Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Side 11
BÓK OG FRÓÐLEG ...
akkar
Morgunblaðið/RAX
aði ævinlega með vinnufólki sínu og sat þá fyrir
enda borðsins. Þeir Skúli Björn töldu að hann
hefði ekki skrifað mikið þau níu ár sem þau
hjón dvöldust á Skriðuklaustri, þó hafi hann að
öllum líkindum lokið þar við Heiðaharm og
skrifað þar einnig Sálumessu, auk Arbókanna.
Aðalsteinn Aðalsteinsson sagði að Gunnar hafi
haft mikla ánægju af að heimsækja Pál Vigfús-
son, bónda á Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Þá fór
hann þangað ríðandi, en það mun vera um
þriggja tíma ferð. Þá sátu þeir Páll á tali fram á
nætur og spiluðu lomber. Gunnar var mikill
lomber-spilari. Þeir Páll voru miklir og góðir
vinir. Stundum reið Páll með honum á milli
bæja.
Þegar Páll Vigfússon hvarf frá Aðalbóli og
fluttist burtu tók nýr ábúandi við jörðinni, Páll
Gíslason frá Skógargerði. Þegar við ókum niður
Hrafnkelsdal og Aðalból blasti við, sagði Aðal-
steinn okkur frá því, hvernig Páll Gíslason
skýrði Aðalsteini, föður hans, bónda á Vað-
brekku þar í næsta nágrenni, frá láti Gísla föð-
ur síns, en hann varð bráðkvaddur. Hann
hringdi í Aðalstein og sagði: Nú er Gísli hættur
búskap. Nú, sagði Aðalsteinn undrandi, og hvað
ætlar hann að fara að gera? Það verður ráðið
annars staðar, sagði Páll og kvaddi.
Aðalsteinn var með Páli Gíslasyni þegar hann
var í Brúarkláf og vírinn slitnaði og Páll lenti í
Jökulsá á Brú. Páll féll í beljandi jökulleðjuna
fyrir neðan, en þótt mikið væri í ánni tókst hon-
um að synda að sléttri klöpp sem skagaði út í
strauminn þar fyrir neðan, vó sig upp og tókst
af sjálfsdáðum að komast úr gilinu. Hann gekk
að kláfnum og sagði einungis við samfylgdar-
menn sína: Það var gott að ég var í kláfnum, en
ekki þið. Aðalsteinn segir líka að þeir aðrir sem
þar voru staddir hefðu ekki komizt upp úr ánni,
en Páll hefur augsýnilega verið heljarmenni.
Aðalsteinn segir að hann hafi gengið þegjandi
og rennblautur að kláfnum og þeir splæstu
vírendana saman, þögulir. Páll var flugsyntur
og hafði auk þess úthugsað mjög rækilega
hvernig hann mundi bregðast við ef hann félli í
ána. Það var ein af ástæðunum fyrir þessari
ótrúlegu björgun eða öllu heldur þessu yfir-
gengOega afreki.
Aðalsteinn sagði okkur að þeir Páll hefðu
farið í eftirleitir í byrjun desember, þegar
hann var ungur maður, og gengu þeir upp að
Vatnajökli í veiku tunglsljósi og miklum
frosthörkum; síðan aftur til baka sömu nótt.
Þú kallar þetta öræfi, sagði hann við mig, En
þetta eru engin öræfi lengur. Ég þekkti ör-
æfin meðan þau voru og hétu.
Páll var sonur Gísla í Skógargerði, en
fluttist að Aðalbóli, en Aðalsteinn var sonur
Aðalsteins á Vaðbrekku, bróður Jóns Hnefils
og þeirra systkina. Ég held hann þekki
hverja einustu þúfu á þessari leið.
Við fórum einnig að Kárahnjúkum þar
sem eru gljúfrin miklu í Jökulsá á Brú, ógn-
leg og ægifögur. Þar er varla hægt að sjá til
fljótsins af brúninni því að gljúfrin eru 180
metrar og ekki fyrir lofthræddan mann eins
og mig. Við héldum upp með ánni og Þórhall-
ur sýndi okkur svæðið þar sem ráðgert væri
að reisa Kárahnjúka-stífluna, en mér skilst
hún eigi að verða yfir 200 metrar á hæð. Á
þeim slóðum hefjast gljúfrin, en ef stíflan
verður reist verður lítið vatn í þeim og þá
einungis bergvatn. Þú ert laxveiðimaður,
sagði Aðalsteinn. Ég jánkaði því. Þegar hér
rennur einungis bergvatn í gljúfrunum,
bætti hann við, verður áin bezta laxveiðiá
landsins. Jæja, sagði ég.
Þórhallur sagði ekkert.
Við skimuðum inní gljúfrin Joröng mér
sýndi dauðans göng“, sagði Páll Olafsson um
Rangá.
Frá efsta Kárahnúki blasir Brúarjökull við
og Kverkfjöll og augljóst sagði Þórhallur að
þar væri mikið hvassviðri, hann sæi það á
skýstrókunum. Kárahnjúkar draga líklega
nafn sitt af því að þar verður rokhvasst í
vondum veðrum og þannig er þetta örnefni
eitt af snilldarverkum þeirra örnefnasmiða
sem fóru um landið fyrstir manna.
Nú rýmkaði vindurinn heldur til, en birtan
hélzt.
Á þessum slóðum er mikil og nakin fegurð.
Þarna er varla stingandi strá, en umhverfið
minnir mest á Hólssand við Dettifoss þar
sem eru gljáandi steinar og svartur sandur í
allar áttir. Á leiðinni í Jökuldal stanzaði Að-
alsteinn við mikið moldarbarð sem stóð eins
og hreindýrstönn upp úr umhverfinu og
minnti á meltorfuna í Hrafnkötlu sem var
blásin mjök. Ég segi hreindýrstönn vegna
þess að af tönnum hreindýra er hægt að ráða
aldur þeirra.
Aðalsteinn las jarðsögu íslands út úr
þessu mikla barði, þar blöstu við gosöskulög-
in, bæði frá Kverkfjöllum, Vaðöldu og Öskju,
svo að eitthvað sé nefnt. Þetta er mikil bók
og fróðleg, ekki sízt um uppblástur. Enginn
getur vegið eins að landinu og náttúran sjálf.
Á leiðinni niður í Jökuldal sögðu þeir fé-
lagar okkar frá því að mikið væri þar um
fálka. Þórhallur sagði að tilhugalíf fálkans
væri sérstætt. Kerlinginn settist í hreiður-
stæði og þá reyndi á hvort karlinn gæti séð
fyrir henni með matföng. Ef hann gæti það
ekki yrpi hún ekki og hreiðurgerðin færi for-
görðum. Þannig sæi náttúran um að fálkinn
sóaði ekki eggjum sínum til einskis. Þegar
fálkinn væri orpinn kæmi einungis einn ungi
úr eggi í einu. Það væri ráð náttúrunnar til
að tryggja að einhver unganna kæmist upp
því að unnt væri að sjá einum unga farborða,
þótt það væri ekki endilega hægt, ef þeir
væru fletri í hreiðrinu. Allt er þetta með ein-
dæmum eins og annað úthugsað í orðlausri
þögn sköpunarverksins. En þó engu líkara
en efnið hugsi. Aðaltilgangur ferðarinnar var
þó sá að koma að Snæfelli og berja Eyja-
bakka augum.
Það vindaði nokkuð þegar við komum að
Eyjabökkum, en Snæfell að mestu skýlaust,
þótt það væri með dálitla hettu. Herðubreið
fylgdi okkur í vestri, dökkblá, þögul og tign-
arleg, eins og drottningu sæmir. Við sáum
hreindýrahjörð í votlendinu niður við bakka
Jökulsár á Fljótsdal, en þar fyrir sunnan
blasti Eyjabakkajökull við, hvítur undir
skýjaslæðunni. Þórhallur sagði að hann væri
farinn að skýja sig upp og hafði ég aldrei
heyrt það, hvorki fyrr né síðar. En sem sagt,
þarna blasti við hið umdeilda landsvæði sem
hyrfi undir vatn, ef virkjað yrði á þessum
slóðum.
Eyjabakkar eru ólíkir Þjórsárverum að
því leyti að þar fellir geldfuglinn fjaðrirnar,
en verpir helzt ekki. Ég veit ekki hvort gæs-
irnar mundu flytja sig um set, ef bakkamir
hyrfu undir vatn og virkjað yrði, það má
vera. Náttúruverndarmenn vilja þó ekki
taka áhættuna og fullyrða að landið muni
skila meiri arði óvirkjað en virkjað, því að
þarna gæti friðaður þjóðgarður orðið ein-
hverskonar gróttarkvörn vegna þeirra þús-
unda ferðamanna sem þangað muni sækja í
framtíðinni. Um þetta get ég ekkert sagt og
raunar var þessi ferð okkar Hönnu inná ör-
æfin ekki gerð í því skyni að taka af skarið
og skipa sér í sveit náttúruverndarmanna
eða virkjanamanna. Þar sem ég stóð þarna á
öræfunum fann ég fyrir því sem oft hefur
ónáðað mig, en kannski stundum verið leið-
beinandi þáttur í lífi mínu; ég fann að skáld-
ið og ritstjórinn voru ekki alveg á eitt sáttir.
Skáldið vill ekkert jarðrask í náttúrunni, en
ritstjórinn vill atvinnuuppbyggingu á Héraði
og fjörðunum og telur það skyldu sína að
styrkja afkomumöguleika fólksins í fjórð-
ungnum. Þarna hófst því hin mesta tog-
streita með sjálfum mér, en Snæfell, risinn
mikli, horfði óhagganlegur yfir þessar fugla-
hræður sem þarna voru á ferð og haggaðist
ekki. Fyrst þessi átök voru innra með sjálf-
um mér, hvers vegna skyldu þau þá ekki
einnig fara eins og hrollkaldur efi um allt
samfélagið og leiða til deilna og öndverðra
sjónarmiða? Sá sem stjórnar Morgunblað-
inu verður að reyna að setja sig inn í hugs-
unarhátt fólksins í landinu, skilja það; skilja
jafnvel það sem er óskiljanlegt. Draumarnir
eru svo margvíslegir. Það eru til fleiri
draumar en þeir sem eru bundnir við nátt-
úru og skáldskap.
Nokkra sfðnr
1.
Við horfðum yfir flúðirnar framundan og
Þórhallur sagðist oft hafa ekið yfir fljótið á
vaðinu fyrir ofan á sínum sérhannaða fjalla-
bfl., hann hefur jafnvel ekið til Kverkfjalla
um hávetur og þá farið eftir brúnum Eyja-
bakkajökuls og Brúarjökuls, ofan við
sprungur og aðrar torfærur. Það er skotfæri,
segir hann, og augu hans drekka í sig himin
og sporðgráan jökul framundan, en ég kleif
skriðubrattar hlíðar Snæfells með undrandi
augum gestsins og var nú kominn að sköfl-
unum rétt undir hettunni sem bar sunn-
anáttinni órækt vitni.
Ég hef gengið sjö sinnum á Snæfell, segir
Aðalsteinn á Vaðbrekku, og hvessir augun á
allstóra hjörð á holtgrænum bökkum fljóts-
ins þar sem dýrin eru á beit undir hvelfdum
himni jökulsins, en líta nú upp því þau hafa
fundið lyktina af óvelkomnum aðkomumönn-
um, eða hafði samtal okkar borizt inn í ofur- -
næm eyru þeirra sem hlusta á þögnina eins
og holt hlustar á heiðar?
Ég hef ekki verið nema þetta þrjá tíma á
toppinn, bætir Aðalsteinn við um leið og ris-
inn tekur af sér höttinn og heilsar í heiðríkj-
unni.
Við kinkum til hans kolli og kveðjum, höld-
um yfir skarðið um Nálhúshnúka og að Jök-
ulsá á Brú sem er engin hölkná, engin grjótá,
heldur grjótlaust straumkast sem ryður
morinu á undan sér til hafs, sléttbotnað fljót
og grjótlaust og kastið með þeim ósköpum
að kolmórauð áin skilur ekki eftir sig einn
einasta foss á langri leið að ósi.
Fosslaust rennur fljótið inní dulmagnaða
veröld hreindýranna. Og Hrafnkötlu sem
segir að undir mýrinni sé svá hart sem
hölkn, eða flatt berg; sbr. hallus á gotnesku.
Þannig rennur Hölkná í Þistilfírði á flötu
bergi.
2.
Og það hvessir við Kárahnjúka eins og lög
gera ráð fyrir, þar ræður vindur konungur
ferðinni og fer drottningu sína í vestri,
Herðubreið, svalköldum höndum þar sem
hún reisir sig úr ósýnilegu undirlendi, öræfa-
blá eins og óræður draumur. En í auðninni
yfirgefinn fjallabíll veiðimanna í sporlausum
sandi og vænglausri auðn heiðagæsanna.
3.
Hittum hreindýraveiðimenn í Jökuldal þar
sem fólkið býr í árgili og höfðu skotið tvö dýr
hver. Við megum vera stoltir, sögðu þeir, og
bentu á hornskóginn sem lá á hlaðinu, haus-
arnir enn fastir á greinunum og horfðu undr-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. SEPTEMBER 1999 1 1