Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Síða 16
AÐ ER ekki ólíklegt að flestir þeir sem þekkja til japanska listamannsins On Kawara og ættu að lýsa honum myndu segja hann sérvitran með ein- dæmum. A listamannsferli, sem spannar næstum því fjóra ára- tugi, hefur hann aldrei veitt við- töl, hann mætir aldrei á opnanir sýninga sinna né annarra, hann hengir verk sín ekki upp sjálfur og aldrei hefur hann leyft opin- bera myndbirtingu af sér og neitar alfarið að láta mynda sig. Ferilskrá hans, upplýsing- araar um helstu afrek hans, sem flestir lista- menn halda vel utanum og vilja að sem flestir þekki, er heldur ekki merkileg. On gefur ein- ungis upplýsingar um hve marga daga hann hefur lifað og til að skýra þessa sérvisku hef- ur hann einfaldlega sagt: „ég er ekki til“, og brosað síðan stríðnislega. Ofan á allt saman eru sjálfsagt margir sam- mála um að í raun hafi listamaðurinn í öll þessi ár verið að gera sama málverkið aftur og aftur. Hann er því nokkurskonar huldu- maður í myndlistarheiminum en er samt á sama tíma ein af stórstjömum alþjóðlegs myndlistarheims. Sýningarferillinn er glæst- ur og áhrif hans á samtimamenn óumdeild. Einstaklega yfirgrips- mikið lífsstarf Sérviskan er þó ekki það sem On Kawara er þekktastur fyrir heldur verkin hans, en eftir hann liggur óhemju mikið magn verka og lífsstarfið er með eindæmum yfirgripsmik- ið. Hugsunin á bakvið verkin er einnig mjög skýr og hefur verið það frá fyrstu tíð. Líf Ons er samofið verkum hans á mjög sérstakan hátt án þess að áhorfendur kynnist nokkum tíma manninum sjálfum og hans persónu, þ.e. . hverjar skoðanir hans era á málefnum líðandi stundar, lífinu sjálfu eða myndlistinni á hverj- um tíma. Pað eina sem vitað er er að honum líkar ekki þátttaka í myndlistarhringekjunni og öllu því sem henni getur fylgt. On Kawara hefur komið einu sinni til Is- lands og sýndi þá verk sín í sýningarsalnum Annarri hæð sem Pétur Arason og Ingólfur Amarson ráku um nokkurra ára skeið. Pétur segir að þrátt fyrir alla dulúðina í kringum listamanninn sé hann glaðlyndur og kátur og ekki ólíkur dæmigerðum Japana að flestu leyti, þó sérviskan sé óumdeild. Þau verk sem On sýnir hér á landi nú era * sú tegund verka sem hann er þekktastur fyrir og fullyrða má að allir þekld sem einhvem áhuga hafa á myndlist þessarar aldar. Þetta era svo kölluð dagsetningarmálverk „eða „Date Paintings". Málverkin hefur On gert sleitulaust frá því í janúar árið 1966, og era þau nú orðin um 2000 talsins. Til gamans má geta þess að On vill helst ekki láta verkin frá sér, þó eftirsótt séu, og aðeins era um 200 verk í eigu safna og safnara. Öll hin verkin á On sjálfur og heyrst hefur að hann hafi ákveðnar fyrirætlanir um afdrif þeirra, að sér gengnum. Gerir 30-241 verk á ári Málverkin era eins og áður sagði öll í aðal- atriðum mjög lík og við gerð þeima fylgir On alltaf nákvæmlega sama ferlinu. A dökkgráan , flöt málar hann dagsetningu með hvítum lit. Dagsetningin er gerð á ritmáli þess lands sem verkið er gert í, með þeim ritreglum sem þar tíðkast við stafsetningu, skammstafanir ofl. Stafimir era aldrei teiknaðir eftir skapa- lóni, þó þeir séu alltaf nær fullkomnir í gerð sinni, og listamaðurinn fylgir þeirri reglu, sem hann hefur sjálfur sett sér, að klára verk- ið á innan við 24 tímum, að öðram kosti er því hent. Engin regla er á því hve mörg verk hann gerir á ári en það er mjög breytilegt. Hefur tala gerðra verka hingað til rokkað frá 30 verkum á ári til 241 verks. Stærðir málverkanna era alls 8. Minnstu verkin era 20,3 sm x 25,4 sm að flatarmáli. En þau stærstu eru 155,8 sm x 227,3 sm. Stöku sinnum breytir hann grannlit mynd- anna, og til era rauðar myndir og bláar. , MikiðhefurveriðrættogritaðiunverkOn Kawaras og þá sérstaklega dagsetningar- verkin. Skiljanlega er þar tíminn og skynjun hans, tilveran og tilvistin það sem mest er velt vöngum yfir auk þess sem rýmið er einnig mikilvægt í umræðunni um verkin, enda tími og rými samhangandi fyrirbæri í eðlisfræði- Iegum skilningi. Rýmið í kringum On þegar hann gerði verkin, þ.e. hvar hann var og hvað var að gerast í veröldinni á viðkomandi degi, skiptir þar ekki litlu máli og þannig geta menn tengt verk hans hinum fjölbreyttustu hlutum. Þó aldrei sé það sýnt með dagsmál- verkunum, þá samanstendur verkið af fleiri þáttum en eingöngu því sem málað er. Utan t um hvert verk smíðar On sérstakan kassa og í botninn á kassanum leggur hann úrklippu úr dagblaði frá þeim stað sem hann er staddur þegar hann gerir verkið. Þannig er í öðru verkanna sem hann vann hér á Islandi fyrir sýninguna á Annarri hæð, úrklippa af forsíðu menningarblaðs Morgunblaðsins sem þá var. Morgunblaðið/Einar Falur Frá sýningu On Kawara á "daypaint- ings" í barnakennsludeiid Myndlistarskóla Reykjavíkur. „ÉG ER EKKITIL" Sýning á verkum hins þ ekkta japanska listamanns On Kawara hefur verið sett upp í stofu 4-6 ára barna í Myndlistarskólanum í Reykjavík í JL-húsinu við Hringbraut. ÞÓRODDUR BJARNASON segir hér m.a. fi 'á sérstæðum ferli On, dagsetningarmálverkum hans . og manninum sjáll Fum sem veitir aldrei viðtöl, leyfir aldrei myndatökur af sér né mætir á eigin opnanir eða annarra. Úrklippurnar gefa verkinu óneitanlega aukið gildi. Þannig verður verkið minnn- isvarði um ákveðinn tíma, þó það sjálft sé alltaf raunverulegur hlutur í sjálfu sér. í ritgerðinni Huglægt tímaferðalag segir Karel Schampers þetta um verkin: ,Á sinn hversdagslega og almenna hátt segja þessi dagsettu mál- verk okkur sitt af hverju um tímann sem við upplifðum/ lifðum, en láta ekkert uppi um viðhorf On Kawara til tímans.“ I greininni Listin og sjálfið eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur, sem lesa má í sýning- arskrá sýningarinnar, segir eftirfarandi: „Með því að mála dagsetningar víðs g| Frá sýningu On Kawara í sýningarsalnum Annarri hæð við Laugaveg. vegar um heiminn gefur Kawara okkur í skyn hvernig tíminn er óskilgreinanlegur, hann veitir okkur innsýn inn í eðli hans sem okkur er ekki nokkur leið að skilja nema að litlu leyti.“ Síðar í sömu grein segir: „í stað þess að reyna að „persónugera" myndmál sitt, höfða til tilfinninga og hrifnæmis þess sem horfir, málar hann þá í mynd sem er algeng- asti og hlutlausasti samnefnari þess dags sem er að líða hverju sinni.“ Ég er enn á lífi En On hefur gert ýmis önnur verk sam- hliða dagsetningarmálverkunum. Arið 1964- 1965 gerði hann til dæmis mikið af fínlegum teikningum sem gefnar voru út í bókinni Pa- rís - New York 1964. Þessi verk hefur lista- maðurinn aldrei sýnt á myndlistarsýningu. Einnig gerði hann til dæmis árið 1965, verk áþekk dagsetningarmálverkunum þar sem í texta stóð staðsetning í gráðum, „Location“. Það sem On er einnig mjög þekktur fyrir era símskeyti og kort sem hann sendir kunn- ingjum og vinum frá þeim stöðum sem hann dvelur á hverju sinni. A símskeytunum er ein- faldur texti: „I am still alive, On Kawara“ eða: Ég er enn á lífi, On Kawara. Þetta eru mögn- uð verk og í raun jafn falleg og þau vekja manni mikinn óhug. Maður kemst ekki hjá því að hugsa um líf og dauða, og tilvist manns- ins sem skeytið sendi. Hvað ef ég hætti að fá þessi símskeyti? I raun er engin regla á símskeytunum að vitað sé, til dæmis um það hve oft hann sendir fólki skeytin og í hve langan tíma, né afhverju hann hættir skyndilega að senda þau þegar vitað er að hann er enn í tölu lifenda. Af öðram verkum af svipuðum toga má nefna, „Ég vaknaði" þar sem hann gefur upp- lýsingar um hvar hann vaknaði þann dag sem póstkort með upplýsingunum er póstlagt. Slík póstkort sendi On á hverjum einasta degi á árinu frá 1968-1979, en ekki er vitað ná- kvæmlega af hveiju hann hætti að senda kortin þá. Einnig skal nefna verkin „Ég hitti“ þar sem On skráir niður nöfn allra manna sem hann hittir yfir hvern dag, og verkið „Ég fór“ þar sem á götukorti era merktar með rauðu þær leiðir sem listamaðurinn fór á hverjum degi. Öll þessi gagnasöfnun og skrásetning hef- ur gefið af sér ansi viðamikinn gagnagrann af hráköldum upplýsingum um staðreyndir hins daglega lífs. í greininni Huglægt tímaferða- lag segir eftirfarandi um þessa gagnasöfnun hans: „Einfold og einlæg aðferðin sem On Kawara notar til að upphefja og einangra óm- erkilega atburði úr bláköldum hversdagsleik- anum er gegnsýrð af meðvitund um fárán- leika og tilgangsleysi skrásetningar af þessu tagi.“ I þessari blaðagrein má ekki sleppa því að minnast á annað risavaxið verk On Kawaras sem gefur okkur innsýn í raunveruleika tím- ans á áþreifanlegan hátt. Þetta era verkin tvö, Ein milljón liðinna ára og Ein milljón framtíðarára. Þessi verk era í bókarformi en í bókunum hafa einfaldlega verið vélrituð mil- ljón ártöl aftur í tímann annarsvegar og fram í tímann hinsvegar! Annað verkið geymir ár- töl frá 998.031 fyrir Krist til ársins 1969 og hitt verkið geymir ártöl frá árinu 1981 til ár- sins 1.001.980. Tær vitund í JL-húsinu Sýningin í JL-húsinu er sú sama og var sett upp í litlum forskóla fyrir 4-6 ára böm í Astralíu í tengslum við Tvíæringinn í Sydney árið 1997 og ber heitið Pure Consciousness eða Tær vitund í íslenskri þýðingu. On Kawara sjálfur átti framkvæði að sýningunni hér á landi og hafði samband við fyrmefndan Pétur Arasaon til að hjálpa sér. Segir Pétur að On hafi jafnvel í hyggju að setja verkið upp einu sinni enn, og þá í Afríku. Hann segist ekki vita nákvæmlega hvað listamanninum gangi til með þessu vali sínu á sýningarstöð- um, nema það að setja sýninguna upp á 3 gjörólíkum stöðum í heiminum. Verkin era alls 7 talsins, máluð fyrstu 7 dagana í janúar árið 1997. Þau era máluð í tveimur stærðum, 20,32 sm x 25,4 sm og 25,4 sm x 33,02 sm“. Listamaðurinn hefur ánægju af börnum og honum finnst gaman að setja verk sín upp á óhefðbundnm stað eins og kennslustofu. Verkin henta að hans mati vel þar sem böm era. Böm á þessum aldri era smám saman að átta sig á tímahugtakinu og era til dæmis að læra hve margir dagar eru í einni viku. Verk- in era þó ekki ætluð til kennslu heldur eiga þau einungis að vera hluti af eðlilegu um- hverfi bamanna. Um tímann segir sovéski rithöfundurinn Leo Tolstoy: „Ef tíminn líður er nauðsynlegt að eitthvað standi í stað, og þannig er það vitundin sjálf sem ætíð stendur í stað.“ Sýningin í JL-húsinu hefur þegar verið hengd upp í stofu 4-6 ára barna og hangir uppi fram í miðjan nóvember næstkomandi. Sýningin er opin almenningi laugardagana 23. október, 30. október og 6. nóvember á milli klukkan 14 og 16. 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 16. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.