Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Side 11
«*IU<
/
IBYRJUN apríl var Amsterdamborg ein-
staklega aðlaðaðandi í'yrir ferðalang norð-
an úr Reykjavík þar sem vorið var enn í
viðjum vetrar. Hinn kunni sprengikraftur
vorsins gerði að verkum að miðborg Am-
sterdam er í mínum huga þróttmikil og
spennandi. Magnólíublómin liðuðust um
gráar greinar trjánna sem brátt yrðu iðja-
grænar og allt var umlukið fyrirheitanna
sindrandi tærleika, viðkvæmnislegum og
skörpum í senn. Nú er mikilvægt að halda vök-
unni, allt getur gerst. Miðborg Amsterdam er
full af litlum torgum og þröngum götum með
mjóum húsum, sem standa þétt hvert upp við
annað. AIls staðar eru veitingastaðir, kaffihús
og krár. Og búðir, litlar sérverslanir í löngum
röðum og fyrir næsta hom. Verslun virðist lífs-
list í Amsterdam, viljirðu ganga um og skoða
amast enginn við því. Viljirðu ræða við búðar-
fólkið um fallega hannaða muni, föt, matvöru er
það auðsótt. Og aldrei hef ég rápað jafn mikið í
búðir án þess að kaupa nokkurn skapaðan hlut.
En margt var þarna fallegt, allt var fallegt.
Engin yfirfull vöruhús, að minnsta kosti kaus ég
að sjá þau ekki en beina fremur athygli minni að
fallega innréttuðum, rótgrónum smáverslunum
þar sem boðið er upp á frumlega hönnun af öll-
um toga enda var það yfirlýstur tilgangur ferða-
lags míns að skoða hönnun.
Hönnun i Amsterdam
Fyrir tíu árum heyrði ég sagt: Heimilin eru
farin að líkjast verslunum æ meir, verslanimar
verða hins vegar stöðugt heimilislegri. Þessi
þróun er komin langt í Amsterdam, að minnsta
kosti í verslunum, huggulegheit og verslun, feg-
urð og notagildi. Kannski engin tilviljun að í
borgarlistasafninu í Amsterdam, Stedelijk-safn-
inu, skuli vera til eitt stærsta yfirlitssafn yfir
norræna hönnun utan Norðurlandanna. Og
kannski var það heldur engin tilviljun að sýning-
in sem var opnuð í svokölluðum nýja væng
safnsins nú á vordögum skyldi bera yfirskriftina
Het Transparante Noorden - norræna gagnsæ-
ið, norræni tærleikinn. Það var mikil örtröð við
opnun sýningarinnar, þeirrar síðustu sem hald-
in verður í nýja vængnum. Hér var þó ekki um
neina útfór eða kveðjustund að ræða þrátt fyrir
að glervængurinn sem nú er aðeins 25 ára verði
innan skamms jafnaður við jörðu og ný viðbygg-
ing reist. Nei, hér áttu sér stað endurfundir,
Stedjelijk-safnið, nánar tiltekið listhönnunar-
deild þess var að endurnýja kynni sín við list-
hönnun Norðurlandanna sem safnið lagði fyrr-
um svo ríka áherslu á. Allt frá árinu 1938 og
fram á áttunda áratuginn voru sýningar á nor-
rænni hönnun reglulegir listviðburðir í Amster-
dam. Á sama tíma keypti Stedjelijk-safnið ekki
færri en 400 ólíka hluti sem hönnuðir í Svíþjóð,
Finnlandi og Danmörku voru höfundar að. Ein-
hverra hluta vegna náði þessi athygli áhuga-
manna um hönnun í Hollandi hvorki til Noregs
né íslands. Forsvarsmenn safnsins halda því
íram að á þessum tíma hafi lítið sem ekkert ver-
ið að gerast í hönnun þessara landa. Ekki skal
ég sverja hversu áhugaverð norsk hönnun var
upp úr miðri öldinni en þykir líklegt að þeir hafi
eins og íslendingar átt frumlega hönnun þótt
kannski hafi hún ekki verið stór í sniðum fremur
en hér. En þótt orðið hönnun væri á þessum
tíma ekki orðið fleygt í íslenskri tungu þá fóru
íslendingar til náms í þessu fagi bæði til Þýska-
lands og Danmerkur þegar fyrir 1930. Má þar
til að mynda nefna Jónas Sólmundsson hús-
gagnahönnuð sem rak smíðastofuna Reyni til
1937 og hannaði einnig í samvinnu við fyrirtæk-
ið Stálhúsgögn sem margir muna eftir. Fleiri
húsgagnahönnuði mætti nefna, einnig silfur-
smiði, en lítið sem ekkert hefur enþá verið rann-
sakað á þessu sviði hér á landi. Vissulega var
framleiðsla hér aldrei stórvirk og tiltölulega ein-
angruð en líklegasta ástæðan fyrir því að for-
svarsmenn hönnunardeildar Stedelijksafnsins
komu ekki auga á neina hönnun á íslandi á
þessum tíma er sú að engin áhersla var lögð á
að kynna slíkt.
Nú hefur íslensk hönnun hins vegar eignast
framvarðarsveit. Á síðustu tuttugu árum hefur
fjöldi fslendinga sótt hönnunarmenntun til út-
landa, séð hvað kollegar þeirra þar eru að gera
og að hönnun á framtíð fyrir sér ef rétt er á mál-
um haldið. Galopnir markaðir örva og hvetja
hönnuði til dáða þótt margir heltist sannanlega
úr lestinni í sjóðbullandi samkeppninni. Fjöl-
margir íslenskir hönnuðir starfa fyrst og fremst
fyrir erlend framleiðslufyrirtæki vegna skorts á
tækifærum hér heima. Eigi að síður er íslensk
hönnun komin inn á kortið þótt spyrja megi
hversu sterkum böndum hún tengist hinni
svokölluðu norrænu hönnunarhefð. Á sýning-
£i.í í iiiimu
IíÉ
)IUIU
uuii4
•s UttJUÍ
IríUijl
;Jfe!
r uuílí:
taa jjmil.
ffiuwuu
-SJHUUl
:ifÍHUVLV
Iffiiííípi
'Uuuu :
.0 Qmu4| í;
jí íurarifj l
jultftttu S 3
jj umkÆ
UUV-
11H 1
oinuuiJ
tiuimiJj
trtvti.
ITitttt
ÍUUUIIU.
Ullli:
titintiti
ínimui-.
iiimuim
iummuh
iíiffl
Ljósmyndir/Helga P. Brynjólfsdóttir
TVÖFALDUR textfll skorinn með leysigeisla eftir Margréti Adolfsdóttur. Amsterdam í baksýn
og Faxastóll Sigurðar Gústafssonar í forgrunni.
NORRÆNA HÖNNUNARSÝNINGIN
HET TRANSPARANTE NOORDEN
EFTIR JÓRUNNI SIGURÐARDÓTTUR
Greinarhöfundurinn var viðstaddur opnun stórrar nor-
rænnar hönnunarsýningar í Amsterdam. Stedjelijk-safnið,
nánar tiltekið listhönnunardeild þess, var að endurnýja
kynni sín við listhönnun Norðurlandanna sem safnið
lagði fyrrum svo ríka áherslu á. I ræðu við opnunina var
sagt að íslensk hönnun væri annars vegar geggjuð og
hins vegar jarðbundin. Þar á milli væri ekki neitt.
unni Het Transparante Noorden getur að líta
fiskivog eftir Ingólf Guðmundsson sem Marel
framleiðir og fiskikassa frá fyrirtækinu Sæplast
á Dalvík, sjóhatt úr steinbítsroði eftir Erlu Þór-
arinsdóttur, þrykktan textíl eftir Helgu Pálínu
Brynjólfsdóttur og leysigeislaskorinn textíl eftir
Margréti Adolfsdóttur sem starfar í Bretlandi.
Hörpudisklampi Þorsteins Geirharðssonar á
fæti sem er sjóbarið grjót er afar íslensk hönn-
un, ef svo má að orði komast. Hver lampi er ein-
stakur í samruna tækni og náttúrulegs hráefnis
sem fullnægir sterkri þörf íslendinga, ekki bara
neytendanna heldur og hönnuðanna, fyrir því
sem er einstakt. Sá böggull fylgir þó skammrifi
að einmitt hið einstaka hentar illa fjöldafram-
leiðslu fyrir alþjóðlegan markað. Hreinsaðar og
litaðar þvagblöðrur svína sem hver og ein hefur
að geyma völubein er einfold og stflhrein hönn-
un Valdísar Harrysdóttur á minjagrip, þjóðleg-
ur, fágaður og flottur í senn. Af húsbúnaði vekja
stólar Sigurðar Gústafssonar ekki síst athygli.
Sigurður er arkitekt, menntaður í Noregi og
viðurinn er hans efni.
Hann kýs þó ekki að fylgja náttúrulegum lín-
um hans, láta hann leiða sig eins og hin skandin-
aviska hefð segir fyrir um. Nei, hann beygir
hann og sveigir, saumar saman stóla eða býður
upp í tangó. Það er kokhreysti í þessum stólum
Sigurðar, sem báðir eru framleiddir af sænska
fyrirtækinu Kállemo, en þeir búa líka yfir sann-
færandi formrænum glæsileik. Hér er vissulega
aðeins tekið til hluta þess sem íslenskir hönnuð-
HORFT YFIR hluta af salnum á efri hæð safnsins - ungt og eldra í samspili.
Islenki kiminn lengt í fjarska.
RÝMIÍSLENSKU hönnunarinnar þótti ólánlegt. Spyrja mætti:
Hver er að flytja hvert eða er þetta kannski hönnunarsýning?
Mooi niáar Goed
Beceute Aanwinsteu
Riissischc Boektypoorafie
Georg Baselitz
Roíhl* íu dio Niedcrlamlu
Tbicrrf Renard /
Hugo Ciaus
KunstökaarsboOkMiií'
pelim Egan
■ 1
Amsterdam Exposé
ít í }
Het Transparante
Noorden
3$.fj ► 'jiyýOfj
David Salle
, . ►
American Adventures
Festivalceiitrum: Nieuwo Vlcugcl
shíftina Views
ENGINN þarf að velkjast í vafa um hvað er
að gerast í Stedjelijk safninu í Amsterdam.
GRÆNN skorinn textfll,
hangandi í glugga.
DÆMIGERT DANSKT: frumlegt, flott og
fyndið hvort sem um er að ræða
hljómflutningstæki eða eldhúsílát.
ir sýna á Het Transparante Noorden. Og það er
ljóst að breiddin er mikil enda sagði Reyer
Kras, forstöðumaður listhönnunardeildar
Stedelijk, í ræðu sinni við opnunina að íslensk
hönnun væri annars vegar geggjuð og hins veg-
ar jarðbundin. Þar á milli væri ekki neitt. Og
vist er hafdýpi frá Markúsarnetinu til leir-
flautna þeirra Eddu og Koggu. Reyndar verður
að segjast eins og er að hluta af íslensku hönn-
uninni var alls ekki nægjanlega vel fyrir komið.
Fiskikassarnir stóðu hver ofan á öðrum uppi við
vegg, glerskápur með smærri munum á aðra
hönd og eldvarnardyr á hina þannig að það var
engu líkara en gleymst hefði að fjarlægja um-
EITT SINN frumiegt nú sígilt. Eggið og Svanurinn
eftir Ame Jacobsen (D).
STÁTNIR stólar Sigurðar Gústafssonar og Erlu Sólveigar Óskarsdóttur
undir leysigeislaskornum textfl Margrétar Adolfsdóttur.
GÆÐINGAR íslenskra húsgagnahönnuða. Fremstir Generalen, Faxi og Tangó Sigurðar Gústafs-
sonar, þá Jaki Erlu Sólveigar Óskarsdóttur og Sóley eftir Valdimar Harðarson.
búðirnar sem munirnir voru fluttir í á milli
landa. Þetta var leiðinlega áberandi því sýning-
in var í heild vel upp sett. En eins og kannski
má ímynda sér er ekld auðvelt að raða glæsilega
upp svo margbreytilegu safni muna eins og
fjöldasýning í hönnun hlýtur að vera.
Hönnun er alls staðar, alltaf
Sýningunni Het Transparante Noorden var
ekki einungis ætlað að sýna það sem er að ger-
ast í norrænni hönnun í dag. Eldri munir úr
eigu safnsins skyldu líka varpa Ijósi á samhengi
sögunnar. Á neðri hæð nýja vængsins eru ein-
göngu eldri munir sem sýna glöggt hversu
lífseig góð hönnun er. Margt af því sem þarna
ber fyrir augu er kunnuglegt, jafnvel úr ný-
framleiðslu enn þann dag í dag. En það sem á
sínum tíma var byltingarkennt og frumlegt er
nú klassískt. Á eftirstríðsárunum litu íbúar
hinnar vesturlensku Mið-Evrópu gjarnan til
norðurs eftir innréttingum, húsbúnaði og
annarri hönnun. Form þessarar framleiðslu og
efniviður voru innblásin af náttúrunni, miðluðu
þokka og öryggiskennd í senn sem íbúar stríðs-
hrjáðrar Evrópu tóku fagnandi.
Stedelijk-safnið leit á það sem sjálfsagða
skyldu sína að koma sér upp dágóðu safni þess-
ara gripa eins og áður var getið. Auðvitað end-
urspeglar þessi söfnun ekki skandinavíska
hönnun í heild sinni heldur sýnir fyrst og fremst
það sem Hollendingum þótti fallegt og áhuga-
vert. Eigi að síður er safnið mjög heildstætt,
einkum með tilliti til höfuðkappa norrænnar
hönnunar, í Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð.
Nú þegar þeir Stedelijk-menn beina á ný sjón-
um til Norðurlandanna vilja þeir greinilega
gera betur. Þegar ákvörðun var tekin um nýja,
stóra sýningu á norrænni hönnun í Stedelijk-
safninu fyrir tveimur árum var ljóst að sérstök
áhersla yrði lögð á hönnun frá íslandi og í Nor-
egi. Einnig mun hafa verið vilji fyrir hendi til að
kaupa bæði íslenska og norska hönnun frá fyrri
tíð. Safninu tókst að verða sér úti um fáeina
muni frá Noregi en ekki frá íslandi af þeirri ein-
fóldu ástæðu að ómögulegt reyndist er að koma
höndum yfir þá litlu framleiðslu sem var hér
fyrir þrjátíu árum.
Hönnun fylgir okkur frá vöggu til grafar þótt
við alla jafna tökum ekki sérstaklega eftir
henni. En þegar við skoðun gamlar myndir af
heimilum, horfum á gamlar bíómyndir, er það
ekki síst hönnun fatnaðar og húsbúnaðar,
munstrin í gólfteppum og gluggatjöldum sem
skapa tíðarandann. Sum form eru fullkomnari
en önnur, verða sígild og birtast aftur og aftur
vegna þess að þar sameinast notagildi og fegurð
með hvað fullkomnustum hætti. Ekkert er þó ei-
líft og fólk gerir kröfu til breytinga. Eftirspurn-
in eftir sífellt nýjum formum er þó ekki bara
spuming um fagurfræði. Borgarsamfélög Vest-
urlanda þar sem stöðugt fleiri ólíkir hópar búa
þétt saman kalla fram þörf til að gera sérstöðu
sínu sýnilega, að maður tilheyri þessum hópi en
alls ekki hinum. Hönnun tækja er kannski ekki
eins af þessum félagslegu rótum runnin heldur
stöðugri sókn eftir því að gera tækin einfaldari
þrátt fyrir flóknari verk, handhægari og í betra
samræmi við allar aðstæður þar sem þau skulu
brúkuð. Vog til að vega málma þarf að vera allt
öðruvísi hönnuð en vog til að vega fisk eða ný-
fæddan hvítvoðung þótt sá eiginleiki vogarinnar
að sýna þyngd í ákveðnum einingum sé grund-
vallaratriðið í öllum tilvikum.
Tengingar i líma og rúmi
Því verður seint neitað að norræn hönnun eða
skandinavísk hefur ákveðinn heildarsvip sem
um áratugaskeið hefur átt miklum vinsældum
að fagna víða um heim. Og þessi andi svífur
vissulega yfir vötnum þegar gengið er um nýja
vænginn í Stedilijk-safninu þessar vikurnar. En
eins og allar yfirlitssýningar segir þessi sýning
ekki meiri sannleika en þann sem hún dylur eða
eins og hinn aldurhnigni, virti, finnski hönnuður
Antti Nurmesniemi hafði á orði: „Þetta er ein
hlið á norrænni hönnun og alls ekki slæm en það
eru líka önnur og villtari straumköst í hönnun-
arflæðinu á Norðurlöndunum.“
Yfirleitt er erfitt að sjá í hendi sér frammi
fyrir einum hlut hvort hönnun hans er bresk,
frönsk, dönsk, finnsk eða ítölsk. En það er mun-
ur á húsgönum Habitat og Ikea! Vigt frá Marel
er ekki augljóslega íslensk hönnun ein og sér;
enda hvaða máli skiptir það í raun og sann? I
dag eru það fyrirtækin, vörumerki hönnunar-
innar sem fyrst og fremst skapa henni sitt sér-
staka yfirbragð. Þrátt fyrir það er það einmitt
sérstaðan í hinum óvéfengjanlega heildarsvip
sem gerir sýningar eins og Het Transparante
Noorden áhugaverðar. En einnig tengslin sem
verða sýnileg við hönnunarhefð hverrar þjóðar
og eiga iðulega rætur 1 mjög hagnýtum þáttum.
Þröng húsakynni í Finnlandi ólu af sér einfald-
leika sem hefur þróast út í fágaðan mínímal-
isma, hugvitsamleg en einföld tæki. Skortur á
tækifærum til framleiðslu hér á landi, sam-
keppnisleysið hefur gert íslenska hönnun flipp-
aða sem stundum hittir beint í mark en geigar
líka jafnoft. Fullkomið „hagnýti" og sterk tengsl
við fortíðina og hið þjóðlega hafa verið áherslu-
atriði Norðmannanna sem þreytast ekki á ^
GAGNSÆI TIL NORÐURS I AMSTERDAM
1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 29. MAÍ 1999
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. MAÍ1999 1 1