Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Page 6
ÚTIGANGSHESTAR (1929) eftir Jón Stefánson. FRUMHERJAR OG NÝTT MYNDMÁL í dag verður opnuð í öllum sölum Listasafns íslands yfirlitssýning með völdum sýnishornum gf íslenskri myndlist frá 20. öld. A sýningunni verða verk eftir frumherjana frá upphafi aldar- innar og brautryðjendur íslensks landslagsmál- verks. Þá verða verk sem sýna expressíónisma millistríðsáranna og afstraktlist fyrstu áratuganna eftir síðari heimsstyrjöldina. Að lokum verða sýnd valin verk frá síðusu þrem áratugum. SUMARSÝNINGUNNI er ekki síst ætlað að kynna íslenska myndlist íyrir þeim fjölmörgu er- lendu ferðamönnum sem koma til landsins yfir sumarmánuðina. „Hún veitir ekki heildaryfirlit yf- ir listasögu túnabilsins, en varpar hins vegar ijósi á þann fjölbreyti- leik og þau sérkenni sem sjá má í íslenskri myndlist aldarinnar,“ eins og segir í kynningu safnsins sem stuðst er við hér á eftir. Salur 1 - Upphaf íslensks módernisma í þessum sal eru valin verk úr eigu safnsins eftir nokkra þá listamenn sem settu mestan svip á íslenska myndlist á fyrri hluta aldarinn- ar og áttu mestan þátt í að innleiða myndmál módernismans. Þar er fyrst að telja þá Jóhannes S. Kjarval (1885-1972) og Jón Stefánsson (1881-1962). Einar Jónsson (1873-1954) varð fyrstur íslendinga til að nema höggmyndalist í Kaupmannahöfn 1893-99, auk þess sem hann dvaldi í Róm, Berlín og Lundúnum áður en hann fluttist heim 1920. Hann mót- aðist snemma af austurrískum og írönskum symbolisma, sem hann tengdi síðan guðspeki- legum hugmyndum. Kristín Jónsdóttir (1888-1959) varð fyrst ís- lenskra kvenna til að leggja fyrir sig myndlist. Hún lærði málaralist í Kaupmannahöfn. Júlíana Sveinsdóttir (1889-1966) lærði myndlist í Danmörku, þar sem hún bjó lengst af. Hún varð ásamt Kristínu Jónsdóttur fyrst MÁLVERK (1955-56) eftir Hjörleif Sigurðsson. íslenskra kvenna til að leggja fyrir sig mynd- list sem atvinnu. Guðmundur Thorsteinsson (Muggur) (1891- 1924) stundaði nám í Listaakademíinu í Kaup- mannahöfn 1911-16 og fór m.a. í námsferðir til Þýskalands, Ítalíu og Bandaríkjanna. Hann er einn fyrsti húmoristinn í íslenskri myndlist og einkum þekktur fyrir þjóðsagnateikningar sín- ar. Jón Þorleifsson (1891-1961) stundaði listnám í Danmörku og Frakklandi og var búsettur í Danmörku til 1929. Myndlist Jóns ber mörg einkenni impressíónisma, þar sem unnið er út frá birtuáhrifum íslenskrar náttúru. Finnur Jónsson (1892-1993) hélt til Kaup- mannahafnar 1919 og síðan til Dresden 1922- 25, þar sem han nam myndlist og kynntist bæði Kokoschka og Kurt Schwitterz. Finnur mótaðist á Þýskalandsárunum af framsækinni þýskri myndlist og gerði á árunum 1922-25 fýrstur íslenskra myndlistarmanna afstrakt myndverk með táknrænu ívafi. Ásmundur Sveinsson (1893-1982) nam högg- myndalist í Kaupmannahöfn 1919-20 og í Stokkhólmi 1920-26 og dvaldi í París 1926-29, þar sem hann þróaði sinn þunga og expressí- óníska stíl, sem oft hafði að viðfangsefni vinn- andi fólk eða íslensk þjóðsagnaminni. Gunnlaugur Blöndal (1893-1962) stundaði listnám í Danmörku, Noregi og Frakklandi og bar með sér til íslands strauma evrópskrar borgarmenningar á þriðja og fjórða áratug ald- arinnar. Málverk hans einkennast af munúðar- fullum léttleika og þokka. Guðmundur Einarsson frá Miðdal (1895-1963) lærði myndlist í Kaupmannahöfn og Miinchen. Hann var frumkvöðull grafíklistar hér á landi auk þess sem hann lagði fyrir sig málaralist. Kristinn Pétursson (1896-1981) lærði mynd- list í Kaupmannahöfn, Ósló, París og Vín á ár- unum 1927-31, þar sem hann mótaðist af þýsk- um expressíónisma og siðar af verkum Kandin- skys. Kristinn er kunnastur fyrir einfaldar landslagsmyndir sínar sem eru á mörkum þess að vera óhlutbundnar afstraktmyndir. Snorri Arinbjamar (1901-58) stundaði myndlistamám í Ósló og Kaupmannahöfn í lok þriðja áratugarins og er kunnastur af verkum sínum frá 4. og 5. áratugnum, sem vísa til hins íslenska sjávarþorps. Kristján H. Magnússon (1903-37) stundaði nám í Bandaríkjunum 1920-25 og mun vera fyrsti íslenski listamaðurinn sem sótti mennt- un þangað. List hans mótaðist af bandarískri raunsæishefð og er hann kunnastur hér á landi fyrir landslagsmyndir sínar. Kristján lést í blóma lífsins. Gunnlaugur Scheving (1904-72) stundaði myndlistarnám í Kaupmannahöfn 1923- 30, bjó síðan á Seyðisfirði og í Grindavík en settist að í Reykjavík 1935. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 29. MAf 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.