Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Síða 6
Ef ræða ætti um gagnsemi og not sagnfræð- inga og annarra fræðimanna af Fornbréfasafn- inu yrði það langt mál. Eitt fyrsta stórvirkið sem verulega nýtir það eru Menn og menntir eftir Pál Eggert Ólason, en hann sagði í for- mála 1. bindis: „Má segja það, að ritgerð þessi myndi aldrei hafa orðið til í þessum búningi, ef ekki hefði við notið þessarar heimildar." Nefna má og bækur Arnórs Sigurjónssonar: Asverja sögu og Vestfirðinga sögu. Bækur Einars Bjarnasonar: Islenzkir ættstuðlar í þremur bindum nýta mjög Fornbréfasafnið, en gott hefði verið fyrir hann að hafa einnig framhald. Ekki má heldur hér gleyma Sögu Islands, sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út. Nú eru margir þenkjandi um ættir og fer sá áhugi vax- andi, en hætta að rekja lengra aftur í aldir en til 1703, en kæmi framhald Fornbréfasafns yrði það mjög til að létta ættrakningar frá 1703 til siðaskipta. Nú er unnið að rannsóknum á ættartölubókum sem voru settar saman á 17. öld og myndu bréfaútgáfur og ættartölurnar fylla hvort annað. Margar einstakar ritgerðir og bækur hafa nýtt Fornbréfasafnið að meira eða minna leyti, má þar nefna t. d. íslenzka sjávarhætti eftir Lúðvík Kristjánsson, þar sem víða er vitnað í fornbréf. Skal nefnt eitt dæmi. í 1. bindi er kafli »Kirkjurekar«. Pótt höfundur væri dug- legur að nota óprentuð skjöl var þar einungis fjallað um reka til 1570, en fróðlegt væri að hafa aðgengilegar heimildir um þetta efni á 17. öld, því að þar gæti verið vitneskja m. a. um fleiri kirkjureka, sem gæti e. t. v. gefið vís- bendingu um hvort kirkjujörð hefði átt skóg til raftviðar á sama tíma og hún átti reka. Eg hygg að erfitt verði að telja upp allar greinar eða rannsóknir sem byggjast á Fornbréfasafn- inu að meira eða minna leyti. Hvaða þýðingu hefur að gefa út og gera að- gengileg bréf frá lokum 16. aldar og fram á þá 17.? Því er til að svara að gildi útgáfu fornbréfa er margvíslegt og verða fáein atriði nefnd, en rétt er að minna á fyrrgreind ummæli Jóns Sigurðssonar úr formála 1. bindis. Frá því snemma á 19. öld eru tvö yfirlitsnt: Sýsiumannaæfir Boga Benediktssonar og Ár- bækur Espólíns. Ritin eru stórvirki og er mikið vitnað til þeirra enn. Eins og eðlilegt er skorti mikið á að höfundar hefðu aðgang að öllum rit- um sem nú eru kunn eða misjafnlega aðgengi- leg, og því verður að nota þessi rit með varúð og erfiðara er að sannreyna allar heimildir eftir að Fornbréfasafni lýkur. Um Sýslumannaæfir sagði útgefandi verksins, Hannes Þorsteinsson (IV. bindi. s. xii), að Bogi hefði haft „undir hönd- um t. d. fornbréf, sem nú þekkjast ekki“. Nú er mikill áhugi á staðfræði og héraðs- sögu og því eru gefnar út margar og þykkar bækur um ýmis byggðarlög. Oft er reynt að finna elstu heimildir um einstakar jarðir, sem stundum eru í skjölum frá þessum tímum. Nú eru oft deilur um landamerki einstakra jarða og málaferli um afrétti eru algeng. Geta bréf frá þessum öldum haft mikið gildi og réttar- verkan vegna aldurs. Þarf ekki að fara um það mörgum orðum, að óheppilegt er, ef skjöl eru svo illa aðgengileg að réttaróvissu leiði af. Ef jarðaskjöl frá 16. og 17. öld væru aðgengileg á prenti myndi það auðvelda mjög þá starfsemi, sem nú fer fram tengd Óbyggðanefnd. Af eigin reynslu veit ég að torvelt og jafnvel ókleift er að finna margar heimildir frá þessum tíma og engin leið að finna þær allar nema meira verði gert til að gera þær aðgengilegar með ná- kvæmri skráningu. Nú þegar þetta er fest á blað barst mér í hendur Árbók Ferðafélags ís- lands þar sem Kjartan Ólafsson hefur safnað miklum sögulegum fróðleik um Vestur-ísa- fjarðarsýslu. Hefði honum orðið verulegur fengur og viðbót að hafa prentuð skjöl frá lok- um 16. aldar og fyrri hluta hinnar 17. Skjöi eru mikilvægar heimildir um málfar og örnefni og nauðsynlegt að kanna betur en gert hefur verið málbreytingar og málþróun á 16. og 17. öld, svo að augljóst er að Orðabók Há- skólans og málíræðingum er mikil þörf á að hafa skjöl frá þessum öldum aðgengileg. A 17. öld hófust miklar uppskriftir fornrita, sem eru oft einu heimildimar um forna texta, en athug- un á rithöndum á frumbréfum gæti hjálpað til að finna skrifara og vita hvar þeir störfuðu. Hér hefur komið glögglega fram að Jón forni safnaði til framhalds Fornbréfasafns og eru þær uppskriftir varðveittar í Þjóðskjala- safni, en ekki er það mjög á almannavitorði. Ég segi stundum, að ástæðan fyrir því að mér er kunnugt um þær sé, að Lúðvík Kristjánsson sagði mér af þeim fyrir löngu, en honum sagði Einar Þorkelsson afi hans, bróðir Jóns þjóð- skjalavarðar, sem vann með bróður sínum að þessum uppskriftum. Ég held að óhætt sé að fullyrða að vart nokkur maður annar hafi unnið meir að því að opna fyrir oss Islendingum bók- menntir og sögu þjóðar sinnar en Jón Þorkels- son fomi. Ekki er hægt að segja að hann hafi að öllu leyti notið sannmælis. Menn hafa verið að troða niður af honum skóinn en alls ekki sinnt nóg að halda merki hans á loft eins og þörf er á. Mól er að linni. Höfundurinn starfar í Árnastofnun. Miðfellshverfið séð úr lofti, Miðfell í baksýn til vinstri, Galtafell til hægri. Ljósmynd/Jón Karl Snorrason HRUNAMENN OG BÆIR í YTRIHREPP BÓKAÚTGÁFAN Byggðir og bú hefur af vemlegum metnaði hafið útgáfu um ábúendur jarða í Ár- nessýslu frá því um 1700 til nú- tímans og ríður á vaðið með Hrunamenn. Duga ekki minna en 600 síður í tveimur bókum undir fjölda mynda og mikinn fróðleik um fólk og ættartengsl. Áður hafði útgáfan staðið að Kjalnesingabók, samskonar bók, sem kynnt var hér í Lesbók. Hér er haldið til haga persónulegum fróð- leik ásamt fjölskyldu-og ættartengslum og gert út á landlægan áhuga á slíku efni, sem er einungis af hinu góða. Stærsti ávinningur bókarinnar liggur þó ef til vill í gömlum ljós- myndasöfnum sem fundizt hafa í skókössum á háaloftum. Það er út af fyrir sig afrek að ná saman öllu því myndefni sem er prýði bókar- innar, en ekki kemur á óvart að myndgæðin eru ekki alltaf á við heimildagildið. Það kemur hinsvegar á óvart þegar nútíma prenttækni bregst; önnur skýring getur varla verið á því að 46 loftmyndir Jóns Karls Snorrasonar virðast fremur vera frá árdögum litprentunar en úr nútímanum og vantar þá skerpu sem ljósmyndir Jóns Karls hafa áreið- anlega. Látum það vera. Það er samt fengur að þessum myndum og sumar sem teknar eru á móti birtunni eru óaðfinnanlegar. En annað er mun verra. Hverri loftmynd fylgir tölvu- teiknuð mynd af viðkomandi bæ ásamt með ömefnum og nöfnum á fjöllum í baksýn. Eng- inn staðkunnugur maður getur hafa komið nærri því; vitleysurnar eru út um allt og sum- ar átakanlegar. Á loftmynd af Tungufelli og Jaðri sést Bláfell í baksýn og Kerlingafjöllin eru á sínum stað, nema hvað þau heita Jarl- hettur á tölvumyndinni. Högnhöfðinn heitir Efstadalsfjall á myndinni af Skipholti, en Ef- stadalsfjall, sem sést á myndinni af Auðsholti, heitir Vörðufell. Það er nokkuð langt gengið, því ljósmyndarinn sneri nánast baki í Vörðu- fell þegar hann tók myndina. Þetta er til lýta á annars vandaðri bók, en má laga ef hún verður aftur gefin út. Neydarforðastiftun og Vinnumannafélag Með því að ríða á vaðið með Hrunamenn í þessari væntanlegu útgáfu um allar jarðir og Galtafell í byrjun aldarinnar. Hreppamaður, tímarit Bjarna bónda í Hörgs- holti, var að stærstum hluta í bundnu máli, auglýsingarnar einnig. ábúendur í Árnessýslu, er trúlega gripið niður þar sem hvað feitast er á stykkinu. Það ræðst af því að sveitin er fjölmennari en gengur og gerist; jarðir hafa haldizt í byggð og við bæzt verulegt fjölmenni á Flúðum. Þar að auki er ugglaust kostur fyrir hinn almenna lesanda, að hann kannast við vel þekkt fólk sem þarna er fjallað um; Ágúst í Birtingaholti og Sigurð tónskáld og bónda á sama stað, gamla Galta- fellsheimilið þar sem Einar myndhöggvari ólst upp, alþýðufræðimennina Helga á Hrafn- kelsstöðum og Sigurð í Hvítárholti að ógleymdum merkum Hrunaklerkum og Bjarna í Hörgsholti sem gaf út Hreppamann- inn og orti í hann auglýsingarnar. Flestir vita að búskapur í Ytrihrepp hefur lengi staðið með blóma, að þar var stofnað fyrsta rjómabúið sem var í rauninni upphaf mjólkuriðnaðar utan heimilanna og að frá Flúðum koma bæði sveppir, límtré og rósir. Hitt hafa færri vitað, og það er eitt af því sem kemur á óvart í bók- inni, að Hrunamenn eiga heiðurinn af einu elzta velferðar- kerfi landsins, Neyð- arforðas tiftuninni, sem stofnuð var 1827. Forkólfar hennar voru séra Jón Steingríms- son í Hruna, Jóna Ein- arsson á Kópsvatni, Magnús Andrésson á Berghyl og Grímur Jónsson stúdent í Skip- holti. N eyðarforðastiftunin var matarforðabúr sem hægt var að grípa til og lána þeim sem komust í bjargarþrot eins og stundum kom fyrir, eink- um á útmánuðum. Á hverju hausti var safnað saman smjöri, komi og fiski svo nægði til að framfleyta a.m.k. tíu fátækum fjölskyldum heilan vetur. Þessi mat- arforði var geymdur í þinghúsi sveitarinnar og stjórn stiftunarinnar átti að endurnýja hann árlega. Það sem lánað var greiddist í sama; fyrir hverja 20 fiska áttu menn þó helzt að greiða 22; þeir fátækustu áttu þó aðeins að bæta við einum fiski. Árið 1827 voru 40 sveitarómagar í hreppn- um og þeir höfðu engan þegnrétt í því samfé- lagi sem þeir voru þó hluti af. En með þessari samhjálp var komið í veg fyrir að fólk lenti á vergangi. Annað sem ekki kemur síður á óvart er að fyrsta verkalýðsfélag landsins varð ekki til á mölinni, heldur í Hrunamannahreppi. Það var Vinnumannafélagið, sem stofnað var á fundi 17 vinnumanna í Gröf 2. júlí, 1881. Fyrir því stóðu tveir harðduglegir og greindir vinnu- menn prestanna Steindórs Briem í Hruna og Valdimars Briem, sem þá sat í Hrepphólum. I fundarsamþykkt sem birt var í Þjóðólfi voru bændum sett ýmis skilyrði, en ástæðan fyrir þessu voru yfirboð útvegsbænda á Suðurnesj- Blaðað í nýrri bók um óbúendur ó jörðum í Hrunamannahreppi fró | því um 1700, sem um leið ættfræðirit og geymir er veru egan fjórsjóð gamalla 1 jósmynd a. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.