni inn á
við, til Hins Eina, sem hafið er yfir hvort
tveggja, andstæður og verðandi. Þetta ferli
nefndi Plótínus „flótta hins eina til Hins
Eina“. Upphafleg heimkynni mannsins eru
innan vébanda Hins Eina. Þaðan er maðurinn
runninn. Þess vegna er honum eiginlegt að
forðast hamskipti og fjöld og hverfa aftur á
vit uppruna sínum, - Hinu Eina.
Heimspeki Plótínusar nefnist „Nýplatón-
ismi“, enda rekur hún rætur aftur til meistar-
ans mesta, hellenska spekingsins Platons, er
m.a. boðaði kenninguna um ævarandi frum-
myndir. Þegar Plótínus talar um „flótta ein-
staklingsins til Hins Eina“ skírskotar hann til
eigin reynslu af mystiskri hugljómun, til sam-
runa mannssálarinnar og hinsta veruleika, er
að baki öllu býr. Þessi samruni er hverjum
manni boðinn, þótt því einnig hafi verið haldið
fram, að mystisk hugljómun styðjist við sér-
gáfu, líkt og tónsmíðar eða ljóðagjörð, og sé
þeim einum ætluð, er sérgáfunnar njóta.
Stefna trúarheimspekinnar
Að mati Coplestons stefnir trúarheimspeki
jafnan í átt til Hins Eina. Hinn endanlegi
veruleiki að baki aragrúa heimsins og ham-
skiptum er markmið trúarheimspekilegrar
íhugunar. Að þessu leyti á trúarheimspeki sér
sama takmark og mystisk hugljómun. Báðar
miða á algjöran veruleika, endanlegt jafn-
vægi.
Margir bera kennsl á mystiska hugljómun.
Hún getur orðið hlutskipti manna fyrirvara-
laust og án nokkurs undirbúnings: Skyndilega
gjörir þú þér grein fyrir leyndardómsfullri
návist yfirskilvitlegs veruleika. Þú, sem ert
ein(n), verður með óvæntum hætti hluti af
Hinu Eina. Þaðan í frá er lífssýn þín öll önnur
en áður var. Þér hefur opnast leið til trúar-
heimspekilegrar leitar, sem líklega mun beina
för þinni á vit varanlegri lausn á lífsgátunni
og koma á fullkomnu jafnvægi í huga þér. Þú
hefur lagt sundurgjörð og sviptingar skyn-
heimsins að baki og tekið þér stöðu á vett-
vangi varanlegra verðmæta. Þessi nýja staða
verður síðan undirrót persónuþroska og al-
hliða göfgunar hugarfarsins. -
Höfundurinn er prestur og þjóðgarðsvörður ó Þing-
völlum.
KIRKJAN hefur mótað þjóðina í þúsund ár. Um vora daga hefur
kirkjan mikil áhrif, þótt með öðrum hætti sé en áður var. Þar með
er ekki sagt, að frumspekileg viðhorf íslendinga byggist einhliða á
kenningum evangelisk-lútherskrar kirkju. Myndin er úr bókinni ís-
land fyrir aldamót og sýnir heimilisfólkið á Leirá 1882 framan við
kirkjuna.
1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. MARZ 1999