Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Síða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Síða 17
VILLA Moll 1901. SÆTIR KOSSAR í VÍNARBORG Dagbækur háskakvendisins Olmu Mahler-Werfel hafa vakið mikla athygli og umræður. Þær þyl< cja spegla vel tímabilið 1898-1902 í Vínarborg sem þá var meðal há- borga listalífsins. JÓHANN HJÁLAAARSSON segir 1 rá bókinni sem lá áratugum saman óhreyfð í bandarísku há- skólabókasafni. Það er ekki síst einkalíf kunnra listamanna sem kryddar frásögnina og birtir óvæntar hliðar þeirra. EGAR Antony Beaumont var að leita heimilda um samband Ölmu Mahler-Werfel og tónskáldsins Alexanders Zemlinsky fann hann dagbækur hennar skráðar í stíla- bækur sem lágu óhreyfðar í bandarísku háskólabókasafni. Hann gerði sér ljóst að hér voru verðmæti á ferð. Árangur þeirrar uppgötvunar liggur nú fyrir í tæplega 500 blaðsíðna bók (Alma Mahler-Werfel: Diaries 1898-1902. Sel- ected and translated by Antony Beaumont. Fa- ber and Faber, London 1998. Verð 25 sterl- ingspund). Áður hafði bókin komið út á þýsku. Alma Mahler-Werfel (1879-1964) hefur ým- ist verið kölluð fegurðargyðja æskustílsins (jugendstil belle) eða háskakvendi (femme fatale). Fegurð hennar dregur enginn í efa sem séð hefur myndir af henni en háskinn var kannski frekar í anda lífsþyrstra aldamóta þegar smám saman var að rofa til og visst frjálsræði blasti við. Alma Mahler-Werfel elst upp sem siðprúð yfirstéttarstúlka í Vín, les mikið og fer á tón- leika og sækir leiksýningar. Faðir hennar var hirðmálari og bæjarfulltrúi og fósturfaðirinn málari, móðirin söngkona. Alma fæst við tón- smíðar og hlýtur nokkra viðurkenningu sem tónskáld. Aftast í bókinni er skrá yfn verk hennar sem einkum eru sönglög fyrir píanó, en líka venjuleg píanóverk og kammermúsík. Á heimilinu er gestkvæmt. Þangað koma m. a. málarinn Gustav Klimt, gagnrýnandinn og ritstjórinn Karl Kraus og tónskáldið Gustav Mahler auk fjölda annarra sem gleymskan hef- ur nú sópað burt. Sérstakur aufúsugestur var Klimt. Hann er með litríkari persónum bókarinnar, stríðinn, uppátektarsamur, ástleitinn. „Ó, hann er svo yndislegur," andvíirpar hin unga kona. Það er farið að pískra um samband þeirra. Ekki er það þó fyrr en á ferðalagi í Genúa árið eftir að Klimt kyssir Ölmu og það er fyrsti koss hennar. Kossar setja svip á dagbók Ölmu. Eftir að hún hefur verið vöruð við að umgangast leik- hússtjórann Burckhardt sem ekki var við eina fjöl felldur heitir hún því að veita honum í mesta lagi koss af vörum sínum en bætir við: „En kossar eru svo sætir.“ Alma veit sem svo að kossar duga ekki einir sér. Þegar Gretl, hálfsystir hennar, veikist, er skýring móður þeirra sú að ki-ankleiki Gretl stafí af því að hún hafi ekki fengið kynferðis- lega fullnægingu í hjónabandinu. Gustav Mahler sem Alma giftist hefur sterk áhrif á hana þrátt fyrir óþolinmæði hans. Hún lýsir því hvernig hann æðir fram og aftur um herbergi, viðþolslaus. Skömmu áður en þau ná saman á Alma skammvinnan ástarfund með Klimt. Allt fer út um þúfur og Klimt er niður- brotinn. Um það leyti sem dagbókarskinfin hefjast deyr Richard Wagner en aðdáun á honum var mikil hjá Ölmu. Það sem fær hana til að laðast að Zemlinsky er sameiginleg dýrkun þeirra á Wagner. Zemlinsky, sem Ölmu þykir í fyrstu hræðilega jjótur, fríkkar þegar hann lætur við- urkenningarorð falla um meistara Wagner. Það er líka Zemlinsky sem hvetur Ölmu til að reyna að kynnast Mahler nánar. Eftir lýsing- um á þeim kynnum að dæma hefur Mahler ver- ið fljótur að koma sér að efninu, einnig hvað varðar kynnin af konum. Þrátt fyrir kossa og ástarorð milli hennar og Zemlinskys hverfur hann fljótt í skuggann fyrir persónuleika Ma- hlers. Chopin gerir Ölmu dapra því að næturljóð hans eru eins og um hana sjálfa að hennar mati. Fleiri stórmennum hrífst hún af. Byron veldur henni vonbrigðum. Hún hafði lesið Cain og orðið yfir sig hrifin. Nú kom röðin að Don Juan og það opinskáa verk gekk fram af henni. Verst þykir henni að Byron ræðst á nafn- greinda samtímamenn sína í Don Juan: Wordsworth, Coleridge, Southey, Campbell, Moore og Sotheby. Þetta hefði Goethe aldrei gert í skáldskap sínum. Hverjum giftist ég? Árið 1899 skrifar Alma að það eina sem blasi við henni sé hjónaband. Og hún veltir fyrir sér hverjum hún verði að giftast: „Verður það Kra- sny (embættismaður), kannski, eða Schulz (liðsforingi) eða...? Eg man ekki eftir öðrum. Hugleiði það að ég elska aðeins einn og mun elska hann að eilífu. Allir aðrir, vei, þeir valda mér hryllingi." Hér er það vitanlega Klimt sem málið snýst um, hann sem í huga hennar stendur foreldr- unum næst. En alla þessa er hún að missa. Ráðið er að leika Wagner og lesa Faust Goethes og stunda gönguferðir úti í náttúr- unni. Listin er stundum eina athvarfið. Lestur hefur verið stór hluti dægrastytting- ar Ölmu. Hún les Viktoríu Hamsuns og alda- mótaárið les hún Friðþjófs sögu og verður hissa á því að hún skuli ekki hafa höfðað til tón- skálda. Tveimur ái-um fyi-r les hún og hrífst af Bréfum frá íslandi eftir Heinrich Zschokke. Henni er gefin bók eftir Ibsen. Áhugi á nor- i ALMA við hlaðið veisluborð. Málverk eftir fósturföður hennar, Carl Moll. ALMA Mahler-Werfel átti iitríkan æviferil. GUSTAV Mahler ásamt systur sinni, Justine. rænum bókmenntum í Vín er ekki síst Wagner að þakka sem Alma er alltaf jafn hrifin af. Fjölbreyttur lifsferill Árin 1898-1902 sem dagækurnar ná yfir segja ekki allt um viðburðaríka ævi Ölmu Ma- hler-Werfel. Hún giftist Gustav Mahler 1902 en hann var nítján árum eldri en hún. Saman eignuðust þau tvær dætur. GUSTAV Klimt var ástleitinn maður. <> Eftir lát Mahlers, 1911, stóð Alma í ástar- sambandi við málarann Oskar Kokoschka og 1915 giftist hún arkitektinum Walter Gropius en þau höfðu kynnst 1910. Með honum eignað- ist hún dóttur. Þau skildu 1918. Ári eftir giftist Alma skáldinu Franz Werfel sem var af gyðingaættum. Hann var kunnastur fyrir Ijóð sín en einnig leikrita- og skáldsagna- höfundur. Þau komust undan nasistum 1938, flýðu um Frakkland og Spán í félagsskap frændanna Heinrichs Mann rithöfundar og Golos Mann sagnfræðings og settust að í Bandaríkjunum. Werfel lést 1945 og hafði þá komið við sögu kvikmyndaiðnaðarins, einkum þegar skáldsaga hans Öður Bernadettu var kvikmynduð. Heim- ili þeirra var í Hollywood. Meðal áður ónefndra náinna vina Ölmu telj- ast tónskáldin Arnold Schönberg og Alban Berg, rithöfundurinn Gerhart Hauptmann og söngvarinn Enrico Caruso. Alma hafði alls staðar um sig hirð eins og foreldrar hennar höfðu lagt áherslu á. Til dæmis var fósturfaðir hennar, Carl Moll, einkavinur Mahlers. Skáld, tónskáld og málarar tileinkuðu Ölmu verk sín og og reyndu að fanga fegurð hennar með vopnum listaj-innar. Alma fluttist til New York eftir fráfall Wer- fels. Hún sendi frá sér bréf og minningar um Mahler og skrifaði ævisöguna Mein Leben (Líf mitt) sem gefin var út hjá Fischer Verlag í Frankfurt 1960. Dagbækurnar eru forvitnilegar og skemmti- legar aflestrar skrifaðar af einlægni og æsku- legum þankagangi. Gildi þeirra felst þó einkum í viðfangsefninu, fólkinu, samkvæmislífinu, andblæ hins liðna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. MARZ 1999 1 7'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.