Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1999, Síða 12
SÍGILD finnsk hönnun í sígildri uppsetninu á yfirlitssýningu um hönnun. SPYR ÉG þig vala mín .... Minjagripur eftir Valdísi Harrysdóttur. FINNSK nútímahönnun í nútímalegri upp- setningu. Munir með áþekk hlutverk látnir kallast á. að stæra sig af bréfaklemmunni og ostasker- anum. Svíar hafa sett öryggið og sérhæfða hcnnun fyrir fatlaða á oddinn og vegnar vel. Danir halda hins vegar áfram að nostra við glæsilega formgjöf sína. Dönsk hönnunarhefð hefur alla tíð byggst á meiri opnun gagnvart umheiminum en hefðir hinna Norðurlanda- þjóðanna. Peir eru djarfír við að notfæra sér stíla og stefnur úr öðrum menningarkimum en sínum nánustu og ljá hlutunum sígilt en um leið létt og skemmtilegt útlit sem oft sker sig úr. „Islensk hönnun er ekki til, aðeins íslensk- ir hönnuðir," segir Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur í grein sinni í efnismikilli og skemmtilega hannaðri sýningaskrá Stedelij- safnsins. Þar með hefur mótsögnin sem ís- lensk hönnun býr við og svo lengi hefur velkst fyrir mönnum verið orðuð. íslenski hlutinn á Het Transparante Noor- den-sýningunni er talandi dæmi um þetta, brotakennda hefðina, sterka einstaklinga, skort á framleiðslutækifærum nema fyrir það sem sértækum atvinnuvegum okkar er nauð- syn á. Þetta getur hins vegar breyst og er að breytast. Nútímahönnun byggist fyrst og fremst á þróun hugmynda þannig að íslend- ingar ættu að eiga jafn greiðan aðgang að al- þjóðamörkuðum og aðrir. Forsendan fyrir því að henda sér út í slaginn er m.a. að geta sýnt svokallaðar frumgerðir. Þróun og framleiðsla slíks hlutar getur verið kostnaðarsöm og hönnuðir hér á landi hafa ekki í neina sjóði að sækja. Með takmörkuðum fjármunum hefur Form ísland (Samtök fagfélaga hönnuða) í samvinnu við viðskiptaráðuneytið reynt að styðja við kynningu á íslenskri hönnun innan- lands sem utan og efla samskipti við opinber hönnunarsamtök í öðrum löndum, einkum á hinum Norðurlöndunum. Sambærilegar stofn- anir og Forni ísland hafa verið þar við lýði í marga áratugi, yfirleitt ríkulega styrktar með opinberu fé. Og það er engum vafa undirorpið að fagleg kynning og stuðningur þessara stofnana hafa átt drýgstan hlut í þeirri virð- ingu og vinsældum sem t.a.m. sænsk, dönsk og fínnsk hönnun hefur skapað sér. Á síðustu árum hefur Form ísland stöðugt verið að sækja í sig veðrið og hefur sýnt og sannað mikilvægi sitt sem faglegrar miðstöðv- ar sem tryggir samhengi og gæði í íslenskri hönnun. ALLT SEM þarf. Danskur borðbúnaður í japönskum stíl. TÚLÍPANAR í Amsterdam. Hönnuðurnir Sig- urður Gústafsson og Tinna Gunnarsdóttir í kvöldverðarboði Stedjelijksafnsins að kvöldi opnunardagsins. Hverl leiðir sýning sem Het Trnnsparante Noorden? Sennilega ekki neitt ein og sér, utan að vera til skemmtunar, afþreyingar fyrir einhvern fjölda gesta og vekja stolt nokkrum hönnuðum sem þarna öðlast eilitla viðurkenningu. Hin eiginlegu kaup á eyrinni hvað hönnun varðar eru gerð á „design-messum", hönnunarstefn- um. Þar sýna þeir hönnuðir sem raunverulega ætla sér að standa í samkeppninni um fram- leiðslu og þangað koma fulltrúar framleiðslu- fyrirtækja að leita að góðum hugmyndum og hönnuðum sem henta þeirra framleiðsluvörum og -ferli. Þátttaka í slíkum stefnum er kostn- aðarsöm og þarf að vera vandlega undirbúin. Einn liður í slíkum undirbúningi er þátttaka í sýningu eins og Het Transparante Noorden í Stedelijk-safninu í Amsterdam. Slík sýning gefur ákveðinn gæðastimpil en til þess að sá stimpill fleyti lengra þurfa fleiri sýningar að koma til. Hönnunarsýningin í Kalmar í Sví- þjóð árið 1997 var einn hlekkur í slíkri keðju eða öllu heldur möskvi í netið, einnig sýning ungra norrænna hönnuða í Helsinki og Malmö fyrir skömmu. Form Island átti þátt í að skipuleggja báðar þessar sýningar og reyndar ýmsar fleiri. Nú er í undirbúningi enn ein nor- ræn hönnunarsýning utanlands, í Louvre- safninu í París árið 2002. Það verður nefnilega að fylgja hlutunum eftir í hönnuninni eins og öðru. Og ekki skyldi gert lítið úr því sem ég kallaði „afþreyingu einhvers fjölda gesta“ hér að ofan. Þessir gestir eru hin raunverulega endastöð, þá á að langa til að sjá meira, fá meira, spyrja frekar um norræna, íslenska hönnun, vöru. Spyrja um stól eftir Helgu Sól- veigu Óskarsdóttur næst þegar til stendur að festa kaup á verulega fínum stól. Höfundurinn starfar hjó Ríkisútvarpinu. „UNDARLEGT VAR ÞAÐ MEÐ TÍKINA" EFTIR KRISTÍNU HEIÐU KRISTINSDÓTTUR Stéttaskiptingin á þessu heimili kom í Ijós í því að í stóru og miklu sýrukeri voru allir lundabaggarnir, bringukollarnir og síðubitarnir, en aðeins húsbændurn- ir, svo og uppáhalds tík húsfreyjunnar, gátu notið þess. NÚ þegar hljóðnað hefur um hið und- arlega tíkarhvarf í Mosfellsbænum er rétt að minna á dularfullt hvarf annarrar eðaltíkur hér á landi, sem átti sér stað fyrir um hundrað árum. Þótt þessi tvö tíkarhvörf séu allsendis óskyld eiga þau það þó sameiginlegt að í báðum tilvikum er um miklar uppáhalds tíkur eigenda að ræða og eins komast dularfull örlög þeirra beggja í hámæli á landsvísu. Og svo eiga atburðirnir sér báðir stað um aldamót. Víst er það sér- kennilegt hvernig tíminn og tilviljanirnar snú- ast og endurtaka sig, kannski til þess eins að koma okkur á óvart. Og hverslags tíkarhvarf ætli komi upp hérlendis eftir önnur hundrað ár? Gunnar Valdimarsson frá Vopnafirði rifjaði upp fyrir mér hið fyrra hundshvarf, sem átti sér stað um síðustu aldamót norður í landi á prestssetri einu. Þar á bæ var stéttaskipting eins og tíðkaðist á þeim tíma, húsbændur og hjú sátu sjaldnast við sama borð, en íslenska embættisstéttin lagði sig því miður niður við að apa slíka hegðun upp eftir norskum og dönskum aðli. Auðvitað var misjafnt hversu vel hástéttin gerði við sitt vinnufólk en hús- móðirin á þessum fyrrnefnda bæ, sjálf prests- frúin, sat sannarlega skör hærra en fólkið sem vann skítverkin fyrir hana og bónda hennar. Það var á mörkunum að hún tímdi að gefa þessum aumingjum að éta, í það minnsta þótti sístritandi undirsátunum maddaman skammta þeim heldur naumt þegar kom að matmálstím- um. Allt orkumikla feitmetið og bestu bitana skömmtuðu prestshjónin sjálfum sér og gest- um sínum en létu vinnulúnum hjúunum eftir mjög svo takmarkað úrkastið. Kúgunin og svíðingshátturinn kristallaðist í stóru og miklu sýrukeri sem stóð í matarbúri prestssetursins. I þessu sýrukeri voru allir lundabaggarnir, bringukollarnir og síðubitarnir og allt það besta sem féll til á heimilinu, sett í súr, og má nærri geta að ekki fékk vinnufólkið að súpa af þeim gnægtabrunni. Ekki var nóg með að vinnufólkinu þætti sér gróflega misboðið við mannanna matarborð, heldur var forláta hundtík maddömunnar einnig stríðalin á sama gæðafæðinu og húsbændurnir. Svo gerist það haust eitt að eftirlæti húsfreyjunnar hverfúr. Tíkin gufar bara upp eins og jörðin hafi gleypt hana. Eins og nærri má geta verður uppi fótur og fít á heimilinu og mikil leit er gerð og fyrir- spurn um alla sveit hvort sést hafi til tíkurinn- ar. En engan ber það árangur og hvergi þólar á hpndspottinu. Á heimilinu var vinnumaður einn sem var með eindæmum fámáll, en hafði á sér það orð að vera ekki skaplaus þrátt fyrir orðfæðina. í hvert sinn sem talið barst að hundshvarfinu, þá hrökk upp úr þeim fámála: „Undarlegt var það með tíkina.“ Líður nú fram á veturinn og þau undariegheit koma upp að bera fer á hár- um á matardiskum hefðarfólksins á prests- setrinu. Þetta ágerist eftir því sem gengur á súrmetið og þegar líður nær vori kveður svo hart að þessu að ákveðið er að tæma sýrukerið til að komast að hverju þetta sæti. Og viti menn: Á botni sýrukersins liggur tíkin sem sumir höfðu saknað svo sárt. Aldrei var upplýst hvernig stóð á tilvist yfir- stéttartíkurinnar innan um lundabagga og síðubita, en þó var ekki laust við að sett hafi verið ofan í yfirvaldið með þessari aðgerð, í orðsins fyllstu merkingu. Og þó ekkert hafi sannast á hinn orðfáa vinnumann töldu margir nokkuð ljóst að hann hefði komið tíkargreyinu fyrir í sánum, kannski í skjóli nætur og hefur eflaust þurft hjálp við að tæma svo umfangs- mikið ílát. Og víst hefur hann þurft að hafa borð fyrir báru þegar hann fyllti kerið aftur, svo ekki er ólíklegt að eitthvað af óspilltu góð- metinu hafi ratað rétta leið ofan í tóma maga. Hvort sem sá orðvari stóð einn að gjörningn- um eður ei má ljóst vera að vinnufólkið stóð saman í að upplýsa ekki málið. Þótti mörgum vel til fundið hjá smælingjunum að gera þannig táknræna uppreisn gegn kúgurum sín- um. Er þessi saga enn eitt dæmið um að seint verða öll vopn slegin úr höndum öreiganna, þeir finna alltaf einhverja leið til að standa uppi í hárinu á yfirvaldinu. Og nú þegar Sjálf- stætt fólk hefur verið sett á fjalirnar má finna líkindi með þessari sögu og einu atriði þar: Rósa grípur í örvæntingu sinni til þess vopns að drepa uppáhalds gimbur Bjarts. Það er hennar eina leið til að koma höggi á andstæð- ing sinn í vonlausri baráttunni. Vissulega koma uppreisnir í báðum þessum sögum grimmilega niður á málleysingjum sem enga sök eiga á því ástandi sem barist er gegn. En blóði þeirra saklausu er iðulega úthellt í styrj- öldum. Og það er því miður ekkert öðruvísi í þeim styrjöldum sem háðar eru inni á heimil- um. En sagan af tíkinni í sýrukerinu þótti mögn- uð á sínum tíma og flaug sem eldur í sinu um skerið og var ekki óalgengt að fólk í öllum landshlutum tæki sér í munn orð hins fámála vinnumanns: „Undarlegt var það með tíkina." Vigfúsi nokkrum vert var sérlega tamt að taka svo til orða í tíma og ótíma, og þá sér- staklega ef honum blöskraði, og varð orðatil- tækið einhverskonar kækur hjá honum. Hann var frá Sunnudal í Vopnafirði og væntanlega afkomandi hinna frægu Brasilíufara sem tóku sig upp hér á norðurhjaranum til að freista þess að finna eitthvað betra suður í heimi. En Vigfús þessi fór hvergi heldur stofnaði verslun á Vopnafirði og fluttist síðar til Akureyrar og rak þar hótel og veitingasölu með myndarbrag til margra ára. Einhverju sinni kom háttsettur höfðingi úr höfuðstaðnum og bókaði sig á hót- elið hjá Vigfúsi vert fyrir norðan. Þegar hann hafði komið sér vel fyrir og sest að snæðingi bar Vigfús fisk fyrir karlinn. Vertinn gefur því gaum að herrann tekur roðið af fiskinum og leggur til hliðar á diskinn. Vigfúsi þóttu þetta undur og stórmerki því hann var ekki vanur öðru en að fólk nýtti fiskinn allan. Hann gat ekki orða bundist og spyr karlinn í fyllstu kurteisi: „Étið þér ekki roðið?“ Það hnussar í þeim háttsetta og hann svarar með þjósti: „Nei, ég ét ekki roðið.“ Og þá hvá- ir Vigfús í undrun sinni og sakleysi eins og honum var tamt: „Undarlegt var það með tík- ina.“ Og það er ekkert sem heitir, embættismað- urinn rýkur öskuvondur úr sæti sínu og strunsar til dyra og sást ekki meir. Hann hafði ekki einu sinni fyrir því að borða matinn sinn! Menn geta svo velt því fyrir sér hvers vegna manngreyið tók þessi orð svo nærri sér sem raun ber vitni. Höfundurinn er íslenskufræðingur og blaðamaður í lausamennsku. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. MAÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.